Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 84
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is LOFTFIMLEIKAÆFINGAR í Argentínu smituðu Elínu Björk Tryggvadóttur af sirkusbakteríunni en hún hefur nú í félagi við vinkonu sína Helgu Guðrúnu Óskarsdóttur stofnað sirkusfélagið Eldmóð og ætla þær að vera með sirkusnám- skeið fyrir börn og unglinga hér heima í sumar. Saknaði loftfimleikanna „Maður verður að vera í ágætu formi til að geta hangið í spotta og gert kúnstir með efnisstranga. Þótt þetta líti út fyrir að vera auðvelt þarf maður að læra tæknina og þetta tek- ur á,“ segir Elín Björk. Hún kynntist sirkus af eigin raun þegar hún dvaldist sem skiptinemi í Argentínu, en dóttir konunnar sem hún bjó hjá þar æfði loftfimleika. Eftir að hún kom heim frá Argent- ínu saknaði hún loftfimleikanna og fór ári seinna á sirkusnámskeið í Englandi. Var alveg viðþolslaus „Ég var alveg viðþolslaus,“ segir Elín Björk og hún kveðst hafa smit- að Helgu Guðrúnu, vinkonu sína, af þessum áhuga. Í kjölfarið stofnuðu vinkonurnar sirkusfélagið Eldmóð. Helga skellti sér út til Noregs í nám í sirkuslistum og lærði þar með- al annars að gleypa eld. Sjálf hefur Elín áhuga á að bæta við sig frekari kúnstum í sirkusskóla á Spáni. Vinkonur í sirkus Elín Björk og Helga Guðrún stofnuðu sirkusfélagið Eldmóð og hyggjast kynna börn og unglinga fyrir sirkuslistinni Morgunblaðið/ÞÖK Sirkusstúlka Elín Björk kann að gera sirkuskúnstir af ýmsu tagi.  Í sirkuslistum af lífi og sál | 36 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Síðasta könnunin  Ríkisstjórnin missir þingmeiri- hluta samkvæmt síðustu skoð- anakönnun Gallup fyrir Morg- unblaðið og RÚV. Kaffibandalagið hefur nauman meirihluta; 32 þing- menn. Séu allar kannanir síðustu viku lagðar saman heldur stjórnin velli, hefur 49,9% atkvæða og 32 þingmenn. » Forsíða og 4 Metnaður í útsendingum  Ríkissjónvarpið og Stöð 2 lofa áhorfendum sínum ítarlegum upp- lýsingum og góðri skemmtun í kosn- ingasjónvarpinu. Báðar stöðvar verða með beinar útsendingar frá talningarstöðum og breytir útsend- ing frá Evróvisjón engu þar um. Fyrstu tölur verða birtar laust eftir kl. 22. Kosningasjónvarp Stöðvar 2 hefst kl. 21 en Ríkissjónvarpsins strax að lokinni Evróvisjón- söngvakeppninni. Á mbl.is verður fylgst með tölum þar til úrslit liggja fyrir. » 2 og 8 Staðfesti Gjábakkaveg  Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra hefur staðfest úrskurð skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum Gjábakkavegar. Pét- ur M. Jónsson sem kærði úrskurðinn í fyrra harmar staðfestinguna. Hann segir að baráttunni sé ekki lokið. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Ónýt röksemd Forystugrein: Áhætta UMRÆÐAN» Eitt samfélag fyrir alla Er virk byggðastefna á Íslandi? Meint mengun flugsins Stóra skattalækkunarbrellan Lesbók: Gyðjur úr ólíkum áttum Börn: Þekking á stjórnmálum Enski: United er Ferguson LESBÓK | BÖRN | ENSKI» . " #8$ - * # 9  "   2  2 2 2  2  2  2 2 2   2 2 , : (6 $  2 2 2 2  2  2  2 ;<==/>? $@A>=?49$BC4; :/4/;/;<==/>? ;D4$::>E4/ 4<>$::>E4/ $F4$::>E4/ $5?$$4G>/4:? H/B/4$:@HA4 $;> A5>/ 9A49?$5*$?@/=/ Heitast 10 °C | Kaldast 1 °C  N 5–10 m/s, sums staðar 10–13 m/s NV til. Snjókoma og síðar slydda NA-lands, víða bjart á S- og V-landi. 