Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 47 Í DAG, 12. maí, er alþjóðlegi Fair Trade dagurinn. Fair Trade hug- takið er í raun mjög einfalt og það er að borga bændum í þróunarlöndum sanngjarnt verð fyrir afurðir sínar. Það er ekkert flóknara en það. Þeir rækta kaffið og við drekkum það með góðri samvisku. 100 börn deyja meðan þú lest þessa grein Það eru alltaf börnin sem fara verst út úr fá- tækt og börn í þróun- arlöndum eru fórn- arlömb alþjóðlegra viðskiptahátta. For- eldrar fá smáaura fyr- ir vinnu sína og fram- leiðslu sem þýðir að börnin þurfa að taka þátt í að sjá fyrir fjöl- skyldunni. 30.000 börn deyja á hverjum ein- asta degi vegna fá- tæktar. Við skulum skoða þetta aftur, þrjátíu þúsund börn!!! Það eru 1.250 börn á klukku- stund, 21 barn á mínútu og um 100 börn sem hafa dáið á meðan þú lest þessa grein. Það sem er enn sorg- legra er það að við getum komið í veg fyrir þetta. Þetta þarf ekki að gerast. Alþjóðavinnumálastofnunin áætl- ar að um 126 milljónir barna á aldr- inum 5 til 15 ára vinni við hættuleg störf og þar að auki ólöglegar að- stæður. Starfsviðið er landbúnaður þar sem framleitt er kaffi, kakó, ávextir, sykur, bómull og áfram má telja. Fílabeinsströndin framleiðir helming af öllu kakói sem er notað í súkkulaði í heiminum. Áætlað er að allt að 200.000 börn yngri en 15 ára vinni við kakórækt við mjög slæmar aðstæður, mörg þeirra sem þrælar sem hafa verið seldir eða þeim rænt og fluttir þangað frá nágrannalönd- um. Einnig er vefnaðar- og sport- vöruiðnaðurinn ákafur þátttakandi þegar um barnavinnu er að ræða. Þú getur breytt heiminum Fair Trade er farvegur til þess að ráðast gegn fátækt í heiminum. Þú og ég getum breytt heiminum og það byrjar með því að velja Fair Trade- vottaðar vörur úti í búð. Við vitum það öll að ef við kaupum kaffi eða handklæði á nokkrar krónur, er næsta ómögulegt að framleið- andi geti framfleytt sér á slíkum viðskiptum, sérstaklega þegar við drögum álagningu verslunarinnar frá, flutningskostnað, skatta og gjöld. Með því að kaupa Fair Trade- vottaðar vörur getum við verið 100% viss um að barn hefur ekki framleitt vöruna og þar að auki tryggjum við að framleiðendur fái sanngjörn laun fyrir sínar vörur. Í dag er hægt að kaupa nánast allt með Fair Trade-vottun. Á Íslandi er- um við langt á eftir öðrum vestræn- um löndum varðandi vöruúrval og þekkingu almennings á því hvað það þýðir að kaupa inn með sanngirni að leiðarljósi. Þetta þarf að breytast. Það er von Hjálparstarfs kirkjunnar að íslenskir verslunarmenn eigi eftir að sjá sér hag í að bjóða Fair Trade- vörur. Þótt við eigum langt í land þá fást Fair Trade-vörur nú þegar víða í búðum s.s. kaffi, te, sykur, súkkulaði og bráðlega einnig föt þar sem sú bómull sem er notuð er framleidd á sanngjarnan hátt. Að lokum erum það við, neytendur, sem höfum ábyrgðina og valdið í okkar höndum. Það erum við sem borðum súkkulaði, drekkum kaffi og þurrkum okkur með handklæðum. Hugsaðu þig um næst hvaðan þetta allt kemur, hver ræktaði kaffið þitt og saumaði sæng- urfötin þín? Ert þú sanngjarn? Ekki gleyma að þú getur breytt heim- inum. Fair Trade fyrir heimsins börn Lydia Geirsdóttir telur að við getum breytt heiminum Lydia Geirsdóttir »Með því að kaupaFair Trade-vottaðar vörur getum við verið 100% viss um að barn hefur ekki framleitt vör- una ... Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Umræðan um veitingu ríkisborg- araréttar hefur verið í deiglunni und- anfarið í tengslum við mál tengdadóttur Jón- ínu Bjartmarz sem flestum ætti að vera orðið kunnugt um. Hefur sú umræða að mestu leyti snúist um það mál sem slíkt án þess að ég hafi tekið eftir því sérstaklega að rætt hafi verið al- mennt um heimild Al- þingis samkvæmt lög- um til að veita ríkisborgararétt. Nán- ar tiltekið er hér átt við 6. gr. laga um rík- isborgararétt nr. 100/1952. Í stuttu máli er þessu svo háttað að um tvær mismunandi leiðir er að ræða til að öðlast íslenskt ríkisfang skv. lög- unum, annars vegar með því að sækja um til dómsmálaráðuneytisins á grundvelli 5. gr.a. fyrrgreindra laga og hins vegar með umsókn til Alþingis skv. 6. gr. Fyrrnefnda leiðin er vel þekkt enda er það eitt af mikilvægustu verkefnum framkvæmdavaldsins að veita borgurunum ýmis réttindi og leyfi að undangenginni umsókn þeirra, og verður það að teljast hin eðlilega og venjubundna leið. Hitt er óvenjulegt og að mörgu leyti óhent- ugt að sótt sé um tiltekin réttindi til löggjafarvaldsins eins og 6. gr. gerir ráð fyrir. Vandamálin sem þessari leið fylgja eru margvísleg, þar má t.d. benda á að þegar Alþingi tekur ákvörðunina þá gilda ekki stjórn- sýslulögin. Þannig er Alþingi óbund- ið af þeim málsmeðferðar- og efnis- reglum sem stjórnsýslulögin hafa að geyma, s.s. reglunum um andmæla- rétt aðila og meðalhófsreglunni en eftir stendur þá einungis jafnræð- isregla 65. gr. stjórnarskrárinnar. Jafnframt er ljóst að vanhæfisreglur koma ekki til álita í þessum tilvikum. Hið síðastnefnda vandamál er jafn- framt líklega það alvarlegasta. Þegar alþingismenn setja almennar reglur með lagasetningu er almennt við- urkennt að ekki geti komið til van- hæfis af þeirra hálfu. Að baki þessu búa eðlileg sjónarmið sem ekki er tóm til að ræða nánar hér. Hins veg- ar eiga sömu sjónarmið engan veginn við þegar Alþingi hefur tekið sér vald til að taka stjórnvalds- ákvarðanir varðandi málefni einstakra borg- ara. Þannig gæti alþing- ismaður t.d. tekið þátt í ákvörðun um veitingu ríkisborgararéttar til ákveðins einstaklings og ekki skipti máli hversu náin tengsl hann hefði við umræddan borgara. Hvað sem þessu líður er áhugavert að skoða stöðu ákvæðis 6.gr. gagnvart 2. gr. stjórn- arskrárinnar en þar segir: „Alþingi og for- seti Íslands fara saman með löggjaf- arvaldið. Forseti og önnur stjórn- arvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Framangreint ákvæði hefur að geyma meginregl- una um þrískiptingu ríkisvaldsins. Ákvæðið gerir ráð fyrir því að nán- ara inntak hugtakanna löggjaf- arvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds, sé þekkt. Í ljósi þessa vakna spurningar um það hversu langt löggjafanum sé heimilt að seil- ast inn á svið framkvæmdarvaldsins með því að taka sér vald til töku stjórnvaldsákvarðana eins og gert hefur verið með 6. gr. laga um rík- isborgararétt. Það mun vera almennt viðurkennt að valdmörkum Alþingis gagnvart dómsvaldinu séu settar mjög skýrar línur með 2. gr. stjórn- arskrárinnar en hins vegar virðist ekki sama vera uppi á teningnum þegar framkvæmdarvaldið er annars vegar. Ástæða þessa er m.a. sú að hugtakið framkvæmdarvald þykir ekki jafn afmarkað og hugtakið dómsvald. Af þessum sökum virðast fræðimenn hafa talið að Alþingi geti tekið sér vald til að taka ákvarðanir sem eru í eðli sínu „hreinar“ stjórn- valdsákvarðanir. Setur 2. gr. stjórn- arskrárinnar þá löggjafarvaldinu engar raunhæfar skorður gagnvart framkvæmdarvaldinu? Þótt hugtakið framkvæmdarvald sé ekki eins skýrt afmarkað og t.d. hugtakið dómsvald er ljóst að framkvæmdarvald getur ekki þýtt hvað sem er. Ákveðnar at- hafnir eða valdheimildir eru í eðli sínu þess efnis að rétt er að fella þær undir framkvæmdarvaldið en ákvörðun um veitingu ríkisborg- araréttar er einmitt af þessum toga. Hlutverk löggjafarvaldsins á að vera að setja almennar réttarreglur en ekki að taka ákvarðanir í málum ein- stakra borgara eftir að þeir hafa sótt um tiltekna fyrirgreiðslu eða rétt- indi. Þegar velt er fyrir sér því álitaefni hvort margnefnd 6. gr. standist stjórnarskrána er ekki nægilegt að vísa til þess almennt að hugtakið framkvæmdarvald sé svo órætt að ekki sé hægt að festa hendur á því hvaða merkingu það hafi. Það nægir heldur ekki að vísa til þess að svona hafi þetta alltaf verið nema þá að átt sé við það að hér hafi myndast ein- hvers konar stjórnskipunarvenja. Slíkt verður þó að telja ólíklegt. Nið- urstaðan verður þá sú að 6. gr. rík- isborgararéttarlaga stendur a.m.k. höllum fæti í stjórnskipulegum skiln- ingi. Hvað sem líður lagalegum ágrein- ingi þá er rétt að við spyrjum okkur hvort við viljum að Alþingi geti tekið sér vald til að taka ákvarðanir um hin ýmsu málefni sem almennt eru talin til stjórnvaldsákvarðana? Er eðlilegt að Alþingi geti t.d. sett ákvæði í um- ferðalög sem veiti því heimild til að taka ákvörðun um veitingu ökurétt- inda eða í skipulags- og byggingarlög um veitingu byggingarréttinda? Svarið er að mínu mati augljóslega nei, þessar ákvarðanir eiga að vera teknar af stjórnvöldum, ekki af Al- þingi. Um heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt Jóhannes Stefán Ólafsson skrifar um veitingu ríkisborg- araréttar almennt Jóhannes Stefán Ólafsson »Hlutverk löggjaf-arvaldsins á að vera að setja almennar rétt- arreglur en ekki að taka ákvarðanir í málum ein- stakra borgara . . . . Höfundur er í mastersnámi við lagadeild Háskóla Íslands. MEGININNTAK skattastefnu undanfarinna ára hefur verið stórfelldur flutn- ingur skattbyrði af há- tekjum á lágtekjur og til þess notað allt það svigrúm sem aukinn kaupmáttur gefur. Ef horft er fram hjá skerðingum bóta, fá- tæktargildrunni sem svo er kölluð, er tekju- skattskerfið mjög ein- falt. Það er í tveim þrepum, 0% að skatt- leysismörkum, um 90.000 á mánuði, og 36,7% af tekjum umfram það. Skatt- byrði er það hlutfall af tekjum sem greitt er í skatt. Ef tekjur hækka en skattstiginn er óbreyttur eykst skattbyrðin. Ef halda á skattbyrð- inni óbreyttri þarf að breyta skatt- stiganum. Einfaldast er að hækka skattleysismörkin í samræmi við auknar tekjur. Þá hefur skatturinn því sem næst óbreytt áhrif á tekju- skiptingu, en rangt væri að kalla þessa breytingu skattalækkun. Önn- ur leið hefur verið farin. Skattleys- ismörkin hafa fylgt þróun vísitölu fremur en launa, eða jafnvel minna. Svigrúmið til aðlögunar hefur verið notað til að lækka skattprósentuna á efra þrepi, þó ekki meira en svo að skattbyrðin hefur aukist samkvæmt gögnum frá skattayfirvöldum eins og Stefán Ólafsson hefur lýst eft- irminnilega. Þessa aukningu skattbyrði hafa stjórnvöld kosið að kalla skattalækkun, en tölur um seinustu ár hef ég þó ekki séð. Meginatriði málsins er að skattbyrði hefur ver- ið létt af hátekjumönn- um