Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 31
✝ SteingrímurÖrn Jónsson,
eða Deindi eins og
hann var kallaður,
fæddist á Siglufirði
2. september 1949.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 11. maí síðast-
liðinn. Hann var sá
fjórði í röð sjö
barna þeirra Helgu
Guðrúnar Pálma-
dóttur frá Akureyri
og Jóns Pálma
Rögnvaldssonar frá
Litlu-Brekku í Skagafirði. Systk-
ini Steingríms eru Páll, Elsa, Vikt-
or, Rögnvaldur, Leifur og Viggó.
Steingrímur kvæntist árið 1972
Auði Hörpu Gissurardóttur. Hún
frá góðum frænda, og var því
meira og minna til sjós þar til
bakmeiðsli hans urðu þess
valdandi að hann þurfti að hefja
störf í landi. Að áeggjan góðra
manna hóf hann nám í rennismíði
á Vélaverkstæði SR og í Iðnskól-
anum á Siglufirði. Hann fékk
meistararéttindi og vann við iðn
sína á meðan heilsa leyfði ásamt
því að kenna við framhaldsdeild
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar.
Árið 1995 hætti Steingrímur al-
farið að vinna líkamlega vinnu
sökum heilsubrests, en sneri sér
alfarið að áhugamálum sínum,
tölvum og ættfræði. Hann náði að
byggja upp ansi stórt safn nafna
sem hann leitaði leiða við að
tengja saman í nánu samstarfi
við tengdaföður sinn. Sumarið
2002 fluttust þau hjón til Reykja-
víkur í faðm barna og barna-
barna.
Útför Steingríms verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
er yngst sjö barna
hjónanna Valgerðar
Óskarsdóttur og
Gissurar Ólafs Erl-
ingssonar. Stein-
grímur og Harpa
eignuðust þrjú börn,
þau eru: Valgerður
Ólöf, gift Jóni Stef-
áni Hjaltalín, þau
eiga þrjú börn;
Pálmi, kvæntur
Sylgju Dögg Sig-
urjónsdóttur, þau
eiga tvö börn, og
Börkur, kvæntur
Julia Dubois, þau eiga eina stúlku.
Steingrímur ólst upp á Siglu-
firði og byrjaði snemma á sjó, eins
og flestir af hans ættboga. Fékk
hann litla trillu í fermingargjöf
Tregt er tungu að hræra þegar
minnst er náins venslamanns og vin-
ar, Steingríms Jónssonar, sem
kvaddi svo óvænt og sviplega, er
lífsljós hans slokknaði á lokadaginn,
11. maí, sem varð hans endanlegi
lokadagur í jarðvistinni.
Þó að andlát Steingríms bæri
snöggt að, var þess vart að vænta að
honum yrði langlífis auðið, þar sem
hann hafði um margra ára skeið bú-
ið við líkamlega örorku sem virtist
herða tökin eftir því sem lengra leið,
og mun hafa átt upptök sín í alvar-
legu slysi sem hann varð fyrir við
gerð Siglufjarðarganganna, er hann
klemmdist milli vörubíls og veggjar.
Þó náði hann sér að því marki eftir
þetta áfall að hann endurheimti fulla
starfsorku, var sjómaður um hríð,
vann svo við rafvirkjun, sem fórst
honum mætavel úr hendi eins og
annað sem hann lagði hönd að, en
sneri sér síðan að vélvirkjun, varð
meistari í rennismíði og kenndi jafn-
framt sérgrein sína um hríð við Iðn-
skóla Siglufjarðar. Dugnaði hans og
listfengi í þeirri iðn var við brugðið,
og þegar kvilli sá, sem hafði blundað
með honum eftir slysið, ágerðist og
tvísýnt var um áframhaldandi
starfsgetu hans, brá verkstjórinn á
það ráð að láta sérsmíða stól sem
gerði honum starfið auðveldara, en
dugði því miður ekki til.
Steingrímur bar langvarandi og
lengstum kvalafull veikindi af ein-
stakri þolinmæði og skapstyrk
Hversu mjög sem hann þjáðist,
mælti hann aldrei æðruorð né upp-
gjafar. „Það er bara svona,“ var svar
hans tíðum ef spurt var um líðan
hans, og eyddi hann talinu. Og aldrei
heyrði ég hann kvarta yfir örlögum
sínum, en ævinlega var stutt í glett-
in tilsvör og gamansemi.
Mörg undanfarin ár hefur Stein-
grímur lagt stund á ættfræði sér til
hugarhægðar og safnað saman mikl-
um fróðleik um eigin og annarra
ættir og uppruna, auk þess sem
hann hefur hlaðið inn í tölvuna
ómældu magni úr öðrum áttum. Í
tengslum við það starf hefur hann
talið sér nauðsynlegt að grúska
rækilega í tölvuvinnslu og tölvu-
tækni, og ófá eru þau skipti sem ég
hef farið í smiðju til hans þegar mig
hefur borið upp á sker í þeim fræð-
um, og aldrei komið að tómum kof-
anum.
Ungur gekk Steingrímur að eiga
Auði Hörpu dóttur mína, og hefur
hjónaband þeirra verið með ein-
dæmum farsælt, börnin þeirra þrjú
og barnabörnin sex hafa verið þeim
mikill gleðigjafi, synirnir báðir há-
skólamenntaðir tölvufræðingar,
dóttirin háskólanemi í hjúkrunar-
fræðum.
Með söknuði ertu kvaddur,
tengdasonur, laus úr viðjum þján-
inga og þrauta, er þú nú leggur í
langferðina miklu til æðri og betri
heima.
Gissur Ó. Erlingsson.
Elsku tengdamamma, mamma og
amma, við sendum þér okkar dýpstu
samúðarkveðjur þegar við þurfum
að kveðja afa.
Já, því að afi Steini var síðustu ár-
in fyrst og fremst afi. Afi Steini átti
erfiða ævi sem einkenndist af mikl-
um kvölum og sársauka. Von um að
vakna upp ,,góður“ í dag á hverjum
degi. Þegar afi var ,,góður“ þá gat
hann gengið um, ef hann var slæmur
hélt hann kyrru fyrir í stólnum sín-
um. Aldrei gátum við vitað hvort afi
átti góðan dag eða slæman því hann
kvartaði aldrei.
Afi Steini, eins og ég vil kalla
hann, var góður afi. Hvort sem hann
átti góðan eða slæman dag, las hann
fyrir Lokann sinn og Dalíu. Afi á
stóran þátt í því að Loki og Dalía
kunna stafina. Afi gaf alltaf cheerios
með kakómalti þar sem mátti
smakka kakómaltið og yfirleitt
laumaðist afi til að gera það líka.
Sönnunargögnin voru ávallt til stað-
ar. Súkkulaðitaumar framan á
bumbum þeirra þriggja og brún
munnvik. Það giltu nefnilega aðrar
reglur hjá afa Steina, það mátti allt-
af fá kakó á cheeriosið þó að það
væri ekki nammidagur.
Afi Steini gat ekki gengið eins
hratt og amma Harpa. Afi gat lesið
og ekkert var betra en að fá að
leggjast í faðm hans, kúra í stólnum
og hlusta á góða sögu. Loki, (eins og
afi Steini kallaði hann alltaf) sýndi
iðulega mikil tilþrif þegar hann
sagði okkur frá því að þegar afi
horfði á fótboltann segði hann: „Æ,
Æ, Æ“ eða „YES!“ og steytti upp
hnefa. ,,Pabbi, af hverju er afi svona
skrýtinn þegar hann horfir á fótbolt-
ann?“
Það var erfitt að tilkynna Ísari
Loka (5 ára) og Dalíu (3 ára) að
núna væri afi Steini dáinn og kæmi
ekki til okkar aftur. Við sögðum
þeim að afi væri dáinn og fyndi ekki
lengur til í bakinu sínu.
Ísar hafði stuttu áður verið að
velta fyrir sér dauðanum og hvað
englar væru. Pabbi hans sagði hon-
um að þeir sem trúi á guð, trúi því
að þeir sem deyja verði englar. Ísar
var snöggur til og svaraði ,,Ég trúi
sko á guð og ammaamma (Valgerð-
ur amma) og afi Gulli (Gunnlaugur
Þórðarson) eru englar.“ Ísar Loki
varð íbygginn á svip, brosti og sagði
,,Já, núna gengur afi um beinn í baki
og getur spilað fótbolta með hinum
englunum.“ Dalía setti upp skeifu og
sagði: Æ, Æ, þá getur afi ekki búið
til kaffið sitt. Ísar Loki bætti við,
hróðugur, að núna gæti afi gengið
um jafn hratt og amma Harpa. Svo
sagði hann hugsi: ,,Mamma, afi kem-
ur víst til okkar aftur.“ Við hugs-
uðum með okkur, jæja, þau eru svo
ung að þau skilja þetta ekki strax.
Ísar Loki bætti við jafnharðan: ,,Afi
kemur til okkar aftur og passar okk-
ur, en hann er bara ósýnilegur“.
Við kveðjum afa Steina með sökn-
uð í hjarta. Afi Steini hefur verið
tengdapabbi minn í 16 ár og bað mig
um það, nokkrum dögum áður en
hann fór, að passa drenginn sinn.
Það mun ég gera eftir fremsta
megni og passa litlu afabörnin sem
sakna hans sárt.
Afi Steini, hvíl í friði, og án sárs-
auka.
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,
Pálmi Steingrímsson,
Ísar Loki Pálmason,
Dalía Lind Pálmadóttir.
Steingrímur
Örn Jónsson
✝ Kristrún Gott-liebsdóttir
fæddist í Ólafsfirði
22. nóvember 1919.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Horn-
brekku 8. maí sl.
Foreldrar hennar
voru Gottlieb Hall-
dórsson, f. 04.08.
1890 á Kvíabrekku,
Ólafsfirði, d. 21.05.
1980, og Guðrún
Frímannsdóttir, f.
07.05. 1894 á Depl-
um í Stíflu, d. 15.08.
1981.
Systkini Kristrúnar: Guðrún
Sigurbjörg, f. 1915, d. 1915; Hall-
dóra Ingibjörg, f. 1916, d. 2000;
Sigurjóna Sveinfríður, f. 1918, d.
2002; Olgeir f. 1921; Laufey, f.
1922, d. 2004; Anna Baldvina, f.
settur á Akureyri, giftur Margréti
Brynjólfsdóttur, f. 15.12. 1955.
Þeirra börn eru: 1. Brynjólfur
Rúnar, f. 14.08. 1975, í sambúð
með Helgu Björgu Garðarsdóttur,
f. 28.06. 1976. 2. Bergvin Fannar,
f. 24.03. 1978 í sambúð með Snjó-
laugu Svönu Þorsteinsdóttur, f.
16.06. 1979, börn þeirra eru Gunn-
ar Darri, f. 02.08. 2000 og Hildur
Marín, f. 25.11. 2003. 3. Rut Berg-
lind, f. 03.04. 1979, í sambúð með
Karli Huldari Arngrímssyni, f.
22.09. 1980, hans börn eru Sig-
urður Víkingur, f. 17.09. 1998 og
Aldís Ragna, f. 09.04 2000. 4. Jón-
ína Björt, f. 11.06. 1990; d) Rut
Berglind, f. 07.03.1960, d.
05.08.1961.
Kristrún ólst upp í Ólafsfirði en
flutti ung til Reykjavíkur og
bjuggu þau hjón á Silfurteigi 4,
þar til fyrir tveimur árum að þau
fluttu á Dvalarheimilið Horn-
brekku í Ólafsfirði.
Kristrún verður jarðsett í Foss-
vogskirkjugarði og verður útförin
gerð frá Langholtskirkju í dag kl.
13.
1924, d. 2000; Dóm-
hildur, f. 1927; Þór-
unn, f. 1929; Konráð,
f. 1930.
Hinn 24. apríl 1950
giftist Kristrún
Björgvin Kristófers-
syni, f. 20.05. 1921.
Björgvin og Kristrún
eignuðust fjögur
börn, þau eru: a) Erla
Sigrún, f. 05.12.
1950; b) Helgi Reyn-
ir, f. 15.05. 1953, bú-
settur í Svíþjóð, gift-
ur Hönnu
Níelsdóttur, f. 15.06. 1954, þeirra
börn eru: 1. Steinunn Vala, f.
08.02.1977, gift Mathiasi Lindén, f.
19.06.1973, þeirra dóttir er Olivia
Clara Steinunn, f. 28.06. 2006; 2.
Björgvin Rúnar, f. 20.02. 1978; c)
Gunnar Smári, f. 29.06. 1955, bú-
Hún amma K er dáin.
Kristrún Gottliebsdóttir (Rúna),
oftast kölluð amma K á okkar heimili,
lést 8. maí sl.
Mér hefur alltaf fundist Rúna vera
sveitakona, en þó höguðu örlögin því
þannig að hennar ævistarf var unnið í
borginni, þar var heimili hennar og
Björgvins, á Silfurteig 4, en hjarta
hennar var ekki síður í Landinu
þeirra, þar sem hún hlúði að öllu sem
hægt var að láta vaxa. Þar þurfti að
sá, vökva, grisja, reyta, klippa og slá.
Kartöflurnar og gulræturnar hennar
ömmu K voru bestar, ekki spurning.
Svo voru það fuglarnir, þeir fengu
epli eða annað góðgæti og meira að
segja mýsnar voru ekki svangar í
Landinu.
Rúna var létt og kvik á fæti og lét
sig ekki muna um að fara upp á stóla
og borð ef þurfti að þrífa glugga eða
loft, ekki var það hennar vani að biðja
um hjálp, heldur skyldi hún bjarga
sér sjálf, á seinni árum oft í óþökk
okkar hinna yngri í fjölskyldunni.
Mig langar að nefna hér „ömmu
K“-súpuna sem er vinsælasta súpan
hjá ömmubörnunum. Margt kemur
upp í hugann á stundum sem þessum
– minningar sem við getum brosað að
og yljað okkur við, þær verða ekki tí-
undaðar hér heldur geymast í hug-
skoti hvers og eins sem þekktu
Rúnu.
Rúna mín, við vorum nú ekki alltaf
sammála, en samt tókst okkur að
vera ágætis vinkonur. Þessi tvö ár
sem þið Beggi hafið dvalið í Ólafsfirð-
inum hefur verið erfitt að horfa á þig
hverfa smátt og smátt, sem konuna
sem ég kynntist fyrir rúmum 30 ár-
um þegar ég kom fyrst á Silfurteig-
inn með Gunnari þínum. Þú varst
samt alltaf tilbúin að hlæja og gera
grín, að þú skyldir halda þeim eig-
inleika alla tíð erum við þakklát fyrir.
Við Gunnar sendum okkar bestu
þakkir til starfsfólksins á Horn-
brekku fyrir þeirra góða starf, þar er
gott að koma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíldu í friði
Þín tengdadóttir,
Margrét.
Í dag kveðjum við eina af hetjum
hversdagsins. Mundína Kristrún
Gottliebsdóttir, eða Rúna eins og við
kölluðum hana, hefur kvatt okkur.
Sjálf myndi hún segja að hún hefði
aðeins flutt sig um set, því hún var
fullviss um að vist okkar hér á jörð-
inni væri ekki endalokin heldur einn
hlekkur í kveðju sem héldi áfram í
öðru og jafnvel betra lífi.
