Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 8

Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is VEITINGAMENN mega eiga von á því að fá sendan upplýsingapakka frá Lýðheilsustöð á næstu dögum þar sem breytingar á lögum um tób- aksvarnar eru útlistaðar, en í þeim felst m.a. að reykingar verða alfarið óheimilar inni á veitinga- og skemmtistöðum, og á það einnig við um sérstök reykherbergi og -svæði. Eftir að lögin taka gildi er ábyrgð rekstraraðila mikil þar sem þeirra er að sjá til þess að gestir fái notið sín í reyklausu andrúmslofti. Samkvæmt lögunum eru heil- brigðisnefndir sveitarfélaga og Vinnueftirlit ríkisins eftirlitsaðilar með því að reykingabanninu sé framfylgt. Samkvæmt upplýsingum sem þar fengust mun bannið ekki hafa í för með sér meira eftirlit en talist getur hefðbundið og er að mestu bundið við kvartanir, annað- hvort starfsfólks eða viðskiptavina. Í upplýsingum Lýðheilsustöðvar er m.a. útlistað hvað veitingamenn eiga að gera ef viðskiptavinir virða ekki lögin. Þar segir að fyrst skuli benda viðkomandi á merkingar um að bannað sé að reykja, útskýra að samkvæmt lögum séu reykingar ekki leyfðar innanhúss, vísa á svæði þar sem reykingar eru leyfðar, neita um þjónustu og ef ekkert virkar skal vísa viðkomandi á dyr – jafnvel með aðstoð dyravarðar eða yfirmanns. Telja verður flókið að sjá hvaða viðurlögum beita á en í lögum um tóbaksvarnir kemur fram að það varði mann sektum haldi hann áfram að reykja í húsnæði þar sem það er bannað, enda hafi umráðamaður húsæðisins veitt honum áminningu. Eftirlitsaðilar sem Morgunblaðið hafði samband við könnuðust hins vegar ekki við að sektargreiðslum hefði verið beitt vegna þessa, né hversu háar þær kynnu að vera. Jafnframt er þess getið í reglugerð um takmarkanir við tóbaksreyking- um að eftir því sem við á sé hægt að beita ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um og ákvæðum laga um hollustu- hætti og mengunarvarnir. Vandamálin verða leyst Tómas Kristjánsson er fram- kvæmdastjóri 101 heildar sem rekur m.a. skemmtistaðina Sólon og Thor- valdsen Bar. Hann er jákvæður í garð bannsins og segir að þau vanda- mál sem komi upp verði leyst. Hann á ekki von á að gerðar verði ráðstaf- anir með reykingasvæði utanhúss, alla vega ekki þegar í stað. Tómas reiknar jafnframt með því að almenningur muni sinna hlutverki eftirlitsaðila. „Ég held að menn láti ekki bjóða sér það ef einhver tekur upp sígarettu og mín tilfinning er sú að þetta verði þannig almennt.“ Er að láta útbúa athvarf Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofunnar, er að láta útbúa tjald þannig að reykingamenn hafi hjá honum athvarf. Hann er einn harð- asti andstæðingur breytinganna og segir m.a. að stjórnvöld hafi brotið jafnræðisregluna. „Þeir eru að gefa ákveðnum mönnum tækifæri á að búa til tjöld utanhúss en það hafa ekki allir tækifæri til þess og þar með brjóta þeir á fjöldamörgum.“ Auk þess segir Kormákur óljóst hvernig banninu verði framfylgt. „Ef það eru tveir að vinna en þrjátíu manna hópur sem ákveður að reykja þá getum við afar lítið gert,“ segir hann og vísar að endingu í tölur frá Skotlandi en þar hafa veitingamenn orðið fyrir töluverðum tekjumissi eftir að reykingabann var sett á. Líkt og Kormákur bendir á eru ekki allir sem geta komið fyrir svæði úti við og Guðmundur Kristinsson, rekstraraðili Næsta bars, er einn af þeim. Hann segir að banninu verði framfylgt en telur að farin hafi verið röng leið. „Mér