Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 41
lægðum við vegg í anddyri til að fólk fengi útsýnið yfir Elliðavatnið beint í æð þegar það kæmi inn. Þá flutti hann baðherbergið þannig að það yrði stærra og setti þakglugga þar yfir til að fá dagsbirtu að ofan og inn.“ Aldrei í vandræðum með dótið Eitt af því sem vekur athygli í hús- inu eru sérsmíðaðar innréttingar úr birki í svefnherbergjum en auk hefð- bundinna fataskápa eru skúffuhirslur sem nýtast vel til geymslu og sem snyrtiborð í hjónaherbergi. Þótt inn- réttingin í eldhúsinu sé að uppistöðu til frá HTH innréttingum eru sér- smíðaðar viðbætur sem auka enn á geymslupláss. Eins eru skúffur víða í sökklinum. „Við lendum aldrei í vandræðum með að koma dóti fyrir,“ segir heimilisfaðirinn og bendir á efri skápana í eldhúsinu sem ná alveg upp í loft. Það gerir það líka að verkum að ekki þarf að þrífa ryk og fitu ofan af þeim eins og algengt er í eldhúsum. Eldunareyja skilur að stofu og eld- hús en borðplatan á henni er úr dökk- um steini. „Þetta er grásteinn sem við völdum af því að hann er svo náttúrulegur,“ segja hjónin. „Það sem er óvenjulegt við grásteininn er að erfitt er að fá heila, ósprungna grásteinsplötu upp á 2,20 metra. Það kemur kannski einn slíkur steinn á tveggja ára fresti. Við vorum hins vegar svo heppin að það gerðist akk- úrat þegar við vorum að velja borð- plötu. Síðan töfðust aðeins fram- kvæmdirnar hjá okkur og á meðan föluðust þrír eða fjórir eftir plötunni, þar sem hún stóð tilbúin fyrir okkur í búðinni.“ Náttúrusteinn prýðir einnig gólf að hluta, í anddyri, á svefnherbergis- gangi, baðherbergi og þvottaher- bergi inn af eldhúsinu. Að öðru leyti er parket á gólfum en óvenjulegir gólflistar vekja athygli enda úr áli og því með léttara yfirbragð en hefð- bundnir viðarlistar. Munu sakna staðsetningarinnar Öll lýsing í húsinu er hönnuð af Helga Eiríkssyni sem oft er kenndur við Lúmex og á baðherberginu hefur sérlega verið lagt upp úr að lýsing fái notið sín. Auk ofanbirtunnar sem kemur inn um þakgluggann var lýs- ing felld inn í loft og undir innrétt- inguna við handlaugina. Lýsing frá hlið inn í sturtuklefa við gólf myndar einnig sérstaka stemningu. Húsið er hitað upp á heldur óhefð- bundinn hátt, með gólfhita sem stýrt er með fjarstýringu í gegnum tölvu sem staðsett er í bílskúrnum. „Eins er forhitari á öllu neyslu- vatni í húsinu sem er mikil bylting,“ segja hjónin. „Í staðinn fyrir hita- veituvatn er kalt vatn hitað sem gerir það að verkum að það er enginn kísill í vatninu. Það er ekki bara betra fyrir húð og hár heldur endast blöndun- artækin margfalt lengur en ella.“ Aðalkosturinn við húsið er þó óum- deilanlega staðsetningin. „Við kom- um örugglega til með að sakna henn- ar,“ segja hjónin sem eru farin að hugsa sér til hreyfings. „Það er svo fjölbreytt líf á vatninu og við það,“ heldur húsmóðirin áfram. „Til að mynda er fuglalífið stórkostlegt – maður heyrir það svo vel á vorin þeg- ar farfuglarnir eru að koma. Svo eru kindur á bænum hér beint fyrir neð- an og hestar allt í kring. Við heyrum stundum í þeim er þeir fara um reið- stíginn sem er hér neðar í brekk- unni.“ Húsbóndinn tekur undir þetta. „Maður þarf ekkert málverk þegar maður er með svona útsýni – það virkar í raun eins og lifandi listaverk, allt árið um kring.“ ben@mbl.is Borðstofa Búið er að leggja gólfplötu undir veröndina í horninu svo hægt sé að byggja þar garðhýsi yfir. Engin ljósmengun Lítil sem engin byggð er fyrir neðan húsið og því er niðamyrkur úti á veturna. „Barnabarnið spurði einu sinni þegar það gisti hjá okkur og sat við gluggann: Amma, eru allir farnir að sofa?“ „Síðan töfðust aðeins framkvæmdirnar hjá okkur og á meðan föluðust þrír eða fjórir eftir plötunni þar sem hún stóð tilbúin fyrir okkur í búðinni.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 41 Vandað 4 stjörnu hótel í nágrenni við Vatikanið. Hótelið er nýuppgert og vel búið með góðu sundlaugasvæði, fallegum herbergjum og skemmtilegri sameiginlegri aðstöðu. Hotel Ergife Palace Sól og borg í frábærum pakka! 1 vika: 26. júní –3. júlí Frá 69.577,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna Duke er sérstaklega fallegt og vandað hótel á frábærum stað í miðborg Rómar. Herbergin eru stór og það er framúrskarandi þjónusta á þessu gæðahóteli. Duke Hotel Roma Glæsihótel í hjarta Rómar 1 vika: 7.–14. ágúst Frá 77.900,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna VIKA Í MIÐBORG RÓMAR Á ÓTRÚLEGU VERÐI Ótal veitingastaðir, fjörugt næturlíf og ein skemmtilegasta verslunarborg heims! Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500,- fyrir hvern farþega. Sumarferðir Laugavegi 26 (gengið inn Grettisgötumegin) Farðu inná www.sumarferdir.is eða hringdu í síma 575 1515. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500,- fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Falleg og vel skipulögð 4ra herb. á efstu hæð (3.hæð) í góðu rólegu 6 íbúða fjöl- býli, frábært útsýni úr herbergjum og stofu. Íbúð skráð 112,2 fm en geymsla í sameign er 6,5 fm og virðist ekki vera í fm tölu íbúðar. VERÐ 21,4 millj. Guðrún Jóna og Rúnar taka vel á móti þér og þínum: Sími 6921679 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13.00–15.00 SUÐURVANGUR 10 HFJ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.