Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
KOSNIÐ er til Alþingis í dag. Í
kosningum er leitað til allra fullveðja
einstaklinga um hvernig þeir sjái
samfélagi sínu best borgið á næsta
kjörtímabili.
Í kosningum eru allir jafnir. Hver
maður hefur eitt atkvæði til ráðstöf-
unar sem hann á rétt á að nýta eftir
sinni sannfæringu. Þess vegna er
nauðsynlegt að hver einstaklingur
sé upplýstur um hvað sé í boði.
Landssamtökin Þroskahjálp og
Átak – félag fólks með þroskahöml-
un sendu því stjórnmálaflokkunum
bréf í marsmánuði sl. þar sem flokk-
arnir voru hvattir til að hafa stefnu-
mál sín á auðskildu máli. Tímaritið
Þroskahjálp fékk einnig nokkur
ungmenni með þroskahömlun til að
leggja spurningar fyrir framboðin
sem Tímaritið leitaði svara við. Svör-
in voru birt í 1. tbl. Tímaritsins 2007
og er einnig að finna á heimasíðu
samtakanna www.throskahjalp.is
Fyllsta ástæða er til að hvetja að-
standendur og starfsfólk sem vinnur
í þjónustu við fólk með þroskahöml-
un til að aðstoða fólk við að afla sér
upplýsinga um stefnumál framboð-
anna jafnframt því sem þess sé gætt
að virða persónulegar skoðanir og
aðstoða fólk við að framfylgja þeim.
Það að kjósa er einnig félagsleg
athöfn. Á kjörstað hittir maður sam-
borgara sína þar sem allir eru jafnir.
Landssamtökin
Þroskahjálp hvetja
allar kjördeildir til að
vera aðgengilegar öll-
um borgurum og und-
ir það búnar að veita
fólki aðstoð ef með
þarf. Landssamtökin
hafa komið þeirri
skoðun á framfæri við
Alþingi að sú heimild
um aðstoð við at-
kvæðagreiðslu sem er
að finna í kosn-
ingalögum við sjón-
dapurt og handvana fólk sé eðlileg
að nái einnig til þroskahamlaðra ein-
staklinga.
Samtökin hvetja ferðaþjónustu
fatlaða um allt land til að sjá til þess
að allir sem óska eftir akstri á kjör-
dag fái þá fyrirgreiðslu. Einnig er
rétt að benda á akstursþjónustu sem
framboðin bjóða upp á mjög víða.
Landssamtökin Þroskahjálp hvetja
allt fólk með þroskahömlun til þátt-
töku í kosningum og greiða atkvæði
eftir sinni samfæringu undir kjör-
orðinu Eitt samfélag fyrir alla.
Eitt samfélag fyrir alla
Gerður A. Árnadóttir og Frið-
rik Sigurðsson segja Þroska-
hjálp hvetja allt fólk með
þroskahömlun til þátttöku í
kosningum
» LandssamtökinÞroskahjálp hvetja
allar kjördeildir til að
vera aðgengilegar öllum
borgurum og undir það
búnar að veita fólki að-
stoð ef með þarf.
Friðrik Sigurðsson
Gerður Aagot er formaður Þroska-
hjálpar. Friðrik er framkvæmda-
stjóri.
Gerður Árnadóttir
Í MORGUNBLAÐINU mið-
vikudaginn 9. maí sl. birtist enn
einn Viðhorfspistill Kristjáns G.
Arngrímssonar um Reykjavík-
urflugvöll og borgarskipulagið.
Pistlarnir einkennast
um of af einkahags-
munum hans sjálfs,
af miklum fordómum
í garð borgarsam-
félagsins og af tak-
markalausri van-
þekkingu á
borgarskipulagi og
borgarhagfræði.
Kristján er ófeim-
inn að nota með bein-
um hætti slagorð,
rökleysur og tilvist-
arangist úr áróð-
ursdeild samgöngu-
ráðherra og hans
manna í ráðuneytinu,
sem um áratuga
skeið hafa misbeitt
illa fengnu valdi sínu
á örlögum höfuðborg-
arinnar og sáð ör-
lagaríkum frækorn-
um ósættis og
illdeilna milli lands-
byggðar og borgar.
Tilgangur þeirra er
óskýranlegur en
e.t.v. best lýst með
þeim orðum sam-
gönguráðherra að
borgin megi ekki
verða of góð því þá
flytjist landsbyggð-
arbúar þangað af enn meiri ákafa.
Skrif Kristjáns um þennan
málaflokk eru í eðli sínu ekki
svaraverð frekar en fyrri daginn
Það er eingöngu vegna stöðu
hans sem fastráðins starfsmanns
Morgunblaðsins og tíðs höfundar
Viðhorfspistla, sem að öðru jöfnu
njóta virðingar lesenda, að und-
irritaður sér sig knúinn til reyna
að andæfa óhróðrinum.
Við í grasrótinni höfum barist
árum saman fyrir þeim augljósu
og víðtæku almannahagsmunum
að flugvöllur verði fjarlægður úr
hjarta borgarinnar með þekk-
inguna, skynsamleg rök og hálf-
tóma eldhúsbauka að vopni gegn
óvígum her samgönguyfirvalda,
ríkisstjórnar, Alþingis og sveit-
arstjórna um land allt.
Við í grasrótinni teljum að
Morgunblaðinu beri að axla fulla
ábyrgð á Viðhorfspistli dagsins í
dag, ekki síst í ljósi þess að okkar
eigin vísindalega vinna, faglegar
úttektir og viðhorf sem og upp-
lýsingar um nýbirta skýrslu sam-
gönguráðherra og borgarstjóra
um Reykjavíkurflugvöll fá ekki
pláss á síðum blaðsins. Umrædd
skýrsla var augljóslega ekki að
skapi samgönguráðherra, sem
reyndi árangurslaust að halda
henni leyndri fram yfir kosning-
arnar 12. maí nk. Þess er hér með
óskað að Morgunblaðið birti þess-
ar línur hinn 10. maí 2007.
Í nýbirtri skýrslu samgöngu-
ráðherra og borgarstjórans í
Reykjavík er komist að þeirri
ótvíræðu meginniðurstöðu að með
engu móti sé stætt á því að
stunda flugrekstur í
Vatnsmýri vegna þess
samfélagslega fórn-
arkostnaðar, sem því
fylgir og nemur nú
a.m.k. 3.500.000.000
kr. á ári. Þessi nið-
urstaða styður það
sem Samtök um betri
byggð, Höfuðborg-
arsamtökin o.fl. hafa
sagt árum saman um
áhrif Reykjavík-
urflugvallar á borg-
arskipulag og þróun
byggðar og samfélags
á höfuðborgarsvæðinu
allan lýðveldistímann.
Þessi niðurstaða er
jafnframt tæki, sem
beita má t.d. aftur í
tímann til að mæla
uppsafnað tjón Reyk-
víkinga af borg-
aralegu flugi frá 6.
júlí 1946 og ekki síður
fram í tíman til að
mæla væntanlegt tjón
af hugsanlegu skað-
legu ráðslagi ráðandi
afla, sem reyna nú
allt hvað þau geta til
að bregða enn einu
sinni fæti fyrir borg-
arbúa.
T.d. lét ráðherra samgöngu-
mála undir höfuð leggjast að láta
hefja athuganir á skýjahæð og
skyggni á Hólmsheiði hinn 1. jan-
úar 2006, á sama tíma og Veð-
urstofa Íslands hóf þar athuganir
á úrkomu, hitastigi og vindafari
vegna könnunar á skilyrðum fyrir
nýjan flugvöll þar. Þessar athug-
anir, sem Flugstoðum ohf. er ætl-
að að annast, eru enn ekki hafnar.
Sé rétt að miða við það, sem
sagt er í skýrslu samgöngu-
ráðherra, að árlegur fórnarkostn-
aður samfélagsins vegna áfram-
haldandi flugs í Vatnsmýri sé nú
3,5 milljarðar kr. og að kanna
verði veður á Hólmsheiði í 5 ár
hafa ráðherrann og hans menn nú
þegar valdið því að ákvarðanataka
um flutning flugsins hefur tafist
um 1,35 ár og þar með hefur sam-
félagið skaðast um tæpa 5 millj-
arða kr.