Þegar ég sest niður til að skrifa
þessar línur, horfi ég á garðinn minn,
í honum blómstrar núna Júdasarpen-
ingur af fræjum frá Rúnu. Það er
ekki ofsögum sagt að Rúna hafði
græna fingur, hún og Björgvin
keyptu sér landspildu í nágrenni
Reykjavíkur fyrir 40 árum, þar rækt-
uðu þau sannarlega garðinn sinn.
Melurinn varð fljótlega að grænum
reit með mörgum trjám og fallegum
blómum.
Þar ræktuðu þau einnig kartöflur,
grænmeti, jarðarber og rifsber að
ógleymdum rabarbara sem varð að
guðdómlegri sultu á hverju sumri,
öllum í fjölskyldunni til gleði. Nátt-
úruvænu gulræturnar voru einnig í
uppáhaldi hjá okkur öllum, þær voru
á hverju hausti sælgæti sem beðið
var eftir.
Rúna var meðalkona á hæð, grönn
og nett með gleði í augunum og aldr-
ei var langt í brosið og hláturinn.
Hún elskaði söng og dans og var
meðlimur í nokkrum kórum og dans-
félögum um ævina. Rúna var kona
með ákveðnar skoðanir og samkennd
með minnimáttar.
Hún fylgdist vel með þjóðmálum
og lét ávallt í ljós skoðun sína og var
þá málefnaleg hvort sem hún var
sammála eða ekki.
Ég vil að lokum fyrir hönd fjöl-
skyldunnar þakka öllum í Horn-
brekku fyrir frábæra umönnun, þið
vinnið frábært starf og við tökum eft-
ir því.
Hvíldu í friði kæra Rúna.
Þín
Hanna.
Kristrún
Gottliebsdóttir
Jón Magnússon
fæddist vestast á
Vesturgötunni í
Reykjavík 20. janúar
1930, og hélt því mjög á lofti að vera
sannur Vesturbæingur, eins voru
æskuárin á Grímstaðarholtinu hon-
um hugleikin.
Ég kynntist Jóni sumarið 1956
þegar við unnum saman við að aka
strætisvögnum hjá Varnarliðinu.
Eftir það stunduðum við báðir
leigubílaakstur í Keflavík frá Bif-
reiðastöð Keflavíkur og síðan Öku-
leiðum. Á öllum þessum stöðum var
Jón trúnaðarmaður félaga sinna í
kjara- og hagsmunamálum. Vann
hann þau störf af miklum heilindum
og fórnfýsi. Orð Jóhanns Briem,
prófasts í Hruna, eiga einkar vel við
Jón. „Hann var einn örfárra manna
er skjótastur var að þekkja þann
mann til hlítar, er hann leit í fyrsta
Jón Magnússon
✝ Jón Magnússonfæddist í
Reykjavík 20. jan-
úar 1930. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 28. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Keflavíkurkirkju 4.
apríl.
sinni, og svo hitt að
láta nálega hvern
þann er leit hann í
fyrsta sinn þekkja sig
til hlítar.“ Ekki var
Jón ýkja mælskur á
mannfundum, en í
samræðum var
mælska hans mikil, og
þegar hann reiddist
gerðist hún ægileg.
Jón var mikið snyrti-
menni, glaðvær og
góður vinnufélagi. Í
minningunum getur
engin fyllt hans sæti.
Fjölskyldan var honum allt, og vissi
ég að oft fannst honum miður að
hafa ekki meiri tíma með henni, sér-
staklega eftir að afabörnin komu til
sögunar. Síðustu árin átti Jón við
alvarleg veikindi að stríða, sem
hann mætti með einstakri karl-
mennsku og sálarró þar til yfir lauk.
Við samstarfsmenn Jóns í áratugi
þökkum einstæða viðkynningu og
kveðjum góðan dreng með hlýhug
og söknuði. Eftir standa margar
minningar sem eru huggun harmi
gegn.
Við vottum Lilju, eiginkonu Jóns,
börnum og fjölskyldum dýpstu sam-
úð.
F.h. vinnufélaga,
Pálmi Viðar.