Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 63
þar sem Drangeyin blasir við í bak-
grunninn rétt yfir sjávarfletinum og
hryssurnar silast upp veginn með
folöldum sínum. Hestar frá Birni
gerðu það gott á keppnisvöllum er-
lendis og hér heima og héldu gæða-
stimpli hrossanna frá Hofstöðum
inni í umræðunni. Það er hins vegar
erfitt að hugsa sér Hofstaði án
Björns, svo samofið er nafn hans
staðnum, en þannig eru víst örlögin
og þróun tímans. Björn var sér-
stakur persónuleiki sem gerði lífið
hér á jörðinni litríkara og skemmti-
legra. Endurminningin um greind-
an, sérstæðan, hugsandi, hagmælt-
an og „húmoristískan“ einstakling
lifir „ævinlega“ að leikslokum.
Ég votta afkomendum og að-
standendum Björns samúð mína um
leið og ég kveð vin minn Björn á
Hofstöðum hinstu kveðju.
Helgi Sigurðsson.
Látinn er vinur okkar og vel-
gjörðarmaður Björn Runólfsson
bóndi á Hofsstöðum, Skagafirði.
Það var á áttunda áratug síðustu
aldar að við vorum svo lánsöm að
kynnast Birni. Við fyrstu kynni
virtist hann lokaður og feiminn en
það breyttist og kom þá betur í ljós
hve hlýr maður og mikill húmoristi
hann var.
Björn var einstaklega góður heim
að sækja og voru því Hofsstaðir
löngum þéttsetnir gestum. Hús-
bóndinn lét sér það vel líka og
reiddi hverja veisluna af annarri
fram úr ísskápnum upp á eldhús-
borðið og sagði þá oft og iðulega
nokkuð glaðhlakkalegur á svip:
,,Sjáið þið ekki veisluna drengir?“
Oft á tíðum settist hann við org-
elið og spilaði undir margraddaðan
söng sem barst að sjálfsögðu langt
út fyrir húsveggi. Heimsóknir okk-
ar til Björns á Hofsstöðum urðu
fastur liður í ferðum okkar norður í
Skagafjörð. Þangað var alltaf
skemmtilegt að koma því Björn
hafði uppörvandi en um leið róandi
áhrif á menn.
Það sem einkenndi persónuleika
Björns var húmorinn annarsvegar
og hinsvegar alvaran undir niðri og
oft, í seinni tíð, áhyggjur af versn-
andi heimi.
Sjóndeildarhringurinn hans
Björns var stór og fagur í orðsins
fyllstu merkingu. Að horfa til hafs
frá Hofsstöðum á fögru roðagylltu
sumarkvöldi lætur engan mann
ósnortinn. Það er beinlínis ógleym-
anleg lífsreynsla og öllum mönnum
hollt.
Á þessum fallega stað lifði hann
stóran hluta ævi sinnar og þarna
var hrossastóðið hans sem hann
hafði yndi af að umgangast.
Hrossastofninn á Hofsstöðum var
landsþekktur og þaðan hafa komið
margir úrvalsgæðingar sem keppt
hafa á fjölmörgum hestamannamót-
um bæði hérlendis og erlendis.
Björn hugsaði vel um hrossin sín
og augljóslega mátti sjá hversu
hændir hestarnir voru að honum
þegar hann gekk um stóðið. Hann
seldi hrossin oft bandvön og vildi
helst selja þau í ,,kippum“, þ.e.
nokkur í einu.
Hlátur Björns var mjög innilegur
og eftirminnilegur. Ef eitthvað
vakti sérstaklega kátínu hans gat
hann grátið svo úr hlátri að ekki
varð umflúið að bregða hendi undir
auga og þerra gleðitárin og öll sam-
koman veltist um af hlátri yfir
skemmtilegum sögum og mikilli
orðheppni. En það eru svo sem eng-
in nýmæli í Skagafirðinum. Þetta er
sá landshluti þar sem fólk kann
ennþá kúnstina að koma saman og
gleðjast. Vonandi hverfur sú kúnst
þeim aldrei.
Nú þegar Björn hefur yfirgefið
sviðið sem við öll hrærumst á, er
okkur efst í huga innilegt þakklæti.
Í gegnum hann kynntumst við
mörgu góðu fólki, bæði skyldmenn-
um hans og vinum. Við keyptum af
honum marga gæðinga sem reynd-
ust okkur mjög vel. Hryssa úr stóð-
inu hans er nú komin í folaldseignir
hjá okkur og hún ber greinilega
svipmót og hæfileika Hofsstaða-
kynsins. Þessa hryssu auk annarra
hrossa gaf Björn okkur af miklum
rausnarskap og vinsemd.
Vertu sæll kæri vinur,við þökkum
fyrir einstök kynni og samfylgd.
Guð geymi þig.
Gunnar og Þórdís,
Dallandi.
Fallinn er frá í hárri elli Björn
Þórður Runólfsson, hrossabóndi á
Hofstöðum.
Björn var í hópi þeirra skagfirsku
hrossabænda er kallaðir voru aust-
anvatna merakóngar. Með ræktun-
arstarfi sínu, elju og þolinmæði
tókst þeim að bæta og auka ræktun
íslenska hestsins. Í hugann koma úr
þessum hópi 4 frændur mínir, þeir
Friðrik á Svaðastöðum, sem látinn
er. Sigurjón Runólfsson á Dýr-
finnustöðum, einnig látinn, Björn
Þórður Runólfsson á Hofstöðum
sem nú er kvaddur og Jóhannes
Runólfsson á Reykjarhóli, einn
Dýrfinnustaðabræðra, sem enn
stundar ræktun hrossa af miklum
krafti, þrátt fyrir háan aldur.
Björn kom úr stórum systkina-
hópi. Þau voru 12 systkinin og fóst-
urbörn 2 á Dýrfinnustöðum. For-
eldrarnir voru þau Runólfur
Jónsson og María Jóhannesdóttir,
bæði komin af þekktum bændaætt-
um í Skagafirði.
Björn var hinn 4 í röðinni og var
skírður í höfuðið á langafa sínum
Birni Þórðarsyni, hreppstjóra og
dannebrogsmanni á Skála í Sléttu-
hlíð. Davíð Stefánsson gerir sveit-
arhöfðingjanum Birni góð skil í bók
sinni Sólon Islandus. Björn var
mjög stoltur af langafa sínum og
sagði gjarnan sem svo. Hann fékk
orðuna fyrir það afrek, að afstýra
því að fólk og fénaður horfélli í
Fellshreppi í harðindunum miklu.
En vinnuharður var hann karlinn.
Þau Dýrfinnustaðasystkini lærðu
snemma að vinna og urðu þekkt að
dugnaði og hagleik. Smíðar og
hannyrðir voru þeim leikur einn.
Þau voru einnig söngelsk og glað-
vær.
Björn hóf snemma að vinna með
þungavinnuvélar og eignaðist gröf-
ur og önnur tæki. Starfaði með
þessi tæki víða um land, t.d. í
Strákagöngum.
Þáttaskil urðu í lífi hans, þegar
hann eignaðist hina fornfrægu jörð
Hofstaði og hóf af fullum krafti
hrossarækt sína en það var gamall
draumur.
Stofninn í stóði hans voru afkom-
endur höfðingjans Sóma 670 frá
Hofstöðum. Hafa hross frá Birni
dreifst víða um land og erlendis t.d.
í Noregi og Þýskalandi.
Tókst honum að koma upp ótrú-
lega mörgum, afburðahrossum, sem
flest eiga uppruna sinn í Sóma 670.
Björn lagði mikið upp úr því að
hrossin hefðu alhliða gang og geðs-
lagið væri gott. Björn hafði sama
háttinn á og Jóhannes bróðir hans á
Reykjarhóli, að taka folöldin inn á
fyrsta vetri og gera þau bandvön.
Þannig var hægt að lesa út bæði
geðslag og ganglag folaldanna og
búa þau þannig undir tamninguna.
Ávallt var gaman að heimsækja
Björn, ræða stjórnmál, sögu, ætt-
fræði, heimspeki og hrossarækt.
Björn átti það og til að setjast við
orgelið og kompónera mönnum til
mikillar ánægju. Með þessu öllu
lyftu menn svo glasi og nutu hins
frábæra útsýnis frá Hofstöðum.
Oft var gestagangur mikill enda
átti húsbóndinn vini víða um land
og margir útlendingar, hestamenn
og aðrir vildu líta við hjá dæmigerð-
um íslenskum bónda.
Björn var hagyrðingur dágóður
en flíkaði því ekki.
Er við hæfi að birta hér frábæra
vísu eftir hann, en hún er með
heimspekilegu ívafi og lýsir vits-
munum Björns.
Frá því lífs míns fjör var vakið
og fór að stríða,
aleiga mín er andartakið
sem er að líða.
Við hjónin og fjölskyldan öll vilj-
um þakka vináttu og ánægjuleg
kynni alla tíð og erum þess fullviss,
að á nýjum slóðum er Björn að at-
huga ganglag folalda og hreyfingar
þeirra með framtíðina í huga.
Einkadóttur Björns, Guðbjörgu og
eiginmanni hennar Jóni V. Gísla-
syni og börnum þeirra, Berglindi
Eygló og Birni Þórði, vottum við
samúð okkar. Veri Björn Guði fal-
inn.
Rannveig og Hilmar
Björgvinsson.
Það er fallegt á Hofsstöðum. Út
um norðurgluggann í eldhúsinu sér
út til eyja, þar er ótæmandi brunn-
ur fegurðar. Björn á Hofsstöðum
kunni að meta fegurðina í nátt-
úrunni. „Ég vorkenni þessum vesa-
lingum sem sjá ekki fegurðina í
sköpunarverkinu“, sagði hann.
Ég átti margar ógleymanlegar
samverustundir með Birni, bestar
voru þær þegar við vorum tveir ein-
ir, þær voru sálarbætandi. Við
gengum saman í stóðið og Bjössi
heilsaði upp á vinina sína, hrossin
komu til hans full trausts og hann
klóraði þeim undir kjálkunum, það
var hans háttur. Hann sagði að
hrossin væru mannþekkjarar og ef
maður gat ekki nálgast svona tvö,
þrjú og klórað þeim undir kjálk-
unum, þá fékk maður falleinkunn,
þetta var eins konar próf á hvern
mann maður hafði að geyma. Sjálf-
ur gerði hann þær kröfur til sinna
hrossa að þau hefðu traust geðslag
og mýkt í gangi. „Hún lullar prýði-
lega þessi,“ sagði hann oft og end-
aði þá gjarnan í hláturroku. Þetta
var ekki sagt hrossinu til hnjóðs,
þvert á móti, þetta voru meðmæli.
Að vera undan hinum og þessum úr
Blönduhlíðinni var heldur ekki svo
slæmt, en það svar fékk maður iðu-
lega þegar grennslast var fyrir um
ættir einhverra hrossa, þannig var
Björn.
Þegar við höfðum gert hrossun-
um skil var haldið til bæjar. „Við
skulum sjóða kaffi,“ var viðkvæðið
hjá Birni, og á eldhúsborðinu gat
verið gríðarstór kaka sem Björn
kallaði „vallhólma“ vegna stærðar
sinnar, veislan var fullkomnuð með
staupi af Gammel Dansk sem Björn
taldi heilsubótardrykk. Oftar en
ekki var gengið til stofu, Björn sett-
ist við orgelið og sagði: „syngdu,
syngdu“, og svo spilaði hann
Bortniansky eða eitthvað annað og
ég söng. Á eftir hölluðum við okkur
ef til vill hvor í sinn sófann og
spjölluðum; umræðuefnið gat verið
af ýmsum toga, Björn var allsstaðar
vel heima og hafði skýra lífssýn og
ákveðnar skoðanir, oft vandaði
hann ráðamönnum þjóðarinnar ekki
kveðjurnar eða auðvaldinu sem
sveifst einskis í að skara eld að eig-
in köku, hann vildi að jafnræði ríkti
milli þegna þessarar þjóðar. Hann
talaði sig heitan um heimsvalda-
stefnu Bandaríkjamanna og vopna-
framleiðendum og stríðsherrum
hafði hann andstyggð á.
Björn hafði löngum óbilandi trú á
vegsemd íslenska hestsins, áttaði
sig á því löngu á undan Guðna
Ágústssyni að hesturinn væri okkar
skeleggasti sendiherra og fagnaði
uppbygging náms í hestafræðum og
reiðmennsku við Hólaskóla þegar
öðrum þótti skólinn setja niður við
þetta hrossastúss. Þannig var
Björn.
Björn orðaði það einhverju sinni
á ævikvöldi að þetta líf væri allt of
stutt. Ég skildi hann svo að í hinu
stóra samhengi óravíddar tímans þá
væri þessi örskotsstund jarðvistar
varla mælanleg. Engu að síður var
Björn fyrir allnokkru ferðbúinn og
ég held honum hafi stundum fund-
ist að hann þyrfti að bíða fararleyfis
fulllengi, en kallið kom að lokum og
ég veit að hann var því feginn.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég kveðja Björn á Hofsstöðum og
þakka honum fyrir samverustund-
irnar, margar og góðar.
Aðstandendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ingimar Ingimarsson.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR
ljósmóðir
frá Skógum, Fellsströnd,
Dalasýslu,
lést sunnudaginn 29. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við þökkum góða umönnun á liðnum veikindaárum.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings
langveikum börnum.
Guð blessi minningu hennar og öll hennar störf.
Vinir og vandamenn.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
HJALTI JÓSEFSSON
fyrrum bóndi á Hrafnagili,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 10. maí.
Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir,
Bergur Hjaltason,
Þóra Guðrún Hjaltadóttir,
Ingibjörg Hjaltadóttir,
Benedikt Hjaltason,
Ragnhildur Hjaltadóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR RAGNAR EYJÓLFSSON,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík miðviku-
daginn 9. maí.
Útför auglýst síðar.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir,
Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, Jón Aðalsteinsson,
Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, Birna Guðmundsdóttir,
Guðný Erna Þórarinsdóttir, Hildimundur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og
tengdamóðir,
SVAVA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR
fornbókasali,
Sóltúni 28,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. maí.
Hrafnkell Guðjónsson,
Soffía Hrafnkelsdóttir, Einar Gunnar Einarsson,
H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir,
Heimir Hrafnkelsson
og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar