Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 19 MENNING Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Krýsuvíkurkirkja Þar verður nýtt verk þeirra Matthíasar og Atla frumflutt. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LJÓÐSKÁLDIÐ Matthías Johann- essen og tónskáldið Atli Heimir Sveinsson hafa samið ljóð og lag sem frumflutt verða í sérstakri hátíð- armessu í Krýsuvíkurkirkju um hvítasunnuna. Tilefnið er 150 ára afmæli Krýsu- víkurkirkju og 10. ártíð Sveins Björnssonar, listmálara í Hafnarfirði, sem átti sér vinnustofu í Sveinshúsi í Krýsuvík, en það hýsir nú Sveins- safn. Jafnframt marka tímamótin 10 ára samband kristnihalds og lista á staðnum. Altaristaflan kemur með vorið Erlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður, sonur Sveins, er í for- svari fyrir aðstandendur Sveinssafns, sem er í samstarfi við Hafnarfjarðar kikju um endurreist kristnihald í Krýsuvíkurkirkju. Hún er ein af elstu timburkirkjum landsins og í eigu Þjóðminjasafnsins. Sveinn faðir hans var ötull baráttumaður fyrir því að messuhald yrði tekið þar upp að nýju eftir miðja 20. öld, þegar það hafði legið niðri um langt árabil. „Starfið okkar í Krýsuvík síðustu tíu ár er gegnheilt dæmi um nánd systranna trúar og listar,“ segir Er- lendur. „Það hefur þann ramma að faðir minn málaði altaristöflu fyrir kvikmynd sem ég gerði um hann og hún er hengd upp í vormessu í Krýsuvík og tekin niður í haust- messu. Við höfum starfrækt lista- safnið og haldið fjórar þemasýningar og kirkjugestir hafa verið boðsgestir á þeim.“ Ljóð Matthíasar heitir Munu ós- ánir akrar vaxa, og segir Erlendur það vera um óravíddir sköp- unarverksins og tímann frá upphafi þess í hvellinum mikla. Þetta sé ljóð um manninn í goðsögulegum heimi arfleifðarinnar. Hann segir tónlist Atla Heimis einfalda og látlausa og hæfa ljóðinu afar vel, en flytjendur verða Þorleifur Hauksson lesari, Ágúst Ólafsson söngvari, Hlín Er- lendsdóttir fiðluleikari, Björn Thor- oddsen gítarleikari og Guðmundur Sigurðsson organisti. En Atli lætur ekki staðar numið við ljóðið, heldur hefur hann af tilefn- inu gert nýja útsetningu að sálmi Páls Ísólfssonar við ljóð Matthíasar, að ósk Gunnþórs Ingasonar, auk þess að semja inngöngu- og útgöngu- tónlistina og altarisgöngutónlist. Það verða hátalarar fyrir utan fyrir þá sem ekki komast inn. Verk Atla og Matthíasar verður endurflutt í Sveinssafni í messukaffi. Leyndardómur smæðarinnar Það var Erlendur sem átti frum- kvæði að því að panta verkin hjá Matthíasi og Atla Heimi. Hann talar um „leyndardóm smæðarinnar“, spurður um braginn sem skapast hefur kringum kristni- haldið og listina í Krýsuvík. „Það myndast ákveðin stemning þegar fáir eru samankomnir. Kirkjan rúmar þrjátíu manns, en við höfum verið þar sextíu, þannig að hún hefur verið út- troðin og belgd. Það er sama sagan í Sveinssafni. Það er hæfilegt að vera með þrjátíu manns þar, en við höfum verið með sextíu manns í kirkjukaffi. Þetta er skemmtilegt. Það er tvennt sem einkennir þetta starf. Annars vegar er það þetta samspil trúar og listar, sem lýsir sér til dæmis í flandr- inu með altaristöfluna vor og haust, abstrakt altaristöflu sem búin var til fyrir kvikmynd og passar strangt til tekið ekkert inn í þessa kirkju, nema hvað Þjóðminjasafnið hefur haft þá víðsýni til að bera að taka hana inn. Hitt atriðið er einmitt nándin. Fólk er þétt upp við hvað annað og hljóð- færaleikararnir oní gestunum. Hljóð- færakosturinn ræðst af aðstæðum hverju sinni: harmónikka, fiðla, saxó- fónn, flautur og gítar. Gestabæk- urnar hafa líka gegnt sérstöku hlut- verki því í þeim fékk kirkjan málið. Hún talar við okkur gegnum þær. Það er mjög merkilegt að sjá hvernig fólk tjáir sig um kirkjuna á öllum heimsins tungumálum. Mér fannst tilefnið stórkostlegt þegar saman færi tíu ára afmæli þess starfs sem hefur byggst á jarðarför föður míns og temanu um dauða og upprisu, og 150 ára afmæli kirkjunnar sem stendur á kirkjustað sem við höfum heimildir um í kirkjuskrá Páls bisk- ups í Skálholti árið 1200. Sagan er sterk, eins og náttúran í Krýsuvík.“ Lag Atla Heimis við ljóð Matthíasar frumflutt í Krýsuvíkurkirkju á hvítasunnu Nánd systranna listar og trúar Tónskáldið Atli Heimir SveinssonLjóðskáldið Matthías Johannessen VORVINDAR IBBY á Íslandi, viðurkenningar fyrir gott framlag til barnamenningar, voru veittir sunnudaginn síð- astliðinn þremur aðilum: Borg- arbókasafni Reykjavíkur, Þor- gerði Jörundsdóttur og Örnólfi Thorlacius. Borgarbókasafnið þykir hafa starfað ötullega að því að glæða áhuga barna og unglinga á bókalestri. Þorgerður hlaut viðurkenningu sem nýliði á sviði barnabókagerð- ar, fyrir bækurnar Þverúlfs saga grimma og Mitt er betra en þitt. Örnólfur hlaut viðurkenningu fyr- ir vandaðar þýðingar á fræðibókum fyrir börn. Bókmenntir Þrír heiðraðir með Vorvindum IBBY Þorgerður Jörundsdóttir LISTMÁLARINN Baltasar Samper var útnefndur heið- urslistamaður Kópavogs á af- mælisdegi bæjarins, 11. maí. Baltasar er landsmönnum að góðu kunnur, hefur málað freskur fyrir kirkjur og kap- ellur og haldið fjölda mál- verkasýninga hér á landi og er- lendis. Baltasar hefur sótt mikinn innblástur í norræna goða- fræði í verkum sínum, gert andlitsmyndir og myndir af hestum. Baltasar fæddist í Barcelona árið 1938 og fluttist til Íslands 1963. Hann hefur búið í Kópavogi í 42 ár. Myndlist Baltasar Samper bæjarlistamaður Baltasar Samper AUSTFIRSKT tónlistarfólk mun standa að tónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöð- inni á Eskifirði á hvítasunnu- dag, sunnudaginn 27. maí. Þar mun austfirsk tónlist ráða ríkj- um. Tónleikarnir bera yfirskrift- ina „Austfirska söngbókin“ og verða á þeim flutt lög eftir Inga Tómas Lárusson, Svavar Benediktsson, Óðin G. Þór- arinsson og bræðurna Þorvald og Þorlák Frið- rikssyni. Haldnir verða tvennir tónleikar, að kvöldi hvítasunnudags kl. 20.30 og annan í hvíta- sunnu kl. 15. Tónleikar Austfirsk tónlist á hvítasunnu Ingi Tómas Lárusson RONI Horn hefur sett mark sitt á Ísland með svipuðum hætti og J.W. Turner setti á Feneyjar með mál- verkum sínum. Þessu heldur Brian Sholis, aðstoðarritstjóri lista- tímaritsins Artforum, fram í um- fjöllun sinni um Vatnasafn Roni Horn og yfirlitssýningu á verkum hennar í Hafnarhúsi, Oz. „Í huga mér mun ímynd landsins ávallt tengjast verkum Horn,“ segir Sholis. Það virki einnig öfugt, þ.e. að ímynd Horn muni alltaf tengjast Íslandi. Fyrirsögn umfjöllunar- innar er nokkuð skondin, Vatn í flösku, en þar vísar Sholis til jökul- vatnsfylltra glersúlna í innsetningu Horn í Vatnasafni. Sholis segir þann gjörning að varðveita ís úr jöklum í vatnsformi í glersúlum vera ögrandi, enda eigi hann að vera það. Með því sé verið að undirstrika að jöklar heimsins séu að bráðna. Horn vilji með Vatnasafni skrá kynni manna af landinu og hverjum öðrum. Sholis var í fríðu föruneyti þekktra, er- lendra sýningarstjóra, safnara og galleríeigenda. Ekki sé annað hægt en að dást að því hvernig Horn hafi búið til rými þar sem hægt sé að „grandskoða samband áhorfandans við útsýni og tengsl tilfinninga og framkvæmda“. Sholis segir sýn- inguna Oz vel samsetta og sýning- arstjórn þar til fyrirmyndar. Ímynd Ís- lands sam- ofin Horn Vatnasafnið í Artforum Lifðu, og leiktu aðra betur.Með þessum orðum laukleikritinu Cymbeline eftir Shakespeare í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi í uppsetningu breska leikhópsins Cheek by Jowl.    Ég veit ekki alveg við hverju varað búast en þessi boðskapur lagðist vel í mig. Hann kallaðist á við þá leikspeki sem Declan Don- nellan, annar forsprakka leikhóps- ins, lét hafa eftir sér í Morg- unblaðinu sl. föstudag að leiklist þyrfti að vera lifandi.    Og það var satt að segja hugg-unarríkt að sjá Donnellan lýsa því hvernig slæm leiksýning er sú allra versta upplifun sem hægt er að hugsa sér: „Það er merkilegt hvað tíminn verður afstæður í leik- húsinu ef leiksýning er leiðinleg. Ein klukkustund verður eins og vika og maður er hissa að vera ekki orðinn fúlskeggjaður í lok sýning- arinnar,“ sagði Donnellan. Hann viðurkenndi enn fremur að hann og Nick Ormerod, hinn stjórnandi hópsins, færu sjaldan í leikhús sjálf- ir, þeim þætti skemmtilegra að fara í bíó.    Þetta gaf fyrirheit um að leiksýn-ing þeirra yrði skemmtileg. Og það stóðst! Cymbeline er dásamlegt leikhús. Laust við þetta leikræna yfirlæti sem einkennir svo margar sýningar, laust við sirkusleg yf- irboð og auðvitað laust við yf- irgengilegan revíuleikinn íslenska.    Verkinu var einfaldlega komið tilskila á líflegan og oft húm- orískan hátt, af virðingu við text- ann og blessunarlega án einhverra stórkostlegra átaka. Þau ykkar sem stundum upplifið eilífðina í leikhúsi farið núna og upplifið andartakið. Eilífðin og andartakið MENNINGARVITINN Þröstur Helgason vitinn.blog.is „ÞETTA er bráðskemmtileg sýn- ing, töfrandi og heillandi. Þetta er svona sýning sem hreif bæði unga og aldna, fullorðna og börn, blanda af leikhúsi og sirkus. Ofsalega skemmtileg og ólík því sem við er- um vön hérna á Íslandi,“ sagði Magnús að lokinni sýningu. „Þetta er sirkus, galdrar og tón- list í góðum kokkteil, fransk- evrópskur blær yfir þessu.“ Magnús sagði engar sjónhverf- ingar hafa verið á ferð, meira leik- hústöfra. „Það voru hestar og hest- vagnar og svona, gert með leikhústöfrum. Þannig að þetta er einföld list leikarans og sirkuslista- mannanna sem nýtur sín þarna. Þetta var galdrað fram úr alls kon- ar dóti og drasli sem fékk líf á sviðinu. Mér fannst hún alveg ofsalega skemmtileg og frískandi. Þetta er svo ólíkt því sem við erum að gera hér á landi, svo ólíkt leikhúsinu hér. Sýningin var mjög falleg og hrífandi, ég fann það á gestum að þeir voru mjög hrifnir. Börnin ekki síst.“ Hvernig var? Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri fór á sýningu Les Kunz í gærkvöldi Magnús Geir Þórð- arson leikhússtjóri. Dagskráin í dag  Sýning um feril Helga Tóm- assonar Opnun í anddyri Borgarleikhúss kl. 19.  San Francisco-ballettinn Ballettar eftir Helga Tómasson 1. sýning í Borgarleikhúsinu kl. 20.  Les Kunz – trúðar og töfrandi tónlist 5. sýning í félagsheimilinu Valaskjálf kl. 20.  Cymbeline eftir William Shakespeare 2. sýning Cheek by Jowl í Þjóðleikhús- inu kl. 20.  Vakin er athygli á því að gagnrýni um viðburði Listahátíðar og annað efni um hátíðina, má finna á bloggi menningardeildar Morgunblaðsins: Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ................................. listir.blog.is www.listahatid.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.