Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Á sviði Íslensku óperunnar erdansleikhúsið Pars ProToto að æfa dansverkið Von þegar blaðamann ber að garði. Lára Stefánsdóttir, dans- höfundur verksins, situr á fremsta bekk og fylgist grannt með döns- urum – stekkur einstaka sinnum inn á sviðið og hvíslar einhverju að þeim án þess að stöðva leikinn. Dansinn, tónlistin og lýsingin mynda saman afar draumkennt og í senn dramtískt sjónarspil þangað til ljósin eru skyndilega kveikt í salnum og gert er hlé á æfing- unni. Um næstu helgi verður hóp- urinn staddur í Stuttgart, á hátíð sem sérstaklega er tileinkuð Ís- landi, en þar mun hann sýna tvö verk, Von og G.Duo. Í tilefni af ferðinni ætla þau að halda tvær sýningar á verkunum í Íslensku óperunni – á morgun klukkan 17 og á mánudaginn klukkan 20. Í dansverkunum báðum er tónlistin í höndum Guðna Franzsonar og um lýsingu sér Björn Bergsteinn Guðmundsson. Von var sýnd fyrst í Íslensku óperunni fyrir tæpum tveimur ár- um og ári síðar var það flutt í ArtsDepot leikhúsinu í N-London. Dansverkið sækir innblástur í nokkur ljóð eftir rithöfundinn Árna Ibsen og sérstaklega eft- irfarandi línu: „Sumir deyja af draumum. Þeir steypa sér í þá blindaðir af birtu þeirra...“ Ólíkir dansarar Lára Stefánsdóttir er sem fyrr segir danshöfundur verksins og hún tekur auk þess þátt í flutn- ingnum sjálfum. Aldur dans- aranna nær gróflega frá 20 árum til 60 en að viðbættri Láru til- heyra hópnum þau Vicente Sancho, Saga Sigurðardóttir, Ka- mil Warchulski, Sverrir Guð- jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Fjölbreytnin í hópnum vekur óneitanlega athygli en fyrir utan breitt aldurssvið þá eru flestallir dansararnir úr ólíkum áttum; Sverrir er eflaust betur þekktur sem tónlistarmaður en hann hefur engu að síður sýnt mikla færni í dansinum. Ingibjörg er kannski sú sem hefur mestu reynsluna í hópnum en hún gegndi lengi vel stöðu skólastjóra Listdansskóla Ís- lands og hefur stundað dans megnið af ævinni. Vicente Sancho er spænskur dansari og leikari sem hefur einkum lagt stund á látbragðsleik. Saga tilheyrir yngri hluta hópsins en hún er ört vax- andi dansari sem lauk nýverið dansnámi í Hollandi og síðan þá hefur hún fengist við ýmiss konar verkefni tengd dansinum. Kamil Warchulski er sömuleiðis ungur og afar efnilegur dansari, pólskur að uppruna, en færni hans fékk meðal annars að njóta sín með Ís- lenska dansflokknum í vetur. „Þetta er skemmtilegt sam- ansafn af ólíku fólki og ólíkum dönsurum,“ segir Lára sem hefur fengið sér sæti andspænis blaða- manni í hliðarsal Óperunnar. „Það má segja að það séu þrjár kyn- slóðir í Von og í verkinu er ég að kanna drauma og vonir þessara kynslóða.“ Lára segir að fjölbreytni hóps- ins hafi reynst verkinu gífurlega vel. „Ég er þeirrar skoðunar að dansarinn eigi að draga fram eig- in persónuleika í dansinum en þó innan þess sviðs sem verkið krefst. Það er alltaf ákveðið frelsi sem dansararnir hafa á sviðinu. Þau yngstu nota annars konar tækni en eldri dansararnir; þau eru kannski meira í „akróbat“ – í snúningum og hoppum. Aftur á móti búa þau sem eldri eru yfir meiri tækni í því að „vera“ á sviði. Að mínu mati snýst dans ekki um fjölda skrefa – að standa kyrr á sviði getur verið það erfiðasta sem dansari gerir,“ segir Lára. G.Duo Goðsögnin um Don Juan Seinna verkið, G.Duo, samdi Lára ásamt Vicente Sancho og verður það frumflutt í Óperunni á morgun. „Ég kynntist