Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VITLEYSAN ríður ekki við ein-
teyming þegar stjórnvöld vilja
leysa umferðarvanda Reykjavíkur.
Mesta umfjöllun fær núna sú hug-
mynd að grafa vandann alveg eða
setja sumar götur í stokk en
gleyma snjó og skafrenningi. Þá
vilja menn leggja mislæg gatna-
mót ofanjarðar og
neðan sem flytur
bara umferðatappana
á nýjan stað og allt
þetta skapar afar
slæmar slysagildrur
neðanjarðar. Þessi
aðferð dregur úr há-
vaða en eyðir alls
ekki svifryki, tjöru,
sóti, koldíoxíði og
köfnunarefnisoxíðum.
Þetta er uppsafnað
fyrirhyggjuleysi
margra áratuga og
þessi lausn er
heimskulegri en svo að nokkru tali
taki og kostar auk þess morð fjár
í það óendanlega.
Tvær einfaldar leiðir má nefna
til lausnar á umferðarvanda
Reykjavíkur. Íhugum fyrst hug-
mynd, sem er að vísu byggð á
slitnu slagorði í borgarmálunum,
en skoðum hugmyndina samt
fræðilega. Það er „þétting byggð-
ar“ þ.e. að reisa ný stórhýsi fram-
an við byggð sem komin er. Tök-
um nú skrefið til fulls og leysum í
einu stökki umferðarvandann,
mengunarmálið og bílastæðaþörf-
ina, án þess að loka á útsýni fyrir
öðrum.
Frank Lloyd Wright teiknaði
fyrir 50 árum mílu háan turn fyrir
Chicagóborg en hann var að vísu
ekki reistur. Hugsum okkur samt
slíkan turn reistan á Lækjartorgi
fyrir svo sem 50 þúsund íbúa. Öll
lóðavandamál hverfa,
allir sem vilja geta
búið í „miðborginni“,
þurfa ekki bíl og
njóta stórkostlegs út-
sýnis. Rafdrifnar lyft-
ur skjótast upp og
niður innan turnsins.
Á strætum borg-
arinnar verður iðandi
mannlíf, pöbbar og
götukaffistaðir.
Raunhæf og vist-
væn lausn á umferð-
arvandanum er hins
vegar allt önnur. Við leggjum ein-
faldlega Frank–Lloyd–Wright–
turninn á hliðina, lengjum hann
líkt og skugga kvöldsólarinnar.
Turninn nær þá vítt um Reykjavík
þannig að hann er næstum kominn
heim til fólks. Lyftuopin verða að
láréttum göngum, ýmist neð-
anjarðar eða yfirbyggð, og lyft-
urnar mætti nefna rafdrifnar létt-
brautir á spori auk þess sem
hraðinn er aukinn.
Hæðum turnsins verður fækkað
verulega og nefnast núna braut-
arstöðvar. Þeim verður dreift
m.t.t. stærstu vinnustaða og íbúð-
arsvæða eftir aðstæðum, skutlu-
bússar tengja brautarstöðvarnar
við næsta nágrenni. Ferðatíðni
léttbrautanna ætti að vera 5-10
mínútur
að degi til. Við þessar aðstæður
býr fólk bara heima hjá sér í vist-
vænu umhverfi með görðum eða
opnum svæðum og getur átt sína
bíla. Til lengri innanbæjarferða
bjóðast tveir nýir kostir. Taka
skutluna að og frá brautarstöð eða
aka þangað og geta lagt í bíla-
stæði, enda gengur enginn fulltíða
maður lengur. Bílastæðum verður
þannig dreift um borgina.
Strætisvagnar sem um þessar
mundir aka saman í hópum milli
fjarlægra borgarhluta verða óþarf-
ir en núna aka um 10 vagnar í
halarófu á leiðinni Lækjartorg-
Grensás og um 6 á leiðinni Grens-
ás-Ártún. Allt það kerfi má ein-
falda verulega.
Hvað svo um kostnað og fjár-
mögnun? Lausleg kostnaðar- og
rekstraráætlun sem tekur mið af
áður fyrirhugaðri Keflavíkurlest
sýnir að þetta er raunhæf fram-
kvæmd. Eðlilegt væri að ríkið,
Vegagerðin, stæði að þessu máli
ásamt borginni á sama hátt og
þessir aðilar sjá um vegakerfið.
Til þess að draga úr mengandi
umferð og hvetja fólk til þess að
endurskoða ferðamáta sinn mætti
íhuga að taka upp vegatoll á
Miklubraut og öðrum götum þar
sem umferð er orðin óeðlilega
þung enda væri nú kominn annar
kostur. Þetta skapar einnig tekju-
stofn og er m.a. gert í London
með sjálfvirku kerfi. Þeir sem
spara vilja tollinn geta átt þess
kost að aka aðrar leiðir.
Á strætum miðborgarinnar út
frá brautarstöðinni á Lækjartorgi
verður núna iðandi mannlíf, pöbb-
ar og götukaffistaðir.
Þessum hugmyndum, sem ýmsir
hafa tæpt á áður, fylgir hvorki
krafa um höfundarétt né vinnu við
útfærslu eins og tíðkast hjá ýms-
um aðilum sem hafa kynnt stór-
kostlegar hugmyndir um mann-
virkjagerð eða kostnaðarsamar
landfyllingar fyrir strandbyggð.
Núna er einfaldlega kominn tími
til raunhæfra og vistvænna að-
gerða í umferðamálunum.
Að síðustu verður ekki hjá því
komist að nefna í þessu samhengi
hugmyndina um varnargarð í
mynni Skerjafjarðar og þurrkun
hans, 2.300 ha, sem er mjög ódýr
framkvæmd *. Með því skapast
ýmsir möguleikar til að rýma fyrir
umferð til suðurs frá miðborginni,
ný útivistarsvæði opnast, auk þess
að öll sveitarfélög við Skerjafjörð
verða varin fyrir flóðahættu.
* http://brunnur.rt.is/bk
Raunhæf og
vistvæn lausn
á umferðarvanda
Reykjavíkur
Björn Kristinsson leysir
hér umferðarvandann
í höfuðborginni
» Tökum nú skrefið tilfulls og leysum í
einu stökki umferð-
arvandann, meng-
unarmálið og bílastæða-
þörfina, án þess að loka
á útsýni fyrir öðrum.
Björn Kristinsson
Höfundur var prófessor í verkfræði.
HVAÐA hugmyndir skulu ráða
þegar byggt verður upp í Austur-
stræti?
Þetta var sú spurning sem velt var
upp á vel heppnuðu íbúaþingi sem
borgarstjóri efndi til
síðastliðinn miðviku-
dag. Þar fluttu fimm
frummælendur ræður
og viðruðu skoðanir
sínar með glöggum og
skýrum hætti. Þó end-
urómaði útvarp og
Moggi nær eingöngu
orð Björgólfs Guð-
mundssonar daginn
eftir eins og hann hafi
staðið þar á eintali með
stóra sannleik málsins
á vörunum. Því fór
fjarri og fyrir því eru
einfaldar ástæður. Á
reitnum standa fáein
hús öll einstök og sögu-
leg með sínu móti og
sum þeirra friðuð. Þar
er fyrsti skrúðgarður á
Íslandi enn til staðar.
Aðeins eitt þessara
húsa skaðaðist verulega í eldinum
það var sögusvið Jörundar hunda-
dagakonungs, Austurstræti 22. Reit-
urinn er því engan veginn laus til ný-
bygginga nema ofan á eldinn bætist
niðurrif friðaðra húsa. Hér er því á
ferðinni einstakt tækifæri til að gera
sögu Reykjavíkur og bygginga-
arfleifð þau skil sem þessi reitur í
hjarta borgarinnar hefur fyrir löngu
átt skilið. Með því móti að hann geti
orðið umgjörð um lifandi og eft-
irsóknarvert mannlíf.
Tækifærin sem Björgólfur vill með
réttu koma að í borginni standa hon-
um og öðrum athafnamönnum opin
og hafa staðið alveg frá 1970 þegar
byrjað var að ryðja lóðirnar sem
næstar eru verðandi höfuðstöðvum
Landsbankans. Þessar lóðir hafa
staðið auðar í áratugi hátt í 40 ár þær
elstu. Íslensk byggingararfleifð er
ekki og hefur aldrei verið þröskuldur
í uppbyggingu borgarinnar. En hug-
myndarskortur um hvernig fara
megi með hefur helst verið vanda-
málið. Við þurfum ekki að velja milli
nútímabyggingarlistar og sögunnar.
Eins og Björgólfur veit best sjálfur
er ímynd fyrirtækis þess dýrasta
eign. Sögulegar byggingar eru mikið
verðmæti fyrir ímynd Reykjavíkur
og stór hluti af sjálfsmynd borg-
arbúa. Gildi sögulegra bygginga í
þessu samhengi má sjá til dæmis á
því að Björgólfur Thors var til í að
greiða 600 milljónir fyrir hús sem
Seðlabankinn ætlaði einu sinni að
rífa. Hvernig borg hefði
Reykjavík orðið án Frí-
kirkjuvegar 11? Hvern-
ig borg hefði Reykjavík
orðið án Höfða? Báðum
þessum húsum forðaði
borgin frá niðurrifi. Get-
ur einhver slegið tölu á
verðgildi þeirrar
ímyndasköpunar sem
þessi hús hafa boðið
Reykjavík upp á.
Vegna arðbærrar
sölu ýmissa eldri bygg-
inga síðustu misseri svo
sem Fríkirkjuvegar 11
og Tjarnargötu – sem
og lóðar við Laugaveg
ætti fasteignasjóður
borgarinnar að vera í
stakk búinn til að takast
á við það verk sem nú
stendur fyrir dyrum við
Austurstræti. En Ís-
lenskir fjárfestar mættu einnig sýna
sína betri hlið. Með erindi Björgólfs
voru vaktir upp gamlir draugar frá
skipulaginu 1962. Það er merkilegt
að í umræðu um gömul hús og upp-
byggingu þá virðast orðin stórhugur
og dirfska helst tengjast orðunum að
rífa og brjóta. Að rýma fyrir nýju
sem svo er alveg undir hælinn lagt
hvort nokkurn tíma komi.
Við Regent street í London standa
fjárfestar að uppbyggingu þessi
misserin og verja til þess 500 millj-
ónum punda (63 milljarðar ísl. kr.) Sá
stórhugur snýst um að gera Regent
street að einstakri verslunargötu.
Viðskiptahugmyndin snýst um að
nýta einstaka ímynd og sögu göt-
unnar með því að gera upp gömlu
húsin, halda utan um það sem ekki
finnst annars staðar og endurnýja
annað.
Má vera að þetta sé sú viðskipta-
hugsun sem fjárfestar og kaupmenn í
Reykjavík eru nú að missa af. Þeir
hafa í raun hugsað of stutt og of
smátt. Mun fólk frekar sækja í mið-
borgina ef það finnur þar sömu „moll-
stemninguna“ og annars staðar í
borginni. Á meðan Björgólfur styður
niðurrif glæsilegustu timburhúsanna
við Laugaveginn (Vínberið og ná-
grenni) á Landsbankinn risa stóra
lóð, auða, að baki Landsbankanum að
Laugavegi 77.
Er það með þessum hætti sem við-
skipti og menning haldast hönd í
hönd?
Samanburður við útlönd getur
bæði verið villandi og óþarfur. En
þau dæmi sem tekin voru á umræddu
þingi frá Þrándheimi af Einari B.
Malmqvist og sú arkitektúr-teoría
sem þeim fylgdi um nútíma timb-
urbyggingar eiga við menningar-
forsendur í Noregi.
Þar brunnu aldamótahús af þeirri
gerð sem til eru í þúsunda vís þar úti.
Þetta er ágæt kenning svo langt sem
hún nær en er sett fram á röngum
stað og röngum tíma. Alveg eins
mætti nefna dæmi frá Berlín og
Dresden þar sem nú eru rifnar bygg-
ingar frá 1960-70 til að rýma fyrir
endurreisn þeirra sögulegu bygginga
sem þar stóðu áður. Eða Potstam þar
sem alveg sambærileg hús innrétt-
ingar hollenskra iðnaðarmanna taka
sambærilegt horn við aðalgötu bæj-
arins þar sem önnur hús eru mun
stærri. Við þurfum ekki að biðja
neinn afsökunar á því að láta okkur
þykja vænt um hjarta borgarinnar.
Það sama gerir gott fólk í öllum góð-
um borgum um allan okkar litla
heim.
Það sýndi KK svo glöggt með loka-
orðum þingsins og söng er hann af-
henti Vilhjálmi borgarstjóra eitt þús-
und undirskriftir borgarbúa.
Stórhuga bruni?
Sögulegar byggingar eru
mikið verðmæti fyrir ímynd
Reykjavíkur segir Snorri F.
Hilmarsson
Snorri F. Hilmarsson
»Hvernigborg hefði
Reykjavík orðið
án Fríkirkju-
vegar 11?
Höfundur er formaður
Torfusamtakanna.
Á NÝLIÐINNI prestastefnu var
felld tillaga um hjónavígslu samkyn-
hneigðra. Ég er þjóðkirkjuprestur á
þeirri skoðun að hugtakið ,,hjón“ feli
í sér samband tveggja einstaklinga
óháð kyni viðkomandi
einstaklinga og því
varð ég fyrir von-
brigðum með ofan-
greinda niðurstöðu.
Samt finnst mér fólk
vera of neikvætt í garð
þjóðkirkjunnar og
jafnvel mistúlka nið-
urstöðu prestastefn-
unnar. Mig langar að
skýra málið aðeins
nánar. Eitt af aðal-
dagskrárefnum prest-
aráðstefnunnar var álit
kenningarnefndar um
þjóðkirkjuna og staðfesta samvist,
þ.á.m. drög að formi um blessun
staðfestrar samvistar sem voru sam-
þykkt. Nýja tillagan sem var felld
snérist um ,,hjónavígslu“ pars af
sama kyni. Þetta hefur, að mínu
mati, ekki verið rætt nægilega innan
prestastéttar enn. Og má benda á þá
staðreynd að hjúskaparlög, sem
sameina hefðbundna merkingu hug-
takanna ,,hjónaband“ og ,,staðfesta
samvist“ samkynhneigðra í hugtakið
,,hjón“, eru enn ekki mörg í heim-
inum. Við höfum dæmi í borg-
arlegum lögum frá Hollandi, Spáni
og nokkrum fleirum en þá er það
upptalið. Mér finnst þess vegna við-
brögð, t.d. fjölmiðla, vera dálítið
ósanngjörn. Mig langar því til þess
að koma sjónarmiðum þjóðkirkj-
unnar, og sérstaklega þeirra presta
sem hafa unnið að því að þessar
breytingar verði að veruleika í ís-
lensku kirkjunni, á
framfæri.
Það sem ég vil er að
nálgast málið á dálítið
annan hátt. Mér finnst
skorta á ,,spámennsku"
í þjóðkirkjunni, þ.e.
framtíðarsýn hjá for-
ystumönnum hennar,
eins og t.d. biskupum,
próföstum og annars
fólks sem er valda- og
áhrifamikið innan
kirkjunnar.
Einu sinni var spá-
maður sem hét Móses.
Guð lét honum í té það sérverkefni
að leiða fólk Ísraels, sem var kúgað í
Egyptalandi, þaðan til lands af Kan-
an. Móses og konungurinn hittust
nokkrum sinnum að máli en Móses
beið ekki þar til þeir höfðu komist að
fullum sáttum. Móses þorði að fram-
kvæma, hann hafði framtíðarsýn og
leiddi fólks Ísraels út úr Egypta-
landi. Hann verndaði fólkið og bjó til
vegi þar sem áður voru engir.
