Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 13 VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti hvatning- arverðlaun leikskólaráðs Reykja- víkurborgar í Höfða mánudaginn 14. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn að þessi verðlaun eru veitt en nýtt leik- skólaráð samþykkti að stofna til þeirra á fyrsta fundi sínum sl. haust. Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýbreytni í leikskóla- starfi og vekja athygli á því gróskumikla þróunarstarfi sem fram fer í leikskólum borg- arinnar. Foreldrar leikskólabarna, aðrir aðstandendur og starfsfólk skól- anna sendi inn 30 tilnefningar vegna fjölmargra áhugaverðra þróunarverkefna í 13 leikskólum borgarinnar. Af þeim hljóta sex leikskólar hvatningarverðlaunin: Dvergasteinn fyrir verkefnin Ótrúleg eru ævintýrin og Sam- starf myndlistaskólans og leik- skólans. Fellaborg fyrir fjölmenn- ingarverkefnið Mannauður í margbreytileika. Hamraborg fyr- ir verkefnið Vísindaleikir. Nóa- borg fyrir verkefnið Stærðfræði. Sólborg fyrir verkefnin Sameig- inlegt nám fatlaðra og ófatlaðra barna og Samvinna og fagstarf. Steinahlíð fyrir verkefnið Um- hverfisvernd. Faglegt starf í leikskólum fær viðurkenningu Morgunblaðið/Ómar Verðlaunahafar Fremri röð f.v: Jónína Konráðsdóttir, Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir, Steinunn Jónsdóttir og Elín Mjöll Jónasdóttir. Aftari röð f.v: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Bryndís Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjó›félagar og rétthafar séreignarsparna›ar rétt til setu á fundinum. fieim sjó›félögum sem hafa áhuga á a› kynna sér tillögur til breytinga á samflykktum e›a ársreikning sjó›sins fyrir fundinn er bent á a› hægt er a› nálgast flær á eftirfarandi hátt: • Á skrifstofu sjó›sins í Borgartúni 30, Reykjavík • Fá flær sendar me› flví a› hafa samband í síma 510 5000 • Fletta fleim upp á vefsí›u sjó›sins, www.lifeyrir.is Reykjavík, 14. maí 2007. Stjórn Sameina›a lífeyrissjó›sins Ársfundur Sameina›a lífeyrissjó›sins ver›ur haldinn fimmtudaginn 24. maí 2007, kl. 16.00, á Nordica hotel, Su›urlandsbraut 2, Reykjavík. Borgartún 30 • 105 Reykjavík • S. 510 5000 mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2007 DAGSKRÁ 1. Fundarsetning 2. Sk‡rsla stjórnar Ábyrgar fjárfestingar: Georg Páll Skúlason, stjórnarma›ur fjallar um stefnumörkun sjó›sins 3. Erindi fiór›ar Fri›jónssonar, forstjóra Nordic Exchange á Íslandi um ábyrgar fjárfestingar Kaffihlé 4. Almenn ársfundarstörf 5. Tillögur stjórnar um breytingar á samflykktum sjó›sins 6. Önnur mál löglega upp borin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.