Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 41
Félagsstarf
Árskógar 4 | Kl. 8.15-16 baðþjónusta. Kl. 9-12 opin
handavinnustofa. Kl. 9-16.30 opin smíðastofa. Ekki
bingó í dag. Næst verður bingó 25. maí (2. og 4.
föstudag í mán).
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn
handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, há-
degisverður, frjálst að spila í sal, kaffi. Upplýsingar
í síma 535 2760.
FEBÁ, Álftanesi | Litlakot, föstudaginn 18. maí kl.
13-16. Súpudagur. Setjum upp handverkssýn-
inguna sem verður á morgun, laugardag. Fólk
beðið að koma með muni til sýningar, einu gildir
hvort þeir hafa verið unnir í Litlakoti eða annars
staðar. Akstur annast Auður og Lindi, sími
565 0952.
Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Félags-
heimilið opið kl. 9-17. Heitt á könnunni. Félagsvist
kl. 20.30.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl.
9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40
hádegisverður, kl. 14 bingó FEBK. Aðgangur að
göngubretti. Kaffi á könnunni.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns-
leikfimi í Mýri kl. 13. Opið í Garðabergi til kl. 16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar. Kl. 10 „Bragakaffi“. Kl. 10.30 létt ganga um
nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kóræfing
fellur niður í Gerðubergi, mæting í Fella- og Hóla-
kirkju kl. 15.30. Uppl. á staðnum og s. 575 7720.
Strætisvagnar S4, 12 og 17.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, aðst. við böð-
un. Kl. 13.30 verður sýnt myndband um söng og
mannlíf í Skagafirði. Kaffiveitingar kl. 15. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 handavinna. Kl. 9 bað-
þjónusta. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 14.45
bókabíllinn. Kl. 15 kaffi. Ekkert bingó í dag. Hand-
verkssýning um helgina, allir velkomnir.
Hraunsel | Engin dagskrá í húsinu vegna uppsetn-
ingar á handverksýningu og munum skilað fyrir
hádegi.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12,
postulínsmálning. Jóga kl. 9-11, Björg F. Hársnyrt-
ing.
Hæðargarður 31 | Listasmiðja, framsögn, trésmíð-
ar, leikfimi, myndlist, skapandi skrif, félagsvist, bók-
menntahópur, tölvuleiðbeiningar, gönguferðir, ljóða-
lestur, ljóðagerð, söngur, bútasaumur, morgun-
andakt og hugmyndabankinn alltaf opinn. Til hvers
langar þig? Kíktu við. S. 568 3132. asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegis-
verður. Kl. 13.30-14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 14.30-
15.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í Aðalsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, leirmótun
kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10. Bingó kl.
13.30-14.30 allir velkomnir. Félagsmiðstöðin er opin
fyrir alla og engin aldurstakmörk. Uppl. í síma
411 9450.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10-12.
Kaffi, djús og ávextir í boði. Allir velkomnir.
dagbók
Í dag er föstudagur 18. maí, 138. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor. (Sálm. 67, 2.)
Trausti Valsson, prófessor ískipulagsfræðum við HáskólaÍslands, flytur á morgun,laugardag, fyrirlesturinn
Áhrif loftslagsbreytinga á skipulag.
Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 130
í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans,
og hefst kl. 15.
„Fyrirlesturinn byggir á bók sem ég
gaf út fyrir síðustu jól sem bar titilinn
How the World Will Change – with
Global Warming, (Hvernig heimurinn
mun breytast með hnattrænni hlýn-
un),“ segir Trausti sem heldur fyr-
irlesturinn í tilefni af komu hóps hol-
lenskra skipulags- og arkitektúrsér-
fræðinga hingað til lands undir leið-
sögn Jóns Kristinssonar prófessors.
„Því er nú spáð að vænta megi tölu-
verðra loftslagsbreytinga. Takist ekki
að snúa þróuninni við má vænta mikilla
breytinga á hvaða svæði í heiminum
verða byggileg og hver ekki.“
Athuganir sínar byggir Trausti á
rannsóknum veðurfræðinga og nátt-
úrufræðinga: „Í stuttu máli sagt verða
þau svæði sem nú eru mjög köld, s.s.
Ísland, Síbería og N-Kanada byggi-
legri en aftur á móti verða suðrænni
lönd þar sem þegar er mjög heitt enn
heitari og mun samspil hita og skorts á
úrkomu gera stór svæði óbyggileg.
