Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 37 fyrir Guðrúnu, því hún var kennari af lífi og sál, þótti vænt um nem- endur sína og vildi þeim alltaf allt hið besta. Meðal starfsfólksins var Guðrún hrókur alls fagnaðar; það var ekki nóg með að hún væri hugmyndarík heldur kom hún hugmyndunum í framkvæmd, hvort sem það var nemendaferð til Finnlands eða að dansa menúett á tónleikum í Ráð- húsinu. Það var gaman að vera í kringum hana, hún horfði alltaf á björtu hliðarnar og lífgaði upp á allt í kringum sig. Guðrúnar verður sárt saknað af nemendum, foreldrum og starfsfólki Suzukitónlistarskólans. Við sendum eiginmanni Guðrúnar, Páli Hannes- syni, börnum, barnabörnum og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Starfsfólk Suzukitónlistar- skólans í Reykjavík. Í dag er borin til hinstu hvílu elskuleg vinkona, Guðrún Ásbjörns- dóttir, sem kvaddi sl. sunnudag langt fyrir aldur fram. Guðrún greindist fyrir tæpum tveimur árum með sjúkdóm sem að lokum stöðvaði lífshlaup hennar. Að skrifa minningarorð um ná- komna vinkonu, vinkonu sem gaf allt sem hún átti til að rækta blómin í vináttugarðinum, er afar erfitt því af mörgu er að taka. Áleitnar eru hugs- anir um ósanngirni þess að einstak- lingur skuli kvaddur burt löngu fyrir þann tíma sem telja mætti eðlilegan. Fullyrða má að aldrei sé maður reiðubúinn að sætta sig við að mann- eskja á besta aldri kveðji og lúti í lægra haldi fyrir óvæntum aðstæð- um. Einhvers staðar stendur ritað að ekki megi syrgja látinn of mikið því það tefji brottför hans í eilífðarhvolf- ið. Falleg hugsun en kannski erfið í framkvæmd fyrir þá sem eftir eru. Guðrún var mikill gleðigjafi og lífskúnstner. Hugprýði hennar og gæska birtust ekki síst í því að henni var ekkert ómögulegt þegar hún fann að einhver þurfti á henni að halda. Hún átti nægtabrunn og var reiðubúin að ljá hönd – hvenær sem var. Guðrún var tónlistarmaður að mennt og starfi, og lifði sig inn í töfraheima tóna og tjáningar af full- um krafti. Hún gat leikið á ýmis hljóðfæri og söngrödd hafði hún góða sem hún miðlaði öðrum, bæði sem kórþátttakandi og stjórnandi, en hún stjórnaði fjölda kóra í áranna rás. Margir tónlistarnemar Guðrún- ar eru nú atvinnumenn á ýmsum sviðum tónlistar og ekki leikur vafi í huga mínum að veigamikil ástæða þess er hvatning og alúð hennar við kennslu unga fólksins sem hóf að feta sig á tónlistarbrautinni undir styrkri handleiðslu hennar. Vinátta okkar Guðrúnar á sér djúpar rætur og teygir sig yfir langt tímabil. Þegar horft er til baka er með ólíkindum hve árin hafa liðið hratt og hve mikið er í minningar- bankanum. Ég á mér fjölda litríkra og fjörugra minninga um samskipti okkar og samverustundir, myndir sem aldrei gleymast og eru oft skoð- aðar. Inni í þeim myndum er fjöl- skylda hennar sem við hjónin feng- um að kynnast og fyrir það erum við þakklát. Um leið og ég kveð kæra vinkonu óskum við Þorsteinn Ingi eiginmanni Guðrúnar, Páli, börnum þeirra og mökum, barnabörnum og foreldrum hennar og bræðrum blessunar og varðveislu á þessum erfiðu tímum. Það gerum við í þeirri vissu að skýin, sem nú eru á himni, eigi eftir að fjar- lægjast og gera sólinni kleift að skína á ný á fallegan garðinn hennar í Holtsbúðinni í Garðabæ. Öll lit- fögru blómin og trén með fallegu laufinu eru gjafir hennar til okkar – þau eru tákn kærleikans sem hún miðlaði svo rausnarlega af. Ellen Ingvadóttir. Það er erfitt standa frammi fyrir þeirri staðreynd að ein besta vin- kona mín, Guðrún Ásbjörnsdóttir, hafi kvatt þennan heim á besta aldri. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Ellefu ára gömul bjó ég austur í Rangárþingi þegar ég kynntist henni fyrst og sá hana standa tign- arlega á sviðinu í Félagsheimilinu á Hvolsvelli á fjölskylduskemmtun ásamt góðri vinkonu sinni, henni Siggu sem var skólastjóri Tónlistar- skóla Rangæinga og einnig hefur kvatt okkur alltof fljótt. Hvað voru þær að gera? Jú, þær voru að syngja „Kattadúettinn“ eftir Rossini. Glæsi- legar báðar tvær og söng Guðrún með sinni fallegu djúpu rödd „fress- ið“. Þessu gleymi ég aldrei. Ég sjálf var að byrja mitt tónlist- arnám og kynnti Sigga mig fyrir Guðrúnu og Palla manninum hennar þarna á staðnum, og tóku Guðrún og Palli mér strax eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Þegar ég síðan nokkr- um árum síðar ákvað að fara í söng- nám til Reykjavíkur var Guðrún allt- af til staðar fyrir mig, hvatti mig áfram og fylgdist grannt með hvern- ig mér gekk í náminu og fylgdi mér æ síðan. Guðrún var ekki bara ein- læg og yndisleg manneskja heldur stórkostleg húsmóðir, mamma, amma, tengdamamma, tónlistarkona og ýmislegt fleira, svo lengi mætti telja. Hún var fjölhæf tónlistarkona, söng, spilaði og kenndi á hljóðfæri af hjartans lyst, stjórnaði kórum, starf- aði mikið í félagsmálum og hreif allt- af alla með sér. Mér lánaðist það svo fyrir þremur árum síðan að fá hana í Óperukór Hafnarfjarðar þar sem hún lagði til sína góðu altrödd og var það mikill fengur. Því miður gat hún ekki starfað lengi með okkur sem söngfélagi því veikindi hennar hömluðu því en hún fylgdist vel með hópnum sínum og kom á tónleika þótt hún gæti ekki sungið með. Í Holtsbúðinni var alltaf vel tekið á móti okkur en þar áttu þau Guðrún og Palli fallegt heimili. Þar var alltaf tími fyrir gleðistundir og allt rætt milli himins og jarðar, sungið, spilað og gjarnan farið út í gróðurhús að sumri til og smakkað á afurðum hússins sem voru vínber í þúsunda- tali. Guðrún hafði ákaflega gaman af garðrækt og ber bæði garðurinn hennar og Palla þess vitni og svo öll blómin á pallinum sem skörtuðu sínu fegursta þegar í heimsókn var komið og sest var út á pall á góðum sum- ardegi með kaffibolla í hönd og veisluborð hlaðið kræsingum. Við viljum biðja algóðan guð að styrkja Palla og hans yndislegu fjöl- skyldu í þeirra miklu sorg. Elín Ósk, Kjartan og Heimir Þór. Hljómurinn er horfinn, hann var hrifsaður frá okkur. Guðrún vinkona okkar er látin. Þó hressandi ómur af rödd hennar heyrist ekki lengur þá hljómar hann enn í huga okkar og hjálpar okkur örugglega til að um- breyta sárri sorg í ljúfar minningar um lífsglaðan einstakling sem léði okkur tíma úr lífi sínu. Tíma sem við þökkum fyrir í dag að hafa átt. Þegar maður hugsar til tíma með Guðrúnu getur maður ekki annað en leyft brosinu að brjótast fram, þannig eru minningarnar um hana. Kynni okkar hjónanna af Guðrúnu og fjölskyldu hennar liggja langt aft- ur til þess tíma er Kristjana hóf störf við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Samstarf þeirra varð eiginlega sjálf- krafa að vináttu sem tengdi okkur saman traustum böndum. Við Palli vorum óspurðir dregnir inn í þeirra samstarf, sem rótarar þegar á þurfti að halda og sem góðir makar á gleði- stundum. Það var aldrei hægt að segja nei við Guðrúnu, bros hennar og ákafi smituðu frá sér og ætlunar- verk Guðrúnar voru oft stór en hún lét ekkert stöðva sig. Tónlistin var órjúfanlegur þáttur í lífi Guðrúnar, hún lifði og hrærðist með tónlistinni og hafði sérstaka unun af því að vinna með börnum í tónlist þó hún hafi sennilega unnið með öllum ald- urshópum. Síðasti kór Guðrúnar var Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði sem hún stjórnaði um árabil af miklum glæsi- brag þangað til veikindi hennar gripu í taumana. Veikindum sínum tók Guðrún sem hindrun sem hún þurfti að komast yfir. Hún var opinská um þraut sína og leyndi ekki gleði sinni þegar hún komst hetjulega yfir fyrstu hindr- unina. En næsta hindrun var ekki langt undan og vonbrigðin leyndu sér ekki. „Þetta er bara hundfúlt,“ sagði hún er hún lagði af stað á ný í baráttuna og aldrei var langt í bros- ið. Stundum gekk vel en stundum var brattinn mikill, allt þar til ekkert tak var lengur nógu traust. Fjöl- skyldan og vinirnir stóðu hjá og gátu enga hjálp veitt; það var hundfúlt, svo notuð séu orð Guðrúnar. Sár er söknuður fjölskyldunnar sem horfir á eftir ástvini kveðja langt um aldur fram. Megi algóður Guð vera með syrgjandi ástvinum og blessa minn- ingu Guðrúnar, minningu um sannan vin sem lifa mun í hjarta okkar. Við kveðjum góðan vin með virð- ingu og söknuði. Guðni Gíslason og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. „Finna Dóra, ég er með ferming- arföt sem passa á Óla, ég þarf bara að þrengja skálmarnar, ekki koma fyrr en ég er búin að því.“ Ég fermdist í fötum af Bjössa og hafði enga hugmynd um að buxurnar hefðu verið bjölluskálmabuxur. Þetta var Guðrún í hnotskurn. Við Ási, sonur hennar, sem var ári eldri en ég, vorum báðir að læra á selló og urðum góðir vinir. Við bröll- uðum margt og mikið og eyddi ég ómældum stundum í Holtsbúðinni, og hvað sem við tókum okkur fyrir hendur var Guðrún alltaf til staðar með sitt jákvæða viðhorf. Endalaus- ar (hefðu mátt vera fleiri) æfingar nýbylgjuhljómsveitarinnar Sigg í bílskúrnum, skutlið með orgel- skemmtarann og magnarana á hin og þessi gigg er bara dropi í hafið af minningum. Alltaf fylgdi þessi lífsást sem smitaði frá sér, sú guðsgjöf að smita alla til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Mörgum árum seinna sungum við saman af og til og var gott að vita að hún fylgdist með ferli mínum með áhuga og stuðningi, Guðrún var stór kona í mörgum skilningi, hávaxin, merkileg og umfram allt með stórt hjarta. Minningar um mæður okkar Ása prjónandi eins peysur handa okkur, takandi slátur í Holtsbúðinni, sum- arbústaðarferðir, utanlandsferðir, stjórnandi mér í skólahljómsveit Hafnarfjarðar, verandi hrókur alls fagnaðar í partíum með gítarinn og góða skapið. Palli, Ási, Margrét, Bjössi, Jói, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur. Minning Guðrúnar mun lifa. Ólafur Rúnarsson. Ég vil með þessum orðum kveðja vinkonu mína Guðrúnu. Hún var tíguleg, skarpgreind og óvenju til- finningarík kona. Umhyggja Guð- rúnar kom fram í öllu sem hún gerði. Hún ræktaði svo fallega vináttu við manneskjur og kunni svo vel mikla elsku til annarra manna. Hennar er sárt saknað. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Fjölskyldu hennar votta ég mína dýpstu samúð. Þórey Þórarinsdóttir. Kær vinkona og kórfélagi er látin. 62 ára. Krabbinn. Undirförull fjandi sem vinnur skemmdarverk sín í þögn án þess að gera vart við fyrr en allt er um seinan. Við erum mörg sem hefðum viljað snúa þessari þró- un við, en horfðum í vanmætti á. Fyrstu kynnin voru í kórstarfi og hljómmikil rödd hennar vakti strax athygli. Báðar býsna hávaxnar sem varð til þess að við urðum að standa aftast til þess að kórmeðlimir þyrftu ekki að horfa í herðablöðin á okkur eins og það var stundum orðað. Þannig stóðum við saman í sönghóp- um frá fyrstu kynnum og má segja í öllum öðrum skilningi líka. Því Guð- rún var vinur í raun. Reyndist ákaf- lega vel og brást alltaf fljótt og vel við. Gott dæmi um það er þegar þessum klaufa varð á að setja fingur aðeins of nærri sláttuvélahnífnum við að hreinsa frá opinu. Yngsta dóttirin var fljót að hugsa og datt Guðrún strax í hug. Hún var komin nánast áður en barnið hafði lagt tólið á og keyrði klaufann í Fossvoginn. Guðrún var lagleg, bar hæð sína með reisn, alltaf smekkleg og glæsi- leg. Hún var hrein og bein, næm, drífandi og dugleg, glaðleg með mikla útgeislun og góða kímnigáfu. Undir niðri mátti skynja ákveðni og mikið skap og sterkar skoðanir, sem hún fór vel með. Það var alltaf hægt að ræða málin, engin þörf fyrir að vera á sama máli, alveg hægt að vera sammála um að vera ósammála. Hún virti aðra með kostum og löstum og var alúðleg og kurteis. Hún var skemmtilegur ferðafélagi með kórn- um til Ungverjalands og Þýskalands eða í Skálholt með sönghóp sem hún kom á laggirnar sjálf. Drifkraftur Guðrúnar birtist í mörgu. Þegar haldnar voru sam- komur Holtsbúðinga nokkur sumur, var Guðrún sú sem reif upp fjölda- sönginn með góðu röddina og gítar- inn í hönd. Hún átti það til að rölta götuna og drífa mig frá lestri eða moldarbeðum, ýmist í göngutúra eða bíltúra, á tónleika, sýningar, í bíó, eða heim í spjall og tónlist. Mikill gestgjafi alla tíð sem sást best síð- ustu mánuðina þegar hún fram- kvæmdi meira af vilja en mætti. Ekki er hægt að minnast Guðrúnar án þess að nefna Palla. Þarna fóru greinilega góðir vinir sem höfðu þroskað með sér traust samband. Það leyndi sér ekki að henni leið illa í hvert sinn sem hann fór á sjóinn í langt úthald. Hún brást við með því að hafa nóg fyrir stafni. Blóma- og garðræktin og smekklegt heimilið ber þess gott vitni. Síðastliðið sumar nutu þau samverunnar á leið um landið og kórinn átti mjög góða stund með þeim á Norðurlandi. Þar var þrautseigjan og umhyggjan áberandi og vonir okkar vöknuðu um stund. En krafturinn og viljinn dugðu ekki til. Börnin mín þakka Guðrúnu sem tónfræðikennara og góðum vini. Við vottum Palla, börnunum 4, barna- börnunum 12, foreldrum, bræðrum og stórfjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúð. Við kveðjum Guð- rúnu í mikill þökk og væntumþykju. Guðný Rögnvaldsdóttir. Vorið er á næsta leiti með öllu sínu lífi og litum. Þó er það gangur lífsins að allt það sem lifnar og fæð- ist lýtur þeim örlög- um að fölna og deyja þegar líftím- inn er útrunninn. Þannig er gangur lífsins þótt erfitt sé að skilja við þá sem maður elskar og hafa verið órjúfanlegur hluti af tilveru manns alla tíð. Amma var einstök persóna sem við systkinin vorum svo heppin að kynnast vel enda bjó amma á næsta bæ og samgangur var því mikill. Alltaf vissi amma hvað var best; hitaði ullarsokka og vettlinga fyrir kalda daga, færði okkur kaffi í rúm- ið þegar erfitt var að vakna á morgnana og hvað var betra í svangan maga en grjónagrautur að hætti ömmu? Amma kenndi góð og vís gildi í lífinu sem vert er að fara eftir. Hún bjó yfir óþrjótandi vinnu- semi og krafti, var einstaklega ósérhlífin og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Minningar mínar um ömmu geymi ég á sérstökum stað og lít til baka með gleði og þakklæti í huga. Gleði yfir öllum minningunum sem ég á um ömmu frá minni fyrstu tíð og þakklæti fyrir að kynnast ömmu og vera samferða þennan tíma. Þorbjörg Inga. Sigrún Sigurðardóttir ✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fæddist á Tjörn á Vatnsnesi 26. apríl 1917. Hún andaðist 26. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi 4. apríl. Mig langar í örfá- um fátæklegum orð- um til að kveðja fyrr- verandi tengdamóður mína og vinkonu, hana Rúnu, en það var hún alltaf kölluð, Rúna á Ásbjarnar- stöðum. Rúna reyndist mér alla tíð afskaplega vel og á rúmlega 40 ára samferð man ég ekki eftir því að okkur yrði nema einu sinni sund- urorða, merkilegt nokk, þar sem við bæði verðum varla talin skaplaus, hvað þá skoð- analaus, en þannig var það nú samt. Rúna var sveitakona, hún ólst upp í sveit og ekki alltaf við rúman kost og ól hún þar allan sinn aldur, vildi hvergi annars staðar vera. Hún hefur kannski verið talinn harðlynd af sumum, og þó held ég svo sem ekki. Hún var nú samt ekki allra, en hún var eins og Guðjón heitinn maður hennar afskaplega raungóð og reyndist mér og mínum afskaplega vel. Og þeir voru ekki fáir ungling- arnir sem áttu athvarf hjá þeim hjónum á Ásbjarnarstöðum, þrátt fyrir að þröngt væri setinn bekk- urinn á mannmörgu heimili. Ég er ekki viss um að það þætti boðlegt nú á dögum, en svo mikið er víst að öll áttu þau það sameiginlegt, sum- ardvalarbörnin þeirra hjóna, að halda ævilangri tryggð við dalinn og þau hjón. Ég furðaði mig oft á þessu í fyrstu, en þegar ég kynntist þeim Rúnu og Guðjóni af eigin raun hætti ég því. Mér verða alltaf minnisstæð vor- kvöldin í dalnum þegar maður var að koma heim úr reiðtúr á sveittum hesti, oft var þá stungið brauðmola að blessaðri skepnunni en Rúna hafði mikið yndi af hestum og nutu ferfætlingarnir mínir ekki hvað síst góðs af því. Eða kaffiilmurinn í eldhúskrókn- um og Rúna með ketilinn og kaffi- könnuna sína, en hún hafði yndi af því að veita vel. Ekki var nú heldur leiðinlegt að koma að uppbúnu rúmi með dún- sængum og drifhvítu líni, þó að stundum fyndist manni nú kannski fullmikið við haft, en þannig var hún nú bara og vildi fá að hafa sinn hátt á, það var hennar háttur. Eða haustsmalamennskan, oft í hrakveðri, þá var Rúna fyrst á fæt- ur, búin að hita kaffi og leggja á borð svo að blessað fólkið færi nú ekki svangt af stað. Og þegar heim var komið var þar hlaðið borð og auðvitað allir svangir. Svo þegar dagur var genginn og flestir gengn- ir til náða þá þurfti að skola úr sokkaplöggum og þurrka og hengja útiföt til þerris til að hafa þau til taks fyrir næsta dag, þannig var Rúna. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt Rúnu kvarta yfir þreytu, þó hlýtur hún oft að hafa verið orðin örþeytt. Enga manneskju hef ég þekkt sem þurfti jafnlítinn svefn og hún og var vinnudagurinn oft frá 6 að morgni og langt fram yfir mið- nætti. Það úthald var langt ofar mínum skilningi. En þó fór svo að lokum að elli kerling hafði vinninginn og lagði lúna heiðurskonu að velli og er það skarð fyrir skildi. Dalurinn verður ekki samur eftir en þannig er nú gangur lífsins og ég kveð aldna heiðurskonu með sökn- uði. Þorgeir Ingvason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.