Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                          !"#$ %                 + ,- ( . $ ( ,- * /'0    )  $1   & '( %) * +,-.'( % ()'( %  )/ , -/0! % ,1+,-.'( 11*2,+,-.'( !3+,-.'( +  ,41 '( 5($ 1 .(6 78  9-.: 741 '( 341 8 '( , '(  )!' '( # ,--,;-,<,=!>=,(4'( ?-,'(      $@  '( ! 7+,-.'( A)  ,+,-.5  7'( A)  )+,-.'( B',> '( % "C '( ",C77 7 < 2< '( D  - 2< '(   !" # = -,(6 7#-<-, *(    #$ % 5+, '( 5. <>'( & " ' )                                                      5 ,; * <1 . 7  " 4< 17E 9-.#   & &   & & F&  FF    F  & & &   & & F FF &    && ; &F       F & & ;    &   ;    & ;  && ; ; &G  G G G G  G G &FG  F G &G G G  G &G G G G G &GF G& G &G  GF GF & G  G& GF G &FG  FFG &G  G  G &G G G& FG G &G G G D <1 . 1,H- %"5I% '-7-,  !>2  * <1 .  F &&   & & &   ;   F ;  ;  ;  ; ; 7  7 * <1*,<                                                                F     &      TILKYNNT verður í dag um ákvörð- un stýrivaxta hjá Seðlabanka Íslands. Því er almennt spáð að Seðlabankinn haldi vöxtunum óbreyttum í 14,25%. Í mars tilkynnti bankinn að að vextirnir yrðu óbreyttir fram að síð- asta ársfjórðungi ef verðbólguspá hans gengi eftir og þá yrði farið að huga að lækkun sem gæti farið niður í 6% í lok árs 2009. Í raun má telja ólíklegt að Seðla- bankinn lækki stýrivexti sína í dag. Aukinn verðbólguþrýstingur er í hag- kerfinu, verðbólgan í maí mældist mun meiri en spár gerðu ráð fyrir og því hæpið að markmið Seðlabankans um að ná verðbólgunni niður í 2,5% á árinu náist. Lækkun í nóvember? Þetta virðist vera almennt álit greiningardeilda bankanna en Grein- ingardeild Kaupþings telur jafnframt líklegt að lækkun stýrivaxta verði dregin um tvo mánuði hefjist ekki fyrr en í nóvember í stað september og fari þá niður um 0,25%-0,5%. Er það mat rökstutt með vísbendingum um aukna einkaneyslu, hækkandi húsnæðisverð, aukna kortaveltu milli mánaða og almennt háar væntingar neytenda. Í sama streng tekur grein- ingardeild Landsbankans og en þar kemur fram að allir átta aðilar sem Bloomberg leitaði til spá óbreyttum stýrivöxtum þar sem nýjustu vís- bendingar um þróun efnahagsmála séu óhagstæðari en búast mátti við þó gera megi ráð fyrir miklum viðsnún- ingi á vöruskiptajöfnuði á næstu mán- uðum. Í Evrópu virðist hins vegar annað uppi á teningnum en almennt er talið að stýrivextir í Bretlandi og hjá Evr- ópska seðlabankanum hækki. Í Morg- unkorni Glitnis kemur fram að líklegt þyki að Seðlabanki Evrópu tilkynni hækkun stýrivaxta í 4% í júní. Verð- bólgan í Bretlandi fór yfir það mark sem breski seðlabankinn setti sér og því er búist við að hann tilkynni um hækkun stýrivaxta í dag að því er fram kemur á vef Bloomberg. Banda- ríski Seðlabankinn lækkaði ekki vexti í síðustu viku heldur hélt þeim óbreyttum í 5,25% vegna vísbendinga um undirliggjandi verðbólgu. Lækkun stýrivaxta í dag talin ólíkleg Í HNOTSKURN »Almenn skoðun greining-ardeilda er að stýrivextir muni haldast óbreyttir í 14,25% og verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. »Talið að verðbólguþrýst-ingur og það að 2,5% verð- bólgumarkmið Seðlabankans náist ekki á árinu dragi úr lík- um á lækkun. »Hækkanir á stýrivöxtumtaldar líklegar í Bretlandi og hjá Seðlabanka Evrópu. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is ● REUTERS Group, sem stendur að fréttaveitunni Reuters, hefur sam- þykkt yfirtökutilboð kanadíska útgáfu- félagsins Thomson en við það verður til ein stærsta fjár- málafréttaveita heims, með svip- aða hlutdeild á því sviði og banda- ríska fréttaþjón- ustan Bloomberg. Sameinuð frétta- veita mun bera nafnið Thomson- Reuters og verða skráð í kauphöll- inni í London og Torontó í Kanada. Yfirtökutilboð Thomson í Reuters er metið á um 8,7 milljarða breskra punda, eða tæplega 1.100 milljarða íslenskra króna. Á fréttavef BBC er gert ráð fyrir að sparnaður við sam- runa félaganna muni nema um 250 milljónum punda á ári. Yfirtakan er háð samþykki samkeppnisyfirvalda. Reuters hefur í um 150 ár verið ein helsta óháða fréttaveitan í heiminum. Robert Preston, viðskiptaritstjóri BBC, segir að það verði núliðin tíð. Er haft eftir honum að til þessa hafi sjálf- stæði Reuters verið tryggt þannig að enginn hafi getað átt meira en 15% hlut í félaginu. Thomson-fjölskyldan eignist 53% hlut í sameinuðu fyrirtæki og sjálfstæði fréttaþjónustunnar því ekki tryggt lengur. Reuters samþykkir yfirtökutilboð Tom Glocer, for- stjóri Thomson- Reuters. ● SAMKVÆMT upplýsingum frá upp- lýsingatæknifyrirtækinu Anza, sem er í eigu Símans, gekk rekstur þess vel á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem og hjá dótturfélaginu Sirius IT. Tekjur fé- lagsins námu 1.560 milljónum króna, samanborið við 211 milljónir árið áð- ur, sem er sexföldun milli ára. Mestu munar um tekjur frá Sirius IT, en nú er svo komið að 84% af tekjum félagsins koma erlendis frá. Tekjur Anza hér á landi námu 242 milljónum króna og aukast um 15% á milli ára. Rekstr- arhagnaður án afskrifta og fjármagns- kostnaðar, EBITDA, nam alls 144 milljónum og hagnaður eftir skatta var 70 milljónir. Sirius IT sexfaldaði tekjurnar hjá Anza ● ICEBANK hf. hagnaðist um 1.798 milljónir króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2007 borið saman við 473 milljónir samkvæmt innanhúss- uppgjöri fyrir sama tímabil í fyrra. Í til- kynningu frá bankanum er hækkunin sögð samsvara 280% og þreföldun hagnaðar á hlut. Arðsemi eigin fjár á ársfjórð- ungnum nam 55,7% miðað við heilt ár í samanburði við 31,7% á sama tíma í fyrra og nam virðisrýrnun út- lána um 14 milljónum króna. Heildareignir bankans námu um 116 milljörðum í lok ársfjórðungsins og höfðu þá hækkað um þriðjung frá árslokum. Er þetta í fyrsta sinn sem bankinn birtir ársfjórðungsuppgjör og er birt- ing þess sögð liður í því að búa bank- ann undir skráningu í kauphöll. Icebank margfaldar hagnað milli ára GENGIÐ hefur verið frá sölu á öllu hlutafé í verktakafyrirtækinu Háfelli ehf. Eiður H. Haraldsson og fjöl- skylda, sem hafa rekið fyrirtækið frá árinu 1986, hafa selt allt sitt hlutafé til félags í eigu Skarphéðins Ómars- sonar og Jóhanns Gunnars Stefáns- sonar. Mun Eiður starfa áfram sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu en Skarp- héðinn hefur unnið með eigendum Háfells undanfarin ár. Jóhann Gunn- ar starfar sem framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins GKG. Haft er eftir Skarphéðni Ómars- syni, nýjum forstjóra Háfells, í til- kynningu frá fyrirtækjasviði KPMG, sem annaðist söluna, að stefnt sé að því að renna styrkari stoðum undir rekstur félagsins. Velta Háfells á þessu ári er áætluð á bilinu 1,4 til 1,5 milljarðar króna en veltan á síðasta ári nam 1,3 milljörðum króna. Hjá Háfelli starfa um 60 manns. Bora Héðinsfjarðargöng Fyrirtækið hefur starfað við fjöl- mörg verkefni á undanförnum árum, þeirra langstærst er nú gerð Héðins- fjarðarganga í samvinnu við tékk- neska fyrirtækið Metrostav. Meðal verkefna Háfells á undanförnum ár- um má nefna tvöföldun Reykjanes- brautar, færslu Hringbrautarinnar og endurgerð Sæbrautar. Skipt um eigend- ur hjá Háfelli NÝ Boeing 737-800 vél flugfélags- ins Primera Air fékk heið- ursmóttökur á flugvellinum á Azor- eyjum á dögunum er hún var í sínu fyrsta flugi fyrir ferðaskrifstofur Primera Group, sem eru í eigu Heimsferða. Var ferðinni svo haldið áfram til Svíþjóðar. Primera fær tvær nýjar vélar frá Boeing í þessum mánuði en fyrsta þotan, sem er þriggja ára gömul, var