Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Baldur Hjálm-týsson fæddist
að Arnarbæli á Fell-
strönd 14. septem-
ber 1929. Hann and-
aðist á Landspítala-
háskólasjúkrahúsi
2. maí síðastliðinn.
Baldur var sonur
Hjálmtýs Einars-
sonar, f. 5.11. 1904,
d. 19.10. 1987 og
Eggrúnar Jakobínu
Jónsdóttur, f. 9.10.
1911, d. 28.7. 1974.
Systkini Baldurs
eru Einar Hólm Hjálmtýsson, f.
1930, d. 1976, Lofthildur Kristín
Hjálmtýsdóttir, f. 1933, Jóna Guð-
ríður Hjálmtýsdóttir, f. 1942, d.
1992 og Sólrún Arna Erlings-
dóttir, f. 1954.
Baldur var kvæntur Sigríði G.
Aðalsteinsdóttur, f. 17. janúar
1930. Þau skildu. Börn þeirra eru:
1) Bragi Már, f. 2. 7. 1949, maki
Kristina Bergqvist, f. 20.4. 1966.
19. 6. 1956, maki Njála Laufdal, f.
21.1. 1954. Börn þeirra eru a) Jó-
hanna, f. 1978, maki Ólafur R.
Ólafsson, f. 1976, börn þeirra Frið-
rik Ýmir, f. 2001 og Embla Ósk, f.
2005. b) Fanný, f. 1986.
Baldur var um árabil í sambúð
með Jóhönnu Guðjónsdóttur, f.
25.4. 1931. Jóhanna á sex börn, og
bjó Baldur með henni ásamt
yngstu dóttur hennar, Kristínu
Svölu Sigurðardóttur, f. 4.12.
1970, maki Haukur Ingimarsson, f.
1968. Börn þeirra Erla Sylvía, f.
1993, Kristófer Rafn, f. 1997 og
Haukur Karel, f. 1999.
Baldur fluttist með foreldrum til
Keflavíkur á yngri árum og bjó
þar lengst af. Hann stundaði sjóinn
í áratugi á bátum, síðutogurum,
frystitogurum, millilandaskipum
o.fl. Um tíma átti hann vörubíl sem
hann rak og starfaði við. Hann
starfaði einnig sem matreiðslu-
maður, í eldhúsi á Varnarsvæðinu
um tíma, og aflaði sér réttinda sem
slíkur á sínum tíma. Á síðustu ár-
um bjó hann síðan í Reykjavík.
Útför Baldurs verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Sonur hennar er Rik-
ard, f. 1993. Sonur
þeirra er Fredrik, f.
2002. Synir Braga og
Britt Marie Jansson
eru Kristján, f. 1980
og Jóhannes, f. 1983.
2) Jóna Kristín, f. 1.
11. 1951, maki Sigþór
Kristinn Ágústsson,
f. 16. 8. 1955. Börn
þeirra eru: a) Davíð
Örn, f. 1977, b) Bald-
ur Ágúst, f. 1984,
sambýliskona; Þor-
katla Kr. Sum-
arliðadóttir, f. 1986, og c) Sigríður
Kristín, f. 1993. 3) Hjálmtýr Rún-
ar, f. 28. 1. 1953. Fyrrv. eigink.
Hanna Steingrímsdóttir. Börn
þeirra eru Róbert Örn, f. 1977 og
Monika, f. 1980, maki Guðm. Júlíus
Jóhannsson, f. 1974, sonur Júlíusar
er Jóhann Sölvi, f. 1996. Seinni
eiginkona Sigþrúður Þorfinns-
dóttir. Þau skildu. Dóttir þeirra
Vala Margrét, f. 2001. 4) Friðrik, f.
Faðir minn er fallinn frá. Þegar
horft er til baka vakna ýmsar minn-
ingar sem fanga hugann. Þótt lífsfer-
ill föður míns hafi ekki verið neitt
sérlega litríkur, þannig lagað, þá var
hann þó merkilegur að því leyti að
hann tilheyrði þessum svokallaða
gamla skóla. Hans viðhorf, skoðanir
og fas endurspegluðu þessi gömlu
gildi. Hann starfaði í áratugi við sjó-
inn, og eins og nærri má geta þá
kalla menn ekki allt ömmu sína sem
þar starfa. Það gerði karlinn ekki
heldur. Hann lá ekki á skoðunum
sínum ef því var að skipta. Hann
sagði hlutina umbúðalaust. Mörgum
fannst það oft jaðra við hroka, en ég
held að það hafi ekki vakað fyrir
honum þegar hann sagði hlutina á
þann hátt. Ég man t.a.m. eftir einu
atviki þegar ég fór með honum í op-
inbera stofnun, þar sem hann var að
sækja um ákveðið leyfi. Þegar við
komum inn á skrifstofuna sást eng-
inn starfsmaður. Honum leist þá
ekki á blikuna, og galaði þá minn
maður hástöfum: ,,Er enginn að
vinna hér?“ Þetta lýsti honum tölu-
vert. Hann hafði gallharða framhlið,
en var þó nokkuð mjúkur á bak við.