Vicente fyrir þremur árum og við höfum svolít- ið verið að blanda saman vinnuað- ferðum okkar. Afrakstur þess kemur fram í G.Duo. Vicente hef- ur unnið töluvert sem leikari og látbragðsleikari og kemur þess vegna með svolítið öðruvísi nálg- un á dansinn en ég geri,“ útskýrir Lára. G.Duo byggist á goðsögninni um flagarann Don Juan og þarna eru fyrirbærin ást, kynlíf og dauði tekin til skoðunar. Það er Pólverj- inn ungi Kamil Warchulski sem fer með hlutverk Don Juans í verkinu og að sögn Láru er það ekki hin hefðbundna útfærsla á andhetjunni og hjartabrjótnum sem birtist áhorfendum í G.Duo. Danshöfundarnir sóttu þess í stað í bók rithöfundarins John Berger sem nefnist G og byggist á per- sónu Don Juan en þar er flag- arinn sýndur í töluvert breyttu ljósi. „Þar eru konurnar ekki fórn- arlömb heldur vekur Don Juan í þeim eitthvað sem þær þekktu ekki fyrir; þær upplifa meira frelsi innra með sér og kynnast nýrri vídd á lífinu. Þær eru aldrei neyddar til neins,“ útskýrir Lára og bætir við að tilfinningaskali verksins sé mjög breiður. Að því leytinu til er verkið frábrugðið Von og segir Lára að G.Duo sé í rauninni nokkurs konar andstæða þess. „Þessi tvö verk eru eiginlega eins og svart og hvítt; bæði í útliti og karakter. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar G.Duo um ýmis konar tvenndir og andstæðupör. „Verkið fjallar á vissan hátt um tvo heima; nútíð og fortíð, dauða og fæðingu,“ útskýrir Lára. Þá hefur Guðni Franzson endur- hljóðblandað fyrir sýninguna tón- verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem nefnist Grand Duo og byggist á dúettum líkt og dansverkið. Sem fyrr segir verður Von og G.Duo flutt í Íslensku perunni á morgun klukkan 17 og á mánu- daginn klukkan 20. Miðasala Ís- lensku óperunnar er opin frá 14- 17 á sunnudag og 16-20 á mánu- dag. Ást, kynlíf og dauði Morgunblaðið/Ómar G.Duo og Von Saga Sigurðardóttir og Kamil Warchulsk í G.Duo (t.v.) og Ingibjörg Björnsdóttir og Sverrir Guðjónsson í Von. Í BREIÐAVÍK við Látrabjarg var á árunum 1952-1972 rekið vistheimili fyrir drengi, sem lent höfðu í vand- ræðum. Árið 1972 var rekstri heim- ilisins breytt í skólaheimili fyrir bæði drengi og stúlkur og þannig var það rekið fram undir lok 8. ára- tugs liðinnar aldar, er starfsemi þess lagðist af. Starfsemi þessa heimilis var oft umdeild, margir töldu hana byggjast á röngum forsendum, heimilið væri illa staðsett og í raun unglinga- eða barnafangelsi fremur en uppeldisstofnun. Langt er síðan rannsóknir sýndu að margir þeirra sem dvalist höfðu í Breiðavík um lengri eða skemmri tíma lentu í ým- iss konar afbrotum og erfiðleikum eftir að þeir sneru aftur og var það stundum haft marks um að starf- semin skilaði litlum sem engum ár- angri. Þá tóku og að berast af því fregnir, óljósar að vísu í fyrstu, að drengir í Breiðavík ættu þar illa vist og sættu harðræði af hendi forstöðu- manns. Lengi vel létu flestir þetta sem vind um eyru þjóta. Annaðhvort vildi þjóðin ekki af þessu vita eða hún taldi heimildarmenn kannski ekki nógu trúverðuga. Á næstliðnum þorra upphófust skyndilega í fjölmiðlum miklar og tilfinningaþrungnar umræður um Breiðavíkurheimilið. Fyrrverandi vistmenn komu hver á fætur öðrum fram í sjónvarpi og fleiri fjölmiðlum og lýstu skelfilegri meðferð, sem þeir höfðu orðið fyrir og sumir brustu í grát. Allt í einu var þjóðin tilbúin að heyra af þessu máli, flest- um brá illa, forsætisráðherra skipaði nefnd til að kanna málefni vistheim- ila, rætt var um fyrrverandi vist- menn í Breiðavík ættu að fá bætur. Svo var eins og fjölmiðlar misstu áhuga á málinu og umræðunni lauk jafn óvænt og skyndilega og hún hófst. Umfjöllunin var með þeim hætti að allir, sem störfuðu í Breiðavík og réðu þar húsum á árunum frá 1952 og fram yfir 1970 voru hafðir fyrir sök. Við nánari athugun kom þó í ljós að forstöðumaður heimilisins á árunum 1964-1972 var hinn eiginlegi sökudólgur, fyrri forstöðumenn virt- ust hafa staðið sig vel, annast dreng- ina af þeirri kostgæfni sem þeir gátu og rekið heimilið af góðri forsjá. Einn þessara manna var Hallgrímur Sveinsson, síðar kennari og bíkaút- gefandi í Dýrafirði. Hann var for- stöðumaður í Breiðavík á árunum 1962-1964. Í þessari bók birtir hann ýmsar heimildir og frásagnir af lífi og starfi í Breiðavík frá 1952 og þar til hann lét sjálfur af störfum. Eng- um getur dulist að tilgangurinn með útgáfunni er að sýna fram á að fyrir haustið 1964 hafi hlutirnir gengið bærilega fyrir sig í Breiðavík. Það má kallast eðlilegt og ýmsar heim- ildir sem hér eru birtar eru fróðleg- ar og sýna, að á þessum árum var vistin í Breiðavík á allan hátt betri og bærilegri en síðar varð. Hversu mikið gagn heimilið gerði er hins vegar önnur saga. Varnarrit Breiðvíkings BÆKUR Mannlíf og saga fyrir vestan. Sérefni: Breiðavíkurheimilið 1952-1964. Útgefandi Vestfirska forlagið, Brekku í Dýrafirði 2007. 90 bls., myndir. Jón Þ. Þór Á LISTAHÁTÍÐARTÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gær- kvöldi gat að heyra fjögur frönsk verk sem eiga það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu tónverka tón- bókmenntanna; samin á mótum síð- rómantíkur og impressjónisma; leiftrandi af flottustu litbrigðum sem „hljóðfærið“ hljómsveit ræður yfir. Það hlýtur að vera talsverð ögrun fyrir hljómsveitarstjóra að takast á við tónverk sem allir þekkja og eru margspiluð og margupplifuð. Það var þó einmitt fyrir tilverknað hljómsveitarstjórans sænska, Dav- íðs Björkmans, að tónleikarnir urðu góð upplifun. Hljómsveitarverkin þrjú voru hvert um sig vel ígrundað í túlkun. Í Síðdegi skógarpúkans, svo dæmi sé tekið, dvaldi Björkman við alla núansa og blæbrigði í lýrík í samspili hljóðfæranna, og dró þann- nig skýrt fram impressjónískan sæt- leikann. Að sumu leyti var þetta á kostnað flæðisins í flutningnum; en alltént var þetta þó öðru vísi Skóg- arpúki en maður heyrir alla jafna. Einleikari kvöldsins, fiðluleik- arinn Olivier Charlier, hljóp í skarð píanóleikarans Helène Grimaud með skömmum fyrirvara. Hljóðfæraleik- ara af hans gæðum munar ekki um slíkt, og hann hristi Saint-Saëns- konsertinn fram úr erminni eins og að drekka vatn, því leikur hans var fisléttur, lipur og leikandi; þetta var honum tamt, og fiðlan, verkið og hann sjálfur voru eitt. Hann flaug í gegnum fingurbrjóta ytri þáttanna, en í miðkaflanum hæga og fallega dugði léttúðin ekki til, því þar sakn- aði gagnrýnandi meiri dýptar og innileika. Aukalagið, Etýða nr. 28 eftir Fiorillo, var flugeldasýning af bestu gerð, leikin með tilþrifum í anda Paganinis. Dísætir púkar TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verk eftir Berlioz, Saint-Saëns, Debussy og Ravel. Einleikari í fiðlukonsert nr. 3 eftir Saint- Saëns var Olivier Charlier, og hljómsveit- arstjóri var David Björkman. Föstudags- kvöld kl. 19.30. Listahátíð Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.