Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 35

Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 35 ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför sonar okkar og bróður, PÉTURS BIERING JÓNSSONAR, Vættaborgum 82, Reykjavík. Þóra Biering, Jón Snorrason, Sveinn Biering Jónsson, Henrik Biering Jónsson. allt annað. Séra Guðmundur Óli átti sína rödd í héraði. Hún er nú hljóðnuð en minning hans lifir. Blessi hana góður Guð og allt sem Guðmundi Óla var kært. Úlfar Guðmundsson, Eyrarbakka. Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla það í lofsöng. (Sálm. 69.31) Séra Guðmundur Óli Ólafsson, prestur og prófastur í Skálholti, var ótvírætt í fremstu röð predikara og kennimanna á síðari helmingi tutt- ugustu aldarinnar. Á þeim fimm ár- um sem hann var sóknarprestur okkar telst mér svo til að ég hafi heyrt hann predika liðlega tvö hundruð og fimmtíu sinnum. Þetta voru síðustu árin í langri starfsævi hans. Predikun hans bar þess vott að þar fór predikari sem sannarlega hafði fengið mótun lífsreynslu sinn- ar, en þó miklu mest þess erindis sem hann þjónaði. Oft þegar svo virtist sem hann væri óundirbúinn, var hann best undirbúinn. Þá steig fram á hljómmiklu, kjarnyrtu máli hið tæra fagnaðarerindi í arfleifð postulanna; vitnisburður um að það hafði gegnsýrt predikarann svo að það talaði sjálft, með tungu hans. Allt atferli hans við helga iðju bar vott um einlæga alúð og djúpa virð- ingu. Fyrir þjónustu hans erum við fjölskyldan, ævinlega þakklát. Við áttum ýmisleg samskipti vegna starfa okkar, og satt að segja var þar nokkur tregða á framan af, en okkur tókst að bæta úr því. Við áttum saman margar stundir í helgri þjónustu og komandi hvor úr sinni áttinni gengum við saman til kirkju á mánudegi í fyrstu viku að- ventu 1992 og hófum morgunsöng klukkan níu, og aftansöng klukkan sex, sem hefur ekki hljóðnað síðan. Yfirskrift þessara orða, úr 69. sálmi saltarans, er einkennandi fyr- ir Guðmund Óla vegna þess að bæði var hann ágætt sálmaskáld sjálfur og hann vildi að nafn Guðs væri vegsamað í lofsöng, eins og þáttur hans í Sumartónleikum í Skálholti ber best vitni um. En þetta tvennt minnir líka á annað vers úr sama sálmi: Vandlæting vegna húss þíns hefir uppetið mig, og smánanir þeirra er smána þig, hafa lent á mér. (Sálm.69.10) Fáa menn veit ég sem voru jafn einarðir í því að standa vörð um hið heilaga, og alveg sérstaklega hið helga hlið himinsins, kirkjuhúsið, eins og sr. Guðmund Óla. Rækt- arsemi hans og trúfesti við móður allra vígðra húsa á Íslandi, Skál- holtsdómkirkju, var einstök, en reyndist honum einnig oft erfið, því hann hafði miklar tilfinningar og mikið skap. En öll nálgun hans í þessu bar þess vitni að þar fór predikari Guðs Orðs, leiddur af því Orði sem hann var settur til að þjóna. Og nú hefur hann gengið inn um hlið himinsins; inn til fagnaðar Herra síns til að lofa nafn Guðs í ljóði og mikla það með lofsöng, frammi fyrir hásæti hans: Bænheyr mig, Drottinn, sakir gæsku náðar þinnar, snú þér að mér eftir mikilleik miskunnar þinnar. (Sálm.69.17) Lofaður sé Guð sem leyfði okkur að kynnast sínum dygga þjóni, séra Guðmundi Óla í Skálholti. Margrét, Kristján Valur, Bóas og Benedikt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. 