Morgunblaðið - 16.05.2007, Page 12

Morgunblaðið - 16.05.2007, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝR þingflokkur Frjálslynda flokksins kom saman í fyrsta skiptið í gær. „Það var engin umræða um þingflokksformann,“ sagði Jón Magnússon, nýr þingmaður Frjálslynda flokksins, þegar Morgunblaðið spurði frétta af fund- inum. Að sögn Jóns voru þeir félagar að fara yfir stöðu mála og úrslit kosninganna. Spurður um hug Frjáls- lyndra til stjórnarsamstarfs kvað Jón allt vera í bið- stöðu meðan framsóknarmenn gerðu upp hug sinn um það hvernig flokkur þeir vildu vera. Guðjón Arnar með fullt umboð þingflokksins Jón sagði þá félaga ekki hafa rætt neitt um hugs- anlegt stjórnarsamstarf eða samstarfsaðila í stjórn. Hins vegar hefði formaðurinn fullt umboð þingflokks- ins til þess að ræða við hvern þann sem hann metur far- sælt að ræða við. Formaður muni svo gera tillögu að þingflokksformanni þegar það verður tímabært. Þingflokkur frjálslyndra er skipaður fjórum þing- mönnum, þeim Guðjóni Arnari Kristjánssyni og Kristni H. Gunnarssyni og tveimur nýliðum, Jóni Magnússyni og Grétari Mar Jónssyni. Ekki alveg ókunnur þingstörfum Jón Magnússon er að koma nýr inn á þing fyrir Frjálslynda flokkinn. Hann er þó ekki ókunnur þing- störfum eða pólitíkinni. Jón var um tíma varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og tók sæti á Alþingi alls fimm sinnum frá 1984 til 1988. Jóni líst bara vel á að fara á þing aftur. „Við verðum þarna saman gömlu jálkarnir,“ sagði Jón um sig og gamlan samherja á þingi, Ellert B. Schram. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fóru yfir stöðu mála og úrslitin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.