Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ ER einstakt tækifæri fyrir Ís-
lendinga að brjóta í blað og fá konu
sem forsætisráðherra. Hingað til
hafa karlar einokað
þessa æðstu valda-
stöðu í lýðræðissam-
félagi okkar.
Þessi kona er Ingi-
björg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður
Samfylkingarinnar.
Til þess að stuðla að þeim sögu-
legu tíðindum verður Samfylkingin
að koma sterk út í kosningunum í
dag.
Hugsið ykkur hversu mikilvægt
það er fyrir jafnréttis- og kvenna-
baráttuna að ungt fólk fái slíka
fyrirmynd, – frekar en að í forsætis-
ráðuneytið setjist enn einn karlinn
að loknum kosningum.
Kona í forsætisráðuneytinu hefði
sambærileg áhrif og þegar Vigdís
Finnbogadóttir var forseti. Það
hafði ótrúlega mikil áhrif á stöðu
kvenna og viðhorf landsmanna til
þess að konur standi jafnfætis körl-
um í forystuhlutverkum.
Þegar Vigdís
var forseti
Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur
Höfundur er alþingismaður.
SIGURÐUR Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
vekur enn athygli á vanrækslu-
syndum ríkisstjórnarinnar í mennta-
málum í Morgunblaðinu í gær. Nú
með því að endur-
taka talnabrellur
sínar til að fegra arf-
leifð Sjálfstæðis-
flokksins í mennta-
málum, en þeim
hefur hann stýrt sl.
16 ár. Tilefnið núna
er grein Ingibjargar Sólrúnar sl.
miðvikudag þar sem hún kynnir
áherslur Samfylkingarinnar í
menntamálum um leið og hún bendir
á eftirfarandi staðreyndir um
menntunarstig á íslenskum vinnu-
markaði og brottfall úr framhalds-
skólum.
Tölur um menntun fólks
á vinnumarkaði
Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún
hafa ítrekað bent á að rúm 40.000
manns á íslenskum vinnumarkaði, á
aldrinum 25-64 ára hafa ekki lokið
formlegu prófi eftir grunnskóla þ.e.
hafa enga formlega framhalds-
menntun. Þessi tala er ekki uppfinn-
ing Samfylkingarinnar heldur er
þetta sú tala sem Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins, sem hefur það hlut-
verk að sinna menntun þessa hóps,
og sérfræðingar menntamálaráðu-
neytisins hafa komið sér saman um,
á grundvelli vinnumarkaðskannanna
Hagstofunnar. Sem sagt sá fjöldi
sem þessir aðilar skilgreina, sem þá
er ekki hafi lokið viðurkenndu námi
á framhaldsskólastigi. Hlutfallslega
er þessi hópur allt að helmingi
stærri en hann er á hinum Norður-
löndunum.
Tölur um brottfall úr
íslenskum framhaldsskólum
Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún
hafa bent á hátt hlutfall þeirra í
yngri kynslóðunum sem ljúka ekki
framhaldskóla, eða um 30% ár-
ganga. Hér byggir Samfylkingin á
tölum OECD sem fá sínar tölur frá
Hagstofunni og beita alþjóðlegum
viðmiðunum við sína útreikninga.
Hér er um að ræða alþjóðlega sam-
ræmt verklag sem engin ástæða er
til að vantreysta. Í riti OECD 2006,
Education at a Glance, OECD Inica-
tors, kemur eftirfarandi fram: Hlut-
fall Íslendinga á aldursbilinu 25-34
ára sem hafa lokið framhaldsskóla-
námi er 68% en á hinum Norður-
löndunum er þetta 86-96%. Meðal-
talið í OECD er 77% og í ESB 78%.
Ísland er hér í 23. sæti af 30 þjóðum.
Og þegar kemur að opinberum út-
gjöldum til framhaldsskólanna er Ís-
land í 16. sæti af 30 OECD-þjóðum.
Sigurður Kári snúi
sér til réttra aðila
Ofangreindum staðreyndum
breytir Sigurður Kári ekki, hversu
oft sem hann endurtekur rang-
færslur sínar. Við bendum honum
góðfúslega á að snúa sér til OECD,
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins,
sem aðilar vinnumarkaðarins standa
að og sérfræðinga menntamála-
ráðuneytisins. Þar getur hann sann-
reynt okkar tölur. Kjósendum bend-
um við á að kynna sér framsæknar
tillögur Samfylkingarinnar í
menntamálum inni á www.xs.is. Þær
beinast m.a. að því að hækka mennt-
unarstig íslensku þjóðarinnar til
jafns við það sem best gerist. Það
verður arðbær fjárfesting, sem eyk-
ur jöfnuð og hagsæld allra.
