Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 29 EKKI er hárnákvæmninni fyrir að fara í Staksteinum gær- dagsins þar sem ég er sagður hafa a.m.k. tvisvar sinnum á ein- um sólarhring gert kröfu um það opinberlega að Jón Sigurðs- son formaður Framsókn- arflokksins bæði mig afsökunar á auglýsingum sem Framsókn- arflokkurinn birti í sjónvarpi fyrir kosningar. Hið rétta er að ég bauð formanni Framsókn- arflokksins upp á það í umræðu- þætti í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöldið var, sem sagt einu sinni, að koma þessu máli út úr heiminum í eitt skipti fyrir öll með einhverju í áttina að af- sökunarbeiðni. Þetta var tilboð, ekki krafa og læt ég mér í léttu rúmi liggja hvert framhaldið verður. Umræddum auglýsingum svöruðum við Vinstri græn í engu á meðan á kosningabarátt- unni stóð og var það samkvæmt mínum óskum. Bæði var að ég reiknaði með að þær væru frem- ur að skaða Framsóknarflokkinn en hitt, sem aldeilis er nú ekki ósennilegt samanber úrslitin, en auk þess stóð aldrei til að fara með okkar baráttu niður á slíkt plan. Fyrir mér vakir það eitt með því að hreyfa málinu að menn hugsi sinn gang áður en framhald verður á og frekari þróun í átt til andauglýsinga- eða óhróðursaðferða í íslenskum stjórnmálum að lítt eft- irbreytniverðri bandarískri fyr- irmynd. Nota svo tækifærið og þakka Morgunblaðinu ýmsa umhyggju mér sýnda, m.a. sl. föstudag, en þá lýsti blaðið áhyggjum sínum yfir því hvernig fylgið væri að hrynja af mér í Norðaust- urkjördæmi og að ég kynni að vera í fallhættu. Frískur norð- anvindurinn hefur nú blásið því skýi af himni yfir Hádegismóum. Steingrímur J. Sigfússon Staksteinar og mislagðar hendur Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs. FYRIR nokkru birtist grein í Fréttablaðinu eftir Jón Kaldal, ritstjóra blaðsins, um kostnað heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Þar var því haldið fram að hann væri 40% af landsútgjöldum. Hér er ekki farið með réttar tölur og væntanlega blandað sam- an kostnaði við heilbrigðis- og tryggingamál. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkur mis- skilningur kemur fram. Hinn raunverulegi kostnaður heilbrigð- iskerfisins á Íslandi liggur nær 11-12%. Er vitnað í tölur land- læknis þar að lútandi (Nýjustu tölur hafa verið birtar af fyrrv. landlækni, Ólafi Ólafssyni, og hafa þær m.a. komið fram í dag- blöðum. Þegar menn birta fréttagrein- ar, er rétt að menn kynni sér stað- tölur áður en þær eru settar á prent. Allt annað ruglar hinn al- menna borgara, ekki sízt skatt- greiðanda. Páll B. Helgason Kostnaður heilbrigðiskerfisins Höfundur er fyrrv. yfirlæknir. AFKOMA og rekstur Seltjarn- arnesbæjar árið 2006 er sú allra besta í ríflega þrjátíu ára sögu bæjarfélags- ins. Sú aðgát og ráðdeild sem ætíð hefur einkennt rekstur bæjarins end- urspeglast jafnframt í góðu samræmi á milli ársreiknings og fjár- hagsáætlunar. Það er því með mikilli ánægju sem meirihluti Sjálf- stæðisflokksins leggur fram reikning síðasta árs. Einstaklega sterk fjárhagsleg staða Bæjarfélagið býr nú við meiri fjárhagslegan styrk en flest ef ekki öll önnur sveitarfélög landsins. Rekstur bæj- arsjóðs hefur verið einkar farsæll á undanförnum árum. Öflug fjár- hagsleg staða hefur skapað skilyrði til að veita íbúum bæjarfélagsins, ungum sem öldnum, enn betri þjón- ustu. Það hefur því verið okkur sjálf- stæðismönnum afar mikið ánægju- efni að kannanir á viðhorfi Seltirninga til þjónustu bæjarins sýna að langflestir þeirra, um 85%, eru ánægðir með þjónustu bæjarins. Það hefur jafnframt veitt okkur full- vissu um að halda eigi áfram á sömu braut. Lægsta útsvar og fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu Það hefur verið keppikefli meiri- hluta sjálfstæðismanna að veita þjón- ustu sem er með því besta sem þekk- ist en gæta um leið ráðdeildar í rekstri og fara vel með fé skattgreið- enda sem okkur er treyst fyrir. Það er því gaman að benda á að ef miðað er við skatthlutföll annarra sveitarfé- laga er skattgreiðendum á Seltjarn- arnesi hlíft við á þriðja hundrað millj- óna króna skattgreiðslum á ári. Með þessu má segja að á hverju heimili sparist hundruð þúsunda skattkróna á við það sem gerist annars staðar. Í því felst mikil búbót fyrir Seltirninga sem á stóran þátt í að gera Seltjarnarnes að eftirsóknarverðu og fjölskyldu- vænu bæjarfélagi. 1.700 milljóna hagn- aður af rekstri Tekjur Seltjarnarnes- bæjar jukust verulega árið 2006 og voru tæpir þrír milljarðar króna. Rekstrarhagnaður nam rúmum 1.750 milljónum króna sem er um hálfum milljarði meira en fjár- hagsáætlun bæjarins gerði ráð fyrir. Þetta er sérstaklega því að þakka að mun betri samningar náðust um sölu bygging- arréttar á Hrólfs- skálamel og við Bygg- garða en væntingar stóðu til. Engin lán tekin í áratug Það er því óhætt að segja að vel hafi tekist til í rekstri bæjarins á síðasta ári þrátt fyrir að framkvæmdir á hans vegum hafi aldrei verið meiri. Fjárfest var fyrir um 664 milljónir króna á árinu en þrátt fyrir það voru engin lán tekin. Raunar er hartnær áratugur frá því Seltjarnarnes sló síðast lán fyr- ir framkvæmdum og staðan nú er þannig að bæjarsjóður ávaxtar um 1,2 milljarða króna hjá viðskiptabönkum sínum og nýtir vaxtatekjurnar til framkvæmda ásamt rekstrarafgangi bæjarsjóðs. Efnahagur Seltjarnarnesbæjar undirstrikar einnig eina traustustu fjárhagsstöðu á meðal sveitarfélaga á Íslandi. Eignir bæjarjóðs námu tæp- um 4,9 milljörðum króna um áramót og jukust um tæplega 59% á síðasta ári. Eigið fé bæjarsjóðs hækkaði um 89% á milli ára og eiginfjárhlutfallið í árslok var 76%. Langtímaskuldir bæj- arins hafa lækkað verulega á síðustu árum og nema nú einungis um 300 milljónum króna sem er óverulegt í ljósi fjárhagslegra burða Seltjarn- arnesbæjar. Góð niðurstaða og bjartar horfur Niðurstaða endurskoðanda bæj- arins, Deloitte, er meirihluta Sjálf- stæðisflokks mikið ánægjuefni. Í end- urskoðunarskýrslu segir m.a. að „... allar kennitölur beri með sér trausta fjárhagsstöðu og rekstur“. Dæmin sanna að traustur opinber rekstur, ríkis og sveitarfélaga ræðst ekki af tilviljunum, heldur stefnu- festu, ábyrgðarkennd og skilningi á því að hafa langtímahagsmuni að leið- arljósi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi hefur ætíð fylgt þeirri stefnu að lágmarka álögur á skatt- greiðendur en veita um leið fyrsta flokks þjónustu. Þrátt fyrir að álögur á bæjarbúa hafi verið lækkaðar á allra síðustu árum og þjónusta um leið aukin hefur rekstur bæjarins aldrei skilað meiri afgangi. Það er því óhætt að segja að framtíðin í rekstri Seltjarnarness er björt. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum lofuðum við sem nú myndum meiri- hluta í bæjarstjórn, að hafa hag bæj- arbúa að leiðarljósi við rekstur bæj- arins. Það var því með nokkru stolti að við lögðum þessa reikninga fram fyrr í mánuðinum. Og það er okkur nú sönn ánægja að lofa íbúum bæj- arins að halda áfram á sömu braut. Besta afkoma Seltjarnarnes- bæjar frá upphafi Jónmundur Guðmarsson er ánægður með rekstur og af- komu Seltjarnarnesbæjar »Meirihluti Sjálfstæð-isflokks á Seltjarn- arnesi hefur ætíð fylgt þeirri stefnu að lág- marka álögur en veita um leið fyrsta flokks þjónustu. Jónmundur Guðmarsson Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Nidarosdomens Guttekor Tónleikar í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 17.00 Hin frægi Drengjakór Niðarósdómkirkju heldur tónleika í Hallgríms- kirkju á uppstigningardag kl. 17.00. Af efnisskrá má t.d. nefna verk eftir Andrew Carter, Egil Hovland, Georg Fr. Händel, Henning Sommero, Knut Nystedt og Þorkel Sigurbjörnsson. Stjórnandi kórsins er Bjørn Moe og organisti Harald Rise. 17. maí tekur drengjakórinn þátt í messunni í Hallgrímskirkju kl. 11.00 og syngur við norska messu í Dómkirkjunni kl. 14.00 á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Sunnudaginn 20. maí kl. 17.00 heldur kórinn tónleika í Akureyrar- kirkju og þriðjudaginn 22. maí kl. 20.00 tónleika í Skálholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.