Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 49

Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 49 GOAL 2 kl. 8 - 10 B.i. 7 ára BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 B.i. 12 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK SPIDER MAN 3 kl. 8 - 10 B.i. 10 ára NEXT kl. 8 B.i. 16 ára NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! eee S.V. - MBL A.F.B - Blaðið eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS WWW.SAMBIO.IS eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is eeee S.V. eeee V.J.V. TOPP5.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA 25.000 MANNS Á AÐEINS 10 DÖGUM! SPEGILL ÞJÓÐAR Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Blönduósi Á veitingastaðnum Við árbakkann, á Blönduósi, stendur yfir sýning á verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Þær eru einskonar spegill þjóðar. Myndin hér til hliðar nefnist Önnum kafin á Heimilis- iðnarsafninu og höfundur hennar er Jón Sigurðsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi. Sýningin stendur út mánuðinn. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins, www.mbl.is/myndasafn Á FIMMTUDAG var hér í blaðinu fréttum sýningu á verkum Louisu Matt-híasdóttur málara, Leylands Bell og Temmu Bell. Með fréttinni var ljósmynd eftir Kristin Ingvarsson, einn af ljósmyndurum Morgunblaðsins. Það er segin saga að þegar þessi mynd birtist verða viðbrögðin sterk. „Þessi ljósmynd er eins og málverk eftir Lo- uisu,“ sagði ein röddin; „ … listaverk!“ sagði önnur; „… ég fattaði ekki að þetta væri ljós- mynd, þetta er svo fallegt …“ sagði enn önnur. Íslenskir ljósmyndarar eru upp til hópa miklir listamenn og Morgunblaðið er heppið að hafa haft úrval þeirra bestu í vinnu hjá sér gegnum tíðina. Samt er það nú svo að ljós- myndin virðist ekki njóta virðingar í nokkru samræmi við gæði hér á landi.    Þegar Íslendingar prýða híbýli sín myndusjálfsagt flestir vilja eiga flott málverk eftir einhvern öndvegismálara. Það er vissu- lega skiljanlegt. Hins vegar er það óskiljanlegt hve ljósmyndin virðist mega sín lítils í sam- anburði við málverkið. Vera má að það sitji í fólki að ljósmynd hafi fyrst og fremst það gildi að vera heimild. Hún er það en gildi hennar getur falist í allt öðru en heimildargildinu. Listrænt gildi ljósmyndar og jafnvel frásagnargildið líka geta vegið mun þyngra en heimildargildið. Þá kann eflaust einhverjum enn að þykja það galli að ljósmynd sé hægt að búa til í ótal eintökum. En hvers konar hugarfar liggur að baki því að ef þú eignast „listaverk“, þá megi aðrir ekki njóta þess sama? Nóg er til af ljós- myndum í heiminum til þess að allir geti fund- ið sér verk að persónulegum smekk, verk sem þeim líkar og vilja njóta. Og hvað með það þótt aðrir eigi sömu mynd? Eintak númer tvö af ljósmynd er í það minnsta „sannara“ en eft- irprentun af málverki. Þá er enn eitt viðhorf sem stundum skín í að það sé bjánalegt að hafa ljósmynd „af“ ein- hverjum „jafnvel ókunnugum“ uppi á vegg hjá sér. Sama fólk myndi ekki fúlsa við Monu Lísu stæði hún til boða. Samanburðurinn við mál- verkið virðist algengur og skín svo sem úr mínum eigin skrifum hér. Samt sem áður eiga ljósmyndin og málverkið fátt annað sameig- inlegt en að hvort tveggja er hægt að hengja á vegg. Miðlarnir eru ólíkir í svo mörgum grundvallaratriðum.    ÁHverfisgötunni hefur Inga Sólveig Frið-jónsdóttir rekið vinnustofu og ljós- myndagalleríið Auga fyrir auga. Nýlega spurðist svo að bráðlega yrði ljósmyndagallerí opnað við Skólavörðustíg og myndi það helga sig ljósmyndum eingöngu. Það er fagnaðarefni fyrir íslenska ljós- myndun, og ljósmyndara að þeim stöðum fjölgi þar sem hægt er að skoða ljósmyndir, velta þeim fyrir sér og jafnvel kaupa. Vegur ljósmyndarinnar Ljósmyndin Segir þessi mynd Ólafs K. Magnússonar ekki eitthvað miklu meira en bara það að hér sé tilvonandi stórriddari Helgi Tómasson að kíkja út um glugga? AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.