Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FIMMTA Íslandsferð 75 ára gam-
allar konu frá Bandaríkjunum fékk
hörmulegan endi á laugardag þegar
hún drukknaði í Reynisfjöru, að fjöl-
skyldu hennar ásjáandi. Konan var
að ljúka fimm daga heimsókn sinni
til Íslands ásamt systur sinni, dóttur
og frænku og voru þær á ferð í 17
manna bandarískum ferðahópi á
vegum Kynnisferða þegar förinni
var heitið í Reynisfjöru skammt
vestan Víkur í Mýrdal. Þar er vin-
sæll áningarstaður þar sem gefur að
líta fallegar bergmyndanir í sjáv-
arklettum og stórkostlegt útsýni til
hafs. Varasamt er að fara neðarlega
í fjöruborðið vegna brimaldna sem
geta komið fyrirvaralaust að landi
og sogað fólk út á dýpið sem er gíf-
urlega mikið rétt úti fyrir ströndu.
Þegar ferðahópurinn kom að fjör-
unni klukkan 15 á laugardag lét sjór-
inn ekki mikið yfir sér í hægum
norðanandvara og virtist ekki þess
líklegur að senda banvænar öldur á
land eins og raunin varð.
Leiðsögumaðurinn í ferðinni gekk
með hópnum ofan í fjöru, eftir að
hafa varað fólkið við öldum. „Leið-
sögumaðurinn stóð í fjörunni og
varnaði fólki för að hellisskúta sem
þarna er en heyrði þá hróp og læti.
Sá hann þá konuna liggjandi eftir að
alda hafði skellt henni í fjöruna, og
hvernig aldan sogaði hana út,“ segir
Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir,
starfsmannastjóri Kynnisferða
„Tveir menn stukku á eftir henni og
náðu til lands eftir illan leik án þess
að ná til konunnar.“
Eftir slysið var strax haft sam-
band við björgunarsveitir og lög-
reglu ásamt þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. Samferðafólk hinnar látnu
varð fyrir miklu áfalli við atburðinn
og var fólkið flutt til Reykjavíkur
þar sem starfsmenn bandaríska
sendiráðsins og áfallateymi Rauða
krossins tóku á móti því. Lík hinnar
látnu fannst í sjónum um klukkan 17
og voru það liðsmenn björg-
unarsveitarinnar Víkverja frá Vík
sem náðu henni um borð í gúmbjörg-
unarbát sinn.
Ferðahópurinn heldur af landi
brott í dag og mun sendiráðið annast
flutning hinnar látnu til síns heima í
Pensylvaníuríki.
Hafa ítrekað fjallað um öryggi
Að sögn Stefáns Helga Valssonar,
leiðsögumanns til 19 ára og ritstjóra
Fréttabréfs leiðsögumanna, hafa
leiðsögumenn og fleiri aðilar ítrekað
bent á mikilvægi þess að bæta ör-
yggi við helstu ferðamannastaði
landsins en hingað til hefur annað
hvort strandað á vilja eða fjármagni
til að standa að slíkum fram-
kvæmdum. Þess má geta að Slysa-
varnafélagið Landsbjörg mun setja
upp viðvörunarskilti og bjarghring
við Reynisfjöru á næstu vikum.
Verður það gert í samráði við heima-
menn í Vík.
Stefán Helgi segir ástandið lélegt
á allnokkrum ferðamannastöðum á
landinu og nefnir varasamar að-
stæður við Gullfoss. Þar þarf að
bæta girðingu við fossinn og bera
sand á göngustíg í hálku. „Og auðvit-
að mætti vera viðvörunarskilti við
Reynisfjöru á fjórum tungumálum,“
segir hann. „Leiðsögumaður Kynn-
isferða mun hafa varað fólk við hætt-
unni, en þarna er um varhugaverðan
stað að ræða og erfitt að kenna
nokkrum um. Ferðamenn verða
mjög uppteknir við að skoða sig um í
fjörunni og snúa baki í sjóinn. Þá
getur alda komið aftan að fólki. Ég
hef margsinnis verið með fólk þarna
og oft misst fólk undir öldu, án þess
þó að það hafi farið á flot. Maður
varar fólk alltaf við öldunum en samt
blotna alltaf einhverjir.
Stefán segir að ýmsa fjölfarna
ferðamannastæði mætti laga, s.s.
Geysissvæðið, Dettifoss, Seljalands-
foss, Skógafoss og Dyrhólaey.
Einar Bárðarson, formaður björg-
unarsveitarinnar Víkverja, bendir á
að sjólagið við Reynisfjöru á laug-
ardag hafi verið mjög sérstætt. Sjór
hafi verið ládauður en síðan hafi
tvær stórar öldur komið á land með
fyrrgreindum afleiðingum. Segir
hann að enginn hafi átt von á öðru
eins og mjög erfitt sé að sjá mynstur
í sjólaginu til að átta sig á hegðun
sjávarins þarna. „Þetta er breytilegt
dag frá degi,“ segir hann. Einar
bendir á að fjaran sé nægilega breið
til að fólk geti haldið sig í öruggri
fjarlægð frá sjónum og samt notið
útsýnis að stuðlaberginu í fjörunni
sem hefur einna mest aðdráttarafl
gesta. Lögreglan í Vík hefur á liðn-
um árum séð ástæðu til að vara
ferðamenn við öldugangi og einstök
dæmi eru þess að menn hafi lent í
hættu þegar öldur ná til þeirra.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
segist aðspurður um ábyrgð ferða-
skipuleggjanda ekki vita til þess að
þeir séu sjálfkrafa ábyrgir fyrir slys-
um nema meint sök þeirra sé sönnuð
fyrir dómi. Meta verði hvert mál.
Á liðnum árum hafa komið upp
dæmi þar sem að ferðamenn hafa
höfðað skaðabótamál á hendur
ferðaskrifstofum eftir hrakfarir, án
þess þó að takast að sanna ábyrgð
þeirra. Hins vegar féll dómur í
Hæstarétti 2004 þar sem fébóta-
ábyrgð var lögð á ferðaskrifstofu
vegna gáleysis við að skipuleggja
ferðir í Glymsgil án þess að vitn-
eskja um hættur lægju fyrir.
Brimaldan sogaði konuna á
haf út og ógnaði samferðamönnum
Hætta Björgunarsveitarmenn frá Vík við slysstaðinn á laugardag. Til stendur að setja upp viðvörunarskilti og bjarg-
hring í fjörunni á næstunni. Fyrir aftan þá er stuðlabergskletturinn sem hefur feikilegt aðdráttarafl á ferðamenn.
Í HNOTSKURN
»Ekki eru nema nokkrirdagar síðan björg-
unarsveitin í Vík fékk beiðni
um að setja upp viðvör-
unarskilti við Reynisfjöru.
Verkefnið var rétt komið af
stað þegar hið hörmulega slys
varð á laugardag.
»Árið 1985 var karlmaðurnokkur hætt kominn í
Reynisfjöru þegar brimalda
hreif hann með sér á haf út.
Maðurinn lifði hrakfarirnar af
en var kominn 2 km frá
ströndu þegar honum var
bjargað.
Heimsókn ferðamanna
að Reynisfjöru á laug-
ardag breyttist í harm-
leik er öldruð kona
drukknaði og félagar
hennar lentu í hættu
við björgunartilraunir.
FJÓRIR dómar sem féllu í Hæsta-
rétti fyrir helgi, um eignarréttindi á
landi í svokölluðum þjóðlendumál-
um, eru fordæmisgefandi varðandi
önnur slík mál, að mati Guðjóns
Ægis Sigurjónssonar hæstaréttar-
lögmanns en hann varði réttindi
sveitarfélagsins í Rangárþingi ytra
gegn kröfum ríkisins.
Í málunum sem hér um ræðir
féllst Hæstiréttur á kröfur landeig-
enda um að svæðin væru háð sér-
eignarétti þeirra. Rétturinn hefur
áður fellt níu þjóðlendudóma en
þess eru ekki dæmi að Hæstiréttur
hafi áður snúið dómi eða úrskurði
um þjóðlendu yfir í eignarland.
Í þremur dómanna sem um ræðir
var fjallað um svæði sem liggja
sunnan Mýrdalsjökuls og sumar
eldri heimildir benda til takmark-
aðra nytja á. Leit Hæstiréttur eink-
um til þess að fá rök væru til að
landnám hefði verið takmarkað líkt
og óbyggðanefnd hafði talið.
Í fjórða málinu, máli íslenska rík-
isins gegn Rangárþingi ytra, var
hins vegar deilt um hvort óbyggða-
nefnd hefði verið heimilt að ganga
lengra en íslenska ríkinu við af-
mörkun þjóðlendu á Rangárvallaa-
frétti. Skaut sveitarfélagið úrskurði
óbyggðanefndar til dóms í kjölfar
þess að nefndin úrskurðaði að þjóð-
lenda væri stærri en íslenska ríkið
gerði kröfu til. Guðjón Ægir segir
dóm Hæstaréttar staðfestingu á því
að það var ekki hlutverk nefndar-
innar að ganga svo langt. Hún geti
ekki ákvarðað upp á sitt eindæmi
hvort land er þjóðlenda eða öfugt.
„Þetta er ákveðin staðfesting á
því fyrir landeigendur að þeir geti
náð sínum rétti. Það er þá ofurlítil
breyting frá því sem verið hefur,“
sagði Guðjón Ægir. „Línurnar eru
með þessu lagðar, menn eiga að
geta lesið úr út niðurstöðum dóm-
anna eitthvað varðandi framhaldið
og óbyggðanefnd lítur væntanlega
til niðurstöðu hæstaréttar í þessum
fjórum málum í öðrum þjóðlend-
umálum og þá líka varðandi sína
kröfugerð.“
Fordæmisgefandi dómar
Dómar Hæstaréttar fyrir helgi í fjórum þjóðlendumálum
eru staðfesting á því að landeigendur geti náð rétti sínum
!" #
$
%
"#
!
"
"
&#
'%"
( $#
&#
)%"#
"
&#
!
ÞEIR voru sposkir á svip krakk-
arnir sem stilltu sér upp fyrir ljós-
myndara á Café Flóru í Grasagarð-
inum. Krakkarnir fylgdust grannt
með iðandi gullfiskunum frá brúnni
þegar ljósmyndara bar að, en gáfu
sér þó tíma til að stilla sér upp.
Café Flóra fagnaði 10 ára afmæli
á laugardag og af því tilefni blésu
eigendur kaffihússins til veislu;
buðu upp á tónlistaratriði og léttar
veitingar fram eftir degi.
Morgunblaðið/Ómar
Sumarstemning í Grasa-
garðinum í Laugardal