Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 52
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Ný ríkisstjórn
Geir H. Haarde mun biðjast
lausnar fyrir ráðuneyti sitt í dag
jafnframt því að óska eftir áfram-
haldandi umboði til viðræðna við
Samfylkingu. » Forsíða
Gangsetningu seinkar
Þar sem tafir verða á afhendingu
rafmagns frá Kárahnjúkavirkjun
mun Alcoa Fjarðaál seinka gang-
setningu álversins við Reyðarfjörð.
Hugsanlegt er að raforka verði til
mótvægis afhent hraðar. Ekki liggja
fyrir upplýsingar um hvort fjárhags-
tjón verður vegna tafanna.
» Baksíða
Eldur á Akureyri
Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri
var kallað að geymslusvæði Hring-
rásar þar sem eldur logaði í dekkj-
um og ýmiss konar rusli. Þrír ungir
drengir hafa viðurkennt að vera
valdir að brunanum. » 8
Atvinnustefna ASÍ
Ný atvinnustefna ASÍ tekur m.a.
á því hvernig skynsamlegt er að
nýta náttúruauðlindir. Forsenda
stefnunnar er stöðugleiki í efnahags-
málum. » 8
SKOÐANIR»
Ljósvaki: Ástralskur markvörður
Staksteinar: Framsókn utan stjórnar
Forystugrein: Opin staða
UMRÆÐAN»
Söfnin og menningararfurinn
Stórhuga bruni?
Ósk um spámennsku
Raunhæf og vistvæn lausn
200 hestöfl á lítra
Haldið upp á 100 ára afmæli
Innri hjöruliður í framhásingu
Mótorhjólajálkar í ralli
BÍLAR »
Heitast 12 °C | Kaldast 3 °C
NA 8-13 m/s en
sums staðar heldur
hvassari. Bjartviðri
fyrir sunnan og vestan,
annars skýjað. » 10
Birta Björnsdóttir
sá myndina Zodiac.
Stjörnurnar svöruðu
spurningum á blaða-
mannafundi eftir
sýninguna. » 48
KVIKMYNDIR»
Stjörnurnar
í Cannes
HREYFIMYNDIR»
Sigurður Skúli er aðals-
maður vikunnar. » 49
Ragnar Axelsson
fagnar sumarkomu
með opnun sýningar
á köldum ljósmynd-
um í Fótografíu á
Skólavörðustíg. » 44
LJÓSMYNDIR»
RAX í
Fótógrafíu
TÓNLEIKAR»
Josh Groban snart Arnar
Eggert Thoroddsen. » 47
TÓNLIST»
Darri og Yngve hafa ást
á stórmarkaði. » 51
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Stelpurnar í Nylon slá alla út
2. Ekki grundvöllur …
3. Lögregla lýsir eftir konu
4. Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki …
SÝNING San
Francisco-ball-
ettsins á verkum
Helga Tómasson-
ar, listræns
stjórnanda
flokksins, stóð
fyllilega undir
væntingum að
mati Margrétar
J. Gísladóttur,
dansgagnrýnanda Morgunblaðsins.
„Í heildina hafa dansverk Helga
hreinan dansstíl og fágaðar hreyf-
ingar. Hann notar einfaldar hreyf-
ingar á móti flóknum, hægt á móti
hröðu, þannig að ávallt er um and-
stæður að ræða. Samvinna dansar-
anna í tvídönsum er unun á að
horfa,“ segir Margrét m.a. í dómn-
um. Hún segir sýningu kvöldsins
hafa sýnt afburðahæfa dansara,
dansara sem hafa ástríðu fyrir því að
dansa.
Enn eru eftir þrjár sýningar San
Francisco-ballettsins hérlendis. | 17
Frábær
ballett-
sýning
Ástríða í San Franc-
isco-ballettinum
Helgi Tómasson
„HÉRNA, prófaðu aðgerðarhnífinn,“ gæti hinn vask-
legi veiðimaður með hattinn hafa sagt við félaga sinn,
rétt eftir að þeir komu í höfn í Vestmannaeyjum.
Sjóstangaveiði nýtur sívaxandi vinsælda enda gefst í
henni tækifæri til útiveru og hóflegrar hreyfingar.
Herramennirnir stóðu fagmannlega að verki þó að
sumir virtust hálfskelkaðir við tilhugsunina um að hafa
hönd á slorinu.
Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Ekki er sopið kálið …
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ALCOA Fjarðaál mun seinka gangsetningu ál-
versins á Reyðarfirði vegna tafa á afhendingu raf-
orku frá Kárahnjúkavirkjun. Að sögn Sigurðar
Arnalds, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar
vegna Kárahnjúkavirkjunar, er talið að afhending
geti hafist í ágúst eða þremur mánuðum á eftir
áætlun. Stefnt er að því að gagnsetningu álversins
ljúki um næstu áramót, að sögn Tómasar Más Sig-
urðssonar, forstjóra Alcoa Fjarðaáls.
„Þetta seinkar öllu hjá okkur,“ sagði Tómas.
„Við höfum átt góða samvinnu við Landsvirkjun
og fylgst vel með framgangi mála hjá þeim. Þetta
þýðir að við seinkum hráefnisförmum og einnig
örlítið mannaráðningum og framkvæmdahraða,
en ekki mikið, svo áætlanir okkar falli að þeirri
raforku sem þeir geta afhent.“ Seinkun á manna-
ráðningum snertir aðeins fáar stöður, að sögn
Tómasar.
Alcoa Fjarðaál fær nú allt að 100 MW raforku
frá Landsvirkjun um Byggðalínu. Með þeirri orku
er hægt að reka allt að 40 ker en þessi orka er ekki
tryggð nema yfir sumarið, að sögn Tómasar. „Við
þurfum að tryggja að við þurfum ekki að slökkva á
kerum þegar þessi orka fer að minnka í haust,“
sagði Tómas. Nú eru starfrækt átta ker á Reyðar-
firði. Prófunum á þeim verður haldið áfram enn
um skeið við lágmarksálag. Stefnt er að gangsetn-
ingu fleiri kera á næstunni.
Það eru einkum tafir við göngin sem valda því
að ekki er hægt að hleypa vatni á vélar virkjunar-
innar. Tómas sagði erfitt að segja, að svo stöddu,
hver heildaráhrif seinkunar á afhendingu raforku
yrðu á gangsetningu álversins. Á móti seinkuninni
kemur að hugsanlega verður raforkan afhent
hraðar en gert var ráð fyrir þegar á ferlið líður.
Það gerir hugsanlega kleift að auka gangsetning-
arhraðann á síðari stigum. Tómas sagði þetta vera
nú til skoðunar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort
seinkunin ylli fyrirtækinu fjárhagslegu tjóni.
Seinka gangsetningu
Ljóst er orðið að gangsetning Kárahnjúkavirkjunar tefst um a.m.k. þrjá mánuði