og aukninginn hef- ur lent á miðlungstekjum og einkum lágtekjum. Allt tal um skattalækkanir er því hugtakafölsun. Helsta undantekningin er lækkun matarskattsins sem ferða- þjónustan fagnaði en er ómarkviss sem aðgerð til tekjujöfnunar. Þetta er þó ekki eina ástæða þess að skattbyrði lágtekjufólks hefur aukist umfram aðra. Skerðingarnar, fátæktargildran, hefur einnig þessi áhrif. Jafnframt hefur launamunur aukist. Í stað þess að beita skattkerf- inu til að draga úr ójöfnuði hefur það verið notað til að auka hann. Núver- andi stjórn bjó ekki til skerð- ingakerfið. Það hefur m.a. orðið til í samningum ríkisvalds og stétt- arfélaga, oft sem bráðabirgðaráð- stöfun, og er hinn mesti óskapnaður. Sök núverandi stjórnar er því ekki að hafa búið kerfið til heldur að hafa látið það dankast. Skerðingarmörk fylgja ekki launaþróun fremur en skattleysismörkin og eru því tilfinn- anlegri en áður. Stjórnin hefur haft mjög mikið svigrúm til að laga kerf- ið, en hefur kosið að nota svigrúmið til að létta skattbyrði af há- tekjumönnum. Þess ber þó að geta sem vel er gert. Verulega hefur verið dregið úr tekjutengingu barnabóta og mun það hafa verið meðal kosn- ingaloforða framsóknarmanna. Þó er ekki nóg að gert að mínu mati. Breytingar á skerðingum bóta ellilíf- eyrisþega, sem hafa verið gerðar eða eru boðaðar, eru svo litlar að varla tekur að nefna þær. Vandi ellilífeyrisþega er að eft- irlaun flestra eru mjög lág, langt undir hundrað þúsundum. Mikill meiri hluti þeirra rennur í ríkissjóð, bæði sem beinn skattur og vegna skerðingarákvæða. Samfylkingin hefur lagt til að eftirlaun verði skatt- lögð eins og fjármagnstekjur, vænt- anlega líka eftirlaun ráðherra og bankastjóra. Ekki tekur að eyða orð- um að svo sértækri hugmynd. Lausnin á vanda þeirra, sem eru með lágan lífeyri, er að taka upp lágt skattþrep, t.d. á bilinu 90.000 til 150.000 eða 200.000, með 10–20% skatti. Útsvar sveitarfélaga gæti verið ágæt viðmiðun. Með því er náð meginmarkmiðinu með tillögu Sam- fylkingarinnar, en það kemur einnig öðru lágtekjufólki til góða. Til dæmis má taka námsmenn sem vinna hluta úr ári til að hafa fyrir námskostnaði. Með hverju ári styttist sá tími sem þeir geta unnið án þess að lenda í 36,7% jaðarskatti. Sá skattur hlýtur því að vera mjög vinnuletjandi, eink- um með tilliti til þess að námsmenn eru oft í láglaunastörfum. Eina bótin er sú að þeir geta betur einbeitt sér að náminu eftir því sem vinnutíminn er styttri. Er það stefna Sjálfstæð- isflokksins að námsmenn treysti sem mest á LÍN og stuðning foreldra? Á tölvuöld er auðvelt í framkvæmd að ráða við nýtt skattþrep, auðveldara en allt skerðingakerfið, þótt öðru hafi verið haldið fram fyrir seinustu kosningar. Auðvitað kostar það mik- ið. Enginn virðist þora að nefna það sjálfsagða, að hækka álagningu á efsta þrepi, eða taka á ný upp há- tekjuskatt (fjórða þrepið). Mætti byrja við hærri mörk en sá sem ný- lega var lagður niður, en einnig má gera það í áföngum eftir því sem svigrúm myndast. Stóra skattalækkunarbrellan Allt tal um skatta- lækkanir er hugtakafölsun segir Hólmgeir Björnsson » Lausn á vandaþeirra, sem eru með lágan lífeyri, er að taka upp lágt skattþrep, t.d. á bilinu 90.000 til 150.000. Einnig nýttist það t.d. námsmönnum. Hólmgeir Björnsson Höfundur er tölfræðingur í Landbúnaðarháskóla Íslands. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.