Morgunblaðið - 16.05.2007, Page 20

Morgunblaðið - 16.05.2007, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helgakristin@gmail.com KVARTETT Kammersveitar Reykjavíkur flytur strengjakvar- tetta Jóns Leifs í Listasafni Íslands annað kvöld klukkan 20 og er það í fyrsta skipti sem þeir eru fluttir all- ir í einu á tónleikum. Kvartettinn skipa Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Þór- unn Ósk Marinósdóttir, víóla, og Hrafnkell Orri Egilsson, selló. Jón Leifs er einn helsti frumkvöðull ís- lenskra tónskálda og þykja verk hans jafnan erfið í flutningi og mik- il áskorun fyrir hvern hljóðfæra- leikara fyrir sig. Rut Ingólfsdóttir segir kvartettana þrjá enga undan- tekningu að þessu leyti, þar sem rödd hvers og eins sé ótrúlega erfið og mikilvægt að læra sitt hlutverk sem best áður en samæfingar hefj- ast, en þær hafa staðið yfir undan- farna tvo mánuði. Þjóðlagaarfurinn Fyrsti kvartettinn á efnisskránni, Mors et vita, var skrifaður árið 1939, í upphafi síðari heimsstyrj- aldar, en þá var Jón búsettur í Berlín ásamt fjölskyldu sinni. Hann er í einum þætti og er byggður á tvísöngslagi Bólu-Hjálmars, Húmar að mitt hinsta kvöld, en Jón sótti „anda og kjarna“ tónsmíða sinna til hinna fornu þjóðlaga Íslendinga. Jón Leifs rannsakaði íslensk þjóð- lög um tíma og byggði verk sín meðal annars á fimmundum ís- lenska tvísöngsins og því sem hann kallar áherslufallanda rímnalag- anna. Í ræðu sem birtist á síðu fimm í Morgunblaðinu, 20. september ár- ið 1925, og lesa má í Morgunblaðinu hjá Landsbókasafni Íslands, gerir Jón meðal annars grein fyrir sýn sinni á íslenskan þjóðlagaarf. „Vita“ merkir líf á latínu og yngri dóttir Jóns, Líf, drukknaði 17 ára gömul á sundi við vesturströnd Svíþjóðar. Jón samdi fjögur verk í minningu dóttur sinnar, meðal ann- ars strengjakvartettinn Vita et mors, og þykja þau með áhrifa- mestu tónsmíðum hans. Vita et mors er annar kvartettinn á efnis- skrá Kammersveitarinnar og var saminn á árunum 1948–1951. Jón lauk fyrsta þætti kvartettsins á af- mælisdegi Lífar hinn 19. ágúst árið 1948, rúmu ári eftir að hún lést. Þriðja kvartettinn, El Greco, samdi Jón á Íslandi í ágúst og september árið 1965, að loknu tónskáldaþingi sem hann sótti í Madríd. Gerði hann sér meðal annars ferð til Toledo til þess að sjá málverk El Grecos og byggir kvartettinn á málverkum af Toledo, sjálfsmynd El Greco og af því þegar Jesús rekur braskarana úr musterinu, krossfestingunni og upprisunni. Mikil upplifun „Fyrsti kvartettinn er saminn ár- ið 1939 og sá síðasti árið 1965 og okkur finnst mjög mikill munur á þeim. Í raun og veru er síðasti kvartettinn best skrifaður, sem tón- smíð. Ég upplifi það sem Jón er að lýsa mjög sterkt, en kannski er erf- iðast að skynja það í fyrsta kvart- ettinum. Hann er skrifaður í upp- hafi seinni heimsstyrjaldarinnar og maður finnur ef til vill fyrst og fremst fyrir ógninni sem vofir yfir og óvissunni. Í öðrum kvartett- inum, sem saminn er í minningu dóttur hans finnst mér ég hreinlega heyra börn úti að leika sér í fyrsta þættinum, sem nefnist Bernska. Annar þáttur, Æska, endar á neyð- arópinu þegar hún drukknar og í þriðja þættinum, Sálumessa–Eilífð, er hún kvödd. Það er í raun ótrú- legt hverju Jóni Leifs tekst að miðla í tónum og ég skynja það sem hann lýsir líka mjög vel í El Greco. Atvik- ið með braskarana í musterinu verður ljóslifandi og engu líkara en að slegið sé á báða bóga. Í kross- festingunni heyrir maður hamars- höggin og mikla kyrrð og uppris- una, sem ég túlka heldur sem uppstigningu, skynjar maður jafn- framt mjög vel,“ segir Rut. Jón Leifs fæddist að Sólheimum í Austur–Húnavatnssýslu hinn 1. maí árið 1899 og lagði stund á nám í pí- anóleik í Reykjavík sem unglingur. Árið 1916 fluttist hann til Leipzig og hóf þar nám í píanóleik, hljóm- sveitarstjórn og tónsmíðum við tón- listarháskóla borgarinnar og út- skrifaðist með glæsibrag árið 1921. Jón ætlaði í fyrstu að verða hljóm- sveitarstjóri og píanóleikari og virðist ekki hafa haft í hyggju að leggja fyrir sig tónsmíðar. Ári eftir útskriftina tók hann hins vegar að semja af fullum krafti. Rut spilaði fyrsta kvartett Jóns Leifs, Mors et vita, með Kammer- sveit Reykjavíkur á þriðja starfsári hennar árið 1977 og hefur flutt þá alla margoft síðan. Hún segir að sig hafi lengi dreymt um að spila þá alla saman og hljóðrita. „Ég er að nálgast það markmið núna með þessum hópi og vonandi verður það framhaldið,“ segir hún að síðustu. Kammersveitin hefur þegar gef- ið út tvo geisladiska með verkum tónskáldsins, Jón Leifs (1999) og Erfiljóð (2005). Kvartett Kammer- sveitar Reykjavíkur flytur kvart- etta Jóns Leifs jafnframt í Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit á sunnu- daginn klukkan 15. Allir strengjakvartettar Jóns Leifs fluttir Morgunblaðið/Ásdís Flytjendurnir Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, Rut Ingólfsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson flytur kvartetta Jóns Leifs í Lisasafni Íslands á Listahátíð í kvöld. » Jón samdi fjögurverk í minningu dótt- ur sinnar, meðal annars strengjakvartettinn Vita et mors, og þykja þau með áhrifamestu tónsmíðum hans. Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur á tónleikum í Listasafni Íslands á Listahátíð ÓHÆTT er að segja að Kristinn Harðarson sé búinn að skapa sér sérstöðu í íslenskum myndlistarheimi með lágstemmdum frásögnum úr hversdagslífinu og afslöpp- uðum tökum á myndmiðlinum, hvort sem það eru ljós- myndir málverk skúlptúrar eða önnur tækni. Hin nostursamlega gerð málverk eftir ljósmyndum sem Kristinn tók af verslunarglugga í niðurníddri iðn- aðarborg í Bandaríkjunum minna á myndir í bók sem ég sá í Salthúsinu og ber titilinn „Boring postcard“ en þar má einmitt sjá myndefni af sama toga og merkilegt nokk þá eru þau ekki síður áhugaverð en myndir Krist- ins og margra annarra listamanna sem vinna með þetta þema. Myndasögur Kristins eru svo unnar á annan hátt þar sem myndmálið er mun grófara og texti er málaður inn á myndirnar. Sögurnar eru einfaldar og fjalla um óþolinmóðan ökumann í umferðinni eða garð gömlu konunnar sem er vanhirtur og nýtur ekki sólar til jafns við garð nágrannans. Það sem gerir verk Kristins jafnan áhugaverð er hversu nálægt atferli hans er atferli gluggagægja án þess að fara yfir ásættanleg mörk forvitins vegfaranda. Þótt Kristinn sé ekki að vinna með eigindir málverksins sem slíks þá eiga efnistök hans sér ákveðnar hliðstæður í listasögunni og samtímanum þar sem listamenn leggja meiri áherslu á frásögn og skrásetningu hugðarefna en malerískar eigindir. Sýningin er tilgerðarlaus, falleg og full af húmor og pælingum um lífið og tilveruna. Kristni tekst að miðla persónulegri frásögn af, að því er virðist léttvægum at- burðum, á ljóðrænan og heimspekilegan hátt. Mál- verkið virðist hér kjörinn miðill því goðsagan sem fylgir því lyftir frásögnunum og skapar tilfinningu fyrir fagur- fræðilegu vægi einstakra atburða. Garður gömlu konunnar Bílstjórinn Ein af myndum Kristins á sýningunni. MYNDLIST ANIMA gallerí Ingólfsstræti 8 Sýningin stendur til 19. maí. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl.14-17. Aðgangur ókeypis Kristinn Harðarson Þóra Þórisdóttir ÞAÐ var notaleg upplifun að heyra jafnsnjalla tónlistarmenn og of- anritaða túlka 12 söngperlur Schu- berts. Túlkun djassleikara á tón- skáldatónlist fyrri alda á sér langa sögu og frægar voru hljóðritanir Kirbys, Dorseys og Tatums á verk- um rómantísku tónskáldanna á millistríðsárunum, en barokkið hef- ur þó löngum heillað djassleikara mest, þó nú á dögum hafi meistarar einsog Gaslini og Caine leikið sér með allt milli Mozarts og Mahlers. Sigurður og Kjartan fóru aldrei hina auðveldu leið að svinga verkin, nema aukalagið, Die Forelle, og það heldur stórkallalega. Fyrir mér voru hápunktar tónleikanna túlkun þeirra á Nacht und Träume, þar sem Sigurður blés í sópransax og spann í ætt við Garbarek uns laglín- an fagra ríkti öllu ofar, sama var uppá teningnum í Gretchen am Spinnrad við texta Goethes úr Fást; þar blés Sigurður í altóinn og Kjart- an lék meistaralegan háróm- antískan sóló á flýgilinn. Túlkunin á Das Wandern var glæsileg og sló Kjartan hljóma sem Schubert hefði aldrei dreymt og Sigurður með svalan altótón einsog í öðru sís- ungnu Schubertlagi: An die Musik. Frjálsspuna brá líka fyrir á stund- um. Fjölbreytni skorti aldrei né trúnað við Schubert. Rómantískur spuni TÓNLIST Laugarneskirkja  Sigurður Flosason og Kjartan Valdemars- son. Laugardaginn 12.4. 2007. Vernharður Linnet TÓNLEIKUM Tónlistarfélags Akureyrar með heitinu „Litlar freistingar“ á þessum vetri lauk með umræddum tríóflutningi, og verð ég að segja flestir tónleikanna voru mér stór freisting og hvet ég til framhalds á þeirri braut. Þetta tríó var samið árið 1795 og tileinkað Lichnovsky greifa, vernd- ara og helsta stuðningsmanni Beethovens á fyrstu árum hans í Vín. Hirðsiðakröfur þessa greifa fóru að lokum svo í taugarnar á tón- skáldinu að upp úr sauð. En þetta tríó ber þakklæti og vinarhug Beethovens til Lic- hnovsky fagurt vitni, þrátt fyrir allt. Tríóið streymir fram sem frjáls lækur í anda Mozarts í öruggum farvegi að hætti Haydens, en það er þó alltaf djarfur fullhuginn Beetho- ven sem ræður falli vatnsins. Píanó, fiðla og selló er samleiks- lag sem gerir miklar kröfur til flytj- enda og gæti m. a. verið ástæðan fyrir því hve sjaldan slík tríó heyr- ast á tónleikum þrátt fyrir að mörg öndvegistónverk hafi verið samin fyrir þá hljóðfæraskipan. Tríó Eyjafjarðar er að hefja veg- ferð sína á tónleikasvið og stígur með djörfung og einlægni á fjöl. Mildur og fallegur blær ein- kenndi upphaf fyrsta þáttar og mik- ið öryggi og nákvæmni. Sú krafa stofutónlistarinnar „að leika með eyrunum“ var í heiðri höfð og samstilling í „tenuto“- og „stakkató“-leik, milli hljóðfæra í upphafs- og lokaþætti, var hárná- kvæm. Þrátt fyrir tæknilega fágun var tjáning í tónum rík og frjó. Þarna fékk hinn ungi Beethoven að skila þeim boðum „að það eru til margir prinsar en bara einn Beethoven.“ Ég vona að þessir tónleikar verði Tríói Eyjafjarðar hvatning til að ganga tríóbrautina, því hún er þeim greið. Tríó Eyjafjarðar í Ketilhúsinu TÓNLEIKAR Ketilhúsinu á Akureyri Tríó Eyjafjarðar: Lára Sóley Jóhanns- dóttir-fiðla, Ülle Hahndorf-selló og Daníel Þorsteinsson á píanó. Föstudaginn 4. maí 2007, kl 12:15. Á dagskrá; Píanótríó op. 1, nr.1 í Es-dúr eftir Beethoven þættir: I allegro, II aada- gio cantabile, III scherzo, allegro assai og IV finale, presto. Litlar freistingar  Jón Hlöðver Áskelsson HJÓNUNUM Barböru Árnason, fædd Moray Williams, og Magnúsi Á. Árnasyni var margt til lista lagt en nú má sjá hluta af verkum þeirra í Gerðarsafni, verk sem safninu hafa verið gefin. Barbara var ein- staklega fær myndskreytir og teikningar hennar, vatnslitamyndir og vatnslitaþrykk með því fallegra og sérstakara sem unnið hefur ver- ið hér á landi. Hún hreifst augljós- lega af austrænni list og einnig má sjá áhrif frá súrrealisma í myndum hennar. List hennar var fjölbreytt eins og það brot sem til sýnis er í safninu gefur til kynna. Teikningar hennar af börnum eru liprar og unnar af mikilli næmni og tilfinn- ingu, mjúkir drættir barnsandlits- ins hljóta að vera eitt af erfiðustu viðfangsefnum teiknara. Hér má meðal annars sjá myndir af Maríu Guðmundsdóttur fyrirsætu, sem seinna varð fræg fyrirsæta, teikn- ingar sem gerðar voru þegar hún var tveggja ára og hún hefur nú gefið safninu. Það er líka skemmti- legt að sjá teikningar Barböru í sömu andrá og teikningar eftir Gerði Helgasdóttur sem er að finna í sama sal, þessar konur fóru ólíkar leiðir í listinni en fylgdu samt tíð- arandanum hvor um sig. Eiginmaður Barböru, Magnús Ársæll Árnason var fjölhæfur lista- maður og hér sjást höggmyndir eft- ir hann. Mannamyndir voru honum hugleiknar en hann málaði einnig nokkuð af landslagsmyndum. Það fer ekki mikið fyrir þessari litlu sýningu en hér kemur þó ágæt- lega fram hversu fjölhæf listakona Barbara var og hæfileiki þeirra hjóna beggja við gerð portrett- mynda, geiri innan myndlistarinnar sem ekki fer mikið fyrir í samtím- anum. Mjúkir drættir MYNDLIST Gerðarsafn Til 26. maí. Opið alla daga nema mán. frá kl. 11–17. Fullorðnir kr. 400, eldri borgarar og ör- yrkjar 200. Ókeypis á fös. Barbara Árnason og Magnús Á. Árnason Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.