Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GLEÐILEG JÓL
OG FARSÆLT
KOMANDI ÁR!
FRÁ: JÓNI, GRETTI
OG ODDA
GLEÐILEG JÓL OG
FÍNT KOMANDI ÁR!
FRÁ JÓNI
GLEÐILEG JÓL!
FRÁ MÉR
HANN ÆTTI
AÐ TAKA SÉR
PÁSU
MIG
LANGAR
AÐ HLAUPA
UNDAN
GRÝLU-
KERTINU...
ÉG ÆTTI
AÐ HOPPA
ÚT OG
HLAUPA
EINS OG
ÉG GET?
EÐA
ÆTTI ÉG
KANNSKI
BARA AÐ
BÍÐA
HÉRNA
ÞAÐ
ER ERFITT
AÐ VERA
FASTUR!
MIG LANGAR Í
MEIRA RISTAÐ
BRAUÐ HERBERGISÞJÓNUSTA!
MIKIÐ
VARST ÞÚ
FLJÓT UPP
STIGANN!
ÞÚ FERÐ Í
SKÓLANN Á
MORGUN
HANN BYRJAÐI
Á ÞVÍ AÐ FÁ SÉR
KEX MILLI
MÁLA...
SÍÐAN FÓR HANN
AÐ FÁ SÉR SAMLOKUR
MILLI MÁLA...
NÚNA FÆR
HANN SÉR MÁLTÍÐIR
MILLI MÁLA!
GRÍMUR,
VIÐ ERUM
AÐ FLJÚGA
OF LÁGT!
FARÐU MEÐ
SLEÐANN
OFAR!
ÉG? ER ÉG
AÐ FLJÚGA?
HVAÐ
VAR ÞETTA?
ÉG ER EKKI
ALVEG VISS...
EN ÉG HELD AÐ
ÞETTA HAFI VERIÐ
TALANDI PÁFUGL
Á GREIN
ÉG TRÚI ÞVÍ
EKKI AÐ ÞÚ
VILJIR EKKI AÐ
VIÐ GEFUM
HVORU ÖÐRU
GJAFIR Í ÁR!
ÞAÐ ER
ALLTAF SVO
ERFITT
FYRIR MIG
AÐ VERSLA
ÉG EYÐI MIKLUM TÍMA Í AÐ
REYNA AÐ FINNA GJÖF HANDA
ÞÉR OG Á ENDANUM SKIPTIR
ÞÚ HENNI BARA
EN ÞAÐ ER
EKKI MÁLIÐ
MEIRA AÐ SEGJA ÞÓ
AÐ ÉG SKIPTI GJÖFINNI
ÞÁ VEIT ÉG AÐ ÞÚ
VARST AÐ HUGSA
UM MIG ÞEGAR ÞÚ
KEYPTIR HANA
ÞANNIG AÐ ÉG GET
EKKI GEFIÐ ÞÉR
GJAFABRÉF Í ÁR?
ÞAÐ ER EKKI
ÞAÐ SAMA
ÞETTA ER EKKI NÓGU GOTT
ÞETTA ER EKKI
TASKAN MÍN! ÞAÐ HEFUR
EINHVER TEKIÐ TÖSKUNA
MÍNA Í MISGRIPUM
ÞETTA ER ALLTAF AÐ GERAST... ÉG VONA
AÐ ÞÚ FINNIR TÖSKUNA ÞÍNA
ÉG
LÍKA
!
SÉRSTAKLEGA
FYRST
BÚNINGURINN
VAR Í HENNI
dagbók|velvakandi
Gallað tryggingakerfi
TRYGGINGAKERFIÐ okkar er al-
veg ótrúlegt. Ég vil taka dæmi: Ég
greindist með Parkinsonsveiki 2002
og varð að hætta að vinna. Fékk ég
þá 17.754 kr. og borgaði fulla skatta
af því. Ég fékk seinna bréf þar sem
sagt var að ég skuldaði 358.627 kr.
og þá voru teknar af mér 20.000 kr. á
mánuði. Þar með voru aftur teknir
skattar af því sem var búið að taka
skatta af fyrir.
Þetta er glórulaust. Mér finnst ég
eitthvað svo lítilsmegnuð og þetta
rýrir sjálfsálitið, sem ég má ekki við.
Ekki langar mig að vera þurfalingur
karlsins míns. Auk þess finnst mér
óþolandi að skattarnir séu tekju-
tengdir manninum mínum.
Parkisonssjúklingur.
Ósáttir Evróvisjónaðdáendur
VIÐ erum tvær systur og erum
mjög ósáttar með útsendingu Evró-
visjón. Þegar u.þ.b. 10-15 mínútur
voru eftir af keppninni var skipt yfir
á kosningavökuna og fengum við því
ekki að sjá lok Evróvisjón kosning-
arinnar og þar af leiðandi ekki vinn-
ingslagið. Við héldum að kosninga-
vakan yrði aðeins sýnd í auglýsing-
um og svo myndi keppnin halda
áfram. Svo fannst okkur auglýsing-
arnar vera allt of langar. Okkur datt
í hug að kveikja á útvarpinu og við
stilltum á Rás 2 og þá heyrðist bara
fólk að fagna og svo byrjaði konan
frá Serbíu að syngja lagið sitt og við
fengum ekki einu sinni að sjá atriðið
eða lokastöðuna. Þetta er fyrir neð-
an allar hellur, að RÚV skyldi ekki
sýna lokin þó að Ísland hafi ekki ver-
ið með. Það er fullt af fólki sem horf-
ir á Evróvisjón þó að Ísland sé ekki
með. Við erum skyldug til að borga
fyrir að vera með RÚV og þeir eru
því einnig skyldugir til að sýna
söngvakeppnina. Einnig er fáránlegt
að þeir skyldu sýna nýjustu tölur í
kosningunum í staðinn fyrir endann
á Evróvisjón því að þetta voru ekki
einu sinni lokatölur og þeir sem hafa
áhuga á kosningunum hefðu alveg
geta beðið í korter eftir þessum
fyrstu tölum. Við erum mjög ósáttar
við þetta og skiljum ekki af hverju
þessu var hagað svona því að RÚV
hefur sýnt þessa keppni alveg frá því
að hún byrjaði.
Einnig erum við mjög ósáttar við
niðurstöður úr söngvakeppninni því
að Ísland átti svo skilið að komast
áfram. Við vorum með mjög gott lag
og atriði. Nokkur af lögunum sem
komust áfram áttu það alls ekki skil-
ið. Keppnin er bara byrjuð að snúast
um austantjaldsþjóðirnar og skoðun
okkar er sú að keppninni ætti að
skipta í tvennt. Norður- og Mið-
Evrópa verði saman í einni keppni
og Austur-Evrópa í annarri keppni.
Ef þetta verður ekki gert á Ísland
aldrei möguleika á því að komast
upp úr undankeppninni, hvað þá að
vinna.
Systurnar Arna og Heba.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
HÓPUR barna gekk fram hjá Hallgrímskirkju í skólaferð. Ekki var laust
við að sumarfiðringur væri kominn í hópinn.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Kátína
FRÉTTIR
HJARTAHEILL,
landssamtök hjarta-
sjúklinga, og Lyfja
undirrituðu samstarfs-
samning nýlega.
Samningurinn veitir
félagsmönnum Hjarta-
heilla sérkjör á öllum
lyfseðilsskyldum lyfj-
um auk afsláttar af
hjartamagnyli í öllum
Lyfju-apótekum ásamt
því að þeir verða með-
limir í Heilsuklúbbi
Lyfju.
Gefin verða út sér-
stök heilsukort Lyfju
til félagsmanna
Hjartaheilla sem jafn-
framt gilda sem fé-
lagsskírteini Hjarta-
heilla
Samningurinn felur
einnig í sér að Lyfja
mun sjá til þess að
söfnunarbaukar
Hjartaheilla verða
ávallt staðsettir við alla
afgreiðslukassa apó-
tekanna ásamt því að
fræðslubæklingar sem
Hjartaheill gefur út
verða aðgengilegir í apótekunum.
Nú í maí verða sendir greiðslu-
seðlar til félagsmanna Hjartaheilla
og munu þeir sem greiða árgjaldið fá
sent Heilsukort Lyfju (félagsskír-
teini Hjartaheilla) 3–5 dögum síðar.
Hægt er að gerast félagsmaður í
Hjartaheill með því að senda tölvu-
póst á netfangið hjartaheill@hjarta-
heill.is eða hringja í síma 552-5744.
Samningur Aðalheiður Pálmadóttir, forstöðu-
maður verslunar- og markaðssviðs Lyfju, og Ás-
geir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjarta-
heilla, landssamtaka hjartasjúklinga.
Hjartaheill og Lyfja gera
samstarfssamning