Við systkinin höfðum það oft í flimt-
ingum þegar hann var lagður inn á
spítala, að ef hann byrjaði á því að
kvarta þá væri það vísbending um að
hann væri á batavegi.
Einn af helstu kostum pabba var
að hann var einstaklega ættrækinn
maður. Honum var annt um sína fjöl-
skyldu og alla ættingjana, þá fjar-
skyldu líka. Það má eiginlega segja
að hann hafi haldið tengslunum á
lofti í nánustu fjölskyldunni. Hann
klikkaði t.a.m. aldrei á afmælisdög-
um, hringdi alltaf á afmælisdögum
til okkar systkinanna, alveg sama
þótt hann væri staddur á ballarhafi.
Alltaf hringdi karlinn. Þá gat hann
verið hnyttinn í tilsvörum. Því til
staðfestingar má sjá nokkrar tilvitn-
anir í bókum eftir Magnús Óskars-
son, fyrrverandi borgarlögmann.
Hann hafði mjög ríka réttlætis-
kennd, var mjög pólitískur, og rann
þar hnausþykkt kratablóð í hans æð-
um.
Síðasta haust gerðum við góða
ferð vestur á Snæfellsnes, og þaðan
vestur í Dali. Við komum við á æsku-
stöðvum pabba á Fellströndinni.
Honum var afar annt um þessar
slóðir. Af fleiri ferðalögum að segja
fór hann ásamt dóttursyni sínum til
Parísar fyrir rúmum mánuði síðan,
til að m.a. skoða útsýnið úr Eiffel-
turninum. Hann geislaði af ánægju
þegar hann sagði frá þeirri ferð.
Við hinstu kveðju, kveð ég föður
minn með söknuði. Eftir standa ljúfu
minningarnar. Megi hann hvíla í
friði.
Hjálmtýr R. Baldursson.
Elsku afi Baldur, þegar pabbi
hringdi í mig og sagði mér að þú
værir á spítala og það væri alvarlegt,
hugsaði ég strax, nei afi hann verður
fljótur að jafna sig. Hann er eins og
kötturinn, hefur níu líf. En alvarleik-
inn var meiri en mig grunaði, þú
varst orðinn mikið veikur og við fjöl-
skyldan söfnuðumst öll saman niður
á spítala til að vera hjá þér. Við héld-
um að við fengjum aldrei að sjá þig
vakandi aftur en svo á sunnudegin-
um þá vaknaðirðu hress og áttir ynd-
islega stund með pabba í rólegheit-
um áður en við komum öll til þín til
að hitta þig. Þú varst vel vakandi og
við fengum öll að eiga góða stund
með þér, ég veit þér fannst sérstak-
lega gaman að sjá Friðrik Ými og
Emblu Ósk enda varstu svo mikill
barnakall, og þið Friðrik Ýmir svo
miklir vinir. Enda hljóp hann alltaf
um hálsinn á þér þegar hann hitti þig
og gaf þér innilegt knús. Við náðum
svo að segja þér hvað okkur þótti
vænt um þig og svo kvaddi ég þig og
á aldrei eftir að gleyma þessum fal-
legu orðum sem þú sagðir við mig
áður en ég fór. Það er gott að eiga
svona góða minningu.
Elsku afi ég ætla að fá að enda
þetta á sálminum sem þér þótti svo
fallegur.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
– en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
(Þorsteinn Gíslason)
Hvíldu í friði elsku afi, okkur þótti
öllum ofsalega vænt um þig.
Jóhanna, Ólafur, Friðrik Ýmir
og Embla Ósk.
Ég á margar góðar minningar um
afa minn sem nú er fallinn frá. Þegar
ég var lítill þá öfunduðu nokkrir vin-
ir mínir mig af því að eiga svona
skemmtilegan afa. Ég bauðst meira
að segja til að spyrja afa hvort hann
væri til í að vera afi eins vinar míns
því að hann ætti engan afa. Afi skip-
ar stórt hlutverk í mínu lífi allt frá
því ég fæddist og við höfum verið
miklir mátar. Einn morguninn núna
í mars hringir hann í mig og spyr
hvort að ég eigi vegabréf og innan
við sólarhring síðar vorum við komn-
ir í flugvél á leiðinni til Parísar og
skemmtum okkur konunglega sam-
an. Þetta lýsir því hvernig hann gat
komið manni á óvart. Þó svo að hann
hafi verið afi minn þá vorum við oft-
ast eins og vinir og gátum rætt um
allt milli himins og jarðar. Hann gat
verið ótrúlega orðheppinn og gat
sagt sögur af sjálfum sér frá því þeg-
ar hann var ungur sem voru engu
líkar og komast tæpast fyrir nema í
bók. Mér fannst afi alltaf vera ungur
í anda og alltaf var stutt í spaugið hjá
honum. Afi var alltaf rosalega góður
við mig og hvatti mig áfram. Síðustu
daga og mánuði vorum við mikið
saman og fyrir þær stundir er ég
þakklátur. Eftir að hann veiktist á
sumardaginn fyrsta þá var hann
fluttur á gjörgæsludeild og 2. maí
kvaddi hann lífið hér á þessari jörð.
