Morgunblaðið - 21.05.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 21
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Umboðið er skýrt og ætlaverður að Nicolas Sar-kozy, sem tók við emb-ætti Frakklandsforseta á
miðvikudag, standi við stóru orðin
um nauðsyn róttækra breytinga á
sviði efnahags- og félagsmála.
Breytinga er ekki síður að vænta á
vettvangi franskra utanríkismála og
sýnist t.a.m. líklegt að forsetinn beiti
sér fyrir bættum samskiptum við
stjórn hins bandaríska starfsbróður
síns, George W. Bush. Lítið fór að
sönnu fyrir utanríkismálum í kosn-
ingabaráttunni í Frakklandi en um-
mæli, sem forsetinn hefur látið falla
á undanliðnum dögum og vikum,
gefa til kynna að hann nálgist þenn-
an málaflokk á annan hátt en forveri
hans, Jacques Chirac.
Kjör Sarkozy felur í sér söguleg
þáttaskil í frönskum stjórnmálum.
Forsetinn er fæddur árið 1955 og var
því eins árs gamall er Jacques Chir-
ac fór fyrir frönskum herflokki í
stríðinu í Alsír. Og hann hafði ekki
litið dagsins ljós er Chirac sótti sum-
arnámskeið við Harvard-háskóla og
lagðist í hið fræga bakpokaferðalag
sitt um Bandaríkin. Með brotthvarfi
Chiracs lýkur 40 ára valdaferli hans í
Frakklandi. Síðustu ár hans í emb-
ætti forseta voru ár kyrrstöðu og, að
margra mati, þar með hnignunar;
Sarkozy boðar breytingar og sýn
kynslóðar hans til samtíma og veru-
leika er allt önnur en sú sem mótað
hefur Jacques Chirac og aðra þá
leiðtoga er upplifðu síðari heims-
styrjöldina og hófust til valda í kalda
stríðinu. Á vettvangi utanríkismála
er nálgun forsetans nýja sömuleiðis
önnur og ummæli Sarkozy verða
ekki skilin á annan veg en að hann
hyggist leitast við að bæta samskipt-
in við Bandaríkjamenn. Á hinn bóg-
inn skyldu menn forðast að hrapa að
ályktunum í því efni.
Ágreiningur um
Írak úr sögunni?
Í kosningabaráttunni bar heldur
lítið á að tekist væri á um grundvall-
arstefnu á vettvangi utanríkismála.
Fjendur Sarkozys héldu því á hinn
bóginn á lofti að hann væri hlynntur
Bandaríkjunum og létu að því liggja
að hann myndi gerast sekur um und-
irlægjuhátt gagnvart Bush forseta,
svipaðan þeim sem Tony Blair, frá-
farandi forsætisráðherra Bretlands,
var vændur um og kostaði hann að
lokum embættið háa. Andstæðingar
Frakklandsforseta vísa gjarnan til
hans sem „Ameríkanans Sarko“ (fr.
„Sarko l’Americain“) og í kosninga-
baráttunni létu vinstri menn útbúa
plakat með mynd af Sarkozy heilsa
Bush forseta. Skilaboðin voru þau að
Sarkozy myndi reynast „kjölt-
urakki“ Bush yrði hann kjörinn for-
seti.
Hafa ber í huga í þessu samhengi,
að sú ákvörðun Jacques Chirac að
leggjast gegn innrásinni í Írak og
koma í veg fyrir samþykkt í þá veru
á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, mæltist afar vel fyrir í
Frakklandi. Sennilega verður þessi
ákvörðun til að halda nafni Chiracs á
lofti meðal Frakka og höfð til marks
um að hann hafi ekki verið með öllu
jarðsambandslaus síðustu árin í
embætti. Áhersla hans á sérstöðu
Frakka á sviði utanríkis- og öryggis-
mála studdist að vísu við gamla hefð í
þeim efnum en þegar horft er til þess
hvílíkum straumhvörfum innrásin í
Írak sýnist ætla að valda, liggur fyrir
að staðfesta Chiracs verður einkum
til þess að varpa jákvæðu ljósi á ann-
ars heldur dapurlegan valdaferil.
Sarkozy var sammála því mati
Chiracs að Frakkar gætu ekki stutt
innrás í Írak. Í sigurræðu sinni 6.
