Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavíkurflugvöllur | „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Ég tel að flugstöðin sé vel rekið fyr- irtæki með öfluga stjórnendur og gott og reynt starfsfólk,“ segir Linda B. Bents- dóttir, nýr stjórnarfor- maður Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. á Keflavíkur- flugvelli. Linda Björk Bentsdóttir er 42 ára lögfræð- ingur. Auk þess að sitja í ýms- um ráðum og nefndum hefur hún starfað sem lögmaður, sem for- stöðumaður hjá Frjálsa fjárfest- ingarbankanum hf. og er nú fram- kvæmdastjóri hjá Inn fjárfestingu ehf. og situr jafnframt í stjórn fjárfestingarbankans Askar Capi- tal hf. Linda segir að reynsla úr öllum þessum störfum nýtist sér vel í starfi sem formanni stjórnar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Unnið að greiningu þarfa Linda segist vera að setja sig inn í verkefnin fyrir fyrsta stjórn- arfundinn sem verður 30. maí næstkomandi. Miklar fram- kvæmdir hafa verið við stækkun flugstöðvarinnar á síðustu árum og er þeim að mestu lokið, þó ekki alveg. Hún telur að vel hafi tekist til við þessar framkvæmdir. Linda segir að uppbyggingunni ljúki í rauninni aldrei. Útlit sé fyr- ir að farþegum haldi áfram að fjölga í Leifsstöð og fleiri og stærri flugvélar komi, þannig að áfram þurfi að halda við stækkun flugstöðvarinnar á næstu árum og þar með fjölgun hliða og stækkun flughlaða. Engar veigamiklar ákvarðanir hafi þó verið teknar um það. Hún segir stöðugt unnið að greiningu þarfa notenda stöðv- arinnar til að undirbúa næstu skref. Sem dæmi um verkefni á næst- unni nefnir hún að Icelandair hafi gengið frá kaupum á stærri flug- vélum, svokölluðum „Dream lin- er“, en þær séu með meira væng- haf og þurfi stærri flughlöð við flugstöðina. Komum flugvéla fjölgi og það kalli á fjölgun flughlaða. Eftir sé að ákveða hvernig þeim verði komið fyrir. Einnig er unnið að endurskipu- lagningu umhverfis flugstöðina og fjölgun bílastæða. Linda segir að ýmis tækifæri hafi skapast við brottför varnarliðsins sem kunni að gefa flugstöðinni meira oln- bogarými. Miklar breytingar hafa orðið á tilhögun verslunar í flugstöðinni. Verslunar- og þjónustupláss hefur verið aukið og einkarekin verslun- arfyrirtæki tekið við stórum hluta verslunarinnar. Fríhöfnin er enn með nokkra vöruflokka en Linda segir áfram stefnt að því að koma versluninni sem mest á hendur einkafyrirtækja. Tvær konur í stjórn Linda tók við stjórnarfor- mennsku af Gísla Guðmundssyni á aðalfundi félagsins í lok apríl. Það er utanríkisráðherra sem tilnefnir stjórnarmenn. Tvær konur eru nú í stjórn félagsins því Magnea Guð- mundsdóttir kynningarstjóri hjá Bláa lóninu var einnig kjörin í stjórn. Með þeim í stjórn eru Ell- ert Eiríksson varaformaður, Jak- ob Hrafnsson og Eysteinn Jóns- son. Linda B. Bentsdóttir er nýr formaður stjórnar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Halda þarf áfram uppbygg- ingu flugstöðvarinnar Flugið Talin er þörf á að halda áfram við stækkun og lagfæringar á flugstöðinni vegna fjölgunar farþega og stækkunar flugvéla. Í HNOTSKURN »Linda Björk Bentsdóttir,stjórnarformaður Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. er 42 ára og býr í Kópavogi. Hún lauk kandidatsprófi í lögfræði 1992 og prófi í verðbréfa- viðskiptum 1995. »Hún er framkvæmdastjórihjá Inn Fjárfestingu ehf. og situr í stjórn fjárfestingarbank- ans Askar Capital hf. »Áður starfaði hún sem lög-maður og sem for- stöðumaður og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum hf.Linda B. Bentsdóttir Grindavík | Grindavíkurbær og Salt- fisksetrið bjóða upp á þjóðháttakynningu með leiðsögumönnum Reykjaness og verð- ur fyrsta kynningin um vermennsku næst- komandi laugardag. Kynningin hefst í Saltfisksetrinu klukk- an 11 með erindi og myndasýningu um vermennsku frá fyrri tíð og sýningin skoð- uð. Eftir hádegið verður farið að Sela- töngum, rölt um svæðið með leiðsögn og minjar