Á milli okkar halda bönd sem ekki
einu sinni dauðinn getur slitið.
Davíð Sigþórsson.
Elsku afi minn, nú ertu búinn að
kveðja þennan heim, sem oft á tíðum
reyndist þér erfiður sérstaklega
seinasta árið vegna veikinda.
Ekki bjóst ég við því að þau væru
orðin svona alvarleg veikindin hjá
þér, enda varstu oftast fljótur að ná
þér aftur.
Fegin er ég að hafa átt sunnudag-
inn uppá spítala áður en þú kvaddir
með þér og fjölskyldunni, þar sem
þú þekktir okkur öll og var það ynd-
islegur tími sem við áttum. Þakka
Guði fyrir að við fengum að kveðja
þig hressan og kátan og þú varst
með framtíðarplön eins og að kaupa
trillu með Baldri frænda, sem minnti
á gamla daga þegar við Baldur
frændi gistum hjá þér og Jóhönnu
ömmu í Keflavík, enda margt brallað
sem lifir í minningunni.
En nú ertu kominn á betri stað og
nú veit ég að þér líður vel. Mig lang-
ar að enda á þessum sálmi sem er í
uppáhaldi hjá mér:
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Blessuð sé minning þín
Fanný.
Afi var alltaf mjög fyndinn og
skemmtilegur. Húmorinn var besti
kosturinn við afa og við áttum góðar
stundir saman sem maður á aldrei
eftir að gleyma. En nú hefur hann
kvatt þetta líf. Ég gleymi ekki síð-
asta skiptinu þegar við töluðum sam-
an, það var á spítalanum og hélt ég
þá að þú ættir ekki eftir að kveðja
þetta líf strax. En svona er lífið,
maður veit aldrei hver er næstur og
eins og þú sagðir: „Ég þekki ekki
neinn sem hefur komist lifandi frá
þessu lífi.“
Sigríður Kristín Sigþórsdóttir.
Sæll afi. Þá er komið að því að
kveðja. Það er alltaf erfitt að kveðja
afa sinn og svona góðan vin sem þú
varst mér. Þú varst eins og jafnaldri
því þú varst svo ungur í anda. Við
gerðum svo margt saman enda var
alltaf gaman að vera með þér.
Ekki er hægt að minnast þín án
þess að hugsa um hversu mikill húm-
oristi þú varst. Oft kom það fyrir að
við veltumst um af hlátri af sögunum
þínum, eins og þegar þú veltir bíln-
um á Reykjanesbrautinni og það
kom maður og tók grjót og ætlaði að
brjóta rúðuna til að hjálpa ykkur út
og þú öskraðir á hann og spurðir
hann hvort hann ætlaði að skemma
bílinn. Hvað þá þegar þú notaðir all-
ar enskusletturnar, alltaf þegar við
vorum stopp á rauðu ljósi og þú ann-
ars hugar og ég lét þig vita að það
væri komið grænt og þá sagðir þú
„Green green grass at home.“
Bíladellan mín fékk að njóta sín
með þér enda var það okkar sameig-
inlega áhugamál. Mér fannst svo
gaman þegar við fórum á rúntinn og
þú leyfðir mér að stýra úr farþega-
sætinu þegar ég var krakki.
Ég á svo margar góðar minningar
úr Keflavík þegar þú bjóst þar og
minningarnar um þig lifa þó þú sért
nú farinn til feðranna.
Baldur Ágúst Sigþórsson.
Elsku langafi Baldur. Mér þykir
það nú svolítið skrítið að ég eigi ekki
eftir að hitta þig aftur. Mamma er
búin að útskýra fyrir mér að þú sért
kominn til Guðs og sért nú engill
sem passar mig og það fannst mér
nú gott að heyra. Það var alltaf svo
gaman að hitta þig, við vorum svo
miklir vinir og ég fékk alltaf að sitja í
fanginu á þér meðan þú keyrðir um í
hjólastólnum og síðan þegar ég varð
eldri þá fékk ég að keyra þig um í
hjólastólnum sem var líka svaka
sport.
Elsku langafi, ég veit að þú fylgist
með mér og passar mig.
Þinn
Friðrik Ýmir.
Baldur Hjálmtýsson
Það er skrýtið að
koma heim í Aðalgötu
og sjá þig ekki sitja
lengur við eldhúsborð-
ið í stólnum þínum. Þarna hafðir þú
löngum setið frá því ég man eftir
mér. Þegar ég kom fram á morgnana
sastu í stólnum þínum með kaffibolla
og sígarettu áður en þú fórst til
vinnu hjá Bæjarfógeta. Mikið var ég
búinn að skammast í þér yfir þessum
reykingum.
Þær voru ófáar stundirnar sem ég
átti á skrifstofunni hjá þér. Það var
spennandi fyrir lítinn polla að fá að
reikna á handsnúna reiknivél og ljós-
rita smáa fingur á blöð sem lyktuðu
skringilega. Alltaf var maður eitt-
hvað að brasa. Það var mikil þolin-
mæði sem þú sýndir sífiktandi og sí-
spyrjandi pjakki. Þolinmæði var
eitthvað sem þú áttir nóg af. Það
breyttist ekki þótt árin liðu þrátt fyr-
ir ófá prakkarastrik mín og ærsla-
gang.
En tíminn er fljótur að líða og fyrr
en varir er maður sjálfur orðinn for-
eldri. Það var alltaf gott að koma
með fjölskylduna heim í Ólafsfjörð.
Það leyndi sér heldur ekki hvað það
gladdi þig að fá afabörnin í heim-
sókn, þau Goffa, Gellu og Kújón eins
og þú gjarnan kallaðir þau.
En nú ertu farinn. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa getað verið með
þér síðustu stundirnar og verið við
hlið þér þegar þú kvaddir þennan
Guðmundur Þór
Benediktsson
✝ Guðmundur ÞórBenediktsson
fæddist á Siglufirði
2. janúar 1930.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Horn-
brekku 8. apríl síð-
astliðinn og var
útför hans gerð frá
Ólafsfjarðarkirkju
14. apríl.
heim. Það hjálpar
manni að trúa því að
jarðneskt líf sé aðeins
upphafið að tilvist okk-
ar. Leonard Lyon
skrifaði eitt sinn:
Ég stend á strönd-
inni. Skip hlaðið hvít-
um seglum leggur á
haf út í morgungol-
unni, ímynd fegurðar
og orku. Ég horfi á eft-
ir því uns það hverfur
eins og hvítt strik, þar
sem himinn og haf
mætast. Við hlið mér
er einhver sem segir: „Sko, nú er það
horfið.“ Horfið? Hvert? Sjónum mín-
um – það er allt og sumt. Skipið er
enn jafnstórt, og mastur þess,
skrokkur og reiði fullt eins vel búið
til að bera lifandi farm sinn til
ákvörðunarstaðarins, eins og þegar
það lét frá því landi, þar sem ég
stend. Skipið hefur ekki minnkað,
það eru aðeins augu mín sem megna
ekki að fylgja því lengra, og í sama
augnabliki og maður við hlið mér
segir: „Sko, nú er það horfið“, segja
aðrar raddir fagnandi: „Sjáið, þarna
kemur það!“ Þannig er dauðinn.
Bless, pabbi minn, og takk fyrir
allt saman. Sjáumst síðar.
Fylkir.
Elsku tengdapabbi.
Oftast þegar einhver kveður
finnst manni margt ósagt.
Hugur minn leitar til baka til árs-
ins 1984 þegar við hittumst fyrst.
Einhvern veginn fannst mér þá að
þú hefðir ákveðið að þessi stúlka yrði
nú að sanna sig áður en þú gæfir kost
á þér.
Ég skildi það ekki þá, en skildi það
seinna.
Þessi ferill tók styttri tíma heldur
en okkur bæði grunaði.
Við vorum bara ágæt bæði tvö, þú
sem tengadapabbi og ég sem
tengdadóttir.
Þú varst búinn að kryfja mig og
mína ætt langt, langt aftur og ég
held að það hafi þjappað allri fjöl-
skyldunni saman.
Þegar við bjuggum á Ólafsfirði var
gott að hafa þig til að leita til, þú viss-
ir allt og varst alltaf til staðar.
Það var kannski mesti missirinn.
Það var nálægðin við þig, þú varst
alltaf við.
Tengdapabbi er ekki sama og
tengdapabbi.
Þú varst alltaf hlýr, og sannur
sjálfum þér.
Þú varst góður afi.
Reyndar hefði ég viljað fá þig oft-
ar í heimsókn, en þú varst mjög
heimakær og þannig var að bara.
Nú vona ég að þú hvílir þig vel og
leyfir Guði að geyma þig.
Stóllinn í eldhúshorninu er auður,
en þú verður ávallt með okkur í
huga.
Þín tengdadóttir,
Soffía.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar