Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedmaj 2007næste måned
    mationtofr
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 1

Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 1
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞETTA er mjög mikil við- urkenning fyrir mig og með- höfunda mína,“ segir Gunnar H. Gíslason læknir um við- urkenningu bandarísku hjarta- samtakanna á niðurstöðum rannsóknar sem hann fór fyr- ir. Samtökin hafa útnefnt þær næstmikilvægustu rannsókn- arniðurstöðurnar sem birtar voru opinberlega árið 2006. Áhætta fyrir hjartasjúklinga Rannsóknir Gunnars og samstarfsmanna hans við hjartadeild Gentofte-háskólasjúkrahússins í Kaupmannahöfn leiddu til þeirrar niðurstöðu að notkun venjulegra gigtarlyfja í stórum skömmt- um ykju umtalsvert áhættu á dauða og nýrri kransæðastíflu og svokallaðir sértækir COX-2 hemlar, sem er undirflokkur gigtarlyfja, ykju áhættuna enn meira og einnig í litlum skömmt- um. Gunnar segir að þar sem þessi lyf séu mjög al- geng og jafnvel seld án lyfseðils, beri læknum að gæta sérstakrar varkárni við notkun þeirra hjá sjúklingum með þekkta hjartasjúkdóma eða aukna áhættu á hjartasjúkdómum. Að sögn Gunnars greindi hann fyrst frá nið- urstöðunum á þingi bandarísku hjartasamtak- anna í Dallas í Bandaríkjunum haustið 2005 og þá hafi þær vakið mikla athygli. Þær hafi verið valdar einn af hápunktum ráðstefnunnar og sjón- varpsstöðvar eins og til dæmis CNN, NBC, ABC, CBS og aðrir fjölmiðlar með mikla út- breiðslu hafi gert mikið úr málinu. Rannsóknin er framhald af doktorsrannsókn Gunnars. Niðurstöðurnar voru birtar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna, Circulation. Journal of the American Heart Association, í júní í fyrra og segir Gunnar að þá hafi athyglin á þeim aukist til muna um víða veröld. Niðurstöð- urnar hafi til dæmis leitt til þess að bandarísku hjartasamtökin hafi tekið mið af þeim og varað hjartasjúklinga við notkun umræddra lyfja. „Mikil viðurkenning“ Í HNOTSKURN » Gunnar H. Gíslason hefur búið í Dan-mörku í áratug og gerir ráð fyrir að ljúka sérnámi sínu í hjartalækningum í ár. » Hann hefur komist að þeirri niðurstöðuað sjúklingar sem hafa fengið krans- æðastíflu, eiga að varast að taka gigtarlyf. Bandarísku hjartasamtökin segja niðurstöður rannsókna Gunnars H. Gíslasonar og samstarfsmanna þær næstmikilvægustu sem birtar voru opinberlega í fyrra Gunnar H. Gíslason STOFNAÐ 1913 137. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is BLAUTBOLTI FJÓRIR LEIKIR FÓRU FRAM Í RIGNINGUNNI Í GÆR Í LANDSBANKADEILD KARLA >> ÍÞRÓTTIR MARGT UM AÐ VERA Í MENNINGUNNI FORVITINFLUGA ÞREIFAÐI Á ÞJÓÐLÍFI >> 32 FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is EVRÓPUMÁL eru sá málaflokkur þar sem einn skýrasti málefnalegi ágreiningurinn er á milli Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks. Samfylk- ingin hefur hvatt til aðildarvið- ræðna við Evr- ópusambandið (ESB) en Sjálf- stæðisflokkur- inn hefur hingað til hafnað þeim möguleika. Í samtöl- um við þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins kom fram að umræður færu reglulega fram um málið og öllum væri ljóst að breytingar gætu orðið á stöðu bæði Íslands og ESB sem gætu gert aðild fýsilegan kost. Hins vegar væru aðstæður einfaldlega ekki þess eðlis að spurningin um að- ild væri sérlega aðkallandi. Möguleikar í Evrópuskýrslu? Í skýrslu Evrópunefndar stjórn- málaflokkanna, sem kom út í vetur, voru nefndar fjölmargar tillögur um aukið samstarf á milli ýmissa stiga íslenska stjórnkerfisins og stjórn- kerfis ESB. Studdu allir flokkarnir tillögurnar en afstaða þeirra til að- ildarviðræðna var ólík. Spurðir um mögulegar málamiðlanir í viðræðum við Samfylkinguna nefndu sumir sjálfstæðisþingmenn að Evrópu- skýrslan byði upp á tækifæri fyrir Samfylkinguna til að auka samstarf Íslands við ESB án þess að ganga skrefið til fulls. Samfylkingarþingmenn, sem rætt var við, sögðu að alltaf hefði legið fyrir að stefna Samfylkingarinnar væri ólík afstöðu hinna stjórnmála- flokkanna og að aldrei hefði komið til greina að það kæmi í veg fyrir stjórnarþátttöku Samfylkingarinn- ar. Ekki hefði verið neins betra að vænta hvað þetta varðar hjá VG. Þingmenn beggja flokka voru sam- mála um að þótt afstaðan væri ólík væri nær ljóst að aðildarviðræður yrðu ekki á dagskrá á næsta kjör- tímabili en samfylkingarfólk telur of mikið verk óunnið áður en það verð- ur mögulegt. Varðandi framhaldið virðist af máli þingmanna Samfylkingarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn sé nokkur ráðgáta hvað Evrópumálin varðar. Einn þingmaður sagði að þótt lengi hefði verið rætt um mismunandi við- horf innan flokksins þá væri óljóst hvernig þær endurspegluðust í þing- mannaliði flokksins. Annar taldi að breytt forysta og tilkoma nýrrar kynslóðar innan flokksins gerði það að verkum að búast mætti við breyttum viðhorfum til ESB. Stjórnar- myndun og ESB Aðildarviðræður nær útilokaðar á næsta kjörtímabili Morgunblaðið/Árni Sæberg Á baki kindinni Hörpu Sjöfn SYSTURNAR Þórey og Jóhanna halda heldur óvenjulegt gæludýr, kindina Hörpu Sjöfn. Þær prófuðu nýlega að setja á hana hnakk og sitja hana. Þó að kindin sætti sig svo sem við það hafa þær þó ákveðið að láta alla kindareiðtúra eiga sig. Jóhanna hleyp- ur á undan með nammi- dallinn en Þórey situr Hörpu Sjöfn. Afi hennar kom fram í bíómynd og kannski ein- mitt þess vegna líkar Hörpu Sjöfn vel að vera í sviðsljósinu.| 17 RÚSSNESKUR þingmaður hefur hafið skipulega baráttu fyrir því að eiginkona Vladímírs V. Pútíns Rússlandsforseta bjóði sig fram sem arftaki hans á næsta ári. Ljúdmíla Alexandrovna Pútína hefur aldrei opinberað áhuga á að taka að sér embætti eiginmanns- ins en kjörtímabili hans lýkur í mars á næsta ári. Sam- kvæmt stjórnarskránni má hann ekki bjóða sig fram á ný. Þingmaðurinn, Anatolíj Beijev, segir hins vegar rússnesku þjóðina leggja þvílíka ást á forseta sinn að heppilegasta lausnin sé sú, að frú hans taki við þessu háa embætti. „Við getum ekki hugsað okkur lífið án Pútíns,“ segir þingmaðurinn í ákalli til forsetafrúar- innar og bætir við að bjóði hún sig fram, verði end- urreisn Rússlands tryggð. Eiginkona Pútíns taki við forsetaembættinu Ljúdmíla Pútína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 137. tölublað (21.05.2007)
https://timarit.is/issue/285524

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

137. tölublað (21.05.2007)

Handlinger: