Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H vernig ætli standi á því að hér á landi hefur aldrei orðið til hefð fyrir minni- hlutastjórnum? Þess í stað er allt kapp lagt á að mynda svokallaða „sterka“ stjórn, það er að segja, stjórn sem hefur slíkan afls- mun á þingi að hún getur virt minni- hlutann gersamlega að vettugi og farið sínu fram. Eitt af því sem er vont við að hafa svona „sterkar“ stjórnir, er að þing- ræðið, sem svo á að heita að ríki hér, verður að engu. Það verður ekki þingið sem ræður heldur einfaldlega ríkisstjórnin. Afleiðing af því er síðan það sem kom í ljós í aðdraganda nýafstað- inna kosninga og í kjölfar þeirra, það er að segja stjórnarandstaða sem er orðin svo full af reiði eftir að hafa árum saman verið tilgangslaus á þingi að hún er ekki viðræðuhæf þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Það er kannski ekki nema eðlilegt að hugmynd VG um minni- hlutastjórn með stuðningi Fram- sóknar hafi fallið í grýttan jarðveg hjá framámönnum í Framsókn- arflokknum eftir öll hnjóðsyrðin sem leiðtogar VG hafa í vanmátt- arreiði sinni látið falla undanfarið. Samt er hugmyndin sjálf um minnihlutastjórn að mörgu leyti góð. Ekki síst vegna þess að minni- hlutastjórn verður því einungis starfhæf að þingheimur leggist meira og minna á eitt. Stjórnsæknir flokkar, eins og allir íslensku flokk- arnir eru sagðir vera, eru ekki heppilegt umhverfi fyrir minni- hlutastjórn. Hún fær ekki þrifist ef það er meginmarkmið þeirra flokka sem ekki eiga aðild að henni að fella hana. Þannig má kannski segja að minnihlutastjórn sé ágætis æfing í þingræði og eiginlegu lýðræði þar sem allar raddir fá að heyrast og taka verður tillit til sjónarmiða sem stangast á við manns eigin. Ef til vill má því bæta við, að það sé til marks um lýðræðislegan þroska þegar hefð verður fyrir minnihlutastjórn- um. Íslendingar eiga þar nokkuð í land, en frændur okkar á Norð- urlöndum og ýmsum öðrum ná- grannaríkjum hafa náð þessum þroska. Hér gengur ennþá allt út á að fá að ráða öllu, eins og er háttur barna. Þetta kom kannski hvað ber- legast í ljós í ofstækiskenndum mál- flutningi stjórnarandstöðunnar fyr- ir kosningarnar um að markmið númer eitt til tíu væri að fella stjórnina. Hugmyndin um að nauðsynlegt sé að mynda „sterka“ stjórn felur í sér að stjórnin hafi svo afgerandi meirihluta að hún sé ónæm fyrir skeytum stjórnarandstöðunnar. Það er reyndar ekkert undarlegt að ein- blínt sé á þessa leið þegar haft er í huga að stjórnarandstaðan hefur alltaf komið fram eins og rík- isstjórnin sé andstæðingur sem þurfi að hafa undir. Aftur á móti hefur „sterka“ stjórnin komið fram við stjórn- arandstöðuna eins og uppreisn- argjarnan ungling sem ekkert mark er takandi á, og það er ekki heldur til þess fallið að auka lýðræðisþrosk- ann. En í ljósi þess að stjórnarand- staðan hefur einmitt látið eins og uppreisnargjarn unglingur er kannski ekki að undra að svona sé komið. Þessi vítahringur verður vart rof- inn í einni svipan. Þess er líklegt langt að bíða að íslenskt lýðræði nái þeim þroska sem líklega er nauð- synlegur til að minnihlutastjórnir frái þrifist. En kannski voru úrslit kosninganna núna eins ákjósanleg og hægt var að hugsa sér til að fyrsta skrefið verði tekið. Ef við göngum nú út frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn haldi áfram stjórnarsamstarfinu með sinn eina mann í meirihluta verður sú stjórn engu að síður minnihlutastjórn vegna þess að flokkarnir fengu til samans