Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 13
ERLENT
Greining burðarvirkja
Mannvirkjahönnun
Vatna- og straumfræði
Umhverfisverkfræði
Jarðtækni og grundun
Skipulag og samgöngur
Framkvæmdafræði
Náttúruvá
VERKFRÆÐIDEILD
www.hi.is
UMHVERFIS-
OG BYGGINGAR-
VERKFRÆÐI
Umsóknarfrestur er til 6. júní
Nánari upplýsingar á www.verk.hi.is
Lagadeild
Umsóknarfrestur er til 5. júní. www.lagadeild.hi.is.
Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.-
Laganám í Háskóla Íslands:
Reynsla, metnaður og gæði
STJÓRNVÖLD á Spáni hafa sent
rúmlega 750 flóttamenn frá Afríku
aftur til síns heima. Í hópnum voru
meira en 30 börn. Fólkið er flest frá
Senegal en það náðist í liðinni viku
er það reyndi að komast í land á
Kanaríeyjum. Stjórnvöld á Spáni
hafa látið þau boð út ganga að allir
ólöglegir innflytjendur verði sendir
úr landi.
Talið er að um 30.000 ólöglegir
innflytjendur hafi verið stöðvaðir á
Kanaríeyjum í fyrra. Flestir koma
þeir frá vesturhluta Afríku.
Afríkubúar
sendir heim
TUGIR manna féllu í hörðum bar-
dögum hermanna og íslamskra
bókstafstrúarmanna í Trípólí í Líb-
anon í gær. Þetta eru hörðustu átök
sem blossað hafa upp í landinu á
síðustu árum. Talsmenn hersins
sögðu 23hermenn hafa fallið í bar-
dögunum. og 15 félagar í Fatah-al-
Islam-samtökunum hefðu verið
drepnir. Samtökin munu vera
tengd Al-Qaeda-hryðjuverkanet-
inu.
Tugir drepnir
í Líbanon
SJÖ bandarískir hermenn og túlkur
þeirra féllu í tveimur árásum í Írak
í gær. Sex menn létust í árás víga-
manna í vesturhluta Bagdad, og
einn til viðbótar fórst þegar vegs-
prengja sprakk við bíl í Diwanya
um 130 km suður af höfuðborginni.
Alls hafa 76 bandarískir hermenn
fallið í Írak það sem af er maí-
mánuði.
Sjö hermenn
falla í Írak
YFIRGNÆFANDI meirihluti kjós-
enda í Rúmeníu felldi í þjóðarat-
kvæðagreiðslu um helgina tillögu
um að höfðað yrði mál til embætt-
ismissis gegn Traian Basescu, for-
seta landsins.
Þegar 92% atkvæða höfðu verið
talin höfðu 74% kjósenda hafnað til-
lögunni. Kosningaþátttaka var á
hinn bóginn aðeins 44%.
Forsetinn hefur átt í heiftarlegri
valdabaráttu við Calin Poescu Trac-
ieanu forsætisráðherra sem forðum
var bandamaður hans. Forsetinn
hefur hvatt and-
stæðinga sína á
þingi til að segja
af sér en hann
getur ekki þving-
að fram þá nið-
urstöðu. Traicie-
nau og menn
hans lögðu fram
tillöguna, sem
borin var undir
þjóðina með þeim rökum að forset-
inn hefði gerst sekur um stjórn-
arskrárbrot.
Basescu Rúmeníu-
forseti hélt velli
Traian Basescu
TUGIR þúsunda manna komu saman í miðborg Cara-
cas, höfuðborgar Venesúela, á laugardag til að mót-
mæla þeim áformum Hugo Chavez forseta að láta loka
einni helstu einkareknu sjónvarpsstöð landsins. Forset-
inn hyggst ekki endurnýja starfsleyfi stöðvarinnar,
sem hann sakar um undirróður gegn stjórn sinni.
Reuters
Fjölmiðlafrelsis krafist í Venesúela
EHUD Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, lýsti yfir því í gær að gripið
yrði til hertra hernaðaraðgerða á
Gaza-svæðinu létu Palestínumenn
ekki af eldflaugaárásum yfir landa-
mærin.
Eldflaugum hersveita Hamas-
samtakanna hefur rignt yfir bæinn
Sderot og nágrannabyggðir undan-
liðna daga og hafa rúmlega 20 Ísrael-
ar farist í þeim. Ísraelar felldu átta
menn, hið minnsta, í gær í loftárás-
um á herflokka og meintar vopna-
verksmiðjur á Gaza.
Olmert forsætisráðherra sagði
ljóst að Ísraelar myndu herða mjög
aðgerðir herafla síns á Gaza-svæðinu
linnti árásum Palestínumanna ekki.
Tók hann fram að Hamas-liðar
myndu gjalda árásirnar á Sderot og
nágrannabyggðir „dýru verði“.
Á laugardag gekk í gildi fimmta
vopnahléið í innbyrðis átökum Pal-
estínumanna. Þar takast á fylgis-
menn Fatah-hreyfingarinnar og
Hamas-samtakanna sem saman
mynda þjóðstjórn Palestínumanna.
Talsmaður Hamas sagði að aðgerðir
Ísraela myndu styrkja vopnahléið í
bardögum hreyfinganna. Ljóst væri
að Palestínumenn myndu ekki berj-
ast innbyrðis á meðan Ísraelar héldu
uppi hernaði á Gaza-svæðinu.
Olmert hótar hertum
aðgerðum á Gaza