Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 10-11.30 heilsu- gæsla. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há- degisverður, spiladagur brids/vist, kaffi. Upplýs- ingar í síma 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30 S. 554 1226, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13-14. S.554 3438. Félagsvist í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Austfirðir- Kárahnjúkar-Dalatangi, 4 daga ferð 1.-4. júlí. Flogið frá Reykjavík til Egilsstaða. Ekið um Austfirði gist á Hótel Eddu, Egilsstöðum. Spennandi ferð, laus sæti. Skráning s. 588-2111. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Herdís Egils- dóttir og Helgi Seljan. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 10, leið- beinandi verður til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Bobb kl. 17. Samkvæmisdans kl. 19, línudans kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl. 10-11 Kaupþing-banki, kl. 11.40 leikfimi og hádeg- isverður, kl. kvennabrids. Hárgreiðslustofa og fóta- aðgerðarstofa á staðnum. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvenna- leikfimi í Kirkjuhvoli kl. 9, 9.50 og 14.45. Vatns- leikfimi í Mýri kl. 9.50. Opið hús í Holtsbúð kl. 13, Brids í Garðabergi kl. 13, opið til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.20 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Kl. 10.30 gamlir leikir og þjóðdansar um- sj. FÁÍA. Frá hádegi spilasalur opinn. Á morgun kl. 11 syngur Gerðubergskórinn við útvarpsmessu í Há- teigskirkju og kl. 14 í Fella- og Hólakirkju, nánar kynnt í kirkjustarfinu. S. 5757720. Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 postulín. Kl. 9-12 út- skurður. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 13-16.30 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Glerbræðsla kl. 13. Saumar kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gaflarakórinn kl. 16.15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, silki- og glermálun. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun fimmtudag er Keila í Keiluhöllinni klukkan 10 og Listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Brids kl. 13 í Félagsheimili sjálfsbjargar, Hátúni 12, allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 10-12 spænska - byrj- endur. Kl. 9.15-16 myndmennt - postulín. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus. Kl. 13-14 Spurt og spjallað. Kl. 13-16 tréskurður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9-12.30, handavinnustofa opin kl. 9-16.30, morgunstund með messu og söng kl. 10, hárgreiðslu og fótaað- gerðarstofa opnar kl. 9, verslunarferð kl. 12.30. Dans kl. 14, harmónikkuhljómsveitin Vitatorgs- bandið leikur. Allir velkomnir. Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 handavinna. Kl. 13 opinn salurinn. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30-11.30. Kaffi og spjall, safi handa börnunum. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn er í Holtakoti frá kl. 10-12. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti frá kl. 13-16, spilað, púttað og spjallað. Allir velkomnir. Dómkirkjan | Á uppstigningardag 17. maí verður messa í Dómkirkjunni kl. 11, sr. Jakob Hjálmarsson. Ræða Örnólfur Thorlacius, fv. rektor. Á eftir býður sóknarnefnd kirkjugestum veitingar í Safn- aðarheimilinu. Þar og í messunni syngur Björg Þór- hallsdóttir, sópran, einsöng við undirleik Marteins H Friðrikssonar. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Síðasti Hjálp- arflokksfundurinn fyrir sumarið verður í kvöld kl. 19. Allar konur velkomnar. Hæðargarður 31 | Listasmiðja, framsögn, trésmíð- ar, leikfimi, myndlist, skapandi skrif, félagsvist, bók- menntahópur, tölvuleiðbeiningar, gönguferðir, ljóðalestur, ljóðagerð, söngur, bútasaumur, morg- unandakt og hugmyndabankinn alltaf opinn. Til hvers langar þig? Kíktu við. S. 568-3132. asdis- .skuladottir@reykjavik.is Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60. Sam- koma í kvöld kl. 20. Fjáröflunarsamkoma í umsjá Kristniboðsflokks KFUK. Margrét Jóhannesdóttir sýnir myndir frá ferð til Eþíópíu og hefur hugleið- ingu. Happdrætti. Kaffi eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmumorgunn. Kaffi- spjall fyrir mæður notaleg upplifun fyrir börn. Um- sjón Gerður Bolladóttir. Kl. 10.30 gönguhópurinn Sólarmegin heldur af stað frá kirkjudyrum. Áhuga- sömum velkomið að slást í hópinn. Fararstjóri Örn Sigurgeirsson. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Sumargleði. Síðasta samveran á þessum vetri. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beðið er fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þurfta á fyr- irbæn að halda og getur fólk komið óskum þar um til prestanna. Einnig er altarisganga. Vegurinn kirkja fyrir þig | Samfélag fyrir þá sem heima sitja er í Veginum að Smiðjuvegi 5, kl. 14. Þórdís Jónsdóttir er með biblíulestur. Kaffi og vöffl- ur á eftir í boði kirkjunnar. Allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn kl. 10-12.30. Fyrirlestur mánaðarlega, kynntir sér- staklega. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Ferming | Helena Jaddý Sig- urðardóttir og Ívar Alexander Sigurðarson fermdust í ís- lenskum þjóðbúningum í And- erslövs-kirkju í Svíþjóð. Þessi mynd er tekin í tilefni þess. Með þeim á myndinni er afi Ívars, Valur Margeirsson. dagbók Í dag er miðvikudagur 16. maí, 136. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur. (Lk. 22, 18.) Félagið Ísland Panorama varstofnað fyrir hálfu öðru ári.Akeem Cujo Oppong er for-maður félagsins: „Markmið Ísland Panorama er að auka skilning á milli þeirra ólíku menningarhópa sem búa á Íslandi, berjast gegn kynþátta- fordómum og mismunun á grundvelli trúar eða uppruna,“ segir Akeem. „Við leggjum á það sérstaka áherslu að fé- lagið er ekki félag útlendinga, heldur opið öllum sem hlynntir eru fjöl- breyttu, upplýstu og fjölmenning- arlegu samfélagi.“ Að sögn Akeems er mikil þörf fyrir félagsskapinn: „Ekki þarf að leita mjög lengi til að finna kynþáttafordóma á Ís- landi og má nefna sem dæmi nýlegar yfirlýsingar fulltrúa sumra stjórn- málaflokka á opinberun vettvangi,“ segir Akeem. „Miklu skiptir að huga að forvörnum, grípa til aðgerða áður en hlutirnir fara úr böndunum eins og sést hafa dæmi um erlendis.“ Ísland Panorama hefur hrint af stað ýmsum verkefnum til vitundarvakn- ingar: „Við leitumst við að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að við sýnum hvert öðru umburðarlyndi og virðingu og stóð félagið m.a. fyrir aug- lýsingaherferð í sjónvarpi um síðustu jól með þessum skilaboðum,“ segir Akeem. „Nú vinnum við að vegg- spjaldaherferð á vinnustöðum og í skól- um en búið er að hanna veggspjald sem sýnir mynd af höfuðkúpu með slagorði um að við séum öll eins inn við beinið.“ Einnig eru í burðarliðnum málþing og fyrirlestrar: „Við viljum umfram allt skapa tækifæri til opinskárra umræðna þar sem fólk getur tjáð sig án þess að eiga á hættu að verða fyrir aðkasti fyrir ólíkustu skoðanir. Við viljum umræðu sem er ekki yfirborðskennd heldur byggist á alvörusamræðum þar sem fólk kynnist betur,“ segir Akeem. Öll starfsemi félagsins er unnin í sjálfboðavinnu en Ísland Panorama sækir fjármögnun verkefna til ein- staklinga og fyrirtækja: „Við höldum áfram að fjölga félagsmönnum en um- fram allt leitum við að fólki sem lætur sér annt um málefnið og er reiðubúið að taka virkan þátt í umræðu og starfi,“ segir Akeem að lokum. Finna má frekari upplýsingar um fé- lagið og verkefni þess á heimasíðu fé- lagsins á slóðinni www.islandp- anorama.is. Jafnrétti | Ísland Panorama berst gegn kynþáttafordómum og mismunun Opið og upplýst samfélag  Akeem Cujo Op- pong fæddist í Ghana 1971. Hann lauk mennta- skólanámi frá Akra og stundaði nám í félagsvís- indum við Univers- ity of Ghana. Akeem hefur starf- að sem ráðgjafi, við unglingastarf, sem túlkur og við gestamóttökustörf. Hann er nú unglingaleiðbeinandi og hefur verið formaður Ísland Pano- rama frá stofnun félagsins árið 2006. Akeem er kvæntur Jóhönnu Maríu Oppong Jóhannesdóttur bankastarfs- manni. Tónlist Fríkirkjan í Hafnarfirði | Tón- leikar Fríkirkjukórsins í Hafn- arfirði kl. 20. Söngdagskrá sem kórinn fer með til Vesturheims, Bandaríkjanna og Kanada í júní næstkomandi. Íslensk þjóðlög og ættjarðarlög ásamt nýlegri ís- lenskri tónlist í léttum dúr. Ein- söngur Kirstín Erna Blöndal, und- irleik annast hljómsveit kirkjunnar. Stjórnandi Örn Arn- arson. Miðaverð er 1000 kr. Langholtskirkja | Vortónleikar Árnesingakórsins í Reikjavík verða í Langholtskirkju miðviku- daginn 16. maí kl. 20.30. Stjórn- andi: Gunnar Ben. Hljóðfæra- leikur: Bjarni Þ. Jónatansson, píanó, Steini Sævar Þor- steinsson, sög og Sigurður Hann- esson, harmonikka. Fjölbreytt efnisskrá. Aðgangseyrir 1500 kr. www.kor.is. Rósin | Kvöld með tónun og óm- un í Rósinni, Bolholti 4, 22. maí kl. 20-22. Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir, söngkona og tón- heilari. 2000 kr. Skráning: krea- tivlaering@get2net.dk eða komdu, taktu vini með. Thorvaldsen Bar | The tiny thor- valdsen trio leikur jazz á Thor- valdsen Bar kl. 22. Dans Hótel Borg | Þeir sem vilja kynn- ast argentínskum tangó ættu að bregða sér í Gyllta salinn á Borg- inni 17. maí. Dansaður verður argentínskur tangó við tangó- tónlist, DJ Þórður. Dansleikurinn hefst kl. 21. Aðgangseyrir er 500 kr. Opinn tími fyrir byrjendur kl. 20-21, Daði og Dísa kenna. Skemmtanir Félagsheimili Seltjarnarness | Nemendur úr Hagaskóla fæddir á árunum 1950-1965 ætla að hitt- ast, rifja upp góða tíma og stíga dans í Félagsheimili Sel- tjarnaness 16. maí nk. við undir- leik skólahljómsveitanna Cogito og Sweet Dreams. Miðar seldir í Blómagalleríinu Hagamel 67 og við innganginn. Miðaverð 2500 kr. Gaukur á Stöng | 16. maí mun Spútnik gleðja gesti á neðri hæð og DJ Doddelicius heldur gleðinni uppi á efri hæð með eð- almúsík frá 80́ og 90́. Frítt inn. Athugið Gaukur á Stöng er reyk- laus. Nánari upplýsingar www.prime.is. Fyrirlestrar og fundir ITC-Fífa | Vorfundur ITC Fífu er „hattafundur“ miðvikudaginn 16. maí kl. 19.30 á veitingahúsinu A. Hansen Vesturgötu 4, Hafn- arfirði. Uppl. gefur Guðrún í s. 6980144. Oddi - Háskóla Íslands | stofu 106. Vináttufélag Íslands og Kan- ada. Í kvöld kl. 20 mun Guðrún Friðgeirsdóttir, uppeldissálfræð- ingur, fjalla um sjálfsævisögu sína Norðanstúlku. Síðan mun Tryggvi Líndal, þjóðfélagsfræð- ingur og skáld, fjalla um ljóð vestur-íslenska rithöfundarins Kristjönu Gunnars. Fréttir og tilkynningar Gullhamrar | Átthagafélag Strandamanna heldur aðalfund í kvöld 16. maí kl. 20.30 í Gull- hömrum, Grafarholti. 28. MARS s.l. voru haldnir tónleikarnir Ljóslifandi, til minningar um Margréti Jónsdóttur sem lést úr krabbameini. Tekjur af þeim runnu til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. 