Svar til Sigurðar Kára
Eftir Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
„Við viljum búa í þjóðfélagi, þar sem
hver einstaklingur fær notið sín og hefur
fullt athafnafrelsi, laus við þrúgandi
hömlur miðstýringar.“
Geir Hallgrímsson, 1977.
EINU sinni hélt ég að vextir af
skuldum í útlöndum mundu hirða
þriðjung af tekjum okkar um aldur
og ævi.
Geir borgaði
skuldirnar.
Hann sýndi ungur
leiðtogahæfileika –
var kosinn inspector
scole í menntaskóla
og hafði jafnan for-
ystu í hópnum.
Geir er vinsælli en aðrir stjórn-
málamenn lengi, lengi. 55% vilja
hann sem forsætisráðherra og 65%
vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sitji í
næstu ríkisstjórn. Farsæld Geirs
ræður þar för.
Og hann á sætustu stelpuna.
Sjálfstæðis-
flokkurinn –
Geir
Eftir Jón Gunnar Hannesson
Höfundur er læknir og
er í fjölskyldunefnd
Sjálfstæðisflokksins.
SJÁLFSTÆÐISFLOKK-
URINN auglýsir að ungt fólk
hafi aldrei haft það betra og að
flokkurinn muni tryggja áfram-
haldandi stöðugleika með
traustri efnahagsstjórn. Ég er
hræddur um að sú kynslóð sem
nú er að afla sér húsnæðis kann-
ist ekki við þennan stöðugleika
Sjálfstæðisflokksins. Eftir að
húsnæðislöggjöfinni var breytt
árið 1999 er nær útilokað fyrir
lágtekju- og millitekjuhópa að
eignast húsnæði og leigumark-
aður er nú með afarkjörum. Það
lágtekju- og millitekjufólk sem
hefur látið slag standa á mögur
ár í vændum ef ekki tekst að
koma böndum á vexti og verð-
bólgu. Stjórnmálaflokkur sem
með aðgerðum sínum í efnahags-
málum hefur dæmt heila kynslóð
í hálfgildings skuldafangelsi ætti
að tala varlega um stöðugleika og
trausta efnahagsstjórn. Í morgun
var tilkynnt að vísitala neyslu-
verðs hefði hækkað um 0,86% frá
fyrra mánuði. Þetta er mun
meira en hafði verið spáð. Þannig
hækkaði verð á mat- og
drykkjarvöru um 1,3% milli mán-
aða. Þetta vegur að sjálfsögðu
inn í vísitölubundin lán fjöl-
skyldna og fyrirtækja. Er þetta
til marks um að „efnahagslegur
stöðugleiki hafi skotið rótum“
eins og segir í myndbandi Sjálf-
stæðisflokksins? Auglýsingar
Sjálfstæðisflokksins eru blekkj-
andi því þær eru ekki í samræmi
við veruleikann.
Ögmundur Jónasson
Auglýsingar Sjálfstæð-
isflokks ekki í sam-
ræmi við veruleikann
Höfundur er þingflokks-
formaður VG.
ÞAÐ undrar eflaust fáa hve vin-
sælt yrkisefni náttúran er mörgum
mönnum. Þessi stórbrotna smíði
reynist flestum bæði augnayndi og
órjúfanlegur hluti uppruna þeirra og
daglegs lífs. Maðurinn má ekki álíta
hana sjálfsagða eign sína. Mistök í
umgengni við hana geta reynst hon-
um dýrkeypt og oft er betra að huga
að framtíðinni við ákvarðanatökur
en að gleyma sér í stundargræðg-
inni. Það sem virðist gott getur snú-
ist upp í andhverfu sína þegar til
lengri tíma er litið.
Hið svokallaða lífsgæðakapphlaup
mun varla færa okkur þau lífsgæði
sem við í raun viljum og þurfum til
að njóta lífsins. Ef við göngum of
langt munum við á endanum sjá að
okkur, og á þeirri stundu mun það
sem okkur áður þótti sjálfsagt ekki
vera lengur til staðar. Þá fyrst mun-
um við átta okkur og reyna að ganga
„gamla veginn“ veginn til baka.
Hvort við komum að tómu „húsi“
þegar á enda er komið getur enginn
svarað, en viljum við hætta á það?
Eftir miklar umræður höfum við,
hópur ungra menntaskólanema,
ákveðið að láta í okkur heyra. Þær
ákvarðanir sem teknar verða á kom-
andi kjörtímabili munu hafa af-
drifarík áhrif á framtíð okkar. Vafa-
laust er ágætt að fljóta í gegn um
lífið áhyggjulaus og leiða hugann
aldrei að þeim möguleika hvort svo
verði, en á endanum mun einhver
þurfa að taka ábyrgð á gjörðum okk-
ar. Ef ekki við, hver þá?
