Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 23

Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 23
Ég ætlaði fyrst að láta kaffi-húsið heita Tukthúsið afþví að hér í húsinu hefurmeðal annars verið fang- elsi, en mér fannst það ekki nógu notalegt nafn. Það varð ofan á að láta það draga nafn sitt af garðinum ynd- islega sem það stendur við og er eig- inlega okkar Austurvöllur hér á Akranesi,“ segir María Guðrún Nol- an sem nýlega opnaði kaffihúsið Skrúðgarðinn á Akranesi. „Ég flutti hingað úr höfuðborginni fyrir fjórum árum og þar átti ég því að venjast að geta skroppið á kaffihús og ég saknaði þess. Mér fannst sár- lega vanta smá aðsetur fyrir bæj- arbúa hérna. Hér vantaði líka stað fyrir ferðamenn til að leita sér upp- lýsinga og setjast niður og slaka á. Ég hef verið að melta þetta með mér síð- an ég kom hingað og ákvað að lokum að gera eitthvað sjálf í því að bæta úr þessu kaffihúsaleysi. Ég sló tvær flugur í einu höggi í samstarfi við bæ- inn og opnaði kaffihús sem er líka upplýsingamiðstöð,“ segir María. Fimm mismunandi sófasett María sem vildi hafa kaffihúsið persónulegt og notalegt og því hefur hún viðað að sér gömlum húsgögnum og munum. „Ég hef mikið sótt í Góða hirðinn og hér eru til dæmis fimm mismun- andi sófasett. Heimafólk hér í bænum hefur líka boðið mér hitt og þetta til sölu sem það vissi að væri þörf fyrir. Svo er ég með ýmsa persónulega muni hér uppi við, til dæmis er af- greiðsluborðið þakið gömlum plötu- umslögum og vínilplötum með tónlist sem ég ólst upp við eins og Thrill- erplötunni. Svo er ég með ýmsa gamla hluti til skrauts frá frændum og frænkum og mér þykir sér- staklega vænt um handskrifaðar lífs- reglur sem ég hef hér upp á vegg frá ættfólki mínu frá Stöðvarfirði, þeim langömmu og langafa mínum. Mér finnst svo skemmtilegt að margar þessar reglur eru enn í fullu gildi eins og til dæmis sú sem segir að ekki skuli eyða fé fyrr en þess hefur verið aflað.“ Kaffihúsið hefur því stóra sál en sérstaða þess er einnig sú að það er frekar stórt og María átti ekki í vand- ræðum með að nýta plássið. „Ég hef útbúið stórt leikhorn fyrir börn og þar er líka rúm svo hægt sé að leggja lítil börn til svefns. Eftir að ég eignaðist sjálf barn komst ég að því að það er áríðandi að gert sé ráð fyrir börnum á kaffihúsum. Svo er ég með bókakaffi hérna þar sem fólk getur bæði gluggað í bækur, tímarit og dagblöð en líka skipt út bókum. Ég er líka með sérstakt golfarahorn og saumahorn þar sem nóg er afgömlum og nýjum dönskum saumablöðum.“ María leggur áherslu á að fólki líði vel þegar það kemur til hennar í Skrúðgarðinn. „Ég býð fólki upp á eðalkaffi frá Te og kaffi og svo er allt bakkelsið nýbakað, beint frá bak- aranum hér á Akranesi í Brauð- og kökugerðinni, ekki bara vegna þess að það er miklu betra en frystivörur, heldur líka vegna þess að mér finnst skipta máli að styrkja heimafólk. Hér verða líka myndlistarsýningar og ein slík stendur yfir núna þar sem ungir listamenn frá Akranesi sýna. Núna er verið að taka garðinn í gegn og end- urlífga gamla bæjarbraginn,“ segir María sem fannst þurfa að flikka upp á bæjarlífið eftir að Akraborgin hætti að ganga og Hvalfjarðargöngin voru tekin í gagnið. „Akranesbær er sívaxandi og það er margt að gerast hér. Hér eru margar náttúruperlur, einn besti golfvöllur landsins, byggðasafn og fleira.“ Morgunblaðið/ÞÖK Lífsreglurnar María Guðrún Nolan er með gamla hluti til skrauts á kaffihúsinu frá frændum og frænkum og henni þykir sérstaklega vænt um handskrifaðar lífsreglur sem hanga uppi á vegg frá langömmu hennar og langafa frá Stöðvarfirði. Vínilplötur og umslög þekja afgreiðsluborðið Henni fannst alveg ómögulegt að það væri ekki kaffihús á Akranesi svo hún gerði bara eitthvað í því sjálf. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í konunni sem hefur skiptibókamarkað á kaffi- húsinu sínu og barnarúm svo gestir geti leyft börnunum að leggja sig á meðan þeir sötra gómsætt kaffi og gæða sér á nýbökuðu. khk@mbl.is Notalegt Gestir geta gluggað í bækur eða blöð og hver veit nema þetta gamla viðtæki virki enn. Ég hef útbúið stórt leik- horn fyrir börn og þar er líka rúm svo hægt sé að leggja lítil börn til svefns. Sjarmerandi Ýmsa muni hefur María Guðrún fengið á Akranesi en líka rekist á hitt og þetta í Góða hirðinum. |miðvikudagur|16. 5. 2007| mbl.is www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Grandavegur – bílskúr Falleg og björt 4ra herb., 104 fm íbúð á 2. hæð ásamt 26 fm bílskúr í vönduðu fjöl- býli frá 1990. 3 góð svefnherb. Parket. Stórar suðvestursvalir. Fullbúinn bílskúr með góðu millilofti. Skemmtilegt skipulag. Stutt í alla þjónustu. Myndir á mbl.is undir Grandavegur. Verð 31 millj. Utan skrifstofutíma gefur Bárður upplýsingar í síma 896 5221. Sími 588 4477 daglegtlíf Ný tækni ættuð frá Svíþjóð gerir tannlausum mögulegt að verða tenntir á ný innan klukkustundar. »24 heilsa „Þreyta og vöðvabólga gerir það að verkum að sumir ákveða að koma sér í gott form,“ segir Árni H. Ívarsson. »24 hreyfing Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.