Morgunblaðið - 16.05.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 16.05.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 21 AKUREYRI Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Holtsgata – Hf. – Nýtt Hraunhamar hefur fengið í einka- sölu glæsilega 107 fm efri hæð í þrí- býli ásamt ca 12 fm herb. í risi og 21,8 fm bílskúr, samtals um 140 fm vel staðsetta í suðurbæ Hafnar- fjarðar. Eignin er mikið endurnýjuð á mjög smekklegan hátt. Gólfefni eru parket og flísar. Frábært útsýni. Stutt í skóla og leikskóla. V. 29,9 millj. Akureyringar Flughræðslunámskeið 18. maí kl 13-17 & 19. maí kl. 09-12 Nánar á www.tilfinningatamning.is Rúnar Guðbjartsson sálfr. og fyrrverandi flugstjóri Skráning & uppl. S. 8496480; runargu@simnet.is Þorlákshöfn | Vetrardagskrá Tóna við hafið í Þorlákshöfn lauk um helgina þegar skólakórar Grunn- skóla Þorlákshafnar og lúðrasveit Tónlistarskólans fluttu söngleikinn Líf og friður eftir sænska tón- skáldið Per Harling. Efni verksins er sótt í söguna af örkinni hans Nóa. Dýrin og Nói eru búin að vera á siglingu í 40 daga og hafa flest dýrin gleymt því að nokk- urn tíma hafi verið einhver önnur tilvera en sú í örkinni með tilheyr- andi bleytu, kulda og þrengslum. Það eru einungis asnarnir sem muna tíma þegar til var gras, tré og jafnvel sól. Börnin sungu af miklum krafti, segir í fréttatilkynningu frá menn- ingarfulltrúa Ölfuss, við undirleik lúðrasveitarinnar og Esterar Hjart- ardóttur, tónlistarkennara, sem spilaði á píanó. Á sviðinu voru allan tímann um fimmtíu börn, en verkið tók um klukkutíma í flutningi. Fjöl- margir komu nálægt undirbúningi söngleiksins; tónlistarlegur und- irbúningur var í höndum Gests Ás- kelssonar og Esterar Hjartardóttur tónlistarkennara. Halldór Sigurðs- son, skólastjóri Grunnskóla Þor- lákshafnar aðstoði við leikstjórn og Rebekka Ómarsdóttir, myndlist- arkennari stjórnaði leikmyndagerð ásamt Sigrúnu Berglindi Ragn- arsdóttur. Börnin bjuggu sjálf til grímurnar sem þau voru með. Yfir 200 manns komu að sjá söngleikinn og voru það hreykin börn sem hneigðu sig við mikinn fögnuð áheyrenda í lok sýningar. Næsta vetur hefst nýtt tímabil Tóna við hafið með tónleikum í september. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá og hefur verið ákveðið að taka aftur fyrir verkefni með skólakórum grunnskólans og tónlistarskólanum, sem flutt verður næsta vor. Vetrardagskrá Tóna við hafið verður kynnt á Hafnardögum í Þorlákshöfn sem haldnir eru í ágúst. Líf og friður Fimmtíu börn voru á sviðinu þegar söngleikurinn Líf og frið- ur var fluttur sem lokaatriði tónlistarhátíðarinnar Tónar við hafið. Líf og friður hjá grunn- skólabörnum í Ölfusi Selfoss | Skrifað hefur verið undir samning þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra, Haraldur Þórarinsson, for- maður Landssambands hestamanna, og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Suð- urlands, lýsa yfir vilja sínum til að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Sel- fossi taki að sér það hlutverk að þróa fjölþætt námsframboð á sviði hesta- mennsku á framhaldsskólastigi. Námið taki mið af sérstöðu hesta- mennskunnar sem búgreinar, íþróttar, menningar og ferðaþjón- ustu. Þau munu beita sér fyrir sér- stökum stuðningi við þetta verkefni. Vöxtur á Suðurlandi Mikill vöxtur hefur verið undan- farin ár í hestamennsku á Íslandi. Á skólasvæði Fjölbrautaskóla Suður- lands hefur verið sérstaklega mikil uppbygging á sviði þessarar at- vinnugreinar hvort sem horft er til byggingar reiðhalla, hestabúgarða, tamningastöðva eða hestatengdrar ferðaþjónustu, segir í fréttatilkynn- ingu um samninginn. Við gerð skóla- samnings milli menntamálaráðu- neytisins og FSu í janúar 2006 var ákveðið að skólinn myndi undirbúa og koma á laggirnar starfsnámi á vettvangi hestamennsku innan al- mennrar námsbrautar skólans. Kennsla á brautinni hófst haustið 2006 og reyndist áhugi vera á nám- inu. Ánægja var með árangur fyrsta vetrarins. Fyrir liggja drög að tveggja ára starfsnámsbraut sem annars vegar miðar að því að und- irbúa nemendur undir störf á tamn- ingastöðvum og hestaleigum og hins vegar undir frekara nám á þessu sviði. Nú þegar er mikil spurn eftir viðkomandi nemendum til starfa í sumar. Þróa nám í hesta- mennsku