Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 47 www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Fracture kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Condemned kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Next kl. 10.30 B.i. 14 ára Mýrin 2 fyrir 1 kl. 5.40 B.i. 12 ára Köld slóð 2 fyrir 1 kl. 5.50 B.i. 12 ára Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á 2 fyr ir 1 Sýnd kl. 4, 7 og 10 B.i. 10 ára -bara lúxus Sími 553 2075 eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Sýnd kl. 5:40 og 8 B.i. 16 ára TÍU MUNU BERJAST, NÍU MUNU DEYJA, BLÓÐUGASTI BARDAGI ÁRSINS ER HAFINN. SVAKALEG HASARMYND MEÐ TÖFFARANUM VINNIE JONES eee MMJ, Kvikmyndir.com eeee SV, MBL eee LIB Topp5.is SVAKALEG HASARMYND MEÐ TÖFFARANUM VINNIE JONES. 2 fyr ir 1 25.000 MANNS Á AÐEINS 10 DÖGUM! NICOLAS CAGE JULIANNE MOORE JESSICA BIEL ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA eeee  K. H. H., FBL eeee  KVIKMYNDIR.COM eeeee  S.V., MBL Allra síðustu sýningar Allra síðustu sýningar Heimavöllur íslenskra kvikmyndagerðar Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára ÞAÐ ER NIÐURSKURÐUR Á SKRIFSTOFUNNI! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! kl. 4 Ísl. tal Sýnd kl. 10:20 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 www.laugarasbio.is ÓHUGNALEGA FYNDIN GRÍNHROLLVEKJA Í ANDA SHAUN OF THE DEAD Ókeypis kynningarfyrirlestur Þú ert það sem þú hugsar þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 á Grand hótel Reykjavík Allir velkomnir. www.gbergmann.is Augu allra kvikmyndaunn-enda beinast að Cannes áSuður-Frakklandi þessa dagana en í dag fer fram setning árlegrar kvikmyndahátíðar þar í borg. Hátíðin er nú haldin í sex- tugasta sinn og hefur hún fyrir löngu tryggt sig í sessi sem ein virtasta hátíð sinnar tegundar í heiminum.    Eins og við er að búast eruheimamenn í startholunum og ekki fer á milli mála að eitthvað mikið stendur til. Í gær, þegar þessar línur eru ritaðar, var und- irbúningur í fullum gangi niðri við strandlengjuna þar sem hátíð- arhöllin er til húsa sem og hótelin stóru sem hýsa stjörnurnar og um- boðsskrifstofur kvikmyndanna. Þar á greinilega allt að vera tilbú- ið fyrir stóru stundina og ýmis nauðsynjaverk unnin á síðustu stundu, til dæmis þarf að snyrta trén við hótelinngangana enda vita allir að til þess er horft er velja skal gott hótel. Rauði dregilinn er kominn á sinn stað, er reyndar plasthúðaður ennþá enda gefst sauðsvörtum almúganum enn tæki- færi á að trampa aðeins á honum.    Nokkrar hræður ætla ekki aðmissa af neinu og hafa þegar komið sér fyrir við umferðargöt- una hjá hátíðarhöllinni og úða þar í sig samlokum og hvíla lúin en eft- irvæntingarfull bein á þar til gerð- um kollum. Umferðargötunni verð- ur lokað fyrir bílum á morgun áður en stjörnurnar koma aðvíf- andi og þá er gott að vera með frátekið pláss á besta stað. En hverjar eru þessar títtnefndu stjörnur sem ætla að láta sjá sig hér í ár? Það væri nú kannski til að æra óstöðugan að ætla að telja alla þá nafntoguðu einstaklinga sem ætla að láta sjá sig hér næstu daga en til gamans má geta að Oceans 13 verður frumsýnd hér með allan sinn flota leikara með Ceorge Clooney og Brad Pitt fremsta meðal jafningja. Þá verður nýjasta mynd Michael Moore frum- sýnd hér en hún ber heitið Sicko og er ádeila á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Bush yngri er örugglega þegar orðinn spenntur að sjá hana. Þá sýna Coen- bræðurnir nýja mynd, No Country For Old Men, og Quentin Tarant- ino sýnir hrollvekjuna Death Pro- of. Þetta er aðeins brotabrot af þeim myndum sem sýndar verða á hátíðinni. Eflaust verður þéttsetið á sýningum þeirra 22 mynda sem keppa um Gullpálmann í ár en aðr- ir kvikmyndagerðarmenn auglýsa hér grimmt til að reyna að laða fréttamenn og gagnrýnendur á sínar myndir.    Flennistórt auglýsingaspjaldfyrir nýjustu og jafnframt síð- ustu mynd Önnu Nicole Smith má til að mynda sjá niðri við strönd en hún hafði það því miður ekki í keppnina. Síðar í dag verður opnunarmynd hátíðarinnar sýnd en það er fyrsta mynd Wong Kar Wai á enska tungu, My Bluberry Nights. Aðal- hlutverkið er í höndum verðandi Íslandsfara, Noruh Jones, en auk hennar leika Jude Law, David Strathairn og Rachel Weiz í mynd- inni, sem fjallar um unga konu sem leggur upp í ferðalag um gjörvöll Bandaríkin eftir sam- bandsslit á heimaslóðum. Rauði dregillinn plasthúðaður »Rauði dregillinn erkominn á sinn stað,er reyndar plasthúð- aður ennþá enda gefst sauðsvörtum almúg- anum enn tækifæri á að trampa aðeins á hon- um. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Biðin hafin Fjöldi fólks hafði þegar komið sér fyrir hjá hátíðarhölinni í gær í von um gott útsýni þegar kvik- myndastjörnurnar mæta til leiks í dag. Höfðu margir tröppur með sér til að sitja á og sjá betur yfir. birta@mbl.is FRÁ CANNES Birta Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.