23. Davíðssálmur. Bjartur, sólríkur sumardagur, Brúará, Hvítá, Vörðufell, Hestfjall og Hekla skarta sínu fegursta þegar vinur okkar og fyrrum nágranni er kallaður á vit æðri máttarvalda. Fyrir rúmum mánuði vorum við mæðgur á ferð með honum þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar, ekki grunaði okkur þá að þetta yrði hinsta handabandið. Séra Guðmundur Óli varð prestur Tungnamanna 1955 með aðsetur að Torfastöðum. Torfastaða-, Ská- holts-, Bræðratungu- og Haukadals- kirkju þjónaði hann ásamt því að messa í stofunni í Úthlíð, á þessum stöðum flutti hann fagnaðarerindið, enda rammi um lífsstarfið sem hann valdi sér. Á menningarheimilinu Torfastöðum var oft gestkvæmt og ávallt var tekið vel á móti fólki þar. Okkur systrum er í fersku minni þegar fjölgaði í samfélaginu í Skál- holti er Guðmundur Óli og Anna fluttu þangað, þann 17. desember 1964. Dagleg samskipti urðu við þau og bar aldrei skugga þar á, gott er að ylja sér við þær minningar. Hann var góður penni og teiknimyndasög- ur urðu til sem voru spennandi fyrir litlar stelpur. Ógleymanlegir eru helgileikirnir þar sem börn og ung- lingar sveitarinnar tóku þátt í að flytja jólaguðspjallið undir stjórn þeirra hjóna. Hann studdi líka af dáð að fal- legur söngur og tónlist væru flutt guði til lofs og dýrðar, fyrir hans til- stuðlan var Skálholtskórinn, sem löngu er landsþekktur, stofnaður. Sumarbúðirnar í Skálholti voru Guðmundi Óla hugleiknar, þessi paradís undir hlíðinni sunnan við staðinn hefur fengið annað hlut- verk. Þar hefur sterkur bakgrunnur blómlegs tónlistarlífs dafnað með dyggri aðstoð hans sem tengist sumartónleikum í Skálholti og margir góðir tónlistarmenn hafa fyllt kirkjuna af fögrum hljómum. Hestarnir voru honum mikils virði enda ræktunarmaður mikill og góður knapi. Er hausta tók var ávallt farið í hestaferðir, oft tókum við þátt í þeim, hvort heldur var að flytja hestana eða bílinn á milli staða. Eftir að hann hætti prestskap reisti hann sér hús í Reykjanesi og flutti þangað. Þar naut hann síðustu áranna með hestum sínum, fögrum fjallahring og Skálholtsstað í for- grunni. Fjölskyldan þakkar Guðmundi Óla fyrir góðar stundir og allt sem hann hefur gert fyrir okkur um leið og við kveðjum hann með virðingu og þökk. Kristín, Jóhanna og Kolbrún Björnsdætur. Kynni okkar af Guðmundi Óla voru kannski ekki löng en þau voru góð. Í raun vorum við búin að þekkja Guðmund Óla frá því við vorum unglingar í gegnum félagið okkar KFUM og KFUK. En hin raunverulegu kynni hófust miklu seinna. Fyrst munum við hafa heimsótt Guðmund Óla til að spyrja hann um reiðleiðir í nágrenni Skálholts og var okkur vel tekið og fórum heim fróðari. Seinna keyptum við ásamt fleirum Reykjanes með Guðmundi Óla og þá varð hann næsti nágranni okkar í sveitinni. Margar stundir áttum við saman, það var gaman að bjóða Guðmundi Óla heim, alltaf kom hann uppáklæddur og á eftir fengum við oftast einhvern fróðleik og ferðuðumst oft í huganum með honum aftur til unglingsáranna þeg- ar hann rifjaði upp minningar sínar. Gátum við einnig setið löngum stundum og notið frásagnargáfu hans um liðnar stundir, hvort sem talað var um menn eða hesta. Guð- mundur Óli vildi ekki ónáða fólk, oft bjóst hann til að fara ef aðrir gestir birtust. Hestar voru Guðmundi Óla hugleiknir og veittu þeir honum mikla gleði þó ekki væri nema að horfa á þá út um gluggann sinn. Guðmundur Óli var hógvær maður eins og sést á skáldsögunni „Haust- gotasögu“ sem hann skrifar undir dulnefninu „Semingur“. Prestinum Guðmundi Óla kynntumst við kannski ekki mikið en manninum kynntumst við vel. Einu sinni spurð- um við hann hvort honum leiddist einveran í Reykjanesi, hann svaraði að hann ætti tvo góða vini, þá Bach og Beethoven. Þegar komið var í heimsókn og Bach var á spilaranum á fullum styrk þá vissum við að hon- um leið vel. Hann var góður heim að sækja, gestrisinn og hlýr. Börn hændust að Guðmundi Óla og það fengum við að reyna í gegnum barnabarnið okkar, sem talaði um og við Guðmund Óla eins og félaga sinn. Gjöfull og greiðvikinn var hann og í síðasta skiptið sem við hittum hann þá gaf hann okkur frá- sögu af kaupum sínum á hestinum Harra frá Garðauka, sem er und- irrituð og dagsett 10. maí 2007. Þökkum við góðum guði fyrir Guð- mund Óla og kynni okkar af honum. Ragnheiður og Willy. Það eru sérstakar kenndir þegar vinir kveðja. Þegar höfðinginn sr. Guðmundur Óli í Skálholti kveður, finn ég til þakklætis fyrir góðan vin, sem kenndi mér svo margt, var mér svo oft góður og traustur félagi. Ég var menntaskólastrákur þeg- ar ég hóf fyrst sumarstörf í Skál- holti, var þá þeim Óla og Önnu fjar- kunnugur. En ég varð fljótt heimagangur á heimili þeirra. Þeg- ar ég eignaðist síðar eigin fjölskyldu varð það svo með okkur öll, ekki síst börnin okkar. Þau hjón voru einstök á svo margan hátt. Anna ein sú skörulegasta kona sem ég hef kynnst, traust og hreinskiptin, kona sem ekki var hægt annað en líta upp til. Óli var líka þannig, stilltur, prúð- ur og yfirvegaður. En átti líka svo stutt í það að vera æringi með ólg- andi glettni. Við urðum fljótt nánir, áttum svo margt sameiginlegt. Guð- mundur Óli var sérstakur prestur, var mikill guðfræðingur. Hann hafði aflað sér góðrar framhaldsmennt- unar erlendis og bjó vel að því og hélt sér alla tíð vel við með miklum lestri. Þess vegna var hann maður, sem gaman var að deila fræðunum með og það gerðum við ótæpilega. Oft kostaði það næturvökur. Honum var prestsstarfið endalaust áhuga- mál. Þar var hann hugmyndaríkur, kom á fót mörgum nýjungum. Þó alltaf í hógværð, þar sem byggt var á helgum arfi. Nálægð hins lifandi frelsara var það sem öllu réði. Þannig voru prédikanir hans. Hann var listrænn, orðhagur meir en flestir aðrir, teiknaði listilega. Ein- stakur áhugamaður um tónlist og skildi eftir mikið lífsstarf á þeim vettvangi. Við Óli áttum sömu rætur og mótun innan kirkjunnar. Það fundum við alltaf og vorum þess vegna samstiga. En það færði okkur líka hvorn nær öðrum að þekkja þá ánægju að vera í nálægð hrossa, sem var okkur báðum, vægt til orða tekið, mikill lífsháttur. Með hesta- fólki varð Óli ákaflega virtur enda beitti hann sér þar í félagsmálum. Íslensk hestamennska naut rit- snilldar hans. Þar eru varðveittar á prenti perlur sem vitna um snilling- inn. Margar ferðir áttum við saman í alls konar hestaferðum víða um óbyggðir, ævintýraferðir þar sem endalaust er gaman að rifja upp. Þá riðum við oft og mikið um Tung- urnar, þessa yndislegu sveit, þar sem Óli þekkti allt svo vel, örnefni og fólk. Þar var gaman að kynnast því öllu með honum. Og þá á ég ónefnt þegar við vorum að atast í tryppum og stóði, þar sem ánægjan varð oft algjör. Það er góð kennd að eiga ljúfar minningar. Þakklætið er næst trúnni, tengslunum við þann Drott- in, sem allt gott gefur. Það talaði Óli oft um. Líka þegar lífið var í fangið. Hann var glaður í trúnni, sem dugði honum þegar hann missti Önnu langt um aldur fram. Það skipti öllu þá að geta horft fram til eilífa lífsins hjá Drottni þegar við verðum þar sem hinn upprisni frelsari okkar er. Það vil ég í þakklætinu gera nú og hlakka til þess að eiga þar í vænd- um langar spjallstundir um kirkju- starfið, um djúpa guðfræði, – já, og um hesta. Guð blessi minningu skörungsins og góðs vinar. Valgeir Ástráðsson. Fallinn er frá kær vinur og félagi, sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Hann lagðist til svefns á föstudagskvöld og fékk það ljúfa andlát að vakna ekki aftur til þessa lífs. Við mæðgurnar höfum notið þeirra forréttinda að fá að njóta samvista við Óla í gegnum okkar sameiginlega áhugamál, hesta- mennsku. Ófáar ferðir hafa verið farnar fyrst í Skálholt til Önnu frænku okkar og Óla og síðar í Reykjanes til að umgangast hross- in. Óli var höfðingi heim að sækja, reiddi fram veislukost við hvert tækifæri. Hann var afskaplega um- burðarlyndur við okkur og reyndi eftir megni að koma til móts við þarfir okkar og óskir. Oft fengum við að gista á loftinu og síðan var dögunum eytt í ýmis konar umstang í kringum hross og útreiðar. Áður fyrr fékk ég að njóta samvista við Óla og Önnu frænku, ásamt sveit- ungum þeirra í þessu sameiginlega áhugamáli, hestamennskunni. Þær ferðir voru dýrmæt reynsla fyrir unglingsstelpu, sem lærði mikið í hestamennsku og margt um landið og náttúru þess. Síðari árin dró Óli sig út úr ferðum, enda heilsan farin að gefa sig, en hann leitaði allra ráða til að taka þátt í undirbúningi þeirra og framkvæmd. Óli var hafsjór af fróðleik. Hann hafði næmt auga fyrir kynlegum kvistum samfélagsins, og eru fáir sem leika eftir hnyttnar lýsingar hans bæði í orði og myndum, enda góður teiknari. Ósjaldan enduðu er- ilsamir dagar eftir hestastúss yfir kvöldkaffi, þar sem Óli lét gamminn geisa um hesta og menn og hló svo manna mest að eigin frásögnum. Við mæðgurnar eigum ljúfar minningar um Óla „frænda“ í Reykjanesi eins og við kölluðum hann, enda átti hann sess með afa- og ömmusystkininum. Við samgleðj- umst honum að hafa nú loks komist í faðm Önnu sinnar, en vitum að hann mun áfram verða með okkur í anda í hestamennskunni. Takk fyrir okkur. Þorbjörg, Katrín, Sigrún og Þórhildur. Kveðja frá Sumartónleikum í Skálholtskirkju Sr. Guðmundur Óli Ólafsson fagnaði þegar í upphafi stofnun Sumartónleika í Skálholtskirkju ár- ið 1975. Hann stóð alla tíð að baki þeim af heilum hug, og veitti liðsinni eins og framast var kostur til ævi- loka. Á stofnfundi Hollvinafélags Sumartónleika sl. haust var hann gerður að heiðursfélaga. Sr. Guð- mundur og Anna eiginkona hans lögðu mikla rækt við tónlistarstarf í Skálholtskirkju allt frá vígslu henn- ar, og stjórnaði Anna m.a. tónlistar- starfi barna í árafjöld á meðan starfskrafta hennar naut við. Fyrsta áratuginn í starfi sr. Guðmundar við Skálholtskirkju lagði þáverandi Söngmálastjóri, Róbert A. Ott- ósson, sönglífi kirkjunnar lið. Sr. Guðmundur átti þess kost, sem ung- ur maður við nám í Þýskalandi, að sækja tónleika reglulega þar sem hann tók ástfóstri við tónlist bar- okktímans og þá sérstaklega Jó- hanns Sebastians Bachs. Hann sá fyrir sér að tónlistarlíf í Skálholti gæti með liðsinni Róberts þróast í átt að þeim gæðum sem hann hafði kynnst í Þýskalandi. Það voru því mikil vonbrigði þegar hann lést langt fyrir aldur fram. En það liðu ekki margir mánuðir þar til ungur semballeikari gaf sig fram og vildi stofna tónlistarhátíð í Skálholts- kirkju. Þetta var Helga Ingólfsdótt- ir. Sr. Guðmundur og Anna lögðu gríðarlega rækt við Sumartón- leikana. Þau mættu á hverja einustu tónleika, en aðrir tónleikagestir voru oft ekki margir í byrjun. En þau vissu vel að það tekur áratugi að byggja upp slíka starfsemi og stóðu fast við bak Helgu þegar í móti blés og úrtöluraddir hljómuðu. Sr. Guðmundur stóð að kaupum á kammerorgeli til tónlistarstarfsins í Skálholti til minningar um konu sína og lagði í fyrstu fram fé til kaupa á sembal. Lengi vel, bæði á meðan Önnu naut við og í nokkur ár eftir það, var haldið veglegt boð á prestssetrinu fyrir flytjendur og gesti Sumartónleika hvern einasta sunnudag sem hátíðin stóð yfir. Það er ekki síst fyrir þessa þrautseigju, kærleika og óbilandi trú þeirra hjóna á mátt tónlistarinnar, sem Sumartónleikar eru orðnir eftirsótt hátíð meðal flytjenda á alþjóða- mælikvarða og fastur liður hjá þorra tónlistarunnenda landsins. Sumartónleikar vilja þakka fyrir áratuga samstarf og senda ættingj- um og vinum sr. Guðmundar inni- legustu samúðarkveðjur. F.h. Sumartónleika í Skálholtskirkju, Sigurður Halldórsson. Okkur langar að minnast séra Guðmundar Óla Ólafssonar, sem var okkur andlegur faðir, og konu hans Önnu Magnúsdóttur því annað þessara hjóna er ekki hægt að nefna án þess að minnast hins. Við vorum ósköp lítil, tíu ára kríli sem send vorum í heimavistarskóla fyrir hálfri öld. Fæst okkar höfðu nokkru sinni að heiman farið og því var kvíðinn mikill. Við vissum ekkert hvað skóli var eða hvað biði okkar þar. En mikil var gleðin þegar við komumst að því að prestshjónin ungu á Torfastöðum kenndu bæði við skólann. Þau voru það sem í dag kallast stuðningsforeldrar, komu að morgni til að kenna ásamt skólastjóranum, voru með okkur allan daginn, fóru síðan heim að sinna gegningum og komu stundum aftur og höfðu kvöldvöku og fóru í leiki með okkur. Þannig leiddu þessi góðu hjón okkur næstu fjögur árin. Fermingarfræðslan hjá séra Guð- mundi var einstaklega skemmtileg, allt mögulegt var til umræðu og hann teiknaði skýringarmyndir á töfluna máli sínu til áréttunar. Mikið vildum við annars eiga öll þau listaverk sem séra Guðmundur teiknaði á töfluna í skólastofunni okkar, fyrir jólin var þar helgimynd sem við urðum að stroka út eftir áramót. Margar fleiri myndir mun- um við sem sárt var að sjá hverfa, en eins og svo mörgum listrænum er tamt fannst prestinum þetta ekk- ert merkilegt. Öll þökkum við fyrir hátíðlegan fermingardag sem endurtekinn var fjörutíu árum seinna á Torfastöðum, báða þessa daga var veðrið bjart og gott, en seinni fermingarræðan var með léttari blæ og ekki laust við að presturinn stríddi okkur dálítið fyr- ir þetta uppátæki og hafði við orð að réttast væri að athuga hvað við myndum af fræðunum eftir öll þessi ár. Mörg minnumst við brúðkaups okkar og skírnar barna okkar, ferminga þeirra og brúðkaupa, einnig skírnar barnabarna. Það er varla algengt að prestur starfi 42 ár í sömu sókn en það gerði Guðmundur Óli. Á erfiðum stundum er það ómet- anlegt að hafa prest sem þekkir fólkið og sögu þess. Með innilegu þakklæti fyrir sam- veruna öll þessi ár kveðjum við og óskum Guðmundi Óla góðrar heimkomu. Fermingarhópurinn 1961.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.