þessa mánaðar lagði forsetinn eftir-
tektarverða áherslu á samband
Frakka og Bandaríkjamanna. „Ég
vil ná til hinna bandarísku vina okk-
ar. Ég vil segja Bandaríkjamönnum
að Frakkar munu jafnan standa við
hlið þeirra þegar þeir þurfa á stuðn-
ingi að halda. En ég vil einnig taka
skýrt fram að vinátta felur í sér að
menn geti hugsað með ólíkum
hætti.“ Vart leikur vafi á að með um-
mælum þessum var Sarkozy að vísa
til ágreinings vegna herfararinnar í
Írak. Forsetinn vill sýnilega leggja
hann til hliðar og vitað er að í Banda-
ríkjunum er áhugi fyrir því hinu
sama. Með brotthvarfi „hauka“ á
borð við Donald Rumsfeld úr fram-
línu bandarískra stjórnmála hefur
orðræðan enda breyst þar vestra og
nú vísa ráðamenn ekki lengur til
„hinnar gömlu Evrópu“ eða meintra
óheilinda og uppgjafar Frakka. Í
Bandaríkjunum leggja hátt settir
embættismenn á sviði utanríkismála
nú áherslu á mikilvægi samstarfs við
Evrópuríkin og ágreiningur um
ágæti þessa virðist ekki lengur uppi
innan stjórnar Bush forseta.
Sarkozy hefur á stjórnmálaferli
sínum jafnan lagt áherslu á gildi Atl-
antshafstengslanna og fékk hlýjar
móttökur er hann gekk á fund Bush
forseta í Hvíta húsinu í september í
fyrra. Valdataka hans gefur því
tækifæri til „að hreinsa borðið“ hvað
varðar ágreininginn vegna Íraks en
engar líkur eru á að hann hyggist í
einu og öllu fylgja Bandaríkjamönn-
um á sviði utanríkis- og öryggismála.
Slík umskipti myndi franska þjóðin
aldrei líða. Hafa ber og í huga að
vestra er nú tekist á af mikilli hörku
um framhald mála í Írak og forseta-
kosningar fara fram á næsta ári.
Frakklandsforseti mun ekki blanda
sér í þau átök og tilkynna um grund-
vallarbreytingu á afstöðu til ófriðar-
ins í Írak enda væri það í senn
ástæðulaust og galið. Líklegt er á
hinn bóginn að hann sæti snemma
þrýstingi um að halda áfram úti liðs-
afla í Afganistan undir merkjum Atl-
antshafsbandalagsins (NATO).
Frakkar leggja um 1.000 hermenn til
liðsafla þessa, sem alls er um 37.000
menn. Átök fara þar harðnandi og
ljóst er að vestrænu hersveitirnar
eiga í meiri erfiðleikum en almennt
er viðurkennt. Sarkozy lét að því
liggja í kosningabaráttunni, að fram-
lag Frakka kynni að verða endur-
skoðað. Aukinn þrýstingur af hálfu
NATO og Bandaríkjanna vegna liðs-
aflans í Afganistan verður trúlega
fyrsta stórverkefnið, sem Sarkozy
þarf að glíma við á þessum vettvangi.
Eindregin andstaða við
aðild Tyrkja að ESB
Og ekki verður framhjá því litið að
ágreiningur er til staðar. Frakk-
landsforseti hefur gagnrýnt Banda-
ríkjamenn fyrir að sýna hnattrænni
hlýnun lítinn áhuga og vísað sérstak-
lega til ábyrgðar þessa forysturíkis á
sviði alþjóðamála. Framtíð mann-
kyns sé í húfi og ótækt sé að Banda-
ríkin leggist gegn viðleitni til að tak-
ast á við vandann.
Sarkozy er sömuleiðis öldungis
andvígur því að Tyrkir fái aðild að
Evrópusambandinu (ESB) en í því
efni hafa þeir notið stuðnings banda-
rískra stjórnvalda. Andstaða Sarko-
zys við aðild Tyrkja að ESB virðist
jafnvel eindregnari en sú sem Chirac
opinberaði. Sarkozy hefur lýst yfir
því að Tyrkir geti engan veginn talist
Evrópuþjóð enda búi þeir í „Litlu-
Asíu“. Því megi ljóst vera hverjum
manni að Tyrkir geti aldrei bæst í
hóp aðildarþjóðanna. Forsætisráð-
herra Tyrklands, Recep Tayyip
Erdogan, sá á dögunum sérstaka
ástæðu til að hvetja Sarkozy til að
skipta sér ekki af viðræðum Tyrkja
og ESB með þeim orðum að þar í
landi vonuðust menn til að þurfa ekki
að lesa yfirlýsingar líkar þeim sem
forsetinn hefði birt í kosningabarátt-
unni. Ólíklegt er að Sarkozy leitist
við að stöðva viðræður Tyrkja og
ESB enda hæpið að þær skili nið-
urstöðu á næstu árum takist á annað
borð að leiða þær til lykta.
Sarkozy hefur á hinn bóginn lagt
til að myndað verði „Miðjarðarhafs-
samband“ Evrópu- og Afríkuþjóða
sem verði nýr efnahagslegur og póli-
tískur samstarfsvettvangur. Hug-
myndin er m.a. sú að samband þetta
taki á þeim vanda sem fylgir hæl-
isleitendum og ólöglegum innflytj-
endum auk þess að vinna að þróun
og uppbyggingu í Norður-Afríku og
Mið-Austurlöndum. Forsetinn virð-
ist telja að þarna væri fundinn réttur
vettvangur samstarfs Evrópu og
Tyrklands. Um tillögu þessa gildir
að alla nánari útfærslu skortir.
Í forustu á ný á vettvangi ESB
Á vettvangi Evrópusambandsins
leggur forsetinn nýi áherslu á að
Frakkar hafi í engu hvikað frá þeirri
stefnu að styrkja beri stofnanaþátt
samstarfsins. Fyrir nærri tveimur
árum höfnuðu Frakkar nýrri stjórn-
arskrá þessa apparats í þjóðarat-
kvæðagreiðslu en Sarkozy er áfram
um að treysta á ný forustuhlutverk
Frakka á vettvangi ESB og boðar að
einfalda beri stjórnlagatextann og
lögfesta án þess að til þjóðarat-
kvæðagreiðslu þurfi að koma í aðild-
arríkjunum. Sendimenn forsetans
hafa átt fundi með þýskum embætt-
ismönnum um mál þetta þar eð Þjóð-
verjar eru í forsæti innan ESB nú
um stundir og í fyrstu ferð sinni sem
Frakklandsforseti hélt Sarkozy á
fund Angelu Merkel, Þýskalands-
kanslara. Sarkozy leggur ríka
áherslu á að máli þessu verði lokið
sem fyrst líkt og fram kom eftir fund
hans með Merkel í Berlín á miðviku-
dag. Merkel hefur ákaft beitt sér
fyrir að lausn verði fundin á stjórn-
kerfisvanda ESB en tíminn gerist
naumur; Portúgalar taka við forsæti
ESB 21. næsta mánaðar.
Kólnandi samskipti við Rússa?
„Frakkar munu standa með hin-
um kúguðu og þjökuðu um heim all-
an, líkt og þjóðin hefur jafnan gert,“
sagði Sarkozy í sigurræðu sinni 6.
maí og hafði áður kunngjört að utan-
ríkisstefna Frakka yrði grundvölluð
á skilyrðislausri virðingu fyrir
mannréttindum yrði hann kjörinn
forseti. Sarkozy tók og skýrlega
fram í kosningabaráttunni að hann
væri þeirrar skoðunar að forseta
Frakklands bæri að gagnrýna opin-
berlega mannréttindabrot stjórn-
valda í Kína og Rússlandi.
Nicolas Sarkozy er maður atorku-
samur og annálaður fyrir hamslausa
vinnugleði. Líklegt er að í upphafi
valdaferilsins verji hann einkum
kröftum sínum og tíma til breytinga
á vettvangi innanríkismála í Frakk-
landi. Til þess var hann fyrst og
fremst kosinn. Forsetinn mun þó án
nokkurs vafa móta öll grundvallar-
viðmið utanríkisstefnunnar. Sarkozy
mun því hafa næg verkefni á sinni
könnu og ef marka má það orðspor
sem af honum fer, kann hann því vel.
Reuters
Samherjar Fyrsta embættisverk Nicolas Sarkozy var að halda á fund Angelu Merkel Þýskalandskanslara í
Berlín. Báðum er umhugað um að stjórnkerfisvandi Evrópusambandsins (ESB) verði leystur hið fyrsta.
Hvert stefnir Sarkozy?
Forseti Frakklands hyggur á breytingar á sviði utanríkismála en hefur engin
áform uppi um að gerast „kjölturakki“ starfsbróður síns í Hvíta húsinu
Sigurvegari Nicolas Sarkozy við Sigurbogann í París eftir að hafa tekið
við embætti forseta. Sarkozy kveðst vera boðberi mikilla breytinga.
hrifa-
inga sem
ns, Mað-
ði um þá
jálf-
iri frí-
gðast og
nningur
ndum.
ug-
ferð á
una-
áhrif á
mfélags-
ba í
og varð
oða í
ag og
ekki síst
ein-
í anda
ð menn
gið líf.
kön sín,
teikn-
þrívídd,
lagði
þá stað-
ar það
nfari hug-
um, lipr-
m sem
ðferðinni
aðurinn
arlíkana.
nda
dor Isou,
na svo-
arar si-
með sam-
ou
tt al-
u, eins og
.
