Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 26
Eftir Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur Helgi Tómasson ball-ettdansari heimsóttiæskustöðvar sínar íVestmannaeyjum. Með í för var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Marlene Tómasson eiginkona Helga og Kristinn og Erik synir þeirra. Helgi er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum til sjö ára aldurs. Var hann að koma til Vestmannaeyja í fyrsta skipti frá því hann fór héðan barn að aldri. Heimsóknin var í tengslum við opnun sýningarinnar, Sjóræn- ingjar og kristnir þrælar – ferðir og örlög fórnarlamba Tyrkjaráns- ins í Vélasal Listaskóla Vest- mannaeyja. Voru gestirnir við- staddir opnun hennar þar sem forsetinn flutti ávarp. Farið var með gestina um Heimaey og byrjað á svæðinu þar sem verið er að grafa upp hús sem fóru undir ösku í gosinu 1973. Verkefnið kallast Pompei norðurs- ins og hefur hlotið alþjóðlega at- hygli. Þaðan lá leiðin inn á Eiði, inn í Herjólfsdal og suður í Stór- höfða þar sem Óskar Sigurðsson vitavörður tók á móti gestunum. Þá var rok og rigning eins og Stór- höfði er þekktastur fyrir. Þaðan lá leiðin í Landakirkju þar sem séra Kristján Björnsson rakti sögu kirkjunnar þar sem Helgi var skírður. Þá var farið í gegnum bæinn og um æskustöðvar Helga við Ásaveg og Hilmisgötu og endað í Landlyst, elsta húsi Vestmannaeyja sem endurbyggt var á Skansinum. Sýning um Tyrkjaránið opnuð Ólafur Ragnar og Helgi voru svo sérstakir heiðursgestir við opnun sýningarinnar um Tyrkjaránið sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og leysti Elliði Vignisson, bæj- arstjóri Vestmannaeyja, þá út með gjöfum. „Það er afskaplega gaman að koma hingað og ég hef séð mikið í þessari heimsókn,“ sagði Helgi Tómasson og gaf sér smátíma í spjall þegar hópurinn, sem hafði farið í útsýnisferð um Eyjuna, gerði stans á Skansinum. „Ég man ekki eftir að hafa kom- ið til baka eftir að ég flutti héðan til Reykjavíkur en þá var ég sjö eða átta ára gamall. Ég bjó í húsi við Hilmisgötu en þegar ég kom þar við í dag bjóst ég við að sjá einnar hæðar hús en það er búið að byggja aðra hæð ofan á þannig að ég hefði ekki þekkt mig þar. Fyrst bjó ég uppi á Ásavegi og ég man að mér fannst Ásbyrgi mjög stórt og mikið hús.“ Helgi man ekki sérstaklega eftir krökkum sem hann lék sér við þeg- ar hann bjó sem barn í Eyjum. „Ég man eftir krökkum sem bjuggu í Ásbyrgi, þau voru eldri en ég og trúlega hefur stelpan passað mig. Ég held hún hafi verið kölluð Dúlsa og strákurinn Stebbi en þetta getur verið rangminni.“ Helgi segist ekki hafa mikla tengingu við Vestmannaeyjar þar sem hann var svo ungur þegar hann flutti héðan. „Ég man eftir klettunum og bænum, man hvar samkomuhúsið var og gamla apó- tekið. Bærinn er samt stærri í minningunni en hann er. Það er skemmtilegt og gaman að hingað með konu mína og fá tækifæri til að sýna þeim inn þar sem ég átti heima fyrstu ár.“ Helgi Tómasson ballettdansari heimsótti æskustöðvar s „Athyglisvert að hvað hefur gerst Gosið Ólafur Ragnar og Helgi gengu saman um svæðið sem fór u Helgi Tómasson heim- sótti Vestmannaeyjar í gær ásamt fjölskyldu sinni, en Helgi ólst upp í Eyjum. Í fylgd með honum var forseti Ís- lands. Tónlist Helga fannst gaman að hlusta á tónlist Spilmanna Rikíni fluttu valin sönglög úr íslenskum handritaarfi frá dögum Tyrkja Skoðunarferð Helgi og eiginkona hans, Marlene Tómasson, og s þeirra, Kristinn og Erik, skoðuðu sig um í Vestmannaeyjum í gæ 26 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HELGI TÓMASSON Helgi Tómasson er fulltrúiþeirrar kynslóðar, sem fædd-ist fyrir og um það bil er lýð- veldi var stofnað á Íslandi. Hann er glæsilegur fulltrúi lýðveldiskynslóð- arinnar. Jafnaldrar hans hafa séð í honum drauma rætast um sjálfstætt og fullvalda Ísland, sem hefur skipað sér til sætis með öðrum þjóðum og stendur jafnfætis þeim, sem lengst hafa náð. Það er rétt, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í hófi á Bessastöðum í fyrradag, þegar hann sæmdi Helga Tómasson æðsta heið- ursmerki íslenzku fálkaorðunnar, að Helgi er einn í hópi þriggja íslenzkra listamanna, sem lengst hafa náð í hin- um alþjóðlega listheimi, en hinir tveir eru Nóbelsverðlaunahafinn Halldór Laxness og Björk Guðmundsdóttir. Bryndís Schram, sem sjálf var í röð fremstu listdansara okkar Íslendinga á sinni tíð, lýsti samveru þeirra Helga í Listdansskóla Þjóðleikhússins með þessum orðum í grein í Lesbók Morg- unblaðsins sl. laugardag: „Ég man samt eftir litlum strák. Hann hefur verið átta eða níu ára. Fimur. Hafði fallegar hreyfingar. Vestmannaeyingur. Mamma hans kom stundum með honum. Lágvaxin, svört á brún og brá. Fædd í Vík í Mýr- dal, heyrði ég. Strákurinn líktist henni. Sami augnsvipurinn. Þykkar augabrúnir. Einbeitni í svipnum. Ástríða í hreyfingunum. Hann sagði ekki margt. Brosti ekki oft. En hann lagði hart að sér. Eini strákurinn í hópnum. Hann hlaut að hafa sterk bein, sterkan vilja.“ Í sömu Lesbók birtist viðtal við Önnu Kisselgoff, sem í áratugi var ballettgagnrýnandi bandaríska stór- blaðsins New York Times og fylgdist með ferli Helga Tómassonar eftir að hann var kominn til Bandaríkjanna. Hún lýsti þeirri skoðun í grein í blaði sínu árið 1973 að Helgi Tómasson væri einn af fjórum beztu klassísku- karldönsurum á Vesturlöndum. Í samtali við Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag sagði Anna Kisselgoff m.a.: „Helgi er virtur dansfrömuður á heimsmælikvarða, sem ritað hefur nafn sitt á spjöld sögunnar, bæði sem dansari, listdansstjóri og danshöfund- ur.“ Saga Helga Tómassonar er heillandi ævintýri. Hún er líka hluti af því ævintýri, sem Ísland er. Litli strákurinn, sem sá í Vestmannaeyjum fjögurra eða fimm ára gamall dans- sýningu nánast fyrir tilviljun, sem breytti lífi hans og hefur náð hæsta tindi í einni erfiðustu listgrein, sem til er í heiminum. Hann bregður ljóma á Ísland og Íslendinga. Það var ánægjulegt, að Sigríður Ár- mann, sem ásamt Sif Þórz var fyrsti danskennari Helga Tómassonar, skyldi vera á Bessastöðum í fyrradag. Fáir kennarar hafa uppskorið jafn ríkulega og hún. Helgi Tómasson sýnir okkur mik- inn heiður og mikla vináttu með því að koma með dansflokk sinn hingað. VIÐRÆÐUR STJÓRNARFLOKKA Formenn stjórnarflokkanna hafarætt saman frá því á sunnudag um hugsanlegt framhald á tólf ára samstarfi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í ríkisstjórn. Verði af því yrði það einstætt í stjórnmála- sögu lýðveldisins. Tveir flokkar hafa aldrei starfað lengur saman í ríkis- stjórn en í 12 ár samfellt. Það er eðlilegt að flokkarnir taki sér tíma í þessar viðræður. Flokks- formennirnir þurfa að hlusta eftir sjónarmiðum þingmanna sinna og helztu trúnaðarmanna. Þeir þurfa að finna hvernig vindarnir blása. En svo kemur að því að þeir hljóta að taka ákvörðun hvor um sig og ganga má út frá því sem vísu, að þeir njóti stuðn- ings flokka sinna þegar að þeim ákvörðunum kemur. Auðvitað eru mismunandi sjónar- mið innan beggja flokka. Auðvitað eru þeir framsóknarmenn til, sem telja, að flokkur þeirra eigi að standa utan stjórnar um skeið eftir afleita útkomu í kosningunum. En þeir framsóknarmenn hljóta líka að íhuga eftirfarandi: flokkur þeirra hefur tekið þátt í því með Sjálfstæðis- flokknum að leiða þjóðina upp úr djúpri efnahagskreppu, sem gekk yf- ir í lok níunda áratugarins og í byrjun hins tíunda. Það var erfitt en stjórn- arflokkarnir náðu sameiginlega glæsilegum árangri. Nú eru allir sjóðir fullir og flokkarnir geta á nýju kjörtímabili einbeitt sér að uppbygg- ingu heilbrigðiskerfisins og velferð- arkerfisins. Er eitthvert vit í því frá sjónarhóli Framsóknarflokksins að láta aðra flokka um að útdeila þeim gæðum? Auðvitað ekki. Innan Sjálfstæðisflokksins er líka fólk, sem spyr, hvort tólf ára sam- starf við Framsóknarflokkinn sé ekki bara gott og tími kominn á breyting- ar. Þeir sjálfstæðismenn þurfa að huga að tvennu. Í fyrsta lagi hafa þeir annað stjórnarsamstarf ekki á hendi, hversu miklu sem þeim hefur verið lofað síðustu daga. Í öðru lagi hljóta þeir að gera sér grein fyrir því, að Samfylkingin lítur á sig, sem helzta keppinaut Sjálf- stæðisflokksins í íslenzkum stjórn- málum og markmið þess flokks er að skáka Sjálfstæðisflokknum. Er hyggilegt að auðvelda Samfylking- unni þann leik með því að leiða þann flokk í valdastólana? Auðvitað ekki. Nú er tíminn, sem formenn flokk- anna tveggja hafa tekið sér til að hlusta á flokksmenn sína, senn liðinn. Nú er tími ákvarðana að ganga í garð. Það er augljóst, að það verður ekki erfitt fyrir þessa tvo flokka að ná saman um málefnasamning og skipt- ingu ráðuneyta. Ef það gengur af einhverjum ástæðum ekki upp er ljóst að forseti vor á Bessastöðum á næsta leik. Er það svona eftirsóknarvert? Er ekki nokkuð ljóst hver sá leikur mundi verða? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.