afhent í síðasta mánuði. Alls mun félagið fá fimm vélar í flug- rekstur sinn en ferðaskrifstofur Primera eru alls sjö talsins á Norð- urlöndunum. Ætlunin er að flytja 650 þúsund farþega á þessu ári og að veltan verði um 44 milljarðar króna. Flugfélagið JetX sér um allan flugrekstur fyrir Primera Air. Vél Primera Air fékk heiðursmóttökur ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar á Íslandi, OMXI15 náði sögulegu há- marki í gær þegar hún fór í fyrsta skipti yfir 8.000 stigin eftir að hafa hækkað um 1,2% og var lokagildi hennar 8.027 stig. Mesta hækkun varð á bréfum Eim- skipafélagsins eða um 4,1%, næst kom Exista með 2,2%. Mest lækkun var á gengi Atlantic Petroleum eða 0,6% og FL Group um 0,5%. Íslenska krónan hefur ekki verið jafn sterk síðan í mars í fyrra en í lok dags stóð gengisvísitala hennar í 115,6 stigum. OMXI15 yfir 8.000 FLUGMENN danska lágfargjalda- flugfélagsins Sterling Airlines hótuðu verkfalli í dag ef samningar milli þeirra og flugfélagsins næðust ekki en ágreiningur er um bæði laun og vakta- fyrirkomulag. Verði af verkfalli er hætta á að Sterling, sem er í eigu ís- lenskra fjárfesta í Northern Travel Holding, verði gjaldþrota. Sáttasemjari gæti þó náð að fresta verkfallinu um tvær vikur og þannig bjargað hvítasunnu- helginni hjá um 15.000 Dönum sem eiga bókað flug um helgina. Frestun verkfalls væri þó aðeins gálgafrestur fyrir félagið næðust samningar ekki á þeim tíma en Stef- an Vilner upplýsingafulltrúi Sterling, sagði í Berlingske Tidende á laugardaginn var, að flugfélagið þyldi verkfall í mesta lagi í tvo daga. Hver dagur kostaði um 15–20 millj- ónir danskra króna auk þess skaða sem ímynd félagsins yrði fyrir. Sterling ætti enga varasjóði þar sem nú fyrst hefði verið að nást meðbyr í rekstrinum. Verkfall ógnar rekstri Sterling Sterling Verkfall vofir yfir félaginu. ICELANDAIR tapaði rúmlega 1,2 milljörðum króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs sem er mun verri afkoma en á sama tímabili síðasta árs þegar félagið tapaði um 588 milljónum króna. Jón Karl Ólafs- son, forstjóri Ice- landair Group, segir í tilkynningu að afkoman sé í samræmi við áætlanir félagsins sem geri ráð fyrir hagnaði á þessu ári og betri afkomu en í fyrra. Starfsemin einkennist af árstíðasveiflum og afkoma fyrsta árs- fjórðungs sé jafnan neikvæð. Ætlunin sé að stækka mikið á árinu og fyr- irhugaðar miklar fjárfestingar á fyrri hluta árs, í vexti bæði áætlunarflugs Icelandair og leiguflugi. Aukinn kostnaður hafi hlotist af innleiðingu flugvéla og þjálfun starfsmanna. Auk þess gæti neikvæðra gengisáhrifa á ársfjórðungnum sem og jákvæðra áhrifa vegna söluhagnaðar í flugvéla- viðskiptum. Heildartekjur Icelandair voru 11,9 milljarðar króna og höfðu aukist um 24% frá sama tíma í fyrra. Í lok fyrsta ársfjórðungs voru eignir um 76 milljarðar króna, og eiginfjár- hlutfall 32%. Handbært fé frá rekstri var 686 milljónir króna nær þriðjungi minna en á sama tímabili síðasta árs er handbært fé nam 979 milljónum. Verri af- koma Icelandair Tap eftir skatta 1,2 milljarðar Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair sigrunrosa@mbl.is Uppgjör Icelandair Group HAGVÖXTUR í Þýskalandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam 0,5%, sem þýðir að það var 3,3% hagvöxtur í landinu síðast- liðna tólf mánuði. Hagvöxturinn á tímabilinu frá janúar til mars á þessu ári var minni en á síðustu þremur mánuðum þar á undan en þá var hann 1,0%. Engu að síður er hagvöxturinn meiri en spár gerðu ráð fyrir, samkvæmt frétt BBC- fréttastofunnar. Fjárfestingar í Þýskalandi eru meginskýringin á hagvextinum í landinu. Hagvöxturinn í Þýskalandi 3,3% ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.