ð svífa
og hann
slum við
sólarljós
mannsins
mur var
lli íveru-
st af
flæði. Þegar líkön Constant voru
sýnd á alþjóðlegu listsýningunni
Dokumenta í Kassel 1997 vöktu
þau mikla athygli, einnig að hann
neitaði að sýna líkönin nema í
samhengi við málverk sín.
Listin innan situationisma
Í fyrirlestri sínum kom Halldór
Björn síðan inn á vinnu Asger
Jorn eftir Cobra, m.a. samstarf
hans við situationistana og mál-
verk kennd við „détournement“.
Viðhorf situationistanna til list-
arinnar var ávallt nokkuð á reiki,
eftir því sem á leið varð augljós-
ara hversu pólitísk hreyfingin var
í raun. Þeir afneituðu hefðbund-
inni listsköpun og vinnuaðferðin
„détournement“ í merkingunni
viðsnúningur eða umbreyting,
sem Asger Jorn ástundaði, hent-
aði vel. Jorn keypti gömul mál-
verk á flóamörkuðum og málaði
yfir þau, umbreytti þeim. Vinnu-
aðferðin tók á sig ýmsar myndir
en hefur einnig gengið í end-
urnýjun lífdaga undir nafninu
„appropriation painting“ eða yf-
irtaka.
Í lokin sýndi Halldór Björn
áhorfendum fjölmörg dæmi um
listamenn sem vinna í anda þeirra
hreyfinga sem fjallað var um, og
kemur ekki síst fram í málverkum
þar sem rýmið og rýmistilfinning
er í fyrirrúmi, en slík verk hafa
verið fyrirferðarmikil í listinni á
undanförnum árum.
Vítt og breitt um Cobra
Þegar erindum þeirra Halldórs og
Hönnu var lokið urðu nokkrar
umræður um starfsemi Cobra,
undir stjórn Guðna Tómassonar
listsagnfræðings. Aðspurð hvort
Hanna Guðlaug hefði viljað skrifa
Vandercam inn í Cobra-hópinn
með ritgerð sinni svaraði hún því
til að Cobra væri jafnan álitinn
hópur málara og ástæða til að
leggja áherslu á breiddina sem
hefði einkennt starf þeirra.
Guðni Tómasson velti því fyrir
sér hvort hugmyndin um hina
nýju Babýlon hefði einkennst að
einhverju leyti af stórmennsku-
brjálæði og Halldór Björn nefndi
þá staðreynd að margir innan
Cobra hefðu verið stórir persónu-
leikar sem þurftu á ákveðnu rými
að halda.
Upp kom sú spurning hvers
vegna áhrif Cobra hingað heim
hefðu ekki orðið meiri en raun
bar vitni.
Halldór Björn svaraði því til að
íslenskir listamenn hefðu jafnan
átt erfitt með að vinna með hinn
samfélagslega þátt í list sinni, ein-
hvern vegin hefði náttúran jafnan
tekið yfir. Íslensk list hefði aldrei
verið eins pólitísk og Asger Jorn
var, hér hefði t.d. aldrei beinlínis
verið deilt á stofnanakerfið, held-
ur var listin meira eins og paradís
til hliðar við mannlífið. Ekki
mætti þó gleyma áhrifum t.d. í
verkum Þorvalds Skúlasonar.
Fram kom að hér hefði íslenskt
samfélag skorið sig frá því danska
og evrópska, sú borgarastétt sem
listamennirnir settu sig upp á
móti var einfaldlega ekki til stað-
ar hér.
Lokaniðurstaða þessa fróðlega
málþings var sú staðreynd að enn
væri mikið órannsakað um Cobra-
hreyfinguna og að sú tilhneiging
fræðimanna að eigna sér ákveðin
viðfangsefni væru rannsóknum
ekki alltaf til framdráttar. Ekki
fer á milli mála að hér er um
áhugavert efni að ræða og að
hreyfingin hefur haft mikil áhrif,
allt fram til dagsins í dag.
lend-
sins
i sem vís-
rdaginn
cobsen.
tasafni Íslands 19. maí