Morgunblaðið - 21.05.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 9
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Fallegar jakkapeysur
Fundurinn er haldinn í samstarfi við
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir
morgunverðarfundi í samstarfi við Kaupþing um
Starfslok viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
Skráning æskileg fyrirfram á www.fvh.is,
í síma 551 1317 eða á fvh@fvh.is
Fundur
Hvenær:
Fimmtudaginn
24. maí.
Hvar:
Grand Hótel-
Sigtúni
Klukkan:
8:00-8:30
Morgunmatur
og skráning
8:30-10:00
Erindi og
umræður
Verð með morgunverði:
Gjaldfrjáls aðgangur fyrir félagsmenn
FVH & 3.500 kr. fyrir utanfélagsmenn
FVH framkvæmdi könnun meðal viðskipta- og
hagfræðinga og eru niðurstöðurnar um margt
áhugaverðar.
• Hvað gerir starfslok möguleg?
• Hvernig líta viðskipta- og hagfræðinga starfslok sín?
• Hvað taka þeir sér fyrir hendur þegar þau verða?
• Hversu margir leggja fyrir?
• Hvernig stendur þú? Ert þú að gera hlutina rétt?
Fyrirlesarar
Niðurstöður könnunar meðal viðskipta- og
hagfræðinga
Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður
FVH og lektor við Háskólann i Reykjavík
Fresli til að velja
Halldóra Guðmarsdóttir
sérfræðingur í Eignastýringu Kaupþings
Stjórnun starfsframans - að velja milli
ólíkra valkosta
Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu
Í pallborði sitja fyrir utan frummælendur:
Pétur Blöndal alþingismaður.
Fundarstjóri:
Benedikt k. Magnússon, forstöðumaður fyrirtækjasviðs
KPMG og ritstjóri Hags
SKRIFAÐ var á föstudag undir
samning sem felur í sér að stofnun
Gunnars Gunnarssonar á Skriðu-
klaustri verður sjálfseignarstofnun.
Við sama tækifæri afhentu afkom-
endur Gunnars stofnuninni höfund-
arréttinn að bókaútgáfu á verkum
skáldsins og ný sýning um Dan-
merkurár Gunnars var opnuð.
Að sjálfseignarstofnuninni standa
menntamálaráðuneytið, Háskóli Ís-
lands, Rithöfundasambands Íslands,
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum og Þróunarfélag
Austurlands og verður uppbyggingu
og rekstri menningar- og fræðaset-
urs að Skriðuklaustri haldið áfram.
Skúli Björn Gunnarsson, forstöðu-
maður Gunnarsstofunnar, reiknar
ekki með að gestir á Klaustri verði
varir við miklar breytingar frá því
sem verið hefur, þó nýju fólki fylgi
vissulega alltaf ferskir vindar.
Samningur treysti fyrst og fremst
sjálfstæði stofnunarinnar. „Síðan er
verið að tengja stofnunina inn í
stærra samhengi,“ segir Skúli og tel-
ur upp þá aðila sem standa að sjálfs-
eignarstofnuninni. „Það er ekki ólík-
legt að við svona kaflaskipti verði
einhverjar stefnubreytingar. Nú til-
nefna stofnaðilarnir menn í stjórn
nýrrar stofnunar og kemur þá nýtt
fólk með nýja sýn, þó vonandi haldi
einhverjir af fyrrum stjórnarmönn-
um áfram. Á svona tímapunkti er
líka rétt að skoða hlutina upp á nýtt.“
Bækur endurútgefnar
Nýja sýningin um Danmerkurár
skáldsins mun á móti blasa við gest-
um og gangandi til loka júlí, en á
föstudag voru 118 ár liðin frá því
Gunnar kom í heiminn á Valþjófs-
stað í Fljótsdal. „Það eru liðin
hundrað ár síðan Gunnar sigldi með
draumsýn sína til Danmerkur. Það
er stiklað á stóru í lífi hans þau rúmu
þrjátíu ár sem hann bjó þar og tekin
út sex mikilvæg ár í lífi hans.“
Skúli Björn vonast líka til að hægt
verði að gefa út verk Gunnars á kilju
innan skamms. Við opnunina nefndi
hann að vonir stæðu til þess að hægt
yrði að gefa út Aðventu og Svartfugl
síðsumars, en síðarnefnda bókin hef-
ur verið illfáanleg að undanförnu.
Það er samningurinn við afkomend-
ur skáldsins um höfundarverkin sem
er hvatinn að útgáfunni. „Sá samn-
ingur rennir enn styrkari stoðum
undir starfsemina og gerir okkur
betur kleift að halda merki og verk-
um Gunnars á lofti. Þetta leggur á
okkur þá kvöð að fá verk skáldsins
útgefin en við njótum þá líka tekna
sem af þeirri útgáfu skapast auk
þess sem hægt er að vinna meira í
heild með allt sem tengist Gunnari.“
Eitt af seinustu verkum fráfarandi
ríkisstjórnar var að sameina jörðina
Skriðuklaustur undir einu ráðuneyti,
menntamálaráðuneytinu. Áður
skiptist hún milli þess og landbún-
aðarráðuneytisins.
Ljósmynd/GG
Þrír Gunnarssynir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, Gunnar Gunnarsson, barnabarn
skáldsins, og Gunnar Björn Gunnarsson, langafabarn skáldsins og stjórnarmaður í Gunnarsstofnun, undirrituðu
samkomulag um framsal höfundarréttar á verkum Gunnars skálds til Gunnarsstofnunar.
Hundrað ár liðin frá
Danmerkurför Gunnars
Ný sýning og skipulagsbreytingar á Skriðuklaustri
ÁTTUNDI bekkur Höfðaskóla varð sigurvegari í keppn-
inni „Reyklaus bekkur“ á vegum Lýðheilsustöðvar. Að
launum fær bekkurinn fimm daga utanlandsferð til
Danmerkur með umsjónarkennara sínum. Þetta er í
annað sinn sem skólinn sigrar í keppninni því fyrir sex
árum fór þáverandi áttundi bekkur í svipaða ferð ásamt
nemendum úr grunnskólanum á Hólum.
90 lokaverkefni bárust í keppnina að þessu sinni, seg-
ir á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, en 320 7. og 8. bekkir
skráðu sig reyklausa. Í öðru sæti varð grunnskóli Bol-
ungarvíkur og grunnskólinn á Hólum í því þriðja.
Krakkarnir í Höfðaskóla hlutu verðlaunin fyrir for-
varnarhátíð sem þau héldu á sumardaginn fyrsta, skjá-
auglýsingar, skoðanakönnun sem þau gerðu, seglagerð
og verkefnamöppu ásamt fleiru sem þau stóðu að og
sneri að tóbaksvörnum.
Reyklaus og sigursæl
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn