Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 51 FRUMSÝNING» EINNIG FRUMSÝNDAR» ZODIAC er nýjasta kvikmynd hins virta leikstjóra David Fincher sem á að baki myndir á borð við Seven, Panic Room, The Game og Fight Club. Myndin er byggð á sann- sögulegum atburðum sem áttu sér stað í Kaliforníu undir lok sjöunda áratugar seinustu aldar. Þá lék hinn svonefndi Zodiac-morðingi lausum hala og myrti að minnsta kosti fimm manns, en líklega voru fórnarlömbin töluvert fleiri þótt það hafi aldrei fengist staðfest. Málið vakti ekki síður athygli vegna þess að morðinginn sendi dularfull bréf til blaðamanna á San Francisco Chronicle og á öðrum dagblöðum á svæðinu, en innihald þeirra bréfa var afar undarlegt svo ekki sé meira sagt. Leikstjóri myndarinnar, auk handritshöfundar og framleið- anda vörðu 18 mánuðum í rann- sókn á þessu þekkta máli áður er tökur á myndinni hófust, en lög- reglan í San Francisco tók málið einmitt upp að nýju fyrir tveim- ur mánuðum síðan. Dómar um Zodiac hafa flestir verið mjög góðir en hún verður lokamyndin á kvikmyndahátíð- inni í Cannes sem stendur nú sem hæst. Með aðalhlutverkin fara Jake Gyllenhaal, Mark Ruffalo, Ant- hony Edwards, Robert Downey Jr., Brian Cox, John Carroll Lynch og Chloë Sevigny. Zodiac verður frumsýnd í Sam- bíóunum annað kvöld. Flottur Robert Downey Jr. í hlutverki blaðamannsins Paul Avery hjá San Francisco Chronicle. Dularfullt morðmál Erlendir dómar: Metacritic: 77/100 Variety: 90/100 The New York Times: 90/100 Imdb.com: 83/100 The Painted Veil  „Edward Norton og Naomi Watts fara með að- alhlutverkin í rómantískri og epískri mynd sem til- nefnd var til Golden Globe verðlaun- anna. Myndin er byggð á sögu eftir W. Somerset Maugham.“ Erlendir dómar: Metacritic: 69/100 Variety: 60/100 The New York Times: 70/100 Imdb.com: 77/100 Severance  „Bresk grín-hroll- vekja í anda Shaun of the Dead. Starfs- mannaferð til Austur- Evrópu breytist í martröð þegar brjálaðir morð- ingjar fara á stjá.“ Erlendir dómar: Metacritic: 71/100 Variety: 70/100 Imdb.com: 69/100 Fracture  „Anthony Hopkins leik- ur verkfræð- ing sem er sakaður um að hafa reynt að myrða eig- inkonu sína. Aðstoðarsaksóknarinn sem sér um málið efast ekki um sekt hans en verkfræðingurinn virðist alltaf vera einu skrefi á undan.“ Erlendir dómar: Metacritic: 68/100 Variety: 70/100 The New York Times: 70/100 Imdb.com: 72/100 „Djarfir leikararnir sýna snilldarleik og ná að galdra fram þvílíka orku á sviðinu að áhorfendur sitja agndofa eftir.“ - Tageblatt, March Weinachter, 2007 Litadýrð, ástríða, og töfrar Hinn margverðlaunaði leikhópur Cheek by Jowl, sem talinn er einn af tíu bestu leikhópum veraldar skv. Time Magazine, sýnir Cymbeline eftir Shakespeare á Listahátíð. Leikhópurinn hefur hlotið margvísleg verðlaun, þar á meðal fern Olivier verðlaun, Golden Mask Award, Obie Award, New York Drama Desk Award, Paris Drama Critics Award og Time Out Award. Sýningin er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Miðasalan fer fram áwww.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16. Miðasala á Cymbeline 16. maí er hjá Listahátíð en 17. og 18. maí hjá Þjóðleikhúsinu á www.leikhusid.is Miðasala „Einnaftíubestuleikhópumveraldar!“ - Time Magazine Í kvöld, annað kvöld og á föstudagskvöld Þjóðleikhúsið, kl. 20.00 Miðaverð: 3.300 Cymbeline eftir W. Shakespeare Jón Leifs er án efa mesti frumkvöðull íslenskrar tónsköpunar. Strengjakvartettar hans lýsa í senn sérstæðum stíl tón- skáldsins og endurspegla hugarástand hans þegar hann samdi þá. Á tónleikum kvartetts Kammersveitar Reykjavíkur á Listahátíð verða fluttir allir þrír strengjakvartettar Jóns Leifs í fyrsta sinn: Mors et vita, Vita et mors og El Greco. Listasafn Íslands, á morgun, fimmtudag kl. 20.00 Miðaverð: 2.700 Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur flytur strengjakvartetta Jóns Leifs Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 11-18Opið Fjölbreytt úrval af nýrri gjafavöru 30-50% afsláttur af pottum og vösum DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Kennari: Meistari Zhang einkatímar og hópatímar Tau lo Tai jí Skráning er hafin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.