Staða okkar er enn ekki svo von-
laus því margir eru meðvitaðir um
aðsteðjandi ógnir og reyna að gera
sitt til að hindra þessa þróun, vernda
náttúruna og umhverfi okkar. Við
þurfum þó öll að taka höndum sam-
an og varðveita þessa dýrmætu eign.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur og því mikilvægt að
horfa fram í tímann áður en of seint
er að líta um öxl. Sitjum ekki heima
og fríum okkur allri ábyrgð. Kjósum
menntað fólk með hugsjónir inn á
þing en ekki atvinnupólitíkusa. Kjós-
um fólk sem treystandi er fyrir
heimkynnum okkar. Kjósum fólk
sem af atorku og einhug berst fyrir
framtíð okkar og verndar um leið
landslag komandi kynslóða.
Þurfum við ekki nýja stjórn?
Okkur er ekki sama.
Suss! Mamma er að
tala um fullorðinsmál
Eftir Heru Hilmarsdóttir, Ásdísi Ólafs-
dóttur, Birnu Dís Eiðsdóttur, Gunni Mart-
insdóttur Schluter, Sigrúnu Eyfjörð og
Dóru Björt Guðjónsdóttur
Höfundar eru menntaskóla-
nemar.
MINNINGAR
Þær voru ófáar
stundirnar sem ég
eyddi í tannlækna-
stólnum hans Gylfa á
árum áður enda tann-
heilsa mín afar bágborin þá sem nú.
Ég man að til hans kom ég í fyrsta
sinn árið 1988, mjög þjáð af tann-
læknafælni og auðvitað tannpínu
líka.
Hann tók mér vel, leyfði mér að
venjast stólnum, kynnast tækjunum
að svo miklu leyti sem hægt var og
venjast þeirri tilhugsun að hann
myndi, innan skamms, hefjast handa
við að reyna að bjarga því sem bjarg-
að yrði.
Gylfi var afar hlýr maður, sagði
ekki margt, en hafði skilning á því að
til væri fólk sem óttaðist tannlækna
og verkfærin þeirra. Og honum
tókst, með sinni lagni og þolinmæði,
að gera við skemmdu tennurnar, og
það sem meira er, fjarlægja þær sem
ekki varð bjargað. Tannúrdráttur er,
fyrir marga tannlæknafælna, það
versta sem hægt er að hugsa sér. En
Gylfa lá ekkert á, hann hafði alltaf
tíma fyrir aðlögun og var tilbúinn að
útskýra sem er afar mikilvægt þegar
tannlæknafælni er annars vegar.
Mér fannst hann sannur krafta-
verkamaður og kraftaverkin fólust í
því að fá mig yfirleitt til að opna
munninn.
Vorið 1991 útskrifaðist ég sem
stúdent og það þótti „merkilegt“ og
talsvert afrek sökum augljósrar fötl-
unar minnar. Fréttir og frásagnir
birtust í blöðum og viðtöl í ljósvaka-
miðlum. Sjálfri var mér ekkert gefið
um allt þetta umstang, ég vildi bara
falla í fjöldann og útskrifast í friði
líkt og aðrir. Mér fannst Gylfi hafa
skilning á þessari afstöðu minni án
þess að ég tjáði mig sérstaklega um
það við hann.
Á útskriftardaginn fékk ég fjöl-
mörg skeyti og heillaóskir alls staðar
að, sem mér þótti vissulega vænt um,
en skeytið frá Gylfa gladdi mig
Gylfi Felixson
✝ Gylfi Felixsonfæddist í
Reykjavík 22. sept-
ember 1939. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 2.
maí síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju 9.
maí.
meira en allt annað
þennan dag. Í því stóð
aðeins ein setning,
setning sem sagði allt
sem segja þurfti:
„Húrra fyrir þér!“
Þessi setning hitti
beint í mark, ekkert
óþarfa mal um dugn-
að, afrek eða „krafta-
verk“, en því skýrt
komið á framfæri að
hann samgleddist mér
með áfangann.
Gylfi hafði afar
hlýja og traustvekj-
andi nærveru. Það sem mér þótti
einna best var augljós skilningur
hans á „sérþörfum“ mínum, skiln-
ingur sem þurfti ekkert að ræða,
einskis að spyrja, þetta lá einhvern
veginn allt ljóst fyrir.