innan við helming atkvæða. Það er þess vegna ekki alveg svo einfalt að stjórnin hafi einfaldlega haldið velli. Í vissum skilningi gerði hún það, en í öðrum gerði hún það ekki. Það væri óeðlilegt að ný stjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna tæki ekki með í reikninginn að hún starfar í umboði minnihluta kjós- enda. Það má segja að ráðherrum nýrrar stjórnar beri siðferðisleg skylda til að gleyma ekki þeirri stað- reynd, og taka tillit til hennar. Hvernig gera þeir það með áþreifanlegum hætti? Jú, með því að koma ekki fram við stjórnarand- stöðuna eins og hún skipti engu máli. Nýi „meirihlutinn“ á þingi varð til vegna þess hvernig kosn- ingakerfið virkar, ekki vegna þess að meirihluti kjósenda greiddi hon- um atkvæði. Frá sjónarhorni þeirra sem leggja ofuráherslu á „sterka“ stjórn hljómar þetta auðvitað fáránlega og barnalega. Mikilvægi þess að stjórnin geti viðhaldið efnahags- legum stöðugleika hlýtur, að þeirra mati, að vega þyngra en einhver óljós siðferðisskylda. Ekki síst þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut, hann hefur jú alltaf verið „vöðva- flokkur“ sem vill láta verkin tala fremur en vitsmunina. Og þá má stjórnin ekki fara sjálfviljug að ganga hölt. En um leið verður stjórnarand- staðan, sem í vissum skilningi er í minnihluta en í öðrum skilningi í meirihluta, að sitja á sér og veita nýrri stjórn svigrúm. Það verður þó að segjast eins og er að það er ekki beint útlit fyrir að leiðtogar Sam- fylkingar og VG ætli að lækka í sér rostann, ef marka má „stórmann- legt“ tilboð formanns VG til for- manns Framsóknar um tækifæri til að biðja sig afsökunar. Það verður að segjast eins og er, að þetta uppá- tæki VG-formannsins er eitthvað það ótrúlegasta sem sést hefur í ís- lenskri pólitík lengi, og hefur þó aldrei verið beint skortur á steig- urlætinu þar. Hugmyndin um minnihlutastjórn, sem í sjálfu sér er allrar virðingar verð, kallar kannski fyrst og fremst á breyttar hugmyndir um hvað í því felst að vera í stjórnarandstöðu. Ef sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynda núna „minnihlutastjórn“ fá VG og Samfylking sögulegt tæki- færi til að skilgreina hlutverk stjórnarandstöðunnar upp á nýtt. Í minni- hluta » Stjórnsæknir flokkar, eins og allir íslenskuflokkarnir eru sagðir vera, eru ekki heppilegt umhverfi fyrir minnihlutastjórn. Hún fær ekki þrifist ef það er meginmarkmið þeirra flokka sem ekki eiga aðild að henni að fella hana. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is NÚ AÐ loknum kosningum langar mig að koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn í kosn- ingabaráttu Samfylk- ingarinnar í Suðvest- urkjördæmi, stuðningsmanna og kjósenda. Samfylk- ingin fékk næstbestu útkomu í sögu jafn- aðarmannahreyfingar hér á landi og í Suð- vesturkjördæmi hélt flokkurinn þingstyrk sínum, en vissulega sóttumst við eftir því að auka við þingmannatöluna. Samfylkingin spilaði til sigurs, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar. Við jafn- aðarmenn lögðum okkar mál fram af alúð, þar var ekkert und- andregið – við erum jöfn og frjáls og töluðum fyrir okkar málum, málum jafnaðarmanna, af ábyrgð og festu. Okkar fimmti maður í Suðvest- urkjördæmi, Guðmundur Stein- grímsson, sat í baráttusætinu. Kosninganóttin var gífurlega spennandi, Guðmundur var inni lengi framan af, en lokatölur urðu aðrar, 28,4% og 4 þingmenn hér í Kraganum. Björtu hliðarnar eru að flokkurinn er sigurvegari kosn- ingabaráttunnar. Skoðanakannanir sýndu okkur fyrir um 6 vikum síð- an með um 17% fylgi hér í Krag- anum. Það var gott til þess að vita hversu öflugir okkar stuðn- ingsmenn voru á loka- dögunum og verulega gaman allan tímann hjá okkur í Samfylk- ingunni – það var unnið markvisst í kosningaslagnum. Þeir sem bæta við sig fylgi eru sigurveg- arar hverju sinni, þótt flokkar nái ekki alltaf markmiðum sínum. Lýðræðið spyr ekki um atkvæðamagnið, heldur aðeins um niðurstöðuna. Ég vil nota tæki- færið fyrir hönd okkar í Samfylk- ingunni í Suðvesturkjördæmi og óska sigurvegurunum til hamingju með sinn árangur. Þakka ég öllum frambjóðendum annarra framboða og stuðningsfólki þeirra fyrir drengilega og heiðarlega baráttu. Þakka ber einnig fjölmiðlum fyrir þeirra þátt, en án þeirra yrði að- dragandi að kosningum og upplýs- ingar til kjósenda með allt öðrum hætti en raun ber vitni. Ég sjálfur vil nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem hafa hvatt mig áfram til góðra verka og um leið gefið mér kraft og tækifæri til að vinna í samstarfi við fjölmarga um farsælar niðurstöður – það skiptir miklu að láta verkin tala en vera stöðugt á vaktinni, hlusta, leita ráða og endurmeta. Við landsmenn þekkjum það, við viljum samráð og sátt. Þá þakka ég þann hlýhug og stuðning sem mér hefur verið sýndur af fjölmörgum á erfiðum tímum fyrir mig og mína aðstand- endur í miðri kosningabaráttu. Við í Samfylkingunni erum alltaf tilbúin í þau metnaðarfullu verk- efni, stór sem smá, sem liggja fyr- ir og þau verkefni sem jafn- aðarmenn setja á dagskrá – við göngum óhrædd til leiks hér eftir sem endranær. Jafnaðarmenn munu leggja sitt af mörkum til að auka lífsgæði á Íslandi – það eiga allir að vera með. Þakkir að loknum kosningum Gunnar Svavarsson skrifar að loknum alþingiskosningum »Komið er á framfæriþökkum til allra sem lögðu hönd á plóginn í kosningabaráttu Sam- fylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi, stuðn- ingsmanna og kjósenda. Gunnar Svavarsson Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. „ÍSLANDSHREYFINGIN á enga framtíð“ fullyrðir ritstjóri Morgunblaðsins í fyrsta leiðara sínum eftir kosningar. Þennan dauðadóm fellir hann eftir að hafa varið kröftum sínum síð- ustu daga fyrir kosn- ingar í Staksteinakast að Íslandshreyfing- unni, lítilmagnanum sem í könnunum Morgunblaðs mældist varla og var hvergi einu sinni sýnilegur í grafískri forsíðumynd Morgunblaðsins á kjördag um skiptingu pólitísku kökunnar. Auðvitað var hér um markvissan hræðslu- áróður að ræða, sem beint var að þeim sem hugnaðist áherslur Ís- landshreyfingarinnar en ekki sú tilhugsun að atkvæði þeirra kynnu að falla „dauð“. Morgunblaðið skil- greindi sig til skamms tíma sem blað allra landsmanna, en engum dylst þó hollustan við Sjálfstæð- isflokkinn þegar dregur að kosn- ingum. Framganga ritstjóra Morg- unblaðsins þjónaði tilgangi sínum. Vafalítið hefði hreyfingin rofið 5% múrinn hefði ekki komið til mark- viss hræðsluáróður í bland við daglegar „mælingar“ sem í til- fellum sumra flokka sveifluðust á milli 7% og 14% en héldu Íslands- hreyfingunni ávallt við neðstu mörk, töluvert lægri en raun bar vitni. Fullyrðingar í Morgunblaðsleið- ara um framtíð hinnar nýju Ís- landshreyfingar hljóta að vera þeim þúsundum Íslendinga sem kusu hreyfinguna nokkurt um- hugsunarefni. Jafnframt vekur fullyrðingin okkur til hugsunar um þá innmúruðu og innvígðu hollustu alla við „málstaðinn“ sem aldrei mun gleymast. Er samt ekki lík- legt að Staksteinakasti muni nú senn linna og við taka mjúkur mosinn í Hádegismóanum? Í víðara samhengi ber þó að þakka ritstjóranum fyrrnefnt framlag sitt, því það beinir kast- ljósum að núgildandi leikreglum lýðræðisins: 1) Er kröfum samtímans um jafnræði og skilvirkt lýðræði full- nægt með núgildandi kosn- ingalögum, þ.m.t. gríðarlegum fjár- framlögum af al- mannafé til þeirra framboða sem fyrir eru? 2) Þjónar það e.t.v. fyrst og fremst hags- munum þeirra sem fyrir sitja og ákváðu nýverið 5% þröskuld- inn fræga, að rödd til- tekins hóps sem jafn- vel hefur að baki sér allt að 8.000 atkvæði skuli ekki eignast full- trúa á þingi? Þurfum við meira en helmingi hærri þröskuld en t.a.m. Danir, og þá hvers vegna? 3) Þjónar það lýðræðinu að við- hafa í fjölmiðlum – fram á síðasta dag – mælingar og skoðanakann- anir á fylgi flokka, í bland við hræðsluáróður um „dauð“ atkvæði allt að 8.000 kjósenda? Er það hugsanlega skoðanamyndandi úr hófi fram og meginástæða þess að víða um heim eru opinberar mæl- ingar af þessu tagi bannaðar í 1–2 vikur fyrir kosningar? 4) Fjölmiðlalög eru enn óaf- greitt mál. Fjórða valdið er rétt- nefni yfir fjölmiðla. Því valdi fylgir einnig ábyrgð, einkum þegar sjálft lýðræðið og meðferð þess er til umfjöllunar. Hefur hugtakið ábyrgð verið einkennandi þáttur í þessu sam- hengi? Er það t.a.m. ábyrg fram- ganga af hálfu fjórða valdsins, að hefja skoðanamyndandi frambjóð- enda- og málefnakynningu í kosn- ingasjónvarpi á landsvísu, 6 vikum fyrir kosningar, þegar skilafrestur framboðslista er skv. gildandi lög- um 2 vikur fyrir kosningar? 5) Umræðan um það ruglings- lega jöfnunarkerfi og misvægi at- kvæða sem hér viðgengst er mik- ilvæg og á að vera forgangsmál á nýju þingi að færa til einfaldari og gegnsærri vegar. Núgildandi kjör- dæmaskipan og þröskuldafyr- irkomulag er okkur ekki sæmandi. Öll atkvæði skulu jafngild á Ís- landi. Um úrslit nýafstaðinna kosninga er svo þetta að segja: Títtnefndur 5% þröskuldur er heimatilbúinn vandi, kerfisgalli, sem nú kemur í koll og veldur því að hvorki stjórn né stjórnarandstaða ná meirihluta atkvæða. Með réttu ætti Íslands- hreyfingin 2 þingmenn miðað við sín 3,3% og stjórnarmynd- unarmöguleikar væru að því leyti fleiri. Það er hins vegar ekki sann- gjarnt af VG eða Samfylkingu að kenna Íslandshreyfingunni um brostnar stjórnarmyndunarvonir. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði áframhaldandi stjórnarsamstarfi við Alþýðuflokkinn 1995 á sömu forsendu og nú er skilgreind sem ásættanlegur meirihluti. Miðað við það einvalalið sem VG og Samfylking hafa á að skipa, þá gríðarlegu fjármuni sem þessir flokkar hafa haft til kosninga- herferða sinna, langan undirbún- ingstíma og ekki síst þær fjöl- mörgu ávirðingar á núverandi ríkisstjórn sem við blasa, er dap- urlegt að hlýða á málsvara þessara flokka benda á sjálfsprottna, ný- bakaða og fátæka grasrótarhreyf- ingu hugsjónafólksins í Íslands- hreyfingunni sem helstu ábyrgðarmenn þess að gömlu A- flokkarnir skuli enn þurfa að glíma í stjórnarandstöðu. Veldur hver á heldur. Framtíðarvandi eða fortíðar? Jakob Frímann Magnússon veltir fyrir sér réttmæti nýrra kosningalaga og 5% þröskuld- arreglunni » Fullyrðingar í Morg-unblaðsleiðara um framtíð hinnar nýju Ís- landshreyfingar hljóta að vera þeim þúsundum Íslendinga sem kusu hreyfinguna nokkurt umhugsunarefni. Jakob Frímann Magnússon Höfundur er einn stofnenda Íslands- hreyfingarinnar-lifandi lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.