Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 22
daglegt líf
22 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
gafst Víkverji upp og
ók yfir borgina endi-
langa til að spyrja
starfsmennina í eigin
persónu hvort þeir
ættu hlutinn, sem
hann vantaði.
Þegar Víkverji
mætti í verzlunina
sagði hann sínar farir
ekki sléttar; hann
hefði bæði hringt og
sent tölvupóst og eng-
in svör fengið. „Ekki
ég heldur,“ gall í konu
sem stóð að baki
skrifara.
Loks var upplýst að
fyrirtækið ætti vara-
hlutinn til. Hann var bara ekki til
í búðinni, heldur á lagernum uppi
í Hálsahverfi – þaðan sem Víkverji
var að koma! Eftir að hafa ekið
alla leið til baka fékk Víkverji loks
það sem hann vantaði.
Nokkrum dögum síðar fékk Vík-
verji svo svar í tölvupósti við fyr-
irspurn sinni um það hvort vara-
hluturinn væri til. Texti
tölvupóstsins var svohljóðandi:
„Já“. Engin undirskrift, engin
kveðja, engar upplýsingar um að
sækja þyrfti hlutinn á lager uppi í
Hálsahverfi.
Þegar þarna var komið sauð á
Víkverja. Sem var kannski bara
viðeigandi, enda heimilistækið sem
um ræddi heitur pottur.
Ósköp er leiðinlegtþegar fyrirtæki
geta ekki með nokkru
móti svarað fyr-
irspurnum við-
skiptavina svo vel sé.
Víkverja vantaði á
dögunum varahlut í
heimilistæki, sem
hann keypti í fyr-
irtæki í Ármúla.
Hann byrjaði á því að
hringja í fyrirtækið
til að spyrja hvort
það ætti varahlutinn
til. Þrjár tilraunir til
að ná í starfsmenn í
viðkomandi deild
báru engan árangur –
þeir tóku aldrei símann.
Þá spurði Víkverji símadömuna
hvort hún gæti tekið skilaboð og
beðið mennina að hringja í Vík-
verja. Víkverja rak satt að segja í
rogastanz við svör símadömunnar;
hún sagði að það væri nú ekki lík-
legt til að bera árangur, þeir svör-
uðu sjaldnast skilaboðum.
Þegar skrifari hafði náð and-
anum eftir þessi furðulegu svör
spurði hann hvað væri þá til ráða.
Símadaman gaf honum upp tölvu-
póstföng hjá viðkomandi starfs-
mönnum og stakk upp á því að
Víkverji sendi þeim fyrirspurn í
tölvupósti um það hvort varahlut-
urinn væri til. Þetta gerði Vík-
verji. Ekkert svar barst og loks
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Landsliðskokkurinn
Bjarni Gunnar Krist-
insson eldar humarhala
og kryddbrauð fyrir vef-
varp mbl.is þessa vikuna.
Humarhalar
með hvítlauk
1 k humarhalar í skel
½ búnt flatblaðssteinselja
eða kóríander
1 hvítlauksgeiri
2 msk. ólífuolía eða smjör
(gott er að nota kryddsmjör)
1 msk. maldon sjávarsalt
Klippið ofan í humarskeljarnar
með skærum og brjótið skeljarnar
þannig að hægt sé að setja hum-
arkjötið ofan í skeljarnar eftir eldun.
Skerið í humarinn og fjarlægið
svörtu görnina. Líka er hægt að nota
humarinn skelflettan eða setja hann
á grillpinna. Saxið steinseljuna eða
kóríanderinn. Afhýðið og pressið
hvítlauk og hrærið saman við ólífu-
olíu. Penslið humarinn með hvít-
lauksolíunni og stráið maldon sjáv-
arsalti og saxaðri steinselju yfir.
Steikið á pönnu, Grillið í ofni eða á
útigrilli.
Kryddbrauð með fetaosti
450 g hveiti
½ msk. salt
30 g sykur
12 g ger
2 msk. blandaðar kryddjurtir, 230 g
rjómaostur
1 egg
200 ml mjólk
½ búnt timjan (garðablóðberg)
½ dós fetaostur í kryddlegi
Fyrir 4-6
Kryddbrauð er mjúkt brauð sem
auðvelt er að nota til að hreinsa leif-
ar af góðri sósu af diski eða hvít-
laukssmjörið með humrinum svo
ekkert fari til spillis.
Þurrefnunum blandað saman,
kryddjurtirnar saxaðar smátt niður,
helmingurinn af fetaostinum mulinn
niður og blandað við, rjómaosturinn
og mjólkin sett saman við að síðustu
og svo hnoðað vel saman. Mótað í
bakka og látið standa í 30 mín. Bætið
við restinni af fetaostinum og olíunni
af ostinum líka. Bakað á 180°c í 15-25
mín eða þar til brauðið verður ljós-
brúnt að lit. Hentar vel í tapas eða
með humar.
Humarhalar
og kryddbrauð
Það vakti athygli á kosningavökuí húsi við Ránargötu
morguninn eftir kosningar þegar
Fréttablaðið barst inn um lúguna
með þau tíðindi að stjórnin væri
fallin. 30 þúsund eintökum var
dreift af þeirri útgáfu blaðsins, en
um nóttina var forsíðunni breytt.
Hjálmar Freysteinsson, læknir á
Akureyri, orti þegar honum barst
forsíðufregnin:
Verulega vel er þar
að verki staðið.
Fyrst með kosningafréttirnar
varð Fréttablaðið.
Davíð Hjálmar Haraldsson
hlustaði á fréttir af því að sárir
framsóknarmenn þinguðu fyrir
luktum dyrum um
stjórnarsamstarfið. Fréttamaður
hafi sagt að þar væru menn afar
þungbúnir og Guðni Ágústsson
segði loft lævi blandið. Davíð
Hjálmar orti:
Áköf heyrast ekkasog,
illa sárin skurnar.
Loftið blandið lævi og
luktar eru durnar.
Kristján Bersi Ólafsson orti
þegar hann heyrði af
stjórnarslitum Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks í gær:
Úr stjórnarráðinu Framsókn fer,
fjarr’er að ég það tregi.
En kristileg hennar afsögn er,
– á uppstigningardegi!
Af stjórn og
durum
VÍSNAHORN
pebl@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn