Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 51
Sunlight T58 kr 5.790.000. Sunlight T63 kr 5.990.000
Langbestu verðin á landinu, takmarkað magn.
Seljum sýnishorn með afslætti
Með loftkælingu, Rafdrifnar rúður og speglar, CD spilari,
Stöðuleikatjakkar, Toppgrind og stigi, skriðstillir,
Þýsk gæða vara
Nýjung Sunlight Húsbílar Nýjung
Hobbyhúsið opnunartími
Dugguvogi 12 mán-föst 10.00-18.00
104 Reykjavík laugard 13.00-17.00
S: 517 7040 sunnud 13.00-16.00
Verð frá 4.990.000.
www.hobbyhusid.is. .
opið í dag frá 13.00-16.00
f . . . V r fr 4.990.000.. . .
SAVE THE DOG
(Sjónvarpið kl. 20.10)
Stúlka grípur til allra hugsanlegra
ráða til að öngla saman fyrir lífs-
nauðsynlegri aðgerð fyrir hann voffa
sinn. Fjölskylduvæn Disney-mynd
frá 9. áratugnum með Randall og
sjónvarpsstjörnunni Williams í góðu
formi og góðum skilningi á vin-
áttuböndum manns og hunds. SWEET NOVEMBER
(Sjónvarpið kl. 23.20)
Afleit og óraunsæ vella um hroka-
gikk og dauðvona fegurðardís sem
gerir úr honum mann. Leikstjórinn
O’Connor hefur ekki séð til sólar frá
því hann lauk við hina minnisstæðu
Cal.
LOVE DON’T COST A THING
(Stöð 2 kl. 22.00)
Ástir í gaggó. Endurgerð Can’t Buy
Me Love, sem var hvorki fugl né fisk-
ur, sannfærir ekki áhorfandann að
hún eigi framhaldslíf skilið. BEYOND BORDERS
(Stöð 2 kl. 23.40)
Myndin á að lýsa þjáningum fórn-
arlamba styrjalda sem eru oftar en
ekki þau sem síst skyldi: börn, gam-
almenni og almennir borgarar. Það
veitir sannarlega ekki af slíkum
ábendingum en umfjöllunin er með
ótrúverðugum hollívúddblæ. THE EDGE
(Stöð 2 kl. 01.45)
Milljónamæringur og tískuljósmynd-
ari lenda í flugslysi í Alaska og beita
sameiginlega ráðum til að ná aftur til
byggða. Berjast við óblíð veður,
hrikalega náttúru og, að lokum, hvor
annan. Vanmetin mynd, vel leikin,
með forvitnilegri hliðarsögu. THE BIG BOUNCE
(Stöð 2 bíó kl. 18.00)
Tveir auðnuleysingjar, smákrimmi
og brimbrettakjói, standa frammi
fyrir gamalkunnri siðfræðispurn-
ingu. Fátt um svör. THE GIRL NEXT DOOR
(Stöð 2 bíó kl. 20.00)
Fyrirmyndarnemandi sem stefnir á
forsetaembættið fellur fyrir nýja ná-
grannanum sem reynist klámmynda-
stjarna. Óvenjuleg efnislega, fyndin
og fyndin ekki. FÖSTUDAGSBÍÓ
Sæbjörn Valdimarsson
MEN IN BLACK
(Sjónvarpið kl. 21.45)
Ógeðslegar geimverur eru að
leggja undir sig jörðina, eina
von mannkyns er svartklæddu
leynilöggurnar, Jones og
Smith. Skrýtin en nokkuð
skemmtileg vísindaskáld-
sögusatíra. Nokkur atriði drep-
fyndin, það besta með vágestinn
D’Onofrio við matarborðið:
„Sjáðu mig núna …!“ HÓTELERFINGINN Paris Hilton
mun aðeins afplána helminginn af
45 daga fangelsisvistinni sem hún
var dæmd til.
Hilton, sem var dæmd fyrir að
keyra án ökuleyfis, mun ekki verða
innan um almenna fanga. Hún mun
sitja inni í a.m.k. 23 daga, í sér-
stakri álmu.
„Parísi mun vegna vel ef hún
fylgir reglunum. Sá möguleiki að
hún geti valsað inn og út úr fangels-
inu er ekki inn í myndinni. Hún
mun sitja inni þann tíma sem hún er
dæmd til, mínus 22 daga vegna
góðrar hegðunar. En við munum
koma fram við hana eins og hvern
annan fanga,“ sagði lögreglukona
sem að málinu vinnur.
Í álmunni sem París mun dvelja í
eru tólf tveggja manna klefar fyrir
hærra sett fólk í þjóðfélaginu. Hún
mun þurfa að eyða einum klukku-
tíma á dag utan klefans til að fara í
sturtu, hringja eða horfa á sjón-
varp. París á að mæta í afplánun 5.
júní næstkomandi.
Móðir Parísar kom fram í sjón-
varpi nýlega þar sem hún sagðist
vona að ungt fólk lærði af þessum
mistökum dóttur sinnar.
Reuters
París
afplánar
helminginn
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞAÐ VAR leitað til okkar og við
beðnir um að gera tónlistarverk í
kringum My Market,“ segir Darri
Lorenzen myndlistarmaður sem gaf
nýlega út mynddisk með átta
klukkustunda samfelldu tónlistar-
efni ásamt félaga sínum Yngve Ho-
len. Darri býr í Berlín og það var
International Festival, sem er hópur
myndlistarfólks, sem stóð að úti-
markaðnum My Market síðastliðinn
laugardag þar í borg.
„Ég og Yngve kölluðum verkefnið
Big 8. Við ákváðum að þema disksins
sem og titill hans ætti að vera In
Love With the Supermarket og
fengum síðan allskonar tónlist-
armenn og plötusnúða, um tuttugu
talsins, til að gera mix með þetta
þema í huga. Við tókum síðan öll
mixin og gerðum úr þeim eina heild,
þannig að diskurinn er ein átta
klukkustundar runa,“ segir Darri en
bætir síðan við eftir smáumhugsun
að diskurinn sé í rauninni níu og hálf
klukkustund. „Þetta áttu að vera
átta tímar, þess vegna heitum við
Big 8, en við vorum komnir með svo
mikið efni að við gátum ekki skorið
það meira niður,“ segir hann og hlær
en hann og Yngve hafa í hyggju að
gefa út fleiri svipaða mynddiska í
framtíðinni undir nafninu Big 8.
Darri og Yngve fengu síðan Guð-
finnu Mjöll Magnúsdóttur til að
hanna útlit disksins. Aðeins fimm
hundruð eintök voru gerð og verður
eitthvað af þeim til sölu í völdum
plötubúðum hérlendis.
„Á markaðnum á laugardaginn
var síðan útgáfupartí In Love With
the Supermarket um leið og hann
hljómaði sem bakgrunnstónlist
markaðsins. Þetta gekk vel hjá okk-
ur en það versta var að veðrið var
brjálað, alveg hellirigning, svo það
var hætt fyrr en áætlað var og við
náðum ekki að spila allan diskinn,“
segir Darri og hljómar æðrulaus yfir
þessu öllu saman.
Darri og Yngve eru Big 8
Ást á stórmarkaði
www.international-festival.org
www.myspace.com/mymarket
www.darrilorenzen.net
Diskurinn Umslagið af In Love With The Supermarket.
HLJÓMSVEITIN Á móti sól með
Magna Rock Star-stjörnu í far-
arbroddi ætlar að trylla gesti
Gauks á Stöng í kvöld, föstudags-
kvöld. Drengirnir lofa víst þrus-
ustuði þar sem gömlu lögin fá að
heyrast sem og rokk og ról enda
Gaukur á Stöng kominn með eitt
öflugasta hljóðkerfi landsins.
Gaukur á Stöng verður opnaður
nýr og endurbættur og staðnum til
hróss er hann reyklaus.
Á móti sól
á Gauk á
Stöng
Morgunblaðið/Eggert
Töff Magni verður örugglega flott-
ur á sviði Gauksins.
GYÐJAN í vélinni hefur verið sýnd við frábærar viðtökur í Varðskipinu
Óðni, frumsýnt var hinn 10. maí í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Ekki
voru margar sýningar áætlaðar, en nú eru aðeins 2 sýningar eftir; í kvöld,
föstudaginn 18. maí, og allra síðasta sýning er áætluð á morgun, laug-
ardaginn 19. maí. Allar sýningarnar hefjast kl. 20. Miðasala fer fram hjá
Listahátíð í síma 561 2444 og á vef listahátíðar, www.listahatid.is. Þetta er
einstakur listviðburður sem vert er að sjá.
Tvær sýningar eftir
Morgunblaðið/ÞÖK
Gjörningur Gyðjan í vélinni er sýnt í varðskipinu Óðni.
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is