Morgunblaðið - 16.05.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.05.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Tryggingastofnun hafnaði á sínum tímaumsókn ekkna þeirra tveggja sem fór- ust með skipinu um dánarbætur þar sem skipið sigldi undir erlendum fána. Samskip kærðu ákvörðunina til Tryggingaráðs og hugðust tryggja ekkjunum fullar bætur. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt skipafélagið Samskip til að greiða ekkju Óskars Guðjónssonar, sem fórst með Dísarfellinu árið 1997, skaðabætur vegna missis framfæranda en talið var að skipstjóri skipsins hefði sýnt af sér saknæmt gáleysi með því senda ekki strax út neyðarkall þegar skipið komst í hættu suðaustur af landinu. Bæturnar nema 1,8 milljónum króna. Tólf manna áhöfn var á skipinu en skipverjarnir lentu allir í sjónum og létu tveir þeirra lífið. Í dómi segir að ekki liggi fyrir hvers vegna skip- ið fékk á sig halla á bakborða og sjór komst inn í lestarnar. Bent var á að skipstjórinn hefði getað sent út neyðarkall fyrr en gert var eða strax og ljóst var að skipið rétti sig ekki af eftir að gámar af lestarlúgum fóru fyrir borð. Skipstjórinn var vak- inn um kl. 2 umrædda nótt, eftir að skipið fékk á sig halla og fyrirskipaði hann að reynt yrði að dæla úr lestum skipsins. Fyrir kl. 4 yfirgáfu vél- stjórar vélarrúmið þar sem þeir fengu ekkert við ráðið og skipið hélt áfram að hallast. Eftir það gat ekkert bjargað skipinu og er óútskýrt af hverju skipstjórinn beið til kl. 4.52 um nóttina með að gefa út neyðarkall, segir í dómi. Samkvæmt þeim tímaskýrslum sem fyrir liggja um viðbrögð björgunarþyrlunnar hefði þá verið unnt að bjarga skipshöfninni af skipinu áður en því hvolfdi og áður en áhöfnin fór í sjóinn. Með þessari ákvörðun sinni að kalla ekki á hjálp þegar hennar var þörf sýndi skipstjórnandi af sér saknæmt gá- leysi, segir í dómi. Óskar heitinn fékk hjartaáfall við að lenda sjón- um og taldi dómurinn yfirgnæfandi líkur á því að rétt viðbrögð skipstjóra á fyrri stigum hefðu leitt til þess að áhöfninni hefði verið bjargað áður en hún lenti í sjónum. Fjölskipaður dómur taldi að andlát Óskars hefði verið afleiðing af þessari sak- næmu háttsemi. Voru Samskip talin bera ábyrgð á tjóni ekkju hans á grundvelli húsbóndaábyrgðar. 1,8 milljónir í bætur fyrir sak- næmt gáleysi skipstjórans Morgunblaðið/Golli Myndin er tekin þar sem Dísarfellið fórst. Samskip bera húsbóndaábyrgð vegna sjóslyssins þegar Dísarfellið fórst 1997 SPARAKSTURSKEPPNI FÍB og Atlantsolíu fór fram í gær. Hér var um að ræða fyrri keppnina af tveimur á þessu ári og tóku 32 bílar þátt í þessum atvinnumanna- hluta hennar. Að þessu sinni mældist Skoda Oktavía, 1,9 TDI með minnsta eyðslu eða 3,5 l á hundraðið en Ragnar Bergþórsson ók bílnum. Í öðru sæti varð Brynj- ar S. Þorgeirsson á Ford Cmax, með 3,75 l og í þriðja sæti lenti Eiríkur Einarsson á Toyota Yaris D4D með 3,95 l. Öflugasti bíllinn, Ford GT, mældist með 11,31 l. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skoda Oktavia með 3,5 lítra á hundraðið ÍBÚAR Álafosskvosar héldu mótmælum sín- um vegna framkvæmda í næsta nágrenni Kvosarinnar áfram í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu höfðu reiðir íbúar svæð- isins samband við hana í gær og fóru þess á leit við hana að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Ekki kom þó til átaka og ekki voru gerðar tilraunir til að stöðva framkvæmdirnar. Lög- reglan hefur hins vegar ekki gripið til neinna aðgerða á svæðinu þar sem verktakar segjast hafa öll tilskilin leyfi og skipulagsyfirvöld hafa ekki farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar. Að sögn Berglindar Björgúlfs- dóttur, formanns Varmársamtakanna, voru framkvæmdirnar kærðar til skipulags- yfirvalda í gærmorgun og bíða samtökin eftir úrskurði um lögmæti þeirra. „Skrípaleikur og sýndarmennska“ Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar, ítrekar þá afstöðu bæjaryfirvalda að ekki þurfi framkvæmdaleyfi fyrir fráveitu- lögnunum og segir að fulltrúum Varm- ársamtakanna hafi verið greint frá því í síð- ustu viku að framkvæmdir myndu hefjast á svæðinu. „Það er alveg ljóst að framganga Varmársamtakanna er farin að jaðra við og er í raun orðinn skrípaleikur og sýnd- armennska,“ segir Karl og viðurkennir að hann sé orðinn langþreyttur á þrætunum. „Staðreyndin er sú að í landi Helgafells er að rísa hverfi sem hefur staðið til að reisa í ára- tugi og að sjálfsögðu þarf að leggja veg að hverfinu. Auðvitað vill enginn fá veg í sitt ná- grenni en bæjarfélaginu ber hins vegar skylda til að hugsa um