Þegar má sjá áhrif þessarar þróunar á
hjarð- og landbúnaðarsamfélög t.d. við
jaðar Saharaeyðimerkurinnar, sem
vegna þverrandi landgæða eru að færa
bústofna sína annað. Að sama skapi
mun t.d. ræktun á maís og hrísgrjónum
færast til vatnsríkari svæða,“ segir
Trausti. „Ekki verður aðeins um að
ræða breytingar á högum þeirra sem
byggja lífsviðurværi sitt á náttúrunni
heldur má líka gera ráð fyrir að fólk í
borgum sæki frekar norður á bóginn, á
svalari slóðir. Vitaskuld er um að ræða
þróun sem gerist á mjög löngum tíma,
en þó má finna vísinn að þessari breyt-
ingu í því hvert fólk kýs að ferðast í
dag. Þannig voru sumarferðalög í
Evrópu áður oft með þeim hætti að fólk
í norðurhluta álfunnar ferðaðist suður í
hlýjuna, en æ oftar leita íbúar suður-
hlutans nú í svalann í norðri þegar
sumarhitarnir eru hvað mestir.“
Auk þess að vænta breytinga á bú-
setu á hnattrænan mælikvarða spáir
Trausti breytingum á skipulagi borga:
„Nú þegar er leitast við að gera borgir
sem vistvænstar. Einkum er reynt að
lágmarka brennslu á kolefnaeldsneyti,
þétta byggð og auka notkun vistvænn-
ar orku,“ segir Trausti. „Fræðimenn á
borð við Jón Kristinsson hafa þegar
náð merkilegum árangri í vistvænni
borgarbyggingu og sýna stjórnmála-
menn núna ríkan áhuga á slíkum verk-
efnum. Hefur t.d. Gordon Brown ný-
lega lofað að gera fimm borgir vist-
vænar í sinni stjórnartíð.“
Fyrirlestur Trausta er öllum opinn
og aðgangur ókeypis. Finna má nánari
upplýsingar á www.howtheworldwill-
change.com.
Skipulagsmál | Fyrirlestur á laugardag um áhrif hnattrænnar hlýnunar
Loftslagsbreytingar og skipulag
Trausti Valsson
fæddist 1946.
Hann lauk Dipl.
Ing.-gráðu frá TU í
V-Berlín 1972 og
doktorsgráðu í
skipulagsfræði frá
Kaliforníuháskóla
Berkeley 1987.
Trausti hefur
starfað við skipulagsmál, rannsóknir
og kennslu. Hann hefur ritað fjölda
greina og bóka um skipulagsmál.
Hann er prófessor við Háskóla Íslands
og á tvær dætur og tvo dætrasyni,
Kristófer og Brimar.
Dans
Básinn | Hið árlega og sívinsæla
Vorball verður í Básnum, Ölfusi,
laugardaginn 19. maí nk. kl. 22.
Harmonikufélag Selfoss.
Fyrirlestrar og fundir
Amnesty International | Íslands-
deild Amnesty International held-
ur námskeið laugardaginn 19. maí
í húsnæði Símenntunarstöðvar
Eyjafjarðar við Þórsstíg 4 á Akur-
eyri. Á námskeiðinu verður fjallað
um sögu, herferðir og mannrétt-
indaáherslur samtakanna. Skrán-
ing í síma 511 7900 og á ie@am-
nesty.is.
GESTIR í Vallarta Adventure-garðinum í
Nuevo Vallarta í Mexíkó horfa á Fernando
Miranda synda með Pascual sem er mán-
aðargamall munaðarlaus höfrungur, í
gær.
Pascual fannst þegar hann var aðeins
dagsgamall. Hann strandaði um 100 km
norður af Nuevo Vallarta og var færður í
garðinn til að einhver sæi um hann. Eig-
andi garðsins vonast til að geta sent Pas-
cual í stóran sædýragarð þar sem hann
yrði í félagsskap annarra höfrunga.
Munaðarlaus höfrungur
Reuters
FÉLAGIÐ Matur – saga – menning gengst fyrir kvöldgöngu mið-
vikudaginn 23. maí að Hafnabergi. Tilgangurinn er að minnast
gamalla matarhefða og ekki síður að njóta útivistar í skemmti-
legum félagsskap. Hafnaberg er lítið strandberg sunnan við Hafnir
á Reykjanesskaga og var fyrrum nýtt til eggja- og fuglatöku.
Urmull sjófugla verpir í bjarginu og iðar bjargið af lífi á þessum
árstíma.
Þátttakendur í göngunni munu hittast kl. 19.30 á bílastæðinu fyr-
ir ofan bjargið en þaðan er rúmlega hálftíma gangur að bjarginu. Í
fréttatilkynningu eru göngumenn hvattir til þess að klæða sig í
samræmi við árstíma og aðstæður en áætlað er að ferðin taki um
tvær og hálfa klukkustund. Til stendur að gjóa augum á bjargbúa
og því við hæfi að taka með sér sjónauka og myndavélar.
Leiðsögumaður í ferðinni verður Helgi Guðmundsson.
Kvöldganga að Hafnabergi
ÁÐUR auglýst dagskrá Karlakórsins Heimis, sem flytja átti í Saln-
um í Kópavogi í kvöld, fellur niður vegna óviðráðanlegra forfalla.
Dagskráin hefur verið flutt nokkrum sinnum við góðar undirtektir,
bæði heima í Skagafirði og í Salnum í Kópavogi.
Aðdáendum kórsins er þó bent á að Heimismenn verða með tón-
leika í Digraneskirkju föstudaginn 1. júní nk. kl. 20.30 og í Ara-
tungu, félagsheimilinu í Biskupstungum, laugardaginn 2. júní kl.
20.30.
Bólu-Hjálmar fellur niður í Salnum
STEINAR Björgvinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður
verður með fræðslu í Grasagarðinum í Laugardal um fugla og
gróður á sunnudaginn kl. 11. Hann fjallar um samspil fugla, skor-
dýra og gróðurs og segir frá því hvernig hægt er að laða fugla að
görðum með réttu plöntuvali. Í Grasagarðinum hafa verið settir
upp nokkrir varpkassar og fuglaböð.
Mæting er í lystihúsinu. Gott er að hafa meðferðis fuglahandbók
og sjónauka. Eftir gönguna er boðið upp á piparmyntute úr laufum
piparmyntu sem ræktuð er í Grasagarðinum. Ókeypis fræðsla og
skemmtun, allir velkomnir.
Ræðir samspil fugla og gróðurs
JÓHANNA Harðardóttir kjalnesingagoði heldur árlegt vorblót að
Mógilsá laugardaginn 19. maí. Þar á að blóta Frey og fleiri goð og
góða vætti og gleðjast yfir nýju lífi og sprettu.
Gestir mæta við Aronsbústað í landi Skógræktarinnar við Mó-
gilsá.
Vorblót á Mógilsá
FRÉTTIR
HÁTÍÐARSAMKOMA verður í
hátíðarsal aðalbyggingar Há-
skóla Íslands í tilefni af 70 ára
afmæli Odds Benediktssonar,
prófessors í tölvunarfræði við
Háskóla Íslands, laugardaginn
19. maí kl. 14.
Oddur hefur gegnt lykilhlut-
verki í tölvuvæðingu hér á landi
allt frá því að hann kom heim
frá námi og hóf störf við ný-
stofnaða Reiknistofnun Háskól-
ans 1964. Hann var skipaður
dósent við Háskóla Íslands
1973 og hófst þá strax handa
við að koma á háskólamenntun í
tölvunarfræði og varð fyrstur
Íslendinga til að vera skipaður
prófessor í tölvunarfræði 1982.
Á síðustu árum hefur hann auk
þess unnið að uppbyggingu
náms í hugbúnaðarverkfræði.
Hátíðarsamkoman verður
tvíþætt. Fyrst munu tveir er-
lendir gestafyrirlesarar flytja
yfirlitserindi á sviði hugbún-
aðarverkfræði. Rory O’Connor
við Dublin City University, Ír-
landi, mun flytja fyrirlestur
sem hann nefnir Hugbún-
aðarkerfi, toppurinn á ísjak-
anum, og fjallar um mikilvægi
þess að huga
vel að þeim
þætti hug-
búnaðarkerfa
sem ekki er
sýnilegur
notandanum.
Síðan mun
Darren Dalc-
her við
Middlesex
University,
Englandi, flytja fyrirlestur sem
hann nefnir Hugleiðingar um
þroskastig hugbúnaðarþróunar
og fjallar um hvernig þroska-
stigshugtakið hefur þróast síð-
ustu tvo áratugi.
Í síðari hluta samkomunnar
munu fulltrúar ýmissa aðila
sem tengjast tölvuvæðingu og
menntun tölvunarfræðinga hér
á landi flytja stutt hátíðar-
ávörp, en að þeim loknum um
kl. 17 verður boðið upp á léttar
veitingar.
Að samkomunni standa verk-
fræðideild og tölvunarfræði-
skor Háskóla Íslands, Félag
tölvunarfræðinga og Ský
(Skýrslutæknifélag Íslands) og
er samkoman öllum opin.
Hátíðarsamkoma fyrir
Odd Benediktsson
Oddur
Benediktsson
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynn-ingar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudags-
blað.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynn-
ingum og/ eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer.
Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynningu
og mynd á netfangið rit-
stjorn@mbl.is, eða senda til-
kynn-ingu og mynd í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn
Senda inn efni". Einnig er
hægt að senda vélritaða til-
kynningu og mynd í pósti.
Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
smáauglýsingar
mbl.is
Fréttir á SMS