Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
ÞAÐ VAR mikið um að vera á
bryggjunni á Vopnafirði í vikubyrj-
un þegar verið var að landa í fyrsta
skiptið upp úr Lundey NS 14. Skipið
er nýjasta skip HB Granda og hefur
nýlega hafið veiðar á kolmunna.
Þegar búið var að landa og þrífa
skipið var athöfn þar sem séra Stef-
án Gunnlaugsson, sóknarprestur á
Vopnafirði, blessaði skipið og áhöfn.
Síðan var fólki boðið að skoða skipið
og þiggja veitingar.
Lundey var smíðuð sem síðutog-
ari í Þýzkalandi árið 1960 og hét síð-
ast Guðrún Þorkelsdóttir SU, þar
áður Jón Kjartansson SU, en í upp-
hafi Narfi RE.
Lítill kraftur í
kolmunnaveiðum
Á sunnudag og mánudag var verið
að skipa út um þúsund tonnum af
mjöli og á þriðjudag var skipað út
1.100 tonnum. Faxi RE kom með
fullfermi af kolmunna um hádegið
og von var á Ingunni AK um mið-
nættið, líka með fullfermi. Ekki hef-
ur verið mikill kraftur í kolmunna-
veiðunum undanfarið. Þá hafa
nýsettar takmarkanir á fjölda ís-
lenskra skipa, sem mega stunda
veiðar í færeyskri lögsögu, dregið úr
líkum á því að kolmunnakvótinn ná-
ist að þessu sinni.
Einar Víglundsson, vinnslustjóri
HB Granda á Vopnafirði segir að nú
sé kolmunninn allur bræddur í landi.
Ekki hafi fundizt leið til að vinna
hann þar til manneldis, vegna þess
að illa gangi að koma honum
óskemmdum að landi. Því virðist
eina leiðin til að vinna hann til
manneldis að frysta hann úti á sjó.
Hann gerir ráð fyrir að byrjað verði
að frysta norsk-íslenzka síld upp úr
miðjum ágúst og síðan taki íslenzka
sumargotssíldin við þegar komi
fram á haustið.
Lundey NS í heimahöfn á
Vopnafirði í fyrsta sinn
Ljósmynd/Jón Sigurðsson
Skip Lundey er gamalt og gott skip, smíðað sem síðutogari í Þýzkalandi árið 1960, en hefur verið breytt mikið
síðan. Síðast var hún gerð út frá Eskifirði og hét þá Guðrún Þorkelsdóttir.
EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst
leggja fram áætlun til að taka á þeim
efnahagslegu áhrifum sem fyrirhug-
að bann við brottkasti á fiski kann að
hafa. Mun áætlunin liggja fyrir fyrir
lok þessa árs. Eins og staðan er í dag
er ólöglegt að koma með fisk utan
eða umfram heimildir að landi.
Brottkast er því eina leiðin til að
koma í veg fyrir það og í raun er það
ekki aðeins löglegt, heldur skylda.
Joe Borg, framkvæmdastjóri sjáv-
arútvegsmála innan ESB, segir að
áætlunin verði vandlega undirbúin
og það gangi ekki að líta einungis á
brottkast sem umhverfisvandamál,
það verði að skoða aðrar hliðar líka,
svo sem þær efnahagslegu.
Bein áhrif á afkomu
„Hvaða sjómaður mun halda verð-
litlum fiski á kostnað hins verðmeiri
þegar pláss um borð er takmarkað?
Það er hægt að skilja ákvarðanir
eins og brottkast undir slíkum kring-
umstæðum. Þar ræður afkoman
ferðinni en á hinn bóginn eru þess
háttar ákvarðanir torskildar í ljósi
þess að fiskistofnar eiga undir högg
að sækja. Brottkast á fiski hefur bein
áhrif á afkomu sjómanna, en engu að
síður hefur það bein og mjög nei-
kvæð áhrif á auðlindina, sem sjó-
menn byggja afkomu sína á,“ segir
Borg.
Evrópusambandið er einnig að
auka baráttuna gegn ólöglegum fisk-
veiðum og segir Borg að hertum
reglum sé ekki beint gegn sjávarút-
veginum sem slíkum, heldur sé ætl-
unin að fá hann til samvinnu til þess
að ná því nauðsynlega markmiði að
veiðarnar verði sjálfbærar.
ESB bregst
við brott-
kastinu