hag sem flestra íbúa,“ segir Karl og bendir á að bæjaryfirvöld hafi gert róttækar breytingar á fyrirhugaðri tengibraut til þess að milda áhrif hennar, íbúum Álafosskvosar til hagsbóta. Hann telur hugmyndir samtakanna um nýtt vegstæði glórulausar og segir það skjóta skökku við að samtök sem kenni sig við Varmá og umhverf- isvernd, leggi til að Varmá verði brúuð fyrir neðan Reykjalund, líkt og fulltrúar samtak- anna hafi lagt til. Lagning vegarins í gegnum Álafoss- kvos farsælasta lausnin Eins og áður hefur komið fram var upp- runalegt framkvæmdaleyfi við Helgafellsveg afturkallað í febrúarlok, þar sem Mosfellsbær hafði ekki látið gera skýrslu um umhverfis- áhrif framkvæmdarinnar. Ragnheiður Rík- harðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að á fundi skipulagsnefndar bæjarfélagsins, sem fram fór í gær, hafi verið lögð fram drög að skýrslu um umhverfisáhrif deiliskipulags Helgafellsvegar, sem matsfyrirtækið Alta hefur unnið fyrir bæjarfélagið. Í skýrsludrög- unum komi fram að lagning tengibraut- arinnar í gegnum Álafosskvos, með þeim breytingum sem bæjaryfirvöld hafa gert á legu tengibrautarinnar, sé farsælasta lausnin hvað varðar áhrif á náttúru og landnýtingu. Ragnheiður segir að líklegt sé, gangi allt eft- ir, að deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrsl- unni verði auglýst í næstu viku og þá gefist öllum kostur á að gera athugasemdir. Þegar bæjaryfirvöld hafi farið yfir þær verði deili- skipulagið sent Skipulagsstofnun til staðfest- ingar Berglind Björgúlfsdóttir segir að Varmárs- amtökin muni fara með málið fyrir dómstóla gerist þess þörf. „Við erum tilbúin til að fara með það fyrir stofnanir Evrópusambandsins enda hefur lítið reynt á þessi álitaefni hér,“ sagði Berglind. Íbúar Álafosskvosar mótmæltu framkvæmdum bæjaryfirvalda annan daginn í röð. Framkvæmd- irnar hafa verið kærðar til skipulagsyfirvalda og bíða íbúarnir óþreyjufullir eftir niðurstöðu Líkir framgöngu íbúa við skrípaleik Morgunblaðið/ÞÖK Mótmæli Framkvæmdum í Álafosskvosinni var mótmælt í gær. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Grótta á Sel- tjarnarnesi hlaut í gær foreldra- verðlaun Heimilis og skóla fyrir samræmingu skóladags og æfinga- tíma í samvinnu við bæjaryfirvöld og Grunnskóla Seltjarnarness. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti Bjarna Torfa Álfþórssyni, for- manni Gróttu, verðlaunin. Auk foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt tvenn hvatning- arverðlaun og ein dugnaðarforka- verðlaun. Hvatningarverðlaun fengu Reykjanesbær fyrir að styðja við bakið á foreldrastarfi með veitingu styrks til ráðningar verkefnistjóra FFGÍR og Guðlaug Snorradóttir og starfsfólk Nýbúa- deildar við Hjallaskóla í Kópavogi fyrir óeigingjarnt starf í þágu ný- búa. Þá var Hlynur Snorrason val- inn dugnaðarforkur ársins fyrir forvarnaverkefni í Grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Grótta fékk foreldra- verðlaunin Samræmdu skóla og æfingatíma UMFERÐARÓHAPP varð skammt frá Þórustöðum í Ölfusi á sjötta tím- anum í gær þegar bifreið fór út af veginum með þeim afleiðingum að hún hafnaði ofan í skurði. Að sögn lögreglu er talið að öku- maðurinn, sem var eldri maður, hafi fengið aðsvif eða hjartaáfall undir stýri. Maðurinn var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild í Reykjavík. Maðurinn er ekki sagður hafa slas- ast í óhappinu en nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir að svo stöddu. Fékk að- svif undir stýri Slys Óhappið varð síðdegis í gær. Ljósmynd/Guðmundur Karl KAUPÁS hf. sem flytur inn Organic Baby-barnamat, framleiddan af UNFI í Bandaríkjunum, hefur inn- kallað Organic Baby, Plum Bananas Oats-barnamat með dagsetningu 02- 2009, lotunúmer 0396X2413. Hann hefur verið seldur í verslunum Nóa- túns og Krónunnar. Um er að ræða barnamat í glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er að í einni krukku af Organic Bacby Plum Bananas Oats með ofangreindu lotu- númeri hefur fundist aðskotahlutur úr annarri krukku og segist Kaupás vilja fyrirbyggja möguleika á skaða sem gæti hlotist af því ef aðskota- hlutir leyndust í fleiri krukkum af viðkomandi tegund. Vara úr sömu framleiðslulotu hefur þegar verið fjarlægð úr hillum verslana. Dag- setningu og lotunúmer umræddrar framleiðslu má finna á loki krukk- unnar. Óskað er eftir því að neytendur sem kunna að eiga viðkomandi vöru skili vörunni til Kaupáss eða láti fyr- irtækið vita símleiðis þannig að hægt sé að nálgast vöruna hjá viðkomandi. Innkallar barnamat ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.