skoðaðar. Loks verður boðið upp á göngu þaðan og að Ísólfsskála, eftir gam- alli skreiðarleið um hraunið. Vermennska kynnt í Grindavík Reykjanesbær | Yfir 400 ungir sundmenn tóku þátt í Sparisjóðsmótinu sem sund- deild Keflavíkur og sunddeild Njarðvíkur héldu um helgina undir merkjum ÍRB. Þátttakendur komu frá ellefu félögum, úr öllum landshlutum. Verðlaun voru veitt í Vatnaveröldinni að viðstöddum fjölda gesta. Afhentir voru fjórir bikarar fyrir stigahæstu sund. Þeir komu í hlut sundfólks úr Reykjanesbæ. Þau eru Soffía Klemensdóttir, Hermann Bjarki Níelsson, Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir Már Jónsson. Gestirnir gistu í Holtaskóla og var ým- islegt gert til skemmtunar á meðan á sundmótinu stóð. Boðið upp á kvikmynda- sýningu og Heiða í Unun tók lagið á laug- arbakkanum fyrir þátttakendur og gesti. Yfir 400 ungir sundmenn keppa URRIÐAHOLT ehf. hefur gert sam- komulag við Golfklúbbinn Odd á Urr- iðavelli um að fyrstu íbúar hverfisins fái aðgang að golfklúbbnum ef þeir óska þess. Jafnframt fá þeir inntökugjald í golf- klúbbinn fellt niður. Í samkomulaginu felst einnig að Urr- iðaholt ehf. mun vinna með golfklúbbnum Odda að sameiginlegum framtíðarhags- munum Urriðavallar og útivistarsvæðisins í Urriðavatnsdölum. „Þeir íbúar í Urriðaholti sem ekki hafa fengið golfbakteríuna fá tækifæri til að komast í kynni við hana, þótt þeir gangi ekki í golfklúbbinn Odda. Í samkomulag- inu er íbúum Urriðaholts boðið að fá frían aðgang að æfingavellinum Ljúflingi, sem er við hlið Urriðavallar,“ segir í frétta- tilkynningu. Samningur Jón Pálmi Guðmundsson, og Páll Kristjánsson handsala samkomulagið. Íbúar í Urr- iðaholti fá að- gang að Oddi KRÓNAN færir ört út kvíarnar um þessar mundir. Ekki er langt síðan ný verslun var opnuð í Mos- fellsbæ og verslanir á Akranesi og Bíldshöfða fylgdu í kjölfarið. Í sumar verður Krónuverslun opnuð við Fiskislóð í Örfirisey og svo verður hafist handa við að koma búð í Lindahverfi í Kópavogi á laggirnar. „Þetta er ný kynslóð Krónu- verslana, lágvöruverðsverslanir framtíðarinnar,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krón- unnar. Nýju verslanirnar eru stærri og rúmmeiri en þær eldri. Að sögn Kristins verður verslunin við Fiskislóð um 2.000 fermetrar eða ámóta stór og búðin í Mosfellsbæ. „Það verður samt mun hærra til lofts og svo erum við að kanna möguleika á ýmsum nýjungum sem of snemmt er að gera nánari grein fyrir að svo stöddu.“ Kristinn segir að staðsetningin skipti miklu máli og miðað sé við að Krónuverslanir séu við helstu sam- gönguæðar auk þess sem áhersla sé lögð á næg bílastæði. Hann seg- ir að stærri verslanir séu hag- kvæmari í rekstri, þær auðveldi innkaup og auki líka möguleika á auknu vöruúrvali. „Við leggjum áherslu á fersk- leika og hollustu og sérstaka áherslu á lífrænt ræktaðar vörur, bökuð brauð á staðnum og kjöt- borð með fjölbreyttum vörum,“ segir Kristinn. Hann bætir við að vöruvalið sé sniðið að þörfum nú- tímafólks og allar merkingar raf- rænar. „Fólk vill meiri gæði og meiri hollustu og við bregðumst við með því að bjóða góðar vörur á samkeppnishæfu verði.“ Ný kynslóð lágvöruverðsverslana Krónan opnar um 2.000 fermetra verslun við Fiskislóð í Örfirisey í sumar Ný verslun Krónan opnar um 2.000 fm búð við Fiskislóð í sumar og verður boðið upp á um 7.000 vörunúmer, en eins og í öðrum nýjum Krónuverslunum verður m.a. hægt að kaupa heitan mat í hádeginu og á kvöldin. Í HNOTSKURN » Fyrstu Krónuversl-anirnar voru opnaðar í árslok árið 2000. » Krónan er nú á átta stöð-um og stefnt er að því að verslanirnar verði 10-12 inn- an skamms, en næst verður opnað við Fiskislóð og svo í Lindahverfi í Kópavogi. » Krónan er með um 7.000vörunúmer í nýju versl- ununum. Morgunblaðið/G.Rúnar Úrval Í nýju verslununum er lögð áhersla á ferskleika, hollustu og úrval ávaxta og grænmetis. Sérstök áhersla er á lífrænt ræktaðar vörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.