Hann komst ekki sjálfur í landið
af Kanan en sannarlega leiddi hann
fólkið í land þar sem það gat notið
frelsis og jafnréttis í ríkara mæli en
áður. Þess vegna er Móses kallaður
leiðtogi og ómetanlegur spámaður.
Er slík spámennska til staðar á
meðal leiðtoga íslensku þjóðkirkj-
unnar í dag? Ég vil trúa að hún sé til,
en hún er almenningi ekki alltaf aug-
ljós. Í umræðunni um mál samkyn-
hneigðra heyrist oft orðalag eins og
,,skoðanakönnun“, ,,málamiðlun“,
,,eining kirkjunnar“ eða ,,samræmi
við aðrar kirkjur í heiminum“, en
sjaldnast heyrum við orð leiðtoga
eins og: ,,það er köllun kirkjunnar
okkar að leiða fólk út úr alls konar
kúgun, mismunun eða þrældómi. Nú
leggjum við af stað til frelsis. Allir,
komið með okkur!“
Ég held að kjarni málsins, sem
varðar samkynhneigð, sé ekki tilvist
andstæðinga gegn samkynhneigð
eða erfiðleika í guðfræðilegri túlkun
á Biblíunni, heldur er kjarninn
hvort kirkjan vill vera spámaður
nútímans eða ekki. Það er spurning
um hvort kirkjan er tilbúin í að bjóða
samfélaginu í ferð yfir sjó og eyði-
merkur eins og Móses fólki Ísraels í
þeim tilgangi að leiða það til frelsis í
merkingu sem er í samræmi við
samfélagsþróunina. Í tilefni af um-
ræðu um hjónavígslu samkyn-
hneigðra para eigum við í kirkjunni
ekki að velta því fyrir okkur hvort
við séum búin að týna einhverju
mikilvægu sem Guð fól okkur með
nafni samfélags Jesú Krists?
Einmitt það, að fólk skynjar ekki í
hvaða átt þjóðkirkjan stefnir, veldur
svo oft misskilningi í garð kirkj-
unnar í samfélaginu. Fólk veit ekki
hvort kirkjan stefnir til framtíðar
eða hvort hún er að hverfa á vit for-
tíðar, hvort hún ætlar sér að vera
brautryðjandi eða fylgja í kjölfar
annarra kirkna í heiminum. Hvert
vill þjóðkirkjan okkar stefna? Mér
finnst mikilvægara að skýra þetta
atriði frekar en önnur ,,tæknileg“ at-
riði sem fylgja grunnstefnu.
Árið 2005 var hugtakið um hjón
sem eru óháð kynjasamsetningu
hjónaefna lögfest á Spáni. Það skipti
fjölda fólks miklu máli eins og svo
oft þegar breytingar verða á lögum
eða ný verða til. ,,Við erum ekki að
búa til lög fyrir ókunnugt fólk sem
býr fjarri okkur. Við búum til lög
fyrir nágrannra okkar, vini, sam-
starfsfólk og fjölskyldumeðlimi svo
þau eigi þess kost að lifa ham-
ingjusömu lífi“ sagði Zapatero, for-
sætisráðherra Spánar af þessu til-
efni. Er það bara ég sem óskar eftir
að heyra orð eins og þessi einhvern
tímann frá leiðtogum íslensku þjóð-
kirkjunnar?
Ósk um spámennsku í þjóðkirkjunni
Toshiki Toma skrifar um
hjónabönd samkynhneigðra »Einmitt það, að fólkskynjar ekki í hvaða
átt þjóðkirkjan stefnir,
veldur svo oft misskiln-
ingi í garð kirkjunnar í
samfélaginu.
Toshiki Toma
Höfundur er prestur innflytjenda.