Tannlæknastofan hans var stað-
sett við mikla umferðargötu. Stund-
um henti það að aðstoðarkona hans
var ekki á staðnum og þá kom það í
hans hlut að fylgja mér niður að
loknum tannviðgerðum og út í leigu-
bíl. Hann hafði skilning á því að ég
gat ekki, sökum sjónleysis, þekkt
leigubílinn úr öllum öðrum bílum
sem fóru um götuna.
Þó ég hafi ekki hitt Gylfa síðast-
liðin ár og lítið frétt af honum, þá
geymi ég dýrmætar og sérstakar
minningar um góðan dreng.
Ég votta fjölskyldu hans og vinum
mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Gylfa Felix-
sonar.
Ágústa Gunnarsdóttir.
Ég vil með nokkrum línum minn-
ast Gylfa Felixsonar, vinar míns og
félaga.
Okkar kynni byrjuðu á old boys
æfingum hjá Fylki upp úr 1970 og
stóðu yfir 20 ár. Gylfi var útsjónar-
samur og yfirvegaður í boltanum,
lagði sig allan í leikinn og braut nán-
ast aldrei á andstæðingum.
Gylfi var ritari knattspyrnudeild-
ar Fylkis á árunum 1972 til 1978.
Hann hafði góða reglu á sínu starfi,
auðvelt var að flett upp í fundargerð-
um varðandi fyrri ákvarðanir stjórn-
ar sem alltaf voru bókaðar.
Gylfi var kosinn í aðalstjórn Fylk-
is 1977 og varð formaður ’78–’79.
Honum fórst stjórnun félagsins vel
úr hendi og hafði gott yfirsýn á starfi
Einstaklingurinn
gerir sér ekki alltaf
grein fyrir hvaða áhrif
hann hefur á samferð-
armenn sína. Og Lalli vinur minn,
Lárus Hjálmarsson, vissi aldrei um
þá dýrmætu gjöf sem hann gaf mér
sem barni. Það var rík reynsla út í líf-
ið, að alast upp í næsta húsi við fatl-
aðan vin og að læra að fegurð manns-
ins felst í fjölbreytni hans.
Upphaflega var Lalli á sama aldri
og eldri systir mín, síðan varð hann
leikfélagi minn og hægt breikkaði
bilið líka á milli okkar. Ég flutti út í
heim og kom sífellt sjaldnar til Ís-
lands. Samskiptin komust á jóla-
kortastigið. En alltaf sat hann í huga
mér og hjarta þessi drengur, sem ég
ólst upp með í Drápuhlíðinni. Þessi
vinur, sem ég var varaður við að ég
gæti átt eftir að missa ungan. En
Lalli virti slík náttúrulögmál að vett-
ugi og komst sem betur fer til virðu-
legrar elli.
Hvort sem það var að þakka litn-
ingnum, sem Lalli hafði umfram mig
eða einfaldlega uppeldinu sem hann
Lárus Hjálmarsson
✝ Lárus Hjálm-arsson fæddist á
Seyðisfirði 15. nóv-
ember 1946. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut föstudaginn
30. mars síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Ás-
kirkju 12. apríl.
hlaut þá lýsti syngj-
andi gleði hans og
manngæska upp æsku
mína. Hann mætti illu
með góðu og stundum
táruðumst við saman
þegar krakkakjánar
voru að stríða honum.
Í þeim samskiptum
velti ég fyrir mér hvor
aðilinn væri í raun sá
fatlaði.
Það snart alla, sem
kynntust, hversu mik-
illar ástar Lalli naut á
heimili sínu. Það lækn-
aði á augabragði öll sár þegar Sigrún
tók Lalla sinn í faðminn, þerraði tár-
in og gaf okkur mjólk og köku.
Nú tárumst við öll þegar Lalli,
minn fyrsti vinur, segir skilið við okk-
ur. Hann lætur eftir sig stóra fjöl-
skyldu og fjölda vina, sem ég votta
öllum samúð mína,
Jón Björgvinsson.
Nú er lífshlaup þitt á enda Lárus
minn og varð það lengra en margur
hélt. Þegar við kynntumst þér varstu
orðinn mjög veikur en þrátt fyrir það
fengum við að njóta samveru þinnar í
sex ár, enda ávallt sterkur lífsvilji hjá
þér, og erum við margfalt þakklát
fyrir það. Þegar við fréttum að þú
hefðir kvatt þá var eins og eitthvað
gott og bjart hefði slokknað í hjarta
okkar og eftir sat kuldi og söknuður
sem allir þekkja sem misst hafa ást-
vin. Þú kveiktir hjá okkur falslausa