1,1 milljón króna safnaðist. Glitnir var bak- hjarl tónleikanna og hét því að veita Ljósinu styrk sem næmi sömu fjárhæð og safnaðist. Á myndinni eru Pétur Þ. Óskarsson frá Glitni, Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, og tónleikahaldararnir Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir og Sandra Rún Sigurðardóttir. Minningartónleikar 1,1 milljón safnaðist NEMENDUR í leikskólakenn- aranámi við Kennaraháskóla Íslands kynna lokaverkefni sín í námskeið- inu Vettvangstengt val í dag, mið- vikudaginn 16. maí. Kynningin fer fram í Bratta, fyrirlestrasal Kenn- araháskóla Íslands, og er öllum opin. Að lokinni kynningu fer fram sýn- ing á verkefnunum, þar sem farið verður yfir ferli vinnunnar á vett- vangi og námsgögn verða til sýnis. Nemendur verða til staðar og fræða gesti og gangandi um þróunarverk- efnin. Verkefnin eru unnin á und- anförnum mánuðum í leikskólum vítt og breitt um landið. Um er að ræða nýbreytni- eða umbótamiðuð þróunarverkefni á sviði fjölmenn- ingar, myndlistar, forvarna, hreyf- ingar, vettvangsferða og fleira. Verkefnin fjalla um margvíslega vinnu með börnum, starfsfólki og foreldrum í leikskólum og grunn- skólum. Hrönn Pálmadóttir, for- stöðumaður leikskólabrautar við KHÍ setur dagskrána klukkan 9, en síðan kynna leikskólakennaranemar verkefni sín í máli og myndum. Frá klukkan 13:15-15:00 verður sýning á verkefnunum. Þróunar- og nýbreytnistarf í leikskólum DAGANA 17. og 18. maí heldur heimsþekktur kínverskur heim- spekingur, Chung-ying Cheng, pró- fessor við University of Hawaii at Manoa, tvö erindi um kínverska heimspeki á vegum Asíuvers Ís- lands - ASÍS, Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og Félags áhuga- manna um heimspeki. Fyrra erindið fjallar um kín- verska heimspeki sem samanburð- arheimspeki. Þar dregur Cheng fram það helsta sem greinir á milli kínverskrar og vestrænnar heim- speki og hugsanlega samþættingu þeirra, segir í fréttatilkynningu. Umfjöllun þessi fer fram í aðal- fundasal ReykjavíkurAkademíunn- ar (JL-húsinu) fimmtudaginn 17. maí kl. 20:30. Síðara erindið fjallar um Kon- fúsíusarhyggju nútímans, for- sendur hennar, inntak og stöðu, en Cheng telst sjálfur til eins helsta hugsuðar hinnar svonefndu „Nýju Konfúsíusarhyggju“. Erindi þetta fer fram föstudaginn 18. maí kl. 12:05 í aðalbyggingu Háskóla Ís- lands, stofu 225. Erindi um kín- verska heimspeki Heiða María ÞAU mistök urðu í síðasta laug- ardagsblaði að undir mynd með við- tali við Heiðu Maríu Sigurðardóttur var hún ranglega nefnd Heiða Sig- ríður. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Há- skóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og breska sendiráðið á Ís- landi bjóða til fyrirlestrar um af- stöðu Breta til Evrópusamrunans. Fyrirlesari er Peter Hennessy, pró- fessor í samtímasögu við Queen Mary, University of London, en hann er meðal virtustu fræðimanna Breta á sínu sviði, segir í frétta- tilkynningu. Hann er höfundur fjöl- margra bóka um breska sögu og samtíð og var áður vinsæll blaða- maður og sjónvarpsfréttamaður. Í erindinu mun hann rekja af- stöðu Breta til Evrópusamrunans og velta vöngum yfir því hvers vegna eyþjóðin líti hann öðrum augum en meginlandsþjóðirnar. Vel má vera að niðurstaða þeirra bollalegginga eigi erindi við okkur. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, föstudaginn 18. maí kl. 12:00-13:00. Ræðir afstöðu Breta til Evrópu- samrunans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.