Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 16

Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING AMERÍSKI saxófónleikarinn og rapparinn Luther Thomas og íslenski saxófónleikarinn Matthías V. Baldursson halda tónleika á Domo bar, Þing- holtsstræti 5, í kvöld, föstu- dagskvöldið 18. maí, kl. 23. Með þeim félögum spila: Eddi Lár á gítar, Egill Ant- onsson á hljómborð, Ingólfur Magnússon á bassa og Jón Óskar Jónsson á trommur. Fönk, dans og stuð er þema kvöldsins og því um að gera að skella sér á Domo og fá sér snúning. MySpace síða Matthíasar er: www.myspace.- com/mattisax. Tónleikar Fönk, dans og stuð er þema kvöldsins Leikið verður á saxófón. EGILL Árni Pálsson ten- órsöngvari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda einsöngstónleika í Langholts- kirkju í Reykjavík í kvöld kl. 20. Egill Árni er söngnemandi við Söngskólann í Reykjavík og eru tónleikarnir þáttur í út- skrift hans. Á efnisskránni eru m.a. aríur frá árdögum ítalskar óperu, ís- lenskir tenórsöngvar eftir Sig- valda Kaldalóns og Sigurð Þórðarson, ljóða- söngvar eftir Wilhelm Peterson-Berger og Richard Strauss og aríur úr óperum og óperettum eftir Verdi, Puccini og Lehár. Aðgangur ókeypis. Tónleikar Aríur frá árdögum ítalskrar óperu Kristinn Örn Kristinsson ÁRLEGIR vortónleikar Skátakórsins fara að þessu sinni fram í Grensáskirkju á morgun, laugardaginn 19. maí, og hefjast kl. 16. Tónleikadagskráin sam- anstendur af íslenskum þjóð- og ættjarðarlögum, ensku létt- meti og íslenskum skátalög- um. Auk tónleikadagskrár Skátakórsins, undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur, verða gestir hvattir til þátttöku í fjöldasöng við gítarundirleik og skátar úr Kópum í Kópavogi munu flytja skemmtiatriði. Miðaverð er 1.000 kr. Tónleikar Vortónleikar Skáta- kórsins á morgun Hluti Skátakórsins. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ ER til leikhópur sem leikur á bullmáli, hann er kominn hingað til lands og verður með sýningar í Borgarleikhúsinu um helgina. Leik- hópurinn nefnist Jo Strömgren Kompani og hefur það að markmiði að sameina leikhús og dans. „Þetta er sýning sem er á milli dans, leikhúss og ég veit ekki hvers. Það er erfitt að skilgreina verk okk- ar, við ferðumst mikið og þegar fólk hrífst af þessu hvert sem við förum finn ég ekki þörf til að skilgreina það sem við gerum,“ segir Jo Ström- gren, stofnandi leikhópsins, og einn þekktasti dansleikhúshöfundur Norðurlanda. Strömgren segir sérstöðu hópsins vera abstrakt tungumál sem talað er í hverri sýningu. Hann byrjaði að nota málið í sýningarnar því honum fannst svo erfitt að ferðast með leik- hússýningar milli landa vegna tungumálaörðugleika. „Ég fór að nota tungumál eins og við notum í dansinum þar sem við túlkum til- finningar með hreyfingunum og það hefur opnað fleiri dyr fyrir okkur en lokað. Það er hljómfallið í bullmál- inu og hreyfingarnar sem fylgja sem segja meira en mörg orð ef svo má segja,“ segir Strömgren og hlær. Verkið sem leikhópurinn sýnir hér á landi heitir Spítalinn og fjallar um þrjár hjúkrunarkonur sem bíða eftir að sjúklingur birtist á spít- alanum, en þar eru sjúklingar sjald- séðir. Leikhópurinn notar íslensku sem fyrirmynd í Spítalanum og er tónlist eftir Hauk Morthens notuð í sýning- unni. „Í hverri sýningu notum við alvö- rutungumál sem grunninn að bull- málinu og alltaf nýtt mál í hvert skipti. Við höfum sett upp um fimm- tán sýningar á þennan hátt hingað til og nú í Spítalanum notum við ís- lensku sem grunninn. Við höfum ferðast með verkið til sautján landa og erum nú stressuð yfir því að koma til Íslands þaðan sem tungu- málið kemur, erum hrædd við við- brögðin um leið og við hlökkum til,“ segir Strömgren og flissar um leið. Spítalinn verður sýndur 18., 19. og 20. maí í Borgarleikhúsinu. Jo Strömgren Kompani með þrjár sýningar í Borgarleikhúsinu um helgina Íslenska grunnur að bullmáli Í HNOTSKURN » Jo Strömgren Kompani varstofnað í Noregi árið 1998 og var markmiðið sett á að sameina leikhús og dans. » Strömgren hefur starfaðmeð Íslenska dansflokknum við verkið Kraak og er aftur von á honum til landsins í haust til starfa hjá Borgarleikhúsinu. » Spítalinn og var saminn 1995í Ríga. » www.jskompani.no. VERKIÐ Spítalinn, sem Jo Strömgren Kompani sýnir hér um helgina, fjallar um þrjár hjúkrunarkonur sem bíða eftir að sjúklingur birtist á spítalanum. Íslenskt tungumál er grunnurinn að bullmálinu sem talað er í þessu leik- verki sem er blanda af dansi og leikhúsi. Tónlist eftir Hauk Morthens er einn- ig leikin í verkinu og segir Strömgren hann vera í miklu uppáhaldi. Beðið eftir sjúklingi MÁLVERKIÐ Grænt bílslys, eftir listamanninn Andy Warhol seldist á 71,7 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 4,5 milljarða íslenskra króna hjá uppboðshaldaranum Christies í New York, og hefur verk eftir lista- manninn aldrei selst áður fyrir svo háa upphæð. Málverkið sýnir logandi bíl á hvolfi en Warhol málaði það árið 1963. Önnur mynd eftir Warhol, Le- mon Marilyn, eða ,,sítrónu Marilyn, seldist á 28 milljónir dala, eða sem svarar 1,7 milljörðum króna. Met var einnig sett hjá sjálfum uppboðshaldaranum, en verk fyrir 385 milljónir dala seldust á uppboð- inu þar sem verk eftir m.a. Damien Hirst, Jasper Johns, Gerhard Richt- er og Donald Judd voru boðin upp. Grænt bílslys á metupphæð Verk Andy Warhol fór á 4,5 milljarða kr. Sítróna Verkið Lemon Marilyn eft- ir Andy Warhol. Menningarvitinn vill rifja upp og árétta eftir-farandi. Menning samtímans er margsag(n)a. Engin einn sannleikur er ráðandi og orðræðan er flæðandi. Hnattvæðingin hefur ýtt und- ir og raunar upphafið samræðu ólíkra sjónarhorna, bæði þjóða, þjóðarbrota og einstakra hópa og ein- staklinga á öllum sviðum mannlífsins. Margir telja að þetta sé lykillinn að umburðarlyndi og skilningi en aðrir sakna hinna skýru lína og telja ástandið ein- kennast af botnlausri fjölhyggju sem leiði til ringul- reiðar og róttækrar afstæðishyggju.    Í listum hefur þessi áhersla á samræðu birst meðýmsum hætti. Kannski eru augljósustu áhrifin í endurnýjuðum og auknum áhuga á jaðarsvæðum listheimsins. Íslendingar hafa notið góðs af þessu ekki síður en önnur svæði sem hingað til hafa verið nánast afskipt í vestrænni og hingað til einrænni miðjunni.    En samræðan birtist einnig með skýrum hætti ífagurfræði. Í stað afmarkandi skilgreininga á list, formi hennar og efni, er komið fjölrása kerfi þar sem allt er leyfilegt eins og klisjan segir. Ein af meg- inbreytingunum er þó kannski sú að hið alltumlykj- andi sjálf listamannsins, sem þótti merkingarmiðja hvers verks, hefur vikið. Listin gerist nú ekki síður innra með áhorfandanum. Um leið hafa margar áður stíflaðar flóðgáttir verið opnaðar. Viðfangsefni list- arinnar er þannig ekki endilega efni og form heldur samspil eða samræða verks við umhverfi sitt í víðum skilningi. Og í stað þess að verkið segi eina sögu, einsögu, þá er það hlutur, eða ekki hlutur, sem skap- ar óteljandi möguleika, sagnaflóð; hvert verk er margsaga um stað og stund.    Í samræðumenningu samtímans felst viðurkenningá því að sérhver texti, sérhvert hugtak hefur orð- ið til í samspili við aðra texta, önnur hugtök. Til þess að skapa nýjan texta og nýja þekkingu verður sam- ræðan að halda áfram. Um það fjallar Listahátíð í Reykjavík kannski umfram allt. Um hvað fjallar hátíðin? MENNINGARVITINN Þröstur Helgason vitinn.blog.is „ÉG sá Cymbeline eftir William Shakespeare í flutningi leikhópsins Cheek by Jowl og fannst það frá- bært. Það er æðislega gaman að fá svona sýningu hingað til lands. Mér fannst mjög heillandi að sjá þeirra efnistök og tækni og hvernig hóp- urinn nálgast þetta gamla leikverk eftir Shakespeare, svo ég hafði gaman af,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir Þjóðleikhússtjóri um það sem hún hefur séð á Listahátíð í Reykja- vík. „Ég er líka búin að sjá frönsku trúðasýninguna Les Kunzt. Þannig að annars vegar hef ég séð skemmtileg trúðslæti og svo hins- vegar hárnákvæma og fína leik- húsvinnu hjá þessum Bretum í Cheek by Jowl,“ segir Tinna og bætir við að svo auðvitað hafi hún kíkt á Risessunna og föður hennar Risann. Hvernig var? Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhús- stjóri sá Cymbeline eftir Shakespeare Tinna Gunnlaugsdóttir ♦♦♦ Dagskráin í dag  Viröld fláa – ópera eftir Haf- liða Hallgrímsson í flutningi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Hljóm- sveitarstjóri: André de Ridder. Í Háskólabíói kl. 19.30.  San Francisco-ballettinn 3. sýning í Borgarleikhúsi kl. 20.  Cymbeline eftir William Shakespeare. 4. sýning Cheek by Jowl í Þjóðleikhúsinu kl. 20.  Gyðjan í vélinni – viðburður í varðskipi. 4. sýning í varðskipinu Óðni kl. 20. Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ................................ listir.blog.is www.listahatid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.