Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 39
✝ GuðmundurHelgi Helgason
fæddist í Keflavík
21. desember 1927.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
þriðjudaginn 8. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Helgi Eiríkur Krist-
insson, f. á Eyrar-
bakka 13. maí 1901,
d. 11. september
1978, og Inger Mar-
ie Nielsen, f. í Kaup-
mannahöfn 17. októ-
ber 1907, d. 8. september 2000.
Guðmundur var elstur 5 systkina,
hin eru: Kristinn Vignir, f. 1931,
Jane Elvina, f. 1936, Vigdís, f.
1938, og Jóhann, f. 1949.
Árið 1943, þegar Guðmundur
Helgi var á sextánda aldursári,
réði hann sig á flutn-
ingaskipið Torden-
skjold sem lá við fest-
ar í Reykjavíkurhöfn
og markaði það upp-
hafið að þrjátíu ára
samfelldu starfi hans
á norskum skipum,
með viðkomu í öllum
heimsálfum, lengst
af sem vélamaður á
olíuflutningaskipum.
Eftir að Guðmundur
Helgi hætti til sjós
settist hann að í
Reykjavík og starf-
aði hjá ÁTVR, uns hann lét af
störfum á sjötugasta aldursári.
Guðmundur Helgi verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
Jarðsett verður í Hólmsbergs-
kirkjugarði í Reykjanesbæ.
Við upphaf fimmta áratugarins var
Keflavík ekki nógu stór fyrir at-
hafnasaman dreng með útþrá eins og
Guðmundur bróðir minn var. Hann
greip tækifærið er norska fragtskip-
ið Tordenskjold kom til Reykjavíkur
vorið 1943 og réð sig á það vöflulaust
þrátt fyrir fortölur áhyggjufullra for-
eldra. Þar með var hafinn 30 ára
ótrúlegur farmannsferill hans á
norskum skipum. Í heimsstyrjöldinni
lenti hann m.a. í umsátri þýskra kaf-
báta. Hann var á fragtskipi í innrás-
arflotnum á Normandí og á olíuskip-
um í Kyrrahafinu sem sigldu með
vistir til herja bandamanna í stríðinu
gegn Japönum. Oft var hann í hættu
en var heppinn eins og jafnan síðar á
ævinni.
Árið 1963 lenti hann í miklum sjáv-
arháska undan strönd Marokkó.
Skipið var fulllestað, m.a. stórum
trjádrumbum, 1-2 metra í þvermál,
sem voru súrraðir niður með sterk-
um keðjum á dekki. Mikið óveður
skall á og slagsíða kom á skipið svo
ekki varð á annað kosið en að yfirgefa
það. Keðjurnar slitnuðu af stauraf-
ragtinni sem greinilega hafði ekki
verið gengið nægilega vel frá og trjá-
drumbarnir skullu saman í öldu-
rótinu, brutu og krömdu allt sem fyr-
ir varð. Skipshöfnin safnaðist saman
aftast á skipinu og kom út eina
óbrotna björgunarbátnum. Menn
voru léttklæddir í björgunarvestum.
Nokkrir komust í bátinn en taugin
við skipið slitnaði skyndilega og hann
hvarf út í myrkrið. Gummi varð eftir
á sökkvandi skipinu ásamt ellefu fé-
lögum sínum og ekki annað til ráða
en að stökkva í ólgandi sjóinn og
freista þess að synda burt frá því og
ógnvekjandi risatrjádrumbunum í
hafrótinu. Svartamyrkur var og eng-
in leið að sjá drumbana. Honum tókst
að lokum að stýra sér út úr brakinu
er birta tók. Þarna var mikið há-
karlasvæði og honum fannst þeir sí-
fellt vera nartandi í stuttbuxurnar
sínar, en náði þó að halda ró sinni
þótt hann segðist oft hafa verið
hræddur, ekki síst er hann sá félaga
sína fljóta hjá. Mörg skip sigldu
framhjá án þess að sjá hann en eftir
12 tíma kom loks vökull grískur sjó-
maður á hann auga og hann var hólp-
inn. Enginn hinna sem stukku í sjó-
inn var svo lánsamur.
Ávallt er hann kom til landsins
færði hann móður sinni fallegar gjaf-
ir frá fjarlægum slóðum, sem þóttu
mikil gersemi og hafði annað eins
aldrei sést á Vallargötunni í Keflavík.
Gummi hætti sjómennsku 1970,
fluttist heim og hóf störf hjá ÁTVR
og vann þar uns hann settist í helgan
stein.
Hann var einfari en afar góður
sinni fjölskyldu og sérlega barngóð-
ur. Lét jafnan lítið fyrir sér fara en
sagði, á góðum stundum, frá sjó-
mannsferli sínum sem var mjög
merkilegur, en aldrei miklaðist hann
af nokkrum hlut. Þótt hann væri ekki
mikill selskapsmaður var hann alveg
ómissandi hjá okkur fjölskyldunni
um jólin og lék þá jafnan á als oddi.
Heilsu Gumma fór að hraka síð-
ustu árin og hratt undanfarið. Var
erfitt fyrir þennan sjálfstæða mann,
sem alltaf bjó einn, að þiggja hjálp,
en ekki kvartaði hann fremur en
endranær.
Ég hef alltaf dáðst að æðruleysi
hans, eins í starfi sem í veikindunum.
Góð fyrirmynd er farin. Hafðu þökk
fyrir allt bróðir.
Kristinn Helgason.
Elsku Gummi, við kveðjum þig
með söknuði en erum þakklát fyrir
þann tíma sem við höfðum þig hjá
okkur. Horft út um gluggann á fal-
legu heimili þínu við Skúlagötuna er
útsýnið nánast eins og að standa í
stafni á stóru fleyi og hugurinn leitar
ósjálfrátt til fjarlægra stranda.
Minningar tengdar þér frá því ég
var barn og unglingur í Keflavík
tengjast óneitanlega öllum þeim
spennandi pökkum sem þú sendir
fjölskyldunni frá framandi löndum,
leikföngin sem vöktu bæði aðdáun og
kátínu; apinn sem spilaði á trommu,
upptrekkti grísinn, rafhlöðudrifni
spíttbáturinn og drossían með gírum
og ljósum, járnbrautarlestin, kúreka-
fötin og mótorhjólaleðurjakkinn.
Mamma las jafnan upphátt úr sendi-
bréfum þínum og póstkortum, sem
bárust okkur reglulega. Ég naut þess
á barnaskólaárunum að geta státað
af sjaldséðum merkjum í frímerkja-
klúbbi skólans.
Ég var13 ára gamall og þú 36 ára
þegar við sáumst fyrst. Ástæða heim-
komu þinnar á þessum tímamótum
var að norska skipið Höegh Aronde
hafði farist undan strönd Marokkó
og þú varst meðal þeirra 13 skips-
manna sem björguðust af 32 mann
áhöfn. Skipið sem var mikið hlaðið
timbri sökk að næturlagi í óveðri eft-
ir 10 daga siglingu. Aðeins 12 menn
komust fyrir í björgunarbát, þið hinir
20 urðuð að stökkva frá borði eða
fylgja skipinu niður. Þú varst sá eini
af þeim sem komst lífs af eftir að hafa
velkst um í sjónum í rúmar 12
klukkustundir innan um fljótandi
timbur og heimkynni sjávarrándýra.
Blaðamaður Morgunblaðsins í Kefla-
vík var sá fyrsti til að tjá mér þessi
tíðindi þegar hann falaðist eftir ljós-
mynd af þér með fréttinni. Þú hélst
fljótlega á haf út á ný og komst að-
eins tvívegis í stuttar heimsóknir til
Íslands, þar til þú að lokum ákvaðst
að setjast hér að.
Þú varst ákveðinn og skapmikill ef
því var að skipta, sjálfstæður og
stoltur. Þó að barnlaus værir sjálfur
varstu sérlega barngóður og fylgdist
með líðan og lífi allra fjölskyldumeð-
lima af áhuga. Rausnarskapur þinn
setti mark sitt á hátíðastundir okkar
fjölskyldunnar hvort sem var á jól-
um, afmælum eða öðrum tyllidögum,
krökkunum okkar til mikillar gleði
og ánægju.
Þegar heilsa og kraftur leyfðu
varstu reglulega gestur á heimili
okkar og í gamla daga vaktir þú fram
eftir með okkur yfir góðri mynd-
bandsspólu. Það var alltaf áhugavert
og spennandi þegar þú fékkst til að
segja okkur frá sérstæðum atvikum
úr sjóferðum þínum, af nógu var að
taka. Þú sagðir stuttu fyrir fráfall
þitt að sjómannsárin hefðu verið
bestu árin í lífi þínu.
Elsku Gummi, þú skipaðir stóran
sess í hjarta okkar alla tíð sem bróðir
og fjölskylduvinur, en nú þegar þú
hefur kvatt okkur viljum við þakka
þér innilega allar þær góðu stundir
sem við áttum saman, og þann góða
hug sem þú sýndir alla tíð í okkar
garð og barnanna. Við erum þakklát
fyrir að dætur okkar fengu að njóta
samveru þinnar undanfarna mánuði
og áttu þess kost að geta létt aðeins
undir með þér. Mest fannst þér gam-
an að fá litlu dótturdóttur okkar í
heimsókn heim til þín og síðan í
sjúkrahúslegunni þar sem þér var
sinnt af alúð og virðingu.
Minningin um þig mun ætíð lifa
með okkur.
Jóhann og Guðrún.
Elsku hjartans Gummi, við sökn-
um þín svo mikið, hefðum viljað hafa
þig hjá okkur miklu lengur. Okkur
finnst svo sárt að þú sért farinn frá
okkur. Það var svo yndislegt að koma
til þín og spjalla við þig um allt milli
himins og jarðar. Við sögðum þér frá
því sem var að gerast í okkar lífi, frá
deginum og fréttir af fjölskyldumeð-
limum. Það var hægt að tala við þig
um allt. Þú sagðir okkur frá stríðs-
árunum, árunum þínum á sjónum,
æskunni í Keflavík og hvernig þér
leið. Þú hafðir reynt margt og bjóst
yfir svo mikilli visku. Vissir alltaf
hvað var að gerast í heiminum og
fylgdist vel með fréttum.
Þú varst alltaf svo góður við okkur
systkinin, við höfum fengið svo ótal
margar og fallegar gjafir frá þér í
gegnum árin.
Það voru sterk og góð tengsl á milli
þín og Guðrúnar Lillý þó aldursmun-
urinn hafi verið mikill, þið brostuð
bæði um leið og þið sáuð hvort annað.
Það lifnaði alltaf yfir henni þegar hún
sá þig, hún æstist öll upp og teygði
sig til þín með galopinn munninn,
brosandi. Við munum sýna henni
myndir af þér reglulega og segja
henni frá þér.
Fram á síðasta dag varstu svo
skýr, þrátt fyrir mikil veikindi og
sterk verkjalyf. Við söknum þín sárt
en huggum okkur við að þér líður
betur núna.
Við erum þér ævinlega þakklátar
fyrir stuðning þinn í gegnum árin,
allar gjafirnar, góðu ráðin og hlýhug
þinn og blíðu.
Tíminn með þér er okkur svo dýr-
mætur og við hlökkum til að taka upp
þráðinn þegar okkar tími kemur.
Við vitum að þangað til fylgist þú
með okkur og passar okkur.
Þökk fyrir allt og allt
Inga Dóra, Halldóra Lillý
og Guðrún Lillý.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
(Páll Jónsson.)
Elsku Gummi frændi, við biðjum
Guð og Jesú að passa þig og þökkum
þér fyrir allt.
Einar Helgi og Jóhann Óskar.
Guðmundur Helgi
Helgason
FRÉTTIR
VERKEFNI Bjargar Birgisdóttur,
forstöðumanns námsráðgjafar og al-
þjóðaskrifstofu Háskólans í Reykja-
vík, hefur verið valið eitt af fimm
bestu Leonardo da Vinci-verkefnum
á sviði menntunar- og ráðgjafarmála
í Evrópu.
Rannsóknarverkefni Bjargar heit-
ir „Personal Profile and Support for
Learners“. Meginmarkmið þess er
að þróa aðferðir til að vinna með ein-
staklinga í brotthvarfshættu á öllum
skólastigum. Björg fékk viðurkenn-
inguna fyrir verkefnið afhenta á ráð-
stefnu á vegum Leonardo da Vinci-
starfsmenntaáætlunar Evrópusam-
bandsins í Ljubljana, Slóveníu, sem
haldin var í síðustu viku. 100 verk-
efni í þessari áætlun voru metin af
þriggja manna matsnefnd sérfræð-
inga á vegum Evrópusambandsins
og fengu fimm verkefni viðurkenn-
ingu.
Þess má geta að SPIPERWEB,
Leonardo da Vinci-verkefnið sem
Björg stýrði fyrir hönd HR á árun-
um 2001-2004 fékk einnig viðurkenn-
ingu sem best practice verkefni í
Evrópu í Maastricht 2004. Heildar-
velta þessara beggja verkefna nem-
ur um 100 milljónum króna.
Það verður að teljast frábær ár-
angur að þau tvö Leonardo da Vinci-
verkefni sem Háskólinn í Reykjavík
hefur stýrt, skuli bæði hafa fengið
svo glæsilega viðurkenningu frá
Evrópusambandinu.
Verkefni í
HR vinnur til
verðlauna
Atvinnuauglýsingar
Blaðbera
vantar í
Hveragerði
í afleysingar
og einnig í
fasta stöðu
Upplýsingar í síma
893 4694
eftir kl. 14.00
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Skrapp- og
pappírsdagar
í Föndru
Föstudag, laugardag og mánudag verður
afsláttur af allri pappírs- og skrappvöru.
Kíktu við og fáðu góð ráð.
Sýnikennsla og góð tilboð í gangi.
Í HÚSINU á Eyrarbakka verður í
dag kl. 18 opnuð sýningin Konungs-
koman 1907. Verður þar með ljós-
myndum og munum greint frá ferð
Friðriks 8. Danakonungs um Suður-
land í ágúst 1907.
Það að ferðast með hina konung-
legu hátign um Suðurland var mikið
fyrirtæki enda voru í fylgdarliði
konungs 200 manns, þar af fjöl-
margir danskir þingmenn, auk
blaðamanna. Í fararbroddi Íslend-
inga var Hannes Hafstein ráðherra.
Í engu var sparað. Útvegaðir voru
hestar úr átta sýslum, keyptir nýir
hátíðarbúningar á sýslumenn, gert
var við vegi og reiðgötur og nýir
vegir lagðir, m.a. Kóngsvegurinn
um uppsveitir Árnessýslu. Ár-
sprænur voru brúaðar og hús
byggð. Á gististöðum þurfti að vera
til staðar tilheyrandi aðbúnaður
hæfandi konungi, svo sem viðeig-
andi hreinlætisáhöld.
Á sýningunni verða ljósmyndir
eftir Pétur Brynjólfsson og fleiri
ljósmyndara sem Þjóðminjasafn Ís-
lands varðveitir og lánaði til sýning-
arinnar. Byggðasafn Árnesinga
varðveitir nokkra muni er tengjast
konungskomunni 1907. Merkustu
munir safnsins því tengdir eru þvot-
tastell frá Arnarbæli í Ölfusi þar á
meðal forláta náttpottur úr
postulíni.
Sýningin stendur til ágústloka.
Veisla Aðstoðarmeyjar og frúr voru í sínu fínasta pússi í konungsveislu
Eyrbekkinga sem haldin var við Ölfusárbrú 1907 Friðriki 8. til heiðurs.
Sýning á Eyrarbakka um
konungskomuna 1907