Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 44
Ég kann vel við Grob- an. Mér er sama hvort hann er að leika þetta eða ekki, bros hans og fas allt orkar vel á mig … 47 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ ER í raun fáránlegt til þess að hugsa að slíkt gallerí hafi ekki verið hérlendis áður,“ segir Ragnar Ax- elsson um ljósmyndagalleríið Fótóg- rafí sem verður opnað á morgun. „Reyndar er staða ljósmyndunar sem listgreinar á Íslandi ekki sér- lega góð, hún er á miklu hærra plani alls staðar annars staðar í heim- inum. Viðhorfið til ljósmyndunar hér er furðulegt og hefur verið í gegnum tíðina og kannski er það okkur ljós- myndurum líka að kenna að hafa ekki breytt því, en ég finn fyrir við- horfsbreytingu í dag og ég spái því að innan ekki margra ára verði dýr- asta myndverk Íslendinga ljós- mynd,“ segir Ragnar sem vill ekki spá um það hvort það verði hans eig- in mynd. Nokkuð er síðan Ragnar hélt sein- ast sýningu hér á landi en seinast sýndi hann í Þýskalandi. „Ég er núna að vinna hægt og rólega að risasýningu sem ég ætla að halda er- lendis einhvern tímann í nánustu framtíð. Ég hef ekki getað fylgt þeirri athygli sem ég hef fengið að utan nægilega eftir svo nú er kominn tími til þess.“ Sýningin sem Ragnar ríður á vað- ið með í hinu nýja galleríi nefnist Kuldi en þar mun hann sýna tólf litl- ar vetrarmyndir. „Þetta eru myndir héðan og þaðan af kulda og snjó. Ég hugsaði nú út í það að það væri kannski furðulegt að sýna vetrarmyndir þegar sumarið er á næsta leiti en fannst það síðan bara fyndið, það er að koma sumar en ég sýni bara kulda og leiðindi. Ég er líka að vísa til þess að nú þegar hitastig fer hækkandi vegna gróður- húsaáhrifanna verði þessi kuldi ekki alltaf til staðar, ég er að hugsa langt fram í tímann með því að safna heimildum um veturinn,“ segir Ragnar. Í Fótógrafí verða myndir til sölu í takmörkuðu upplagi eftir rúmlega tuttugu af færustu ljósmyndurum landsins. Einnig verða til sölu nýjar og gamlar ljósmyndabækur sem og ýmisleg hönnunarvara sem byggist á ljósmyndinni. Í sérstökum sýning- arsal verður svo opnuð ný einkasýn- ing í hverjum mánuði og eins og áð- ur segir er það Ragnar sem ríður á vaðið en eftir honum er von á sýn- ingum frá ekki minni mönnum en Páli Stefánssyni og Árna Sæberg. „Ari kom til tals við mig og bauð mér að opna galleríið og ég greip það fegins hendi enda fagna ég þessu framtaki hans innilega.“ Spurður hvort hann telji nóg af ljós- myndurum á Íslandi til að halda úti slíku galleríi þar sem skipt er um sýningu á mánaðar fresti stendur ekki á svari hjá Ragnari. „Já já, það eru margir mjög góðir og það er mikill áhugi á ljósmyndun alls staðar og þá sérstaklega hjá ungu fólki, ég finn fyrir því þegar ég ferðast um landið og á fyrirspurnum sem ég fæ.“ Morgunblaðið/ÞÖK Kuldi Hinn kunni ljósmyndari Ragnar Axelsson, sem er oft betur þekktur undir nafninu Raxi, sýnir vetrarmyndir í Fótógrafíu, nýju ljósmyndagalleríi á Skólavörðustígnum. Tekur á móti sumri með kulda Einn þekktasti ljós- myndari þjóðarinnar Ragnar Axelsson, Raxi, opnar sýningu á nokkr- um köldum ljósmynd- um í nýju ljósmynda- galleríi á Skólavörðu- stíg 4a á morgun. Ari Sigvaldason rekur gall- eríið sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér. Fótógrafí verður opið alla daga vikunnar. Frá 12 til 18 á virkum dögum og frá 10 til 16 um helgar. ÚRSLIT í Töku 2007, kvikmyndasamkeppni grunnskólanna í Reykjavík, voru tilkynnt í Tjarnarbíói á miðvikudaginn um leið og verð- launamyndirnar voru sýndar. Alls bárust sex- tíu myndir í keppnina en hátt í þrjú hundruð nemendur í sautján grunnskólum skiluðu myndum, þar af 26 leiknum stuttmyndum, og hafa aldrei fleiri myndir keppt til verðlauna á þessari hátíð. Dómnefnd valdi bestu myndirnar í þremur flokkum og fengu höfundar þeirra Klapptréð til eignar. Verðlaun voru veitt í tveimur ald- ursflokkum, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri og einnig fengu bestu leikarar í karl- og kvenhlutverkum verðlaun. Í flokki leikinna stuttmynda vann Voga- skóli í eldri flokki með Chocolate Au Lait og í yngri flokki Hlíðaskóli með myndina Ég er að verða brjáluð. Bestu leikarar voru valdir: Jörundur Jörundsson, Eva Brá Axelsdóttir, Bjarni Þ. Sivertsen og leikhópurinn í heild sinni frá Hlíðaskóla. Sigurður S. Sigurgeirsson, nemandi í Borgaskóla sigraði eldri flokk hreyfimynda með teiknimyndinni Leynilöggan en nem- endur í Suðurhlíðarskóla sigruðu yngri flokkinn með Space Wars. Í flokki heimildamynda sigraði myndin Þingvallavatn eftir nemendur í Laugarnes- skóla. Grunnskólanemar keppast um klapptréð Ljósmynd/Marteinn Sigurgeirsson Sigur Vinningshafar á Kvikmyndahátíð grunnskólanna í Reykjavík samankomnir á sviði Tjarnarbíós þar sem sigurmyndirnar voru sýndar á miðvikudaginn við góðar undirtektir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.