LANDIÐ AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fín aðstaða Hluti íslenska landsliðshópsins sést hér á æfingu í Hlíðarfjalli. Pavel Cebulj, þjálfari liðsins, stendur lengst til hægri og segir hópnum til. ÞÓTT komið sé fram í miðjan maí eru skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli langt í frá auðar. Um þessar mundir eru þær meira að segja enn í notkun og íslenska skíðalandsliðið æfir þar nú af krafti. Æfingar hófust síðasta laugardag og standa fram á föstudag. Að sögn Pavels Cebulj landsliðsþjálfara er landsliðið að hefja undirbúning fyrir komandi keppnistímabil, frá 2007 til 2008. Allir landsliðshóparnir; börn, unglingar og fullorðnir taka þátt í æfingunum en allt í allt eru í hópnum 30-35 skíðamenn. „Stjórnendur og starfsmenn Hlíð- arfjalls hafa staðið sig mjög vel. Um- gjörðin er til fyrirmyndar og það er gott að geta haft svæðið út af fyrir okkur,“ segir Pavel sem er frá Slóv- eníu. Hann er stjórninni mjög þakk- látur fyrir að landsliðið skuli hafa getað æft þar síðustu daga. „Veðrið hefði mátt vera betra að því leyti að það hefði mátt vera kald- ara, en aðstæður til skíðaiðkunar hafa verið góðar þegar við hefjum æfingar klukkan 7 á morgnana. Þeg- ar fer að nálgast hádegi verða brekkurnar erfiðari viðfangs. Á móti koma kostirnir við að geta framleitt gervisnjó, eins og hægt er í Hlíð- arfjalli.“ Pavel hefur verið landsliðsþjálfari síðastliðin tvö ár og segir skíða- mennina hafa tekið framförum á þeim tíma. „Já, ég hef séð framfarir. Björgvin Björgvinsson stendur sig mjög vel og hefur bætt sig síðastliðið ár. Ingi Kristinn Valsson var óhepp- inn því hann fékk vírus á árinu en hefur þrátt fyrir það staðið sig vel. Þorsteinn Ingason, Gísli Rafn Guð- mundsson og Árni Þorvaldsson hafa einnig skíðað vel.“ Eftir að törninni lýkur nk. föstu- dag munu frekari æfingar fara fram um miðjan júní, jafnvel á Akureyri ef enn verður snjór í fjallinu. Gangi það ekki eftir verður farið með hópinn til Evrópu og nefnir Pavel í því sam- hengi einna helst Austurríki. Þorsteinn Ingason, 19 ára Akur- eyringur og unglingalandsliðsmað- ur, tekur í sama streng og Pavel. „Já, þetta hefur gengið mjög vel. Veðrið hefur verið gott og við förum uppeftir eins snemma á morgnana og við getum til að ná góðu færi.“ Þorsteinn keppti í svigi og stórsvigi fyrir unglingalandsliðið á síðasta ári. Hann vonast til að verða valinn aftur í liðið þótt því fylgi margar utan- landsferðir til Evrópu til að æfa og keppa sem getur bitnað á námi hans við Menntaskólann á Akureyri. „Það gengur ágætlega að samþætta nám- ið og skíðin. Skólinn hefur líka verið góður að koma til móts við mig, þannig að ég geti verið í landsliðinu.“ Íslenska skíðalandsliðið æfir í Hlíðarfjalli Í HNOTSKURN »Íslenska skíðalandsliðiðnýtir sér nú aðstöðuna í Hlíðarfjalli til að undirbúa komandi keppnistímabil. »Hópurinn er alls um 35manns og hefur aðstöðuna út af fyrir sig fram á sunnu- dag. »Pavel Cebulj landsliðs-þjálfari segist vonast til að geta æft frekar á Akureyri í júní. BÖRNIN á leikskólanum Nausta- tjörn á Akureyri fengu óvænta heimsókn í gær þegar Þorgrímur Þráinsson kom færandi hendi ásamt starfsmanni Kaupþings banka. Þorgrímur færði leikskól- anum áhöld og aðrar nauðsynjar svo rækta mætti matjurtagarð í leikskólanum. Naustatjörn er þó ekki eini leikskólinn sem fær slíka heimsókn því allir leikskólar á land- inu njóta góðs af sérstöku átaki. „Kaupþing ákvað að vera í gras- rótarvinnu og ætlar að færa öllum leikskólum landsins þessar gjafir til að búa til matjurtagarð,“ segir Þor- grímur. „Bankinn ákvað að stökkva á hugmyndina sem er frá mér kom- in og tengist skýrslunni um bætt heilbrigði þjóðarinnar sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið í fyrra. Það er óskaplega gefandi að fá að heimsækja hvern einasta leik- skóla á landinu og allir hafa verið mjög þakklátir. Að vissu leyti er verið að færa gömlu skólagarðana inn í leikskólana og ég held að við það að kynnast ræktunarferlinu séu meiri líkur á að börnin borði sjálf meira grænmeti.“ Rausnarlegt Þorgrímur og starfsmaður Kaupþings afhentu börnunum á Naustatjörn allt til matjurtaræktunar nema moldina sjálfa. Leikskólar fá gjafir til matjurtagerðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.