10 » Kosningar fara fram í dag og því eru að- alsmenn stjórn- málamenn. Þeir vilja allir fá að ráða, enda þótt ólíkir séu. » 78 AÐALSMENN» Vilja allir ráða FÓLK» Einkaþjálfarinn orðinn sölufulltrúi. » 74 Beita Íslendingar jafnmiklum maf- íósabrögðum við kosningu í Evró- visjón og Balkan- þjóðirnar? » 81 EVRÓVISJÓN» Mafíósa- brögð LJÓл „Ekki verður öllum rótt er úrslitin birtast …“ » 76 LEIKHÚS» Hristir upp í útvarpsleik- húsi Rásar 1. »74 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Fleiri en Eiríkur ósáttir … 2. Þúsundir fylgdust með risabrúðu 3. Rukkað fyrir ógild atkvæði … 4. Stúlkur stálu upplagi blaðsins … RISESSAN setur svip á borgina í dag auk þess sem einn af kjörstöðum Reykjavíkurkjördæmis norður er í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þess vegna má búast við fjölmenni í miðbænum í dag og lögreglan á höfuðborgar- svæðinu varar við umferðartöfum. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðs- stjóra framkvæmdasviðs, hafa menn nokkrar áhyggjur af því að umferð geti tafið þá sem kjósa í Ráðhúsinu, þar sem stórmennin fari með göngu- hraða og á meðan þau fari hjá geti götur lokast. „Í dag [í gær] voru 25.000 manns uppi við Hallgríms- kirkju,“ segir Hrólfur, „og þá gefur augaleið að umferð stöðvast sjálf- krafa af því að bílarnir komast ekki fyrir fólki. Lögreglan vill þó ekki loka neinum götum, hún vill sjá til hvernig verkast.“ Fólk er hvatt til að nýta sér almenningssamgöngur til að auðvelda umferð og leggja ekki bifreiðum sínum í miðbænum. Að sögn Hrólfs er ekki hætta á að allar leiðir að Ráðhúsinu lokist. „Ris- inn og risessan munu hittast á horn- inu á Skothúsvegi og Lækjargötu og fara saman eftir Lækjargötu,“ segir hann. Þetta muni valda einhverjum truflunum á umferð, en þeir sem þurfi að komast að Ráðhúsinu muni komast þangað eftir öðrum leiðum. Kosningar og stór- menni geta valdið töfum RISESSA vakti mikla athygli þar sem hún gekk um miðbæ Reykjavíkur í gær með aðstoð götuleikhússins Royal de luxe, að kynna sér skemmdarverk risans föður síns, sundurskorna bíla og goshver í Gróf- inni. Uppákoman var endapuktur á frönsku menningarhátíðinnni Pourquois pas? og um leið upphafspunktur Listahátíðar. Risessan verður aftur á ferðinni í dag, leggur upp frá hafnarbakkanum kl. 10:30 og heldur síðan í sína síðustu göngu hér á landi kl. 15 frá Lækjartorgi. Bærinn fylltist af börnum sem komu til að ganga með risessunni og þessi hnáta komst í nánari snertingu við hana. Ekki er annað að sjá en vel hafi farið á með þeim þótt stærðarmunurinn sé óneitanlega nokkur. „Hún var skemmtileg. Það var gaman að sjá hana,“ sagði Flóki Ingólfsson, fimm ára, sem brá sér í bæinn í gær ásamt skóla- systkinum sínum á leikskólanum Öldukoti, til þess að fylgjast með ferðum risess- unnar. Flóki segir að krakkarnir hafi elt risessuna en sér hafi ekki þótt hún vera neitt óskaplega stór. Sumir krakkarnir hafi samt orðið dálítið hræddir. „En ekki ég,“ sagði Flóki. Risessan er átta metra há strengjabrúða og því enginn hægðarleikur að hafa stjórn á henni. Það tókst hins vegar bærilega í blíðskaparveðri í gær. | 77 Götuleikhúsið Royal de Luxe færði Reykjavík í ævintýrabúning Morgunblaðið/G. Rúnar Óhrædd Nokkur stærðarmunur var á risessunni og telpunni sem fékk far með henni í gær. Sú litla virtist þó hvergi bangin. Risessa arkaði um miðbæinn ÆRNAR á Mógili á Svalbarðseyri eru með eindæmum frjósamar. Af um 150 ám, sem bera á bænum, voru tvær fjórlembdar og 23 þrí- lembdar á síðasta ári, að sögn hjónanna Páls og Dóru á Mógili. Þau segja að útlit sé fyrir að frjósemin verði ekki minni á bæn- um í ár. Af rúmlega fjörutíu ám, sem hafa þegar borið í vor, eru tvær fjórlembdar og tíu þrílembd- ar. Önnur fjórlembdu ánna, Þoka, er átta vetra og hefur þrisvar sinnum verið þrílembd en annars tvílembd. Hin kostakindin, Brynhyrna, bar líka fjórum lömbum í fyrra. Frjósamt kyn Ærnar á Mógili eru sæddar. Notað er sæði úr hrút undan ann- arri Þoku, frjósamri á austan úr Skaftafellssýslu. „Við eigum mikið undan henni,“ sagði Dóra á Mógili.  Gríðarleg frjósemi | 34 Með eindæm- um frjósamar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.