Tal höfundar Viðhorfspistilsins
um að akstur og útblástur aukist
með byggð í Vatnsmýri er að
sjálfsögðu út í hött. Í borgarfræð-
unum er það grundvallar viðmið
að akstur minnkar í heild með
auknum þéttleika byggðar. Í ný-
birtri skýrslu um Reykjavík-
urflugvöll er það líka talinn hluti
af árlegum ábata þess upp á
a.m.k. 3,5 milljarða kr. að byggja
borg í Vatnsmýri að akstur,
mengun, útblástur og tímasóun
munu minnka verulega.
Samlíking Vatnsmýrar við
Central Park í New York er að
sjálfsögðu fráleit. Til gamans má
geta þess að Manhattaneyja, með
1.600.000 íbúa, a.m.k. 3 milljónir
starfa og 260 íbúa á hvern hekt-
ara lands, er ekki nema tæpir
6.000 ha að flatarmáli og kæmist
því rösklega tvisvar fyrir á höf-
uðborgarsvæðinu, sem er um
13.000 ha að flatarmáli með
195.000 íbúa eða tæpa 16 á hvern
hektara lands og það talið vera
eitt dreifbýlasta og óskilvirkasta
höfuðborgarsvæði heims vegna 60
ára flugstarfsemi í Vatnsmýri.
Central Park er röskir 300 hekt-
arar að flatarmáli eða svipaður að
stærð og það svæði, sem nú er
óbyggt á og umhverfis flugvall-
arsvæðið í Vatnsmýri.
Fráleitt viðhorf
Örn Sigurðsson er ósammála
Kristjáni G. Arngrímssyni um
Reykjavíkurflugvöll og borg-
arskipulagið
Örn Sigurðsson
» Samkvæmtskýrslu
samgöngu-
ráðherra er ekki
stætt á því að
reka flug í
Vatnsmýri
vegna sam-
félagslegs fórn-
arkostnaðar upp
á a.m.k.
3.500.000.000
kr. á ári.
Höfundur er arkitekt.
Það er margt skrifað á blogg-
síðum og mörg vitleysan og fá-
fræðin flýtur þar með í bland.
Læknar hafa stundum komið að
máli við undirritaðan þegar þeim
blöskrar það sem þar kemur fram
um læknisfræðileg efni, en und-
irritaður hefur ráðlagt þeim að
láta kyrrt liggja. Nú er hins vegar
farið að birta bloggið
á síðum dagblaða. Þar
á meðal er efni frá
Jónínu Benedikts-
dóttur um geðlyf, sem
prentað var að hluta
til í Morgunblaðinu.
sem hún ræðst að
geðlæknum, heim-
ilislæknum og land-
lækni. Þetta vakti for-
vitni mína um að
skoða bloggið í heild.
Þar segir hún undir
hinni smekklegu fyr-
irsögn: „Hvert er
maðurinn að fara? Er hann gal-
inn?“:
„Hvað veit Matthías Hall-
dórsson, heimilislæknar og geð-
læknar um hinar raunverulegu af-
leiðingar geðlyfja, til lengri tíma?
Lítið sem ekkert! Ekki stunda þeir
rannsóknirnar?“
Ja hérna. Margir íslenskir
læknar úr þessum sérgreinum
stunda slíkar rannsóknir, ekki síst
geðlæknar. Má þar t.d. nefna að
doktorsrit prófessorsins í geðlækn-
ingum fjallar um notkun geðlyfs
og marga fleiri mæta lækna úr
þessum greinum, sem hafa látið
sig þessi mál varða og skrifað um
það greinar í íslensk og erlend vís-
indarit, mætti upp telja. Hvað
landlæknisembættið áhrærir má
segja eftirfarandi.
1. Embættið starfrækir lyfja-
gagnagrunn, sem nán-
ast daglega er leitað í
vegna geðlyfja og
hundruð bréfa hafa
verið send út frá emb-
ættinu um þessi mál
2. Á heimasíðu land-
læknisembættisins er
sérstök heimasíða um
lyfjamál, þar sem tals-
vert hefur verið
fjallað um geðlyf.
3. Læknir starfar
hjá embættinu við
klíniskar leiðbein-
ingar, sem að miklu
leyti fjalla um lyfjamál. Hann er
líklega sá íslenskur læknir sem
fróðastur er um lyfjameðferð í
gagnreyndri læknisfræði (evidence
based medicine), þar með taldar
aukaverkanir lyfja. Sér til full-
tingis hefur hann nefnd sérfræð-
inga.
4. Við landlæknisembættið starf-
ar nú doktorsnemi undir hand-
leiðslu prófessorsins í lyfjafræði,
en verkefnið fjallar um geð-
lyfjanotkun hér á landi.
5. Landlæknisembættið er einn
af stofnendum Rannsóknarseturs í
lyfjafræði við Háskóla Íslands og
landlæknir er fulltrúi í stjórn þess.
6. Landlæknisembættið er
áskrifandi að upplýsingum frá
mörgum löndum um lyfjamál og
aukaverkanir.
7. Landlæknir á sæti í ýmsum
nefndum um lyfjamál, svo sem
lyfjagreiðslunefnd, nefnd um
stefnumótun í lyfjamál og svo
mætti lengi telja.
Af ofangreindu ætti að vera ljóst
að landlæknisembættið lætur sig
lyfjamál og þá ekki síst geðlyfja-
mál miklu varða og að mikil þekk-
ing er fyrir hendi innan embættis-
ins á þeim efnum.
Vanþekking og fordómar
Matthías Halldórsson svarar
stóryrtum skoðunum Jónínu
Benediktsdóttur
» Landlæknisemb-ættið lætur sig lyfja-
mál og þá ekki síst geð-
lyfjamál miklu varða og
mikil þekking er fyrir
hendi innan embættis-
ins á þeim efnum
Matthías Halldórsson
Höfundur er landlæknir.
ÚTGERÐARMENN kaupa
veiðirétt til að veiða sjálfir, leigja
öðrum eða endurselja með hagn-
aði. Fá fyrirgreiðslu í banka, veðið
veiðirétturinn sem verið er að
kaupa. Standi útgerðirnar í skilum
er hagsmunum bankans borgið.
Standi útgerðirnar ekki í skilum
er hagsmunum bankans áfram
borgið því hann innleysir þá veðin
og selur veiðiréttinn öðrum.
Útgerðarmenn vilja ávöxtun á
þeim veiðirétti sem þeir hafa
keypt, þ.e. að endursöluverðið
verði hærra en kaupverðið. Þess
vegna hækkar fiskurinn út úr búð
svo og kvótaleigan. Bankarnir
dansa með og bjóða meiri fyr-
irgreiðslu til að greiða
fyrir viðskiptum. Rík-
isstjórnin hleypur
undir bagga og setur
fisktegundir í kvóta
sem nóg er til af
ásamt því að hunsa
árlega tillögur eigin
stofnunar sem kennir
sig við hafrannsóknir.
Þannig uppskrúfast
verðgildi veiðirétt-
arins og markaðs-
lögmálið sér um af-
ganginn.
Útgerðarmenn hætta og selja
veiðiréttinn. Hvert, er þeirra mál
og söluhagnaðurinn notast að vild.
Við áhvílandi skuldum taka kaup-
endur og bankinn eignast nýja
viðskiptavini.
Útgerðarmenn eru staddir á Old
Trafford í boði bank-
ans, stúkan hrynur
og þeir farast. Veiði-
rétturinn fellur erf-
ingjum í skaut og
niðurkoma hans á
þeirra valdi, rétt-
arstaða sjávarbyggð-
anna hinsvegar eng-
in.
Þetta er það neð-
ansjávarhagkerfi sem
við búum við og með
því hafa auðlindir
hafsins tapað mjög
gildi sínu, umsetning þeirra og að-
gengi algjörlega niðurnjörvuð í
höndum hagsmunasamtaka sem
eiga enga samleið með þjóðinni.
Boðberar breytinga í sjávar-
útvegi vilja ekki kollvarpa neinu
nema einmitt þessu neðansjáv-
arhagkerfi. Vernda tilkall þjóð-
arinnar til fiskimiðanna þannig að
þeir njóti sem nýti og geri það á
grundvelli heildarhagsmuna.
Áframhaldandi óbreytt sjáv-
arútvegsstefna er ávísun á land-
eyðingu og það er ekki samkvæmt
spá heldur ferilskrá.
Neðanjarðarhagkerfið
Lýður Árnason skrifar
um það sem hann kallar
neðansjávarhagkerfi
» Áframhaldandióbreytt sjávarút-
vegsstefna er ávísun á
landeyðingu og það er
ekki samkvæmt spá
heldur ferilskrá.
Lýður Árnason
Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður.