Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 39
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 39 Í dag gengur íslenska þjóðin að kjör- borði og kýs sér fulltrúa á þjóðþing landsins. Bolvíkingar munu vafalaust nýta vel sinn atkvæðisrétt nú sem endranær en menn hér í bæ eru sann- arlega hugsi og uggandi um framtíð sína þegar sú staðreynd blasir við að stærsti vinnustaður bæjarins verður að segja upp flestöllu starfsfólki sínu. Fimmtíu manns hafa fengið upp- sagnarbréf af þessum sökum en for- maður Verkalýðsfélags Bolungar- víkur hefur vakið athygli á því að þessar uppsagnir koma í kjölfar þess að 30 til 40 manns hefur verið sagt upp störfum undanfarna mánuði, þar má m.a. nefna uppsagnir starfs- manna Ratsjárstöðvarinnar á Bola- fjalli. Bolvíkingar eiga erfitt með að skilja það að búseta hér við ein gjöf- ulustu fiskimið landsins skuli ekki geta þróast. Guðmundur Halldórsson fyrrver- andi formaður smábátafélagsins Eld- ingar hafði forgöngu um að blása til borgarafundar í Bolungarvík um sl. helgi. Fundinn sóttu hátt í tvö hundr- uð manns sem segir nokkuð um áhyggjur fólks. Á fundinum fór Guðmundur yfir ástæður þess að endurnýjun í sjávar- útvegi og fiskvinnslu eru settar mikl- ar skorður með framsalskerfi afla- heimildanna sem nú eru seldar á verði sem enginn venjulegur maður ræður við. Fram kom á fundinum að Bolvíkingar voru heppnir í þetta sinn að síðustu kvótaviðskipti fóru fram innan bæjarmarkanna. Bæjarbúar óttast það sem gerst getur í þeim efn- um enda nú svo komið að nánast allur sá aðgangur að fiskimiðunum sem vistaður er innan bæjarmarka Bol- ungarvíkur er kominn á eina hendi. Þeir aðilar sem yfir aflaheimild- unum ráða eru hinir vænstu menn hörkuduglegir og útsjónarsamir og njóta virðingar bæjarbúa en óöryggi íbúanna er til staðar þar sem með einni aðgerð gæti þetta vígi líka flust til og þá ekki endilega til hagsbóta fyrir samfélagið í Bolungarvík.    Þrátt fyrir allt er ekki svartnætti í Bolungarvík því það er lán í óláninu að framundan eru miklar fram- kvæmdir á vegum ríkis og bæjar. Má þar nefna gerð snjóflóðavarn- argarðs, viðhaldsframkvæmdir við brimbrjótinn og svo með haustinu verða boðnar út framkvæmdir við jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Þessi verkefni munu slá á það áfall sem nú blasir við í fiskvinnslunni. Það er einnig skylda sveitarfé- lagsins að leita allra ráð til að koma á atvinnuskapandi verkefnum og þessa dagana er unnið að því að endur- skipuleggja verkefni sumarsins með það fyrir augum að skapa tímabundin verkefni meðan freistað er þess að ná fram hjá ríkisvaldinu þeim breyting- um sem að mati bæjaryfirvalda eru nauðsynlegar til að bæta samkeppn- ishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni og þá sér í lagi á Vestfjörðum. Bolvíkingar eru í óða önn að búa sig undir sumarið og víða í bænum má sjá fólk við vorvinnu í görðum sín- um. Hreinsunarátak er eins og að jafnaði á þessum tíma ársins í fullum gangi þar sem skorað er á fólk að leggja sitt af mörkum til að bærinn verði sem snyrtilegastur þegar sumargestirnir fara að streyma til okkar. Undanfarin ár hefur straumur ferðamanna til Bolungarvíkur aukist enda margt að sjá og upplifa hér við ysta djúp. Verið er að leggja loka- hönd á allan undirbúning til þess að geta tekið sem best á móti gestum okkar. Þar má m.a. nefna að innan tíðar verður opnuð upplýsingaskrif- stofa fyrir ferðamenn. Þá er verið að ljúka við miklar endurbætur á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur sem er sennilega eitt besta náttúru- gripasafn á landinu, búið fjölda mark- verðra gripa, m.a. er þar að finna ís- björninn fræga sem fangaður var af áhöfninni á Guðnýju ÍS úti á rúmsjó fyrir nokkrum árum. BOLUNGARVÍK Gunnar Hallsson fréttaritari Morgunblaðið/ Gunnar Hallsson Sumarbið Bolvísk börn gera hlé á leik sínum fyrir ljósmyndarann. alls. Það skiptir máli að geta tekið ósigri í kosn- ingum. Kosningabaráttan hefur stundum ótrúleg áhrif á þá, sem starfa á vettvangi stjórn- málaflokkanna. Það er stundum eins og öll dómgreind fjúki út í veður og vind og fólk haldi að allt sé leyfilegt í kosningabaráttu. Þegar dómgreindin brestur gerist það gjarnan að það sem átti að hafa tiltekin áhrif hefur þveröfug áhrif. Um það eru mörg dæmi í kosningum. Í Bandaríkj- unum hafa menn gengið mjög langt í svokallaðri neikvæðri kosningabar- áttu og talið að allt mætti gera gagn- vart andstæðingnum. Hér á Íslandi hafa menn prófað ýmislegt í þeim efnum en yfirleitt hefur niðurstaðan orðið sú, að áhrifin hafa orðið þver- öfug. Skamma stund verður hönd höggi fegin, segir í Njálu. Annars staðar er sagt að vant sé að sjá hverjir verða höggum fegnir og enn annars staðar að oft verði lítið af því höggi, sem hátt er reitt. Það er hyggilegt að hafa þetta í huga, ekki sízt í kosningabaráttu. Margir upplifakjördag, sem há- tíðlegan dag og það er full ástæða til. Þetta er dagurinn þegar fólkið hefur völdin. Þetta er dagurinn, þegar mað- urinn á götunni kveður upp sinn dóm yfir störfum þingmanna og annarra kjörinna full- trúa og tekur ákvörðun um, hvernig og hverjir skuli halda á land- stjórninni næstu fjög- ur ár. Þessum dómi er ekki hægt að áfrýja. Hann er endanlegur. Sumum finnst hann ósanngjarn. Aðrir skilja ekkert í því hvað kjósendur geti verið vitlausir. Ungur sjálfstæðismaður hafði ekki lifað ömurlegri nótt en kosn- inganóttina sumarið 1978, þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meiri- hlutann í Reykjavík. Hann læknaðist hins vegar þegar móðir hans sagði: mega hinir ekki reyna? Auðvitað mega hinir reyna. Á vissu aldursskeiði upplifa menn póli- tíkina sterkt og lifa í sæluvímu eða leggjast í þunglyndi. En smátt og smátt rjátlast sú tilfinning af fólki og það áttar sig á að pólitískir sigrar eða ósigrar eru ekki upphaf og endir       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is mbl.isókeypissmáauglýsingar Kosningakaffi                                      !"!! #   $    % &              '        (          )"   (       $   *"   $          #   +    ( ,     *)*-        '          ,    $         6. sæti Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2. sæti Bjarni Benediktsson 7. sæti Rósa Guðbjartsdóttir 5. sæti Ragnheiður Elín Árnadóttir 3. sæti Ármann Kr. Ólafsson 4. sæti Jón Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.