Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. OPIN STAÐA Tólf ára stjórnarsamstarf Sjálf-stæðisflokks og Framsóknar-flokks var nánast ótrúlega far- sælt þegar til þess er horft í ljósi sögunnar. Mestan hluta 20. aldarinn- ar voru þessir tveir flokkar helztu andstæðingarnir í íslenzkum stjórn- málum og börðust um að veita rík- isstjórnum forystu. Framsóknar- flokkurinn var í þeirri stöðu að geta ýmist samið til hægri eða vinstri. Það var lengi sérstakt markmið forystu- manna Framsóknarflokksins að halda Sjálfstæðisflokki utan ríkis- stjórnar. Í stórum dráttum gekk samstarf flokkanna í ríkisstjórn vel og kannski má skýra það að einhverju leyti með breyttri stöðu Framsóknarflokksins. Flokkurinn hefur seinni árin ekki verið í þeirri lykilstöðu, sem hann var í fram eftir 20. öldinni og þess vegna ekki litið svo á, að hann væri í sam- keppni við Sjálfstæðisflokkinn eins og áður fyrr. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn í annað sinn á tæpum einum og hálfum áratug komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé hægt að byggja stjórnar- samstarf á eins atkvæðis meirihluta á Alþingi. Þess vegna verður að líta svo á, að þessi afstaða sé orðin viðmið, sem móti afstöðu manna í framtíð- inni. Þetta breytir hins vegar mögu- leikum til stjórnarmyndana í grund- vallaratriðum og þeim fækkar mjög. Það er umhugsunarefni, hvers vegna það var hægt í Viðreisnarstjórninni í átta ár en ekki nú. Kannski er skýr- ingin á þessu mati stjórnmálamanna sú, að hver og einn þingmaður hugsi nú meira um eigin hag en flokkshags- muni og þess vegna sé þetta mat þeirra raunsætt. Þegar Geir H. Haarde forsætisráð- herra biðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt í dag opnast staðan á vett- vangi stjórnmálanna. Þótt telja verði víst, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, leggi til við forseta, að hann veiti fráfarandi for- sætisráðherra umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar er ljóst, að for- seti Íslands hefur nú meira svigrúm til afskipta af stjórnarmyndun en hann hefur haft frá árinu 1987. Í þeim efnum getur sitt hvað óvænt gerzt eins og dæmin sanna og er þá ekki sízt vísað til stjórnarmyndunar í des- ember 1958, sem þáverandi forseti Ásgeir Ásgeirsson hafði afgerandi áhrif á. Samningaviðræður á milli Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar um nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála geta orðið erfiðar. Þannig er ljóst, að flokkarnir tveir eru ekki á einu máli um framþróun stóriðju á Íslandi. Samfylkingin hef- ur viljað hægja meira á þeirri þróun en Sjálfstæðisflokkurinn og verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verð- ur um þann stóra málaflokk. Í einu stóru máli eru þessir tveir flokkar á öndverðum meiði en það er í afstöðu til aðildar að Evrópusam- bandinu. Það hefur verið eindregin afstaða Sjálfstæðisflokksins að Ís- land eigi ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin hefur boðað þveröfuga stefnu. Nú má vel vera að Samfylkingin leggi enga áherzlu á þetta mál í samningavið- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn. En komi hins vegar til þess, að hún geri kröfu um að ná einhverju fram, vand- ast málið. Að mörgu leyti er svipuð staða í þessu máli í Sjálfstæðisflokknum eins og verið hefur í brezka Íhaldsflokkn- um, þar sem fylkingar Evrópusinna og andstæðinga hafa tekizt á og í raun klofið Íhaldsflokkinn í herðar niður í meira en áratug. Þótt það hafi verið hin formlega af- staða Sjálfstæðisflokksins að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina er auðvitað ljóst, að innan flokksins hafa alla tíð verið öfl, ekki sízt úr viðskiptalífinu, sem hafa verið hlynnt aðild að Evrópusambandinu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnar- myndunarviðræðum við Samfylk- inguna opnar með einhverjum hætti á aðild að Evrópusambandinu má gera ráð fyrir, að miklar deilur blossi upp um málið innan Sjálfstæðisflokksins. Þær deilur gætu orðið flokknum erf- iðar. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur lyft grettistaki í upp- byggingu löggæzlumála í ráðherratíð sinni og lagt áherzlu á margvíslegar umbætur í réttarkerfinu. Vegna þessa framtaks hefur ráðherrann leg- ið undir svæsnum árásum, ekki sízt frá einstökum þingmönnum Samfylk- ingarinnar. Það er auðvitað ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn getur í engu hvikað frá stefnumörkun dómsmála- ráðherra í samningaviðræðum við Samfylkingu, sem sýnir hversu erf- iðar þær gætu orðið. Loks má nefna enn eitt mál þar sem mikið hefur borið á milli þessara tveggja flokka en það er afstaðan til Íraksstríðsins. Eru það ekki tals- menn Samfylkingarinnar, sem hafa lýst því yfir, að fyrsta verk þeirra í ríkisstjórn yrði að taka Ísland af lista hinna „staðföstu og viljugu“? Það verður óneitanlega fróðlegt að fylgj- ast með því hvernig viðræðum um það mál lyktar á milli flokkanna tveggja. Erfiðasti hjallinn í samningavið- ræðum flokkanna tveggja verður þó áreiðanlega sá sem snýr að persónu- legum samskiptum fólks í forystu- sveitum þessara tveggja flokka. Auð- vitað reynir á þau samskipti í samningaviðræðum um stjórnar- myndun en ekki síður í daglegum samskiptum á vettvangi ríkisstjórn- ar. Það styrkir Sjálfstæðisflokkinn í þessum samningaviðræðum, að flokkurinn vann góðan sigur í kosn- ingunum á sunnudaginn var. Sam- fylkingin gengur veikari en ella til þessara samningaviðræðna vegna þess, að hún tapaði umtalsverðu fylgi í kosningunum svo og tveimur þing- mönnum. Á móti kemur, að aðild að ríkis- stjórn mun auðvelda Samfylkingunni að fást við þau djúpstæðu vandamál, sem eru á ferðinni í forystusveit flokksins. Þau vandamál mundu leiða til uppgjörs ef Samfylkingin væri ut- an ríkisstjórnar en ríkisstjórnaraðild mun gera flokknum kleift að sópa þeim vandamálum undir teppi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BAKSVIÐ Eftir Ómar Friðriksson og Guðmund Sv. Hermannsson Ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksog Framsóknarflokks, sem staðið hef-ur yfir á annan áratug, er á endarunnið. Engin ríkisstjórn hefur setið lengur samfellt að völdum í Íslandssögunni. Við- reisnarstjórnin sat í tæp tólf ár, þ.e. frá 20. nóv- ember 1959 til 14. júlí 1971. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks hefur verið við völd í rúm tólf ár, en hún var fyrst mynduð 23. apríl 1995. Davíð Oddsson stýrði ríkisstjórninni lengst allra sem forsætisráðherra eða frá upphafi stjórnarsamstarfsins til 15. september 2004. Þá varð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra til 15. júní 2006 er hann baðst lausnar og Geir H. Haarde tók við forsætisráðherraembættinu. Talsverðar mannabreytingar hafa verið gerðar á ráðherrahópnum á þessum árum og hafa sam- tals 27 stjórnmálamenn gegnt ráðherraembætti á stjórnartímabilinu. Fyrstu árin voru tíu ráð- herrar í ríkisstjórn en þeim fjölgaði í tólf 1999. Hefur ráðuneytum verið skipt jafnt milli flokk- anna mestallan tímann. Tímabil stöðugleika og velferðar Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur telur að ríkisstjórnin muni fá svipaðan dóm sögunnar og Viðreisnarstjórnin, „og þetta hafi verið tímabil stöðugleika og velferðar,“ segir hann en bætir við að undir lok Viðreisnartímabilsins hafi verið komin ákveðin þreyta í samstarfið. Þess hafi líka gætt núna þó meirihluti hafi haldist á þingi í kosningunum sl. laugardag, ólíkt því sem var eft- ir kosningarnar 1971 þegar Viðreisnarstjórnin fór frá. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði, segir það alla tíð hafa einkennt stjórn- ina, sérstaklega í kringum kosningar, að leggja áherslu á stöðugleika í efnahagsmálum og hag- vöxt. Af einstökum málum sem setja mark sitt á þetta tímabil nefnir Gunnar Helgi einkavæð- inguna, sér í lagi einkavæðingu viðskiptabank- anna, en einnig deilurnar í kringum uppbyggingu stóriðju vegna umhverfisáhrifa. Að mati Gunnars Helga er þó fjölmiðlamálið eitt eftirminnilegasta málið sem upp kom í tíð ríkisstjórnarinnar. Að hans mati varð það ríkisstjórninni erfiðast. ,,Stjórnin beið af því verulegan hnekki,“ segir hann. Gunnar Helgi er þeirrar skoðunar að stjórnarsamstarfið hafi að mestu leyti verið mjög friðsamlegt allan stjórnartímann. Það gæti þó hafa bitnað á Framsóknarflokknum að hafa ekki markað sér sérstöðu, að mati hans. Halldór Ás- grímsson hafi þó gert tilraun til þess að draga fram sérstöðu Framsóknarflokksins með yfirlýs- ingum og áherslum í Evrópumálunum. Guðni d v k P æ ó h K m O 2 a F u æ i r S i ú s G n a h s s e e v s H Á E r s m í m u s H i k s v B a á K Þ a s a k i l e a G i h u a F e tekur undir að stærstan hluta stjórnartímans hafi samstarfið verið friðsælt og það hafi í raun ekki verið fyrr en undir lok þess sem spenna hafi komið upp á yfirborðið, sem birtist í ágreiningi um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með 40 þingmenn eftir kosningarnar ’95 Ríkisstjórnin sem mynduð var 1995 tók við af stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem setið hafði í 4 ár en í þingkosningum þetta ár fengu stjórnarflokkarnir samtals 32 þingmenn af 63. Það þótti ekki nægilega traustur meirihluti á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur höfðu hins vegar 40 þingmenn saman, Sjálfstæðisflokkur 25 og Framsóknarflokkur 15. Tók Framsóknarflokkur við þeim ráðuneytum, sem Alþýðuflokkur hafði haft með höndum auk landbúnaðarráðuneytisins. Þegar stjórnin var fyrst mynduð var Davíð Oddsson forsætisráð- herra en auk hans voru ráðherrar Sjálfstæð- isflokks þeir Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Geir H. Haarde tók við embætti fjármálaráðherra af Friðriki árið 1998. Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra en aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins voru Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbún- aðarráðherra og umhverfisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Finnur Ing- ólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ríkisstjórnin hélt velli í þingkosningum árið 1999, Sjálfstæðisflokkur fékk þá 26 þingsæti en Framsóknarflokkur 12. Gerðar voru talsverðar breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar þegar samstarfið var endurnýjað. Flokkarnir héldu þó sömu ráðuneytum en ráðherrum var fjölgað úr tíu í tólf. Guðmundur Bjarnason og Þorsteinn Pálsson hættu þingmennsku og í stað þeirra komu inn í ríkisstjórnina Guðni Ágústsson, sem varð landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir varð umhverfisráðherra, Árni M. Mathiesen varð sjávarútvegsráðherra og Sólveig Pétursdóttir varð dóms- og kirkjumálaráðherra. Þá tók Sturla Böðvarsson við samgönguráðuneytinu af Hall- Lengsta stjórnars starfi sögunnar er Rúmlega tólf ára stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er lokið. Þrír flokksformenn hafa verið for- sætisráðherrar og stýrt samsteypustjórn flokkanna á þessum tíma. 27 einstaklingar hafa gegnt ráðherraembættum á rík- isstjórnartímanum, sem staðið hefur yfir í þrjú kjörtímabil. Í HNOTSKURN »Ríkisstjórnin tók við 1995 af stjórnSjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem hafði aðeins eins þingsætis meiri- hluta á þingi eftir kosningar. »Sjö konur og 20 karlar hafa gegntráðherraembættum á tólf ára stjórn- artíma ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í startholunum Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar 1995. Fremri röð f.v.: Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Þors kirkjumálaráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Ingibjö málaráðherra. Aftari röð f.v.: Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við búnaðar- og umhverfisráðherra, og Halldór Blöndal samgönguráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.