fannst þetta vera að þróast í þá átt að sumir væru með reyklaust og aðrir ekki. Ég er gjörsamlega á móti svona bönnum, við erum með 22 ára aldurstakmark og maður skyldi nú ætla að fólk hefði eitthvað um sín mál að segja þegar það er komið á þann aldur,“ segir Guðmundur og tekur fram að allt hans starfsfólk reyki í þokkabót. Sjálfur ætlar hann að hætta að reykja þegar bannið verður sett á. Rekstraraðilar verða að tryggja reykleysi gesta Morgunblaðið/Ásdís Bannað Gestir veitinga- og skemmtistaða mega ekki reykja innandyra frá 1. júní nk. en þá ganga í gildi breyt- ingar á lögum um tóbaksvarnir. Lögin hafa það að markmiði að hlífa starfsfólki við óbeinum reykingum. Eftir Evu Hrund Hlynsdóttur og Baldur Arnarson „KOLVIÐUR er vefsíða sem er opin öllum, ein- staklingum og fyrirtækjum, og þarna gefst öllum tækifæri á að kolefnisjafna hlut samgöngutækja sinna, bifreiða, og vegna flugferða, með skógrækt,“ segir Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kolviðar, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vígði vefinn í Grasagarðinum í gær. Með hugtakinu kolefnisjöfnun er átt við það að einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt gróðursetn- ingu plantna sem áætlað er að bindi jafn mikið magn gróðurhúsalofttegunda og stafar frá sam- göngutækjum þeirra og flugferðum. Varð forsetinn fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna bíl sinn, sem hann sagðist þó í léttum tóni ekki aka mikið á sjálfur, og er kostnaður við að kaupa slíka kolefn- isbindingu á hverja bifreið á ári að jafnaði sem svar- ar verðinu á eldsneytinu á einum bensíntanki. Plönturnar verða gróðursettar á Geitarsandi, ógrónu svæði sem þykir henta vel til skógræktar og er að sögn Soffíu reiknað með að viðtökur almenn- ings verði góðar. „Við gerðum samning við Land- græðsluna til 90 ára sem er mjög mikilvægt því það er reiknaður binditími skógarins,“ segir hún og bætir við að skógræktarfélög og/eða verktakar muni sjá um að gróðursetja plönturnar. Þegar sé byrjað að skoða önnur ræktarsvæði. Allar ferðir stjórnarinnar kolefnisjafnaðar Þegar er búið að kolefnisjafna öll farartæki stjórnarráðsins og frá og með 1. janúar nk. mun öll- um ráðuneytum og ríkisstofnunum verða gert skylt að kvitta fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum og flugferðum starfsmanna. Kaupþing hefur þegar látið kolefnisjafna allar ferðir starfsmanna, líkt og Orkuveitan, annar bak- hjarl verkefnisins, og telur Ingólfur Helgason, for- stjóri bankans á Íslandi, þetta framlag bankans bara byrjunina, stuðningur við umhverfismálin sé að festa sig í sessi í atvinnulífinu. Í stjórn Kolviðar sitja, auk Soffíu, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Magnús Jóhannesson, Brynjólfur Jónsson, Björgólfur Thor- steinsson og Bergur Sigurðsson. Kvittað fyrir kolefnislosunina  Forsetinn opnar vefinn Kolvidur.is  Tímamót í skógrækt og loftslagsmálum  Forstjóri Kaupþings á Íslandi segir stuðning bankans bara vera byrjunina Morgunblaðið/Árni Sæberg Opna Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Kolviðar, og Ólafur Ragnar skoða síðuna. SAMKVÆMT nýjum ákvæðum í lögum um tóbaks- varnir sem taka gildi 1. júní nk. verða reykingar alfarið bannaðar í þjónusturými sem almenningur hefur að- gang að. Þar er átt við „öll húsakynni undir þaki, föstu eða hreyfanlegu, svo og samkomutjöld og sýningar- tjöld, sem almenningur hefur aðgang að vegna við- skipta og veittrar þjónustu og þátttöku í menningar- og félagsstarfsemi,“ líkt og segir í lögunum. Hins vegar má leyfa reykingar á útisvæðum stofn- ana, fyrirtækja og félagasamtaka, ef þau eru undir beru lofti, eða alla vega ekki lokuð algjörlega af. „Sé útisvæði undir þaki, föstu eða hreyfanlegu, má aðeins leyfa þar reykingar ef svæðið er að hámarki lok- að með veggjum eða öðru að ¾ hlutum og nægjanlegt loftstreymi tryggt upp í gegnum þak eða meðfram þak- skeggi.“ Útisvæði reykingamanna má ekki loka af Föstudagsins 1. júní 2007 verður minnst sem fyrsta reyklausa dagsins á skemmtistöðum landsins, þ.e.a.s. ef rekstraraðilum tekst að hafa hemil á reykingaþörf gesta sinna þegar líða tekur á kvöldið. ÁRBÓK Ferða- félags Íslands 2007 er komin út, sú átttugasta í ritröðinni, en bókin hefur kom- ið út samfellt frá árinu 1928. Að þessu sinni er ár- bókin um Húna- þing eystra og ritar hana Jón Torfason frá Torfalæk. Í bókinni er lýst náttúrufari og staðháttum og er rík af sögum og sögnum, segir í fréttatilkynningu. Flestir þekkja Vatnsdalshóla en forvitnileg og lítt þekkt náttúru- fyrirbæri er víðar að finna eins og lýst er í bókinni. Þar má t.d. nefna Kattaraugað í Vatnsdal og fossa- röðina í gljúfri Vatnsdalsár. Bókar- höfundur leiðir lesanda um grósku- mikla og söguríka dali milli hárra fjalla, út á ystu strendur Skagans, móti opnu íshafi og loks fram til heiða og afréttarlanda. Sveinbjörg Sveinsdóttir og Jón Viðar Sigurðsson tóku myndir fyrir bókina en víðar var leitað fanga. Þá prýða bókina kort Guðmundar Ó. Ingvarssonar. Átttugasta árbókin frá FÍ VARÐSKIP hefur undanfarið haft það aukaverkefni að leggja út fimm hlustunardufl sem ætluð eru til að hlusta eftir jarðskjálftum og hvala- ferðum. Verkefnið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veður- stofnunina, NOAA. Verkefnið er leitt af líffræðingi frá NOAA sem hefur sérhæft sig í að greina hljóð hvala eftir tegund- um og jafnvel einstaklingum. Jarð- vísindastofnun HÍ nýtir upplýsing- arnar sem hlustunarduflin safna til að staðsetja jarðskjálfta betur en áður. Hafrannsóknarstofnun er aðili að verkefninu. Hlusta hvali og jarðskjálfta KÓMEDÍULEIKHÚSINU á Ísafirði hefur verið boðið á einleikjahátíð- ina Albamono í Albaníu með leikinn Gísla Súrsson. Um er að ræða al- þjóðlega leiklistarhátíð 21. – 25. maí. Þetta er í þriðja sinn sem leik- húsið sýnir verkið erlendis og verð- ur sýnt á íslensku, segir á bb.is. Fyrri viðkomustaðir eru Hannover og Lúxemborg og áætluð er ferð til Úkraínu á næsta ári. Borist hafa boð frá Makedóníu og Hvíta- Rússlandi. Elfar Logi Hannesson og Jón Stefán Kristjánsson eru höf- undar leiksins um útlagann Gísla Súrsson. Elfar Logi leikur og Jón Stefán leikstýrir Gísli Súrsson í útrás KARLMAÐUR á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis á mánudag en hann er grunaður um ölvunarakstur. Tildrög slyssins voru þau að tveir bílar voru kyrr- stæðir aftan við strætisvagn sem hafði numið staðar við biðskýli. Bíll mannsins kom þá aðvífandi og lenti aftan á öðrum bílnum sem kastaðist síðan áfram á þann þriðja. Bíll tjónvaldsins skemmdist sýnu mest en hann vildi alls ekki láta kalla til lögreglu og forðaði sér af staðnum með látum. Við það mátti litlu muna að ófrísk kona yrði fyrir bíl hans en konan var ökumaður bílsins sem maðurinn ók á. Nokkur vitni voru að atvikinu og því fékk lögreglan góða lýsingu á kauða sem fannst á öldurhúsi skömmu síðar. Ökuþrjótur tekinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.