Morgunblaðið - 21.05.2007, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VILDAR
KLÚBBUR
GLITNIS
SVONA SAFNAR ÞÚ
GLITNISPUNKTUM
• Kreditkortanotkun
• Viðskiptavinir í Vildarþjónustu
• Bílalán hjá Glitni Fjármögnun
• Viðbótarlífeyrissparnaður
• Eignastýring
• Einkabankaþjónusta
• Tryggingar hjá Sjóvá
og margt fleira
SKRÁÐU ÞIG
NÚNA!
Þeir sem skrá sig fyrir
17. júní fá 10.000
Glitnispunkta strax!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
Í LEIÐARA Morgunblaðsins á
laugardag var fjallað um frammi-
stöðu VG í nýafstöðnum kosningum
og þá sérstaklega formanns flokks-
ins, Steingríms J. Sigfússonar. Um-
ræða um kosningabaráttuna, kosn-
ingaúrslitin og það sem gerðist í
kjölfarið er góðra gjalda verð. Slík
greining hefur að sumu leyti verið
ágætlega gerð á síðum Morg-
unblaðsins. Það á þó ekki við um
umræddan leiðara. Morgunblaðið
verður eins og aðrir að gæta sann-
girni og láta menn njóta sannmælis.
Það er ekki gert í umræddum leið-
ara.
Leiðarahöfundur setur gagnrýni
sína fram í fimm liðum.
Í fyrsta lið segir að VG hafi tapað
atkvæðum því flokkurinn hafi hætt
að berjast og farið að
trúa á skoðanakann-
anir. Þetta er rangt.
VG hætti ekki að berj-
ast og fór aldrei að
trúa á skoðanakann-
anir. Það gerðu hins
vegar andstæðingar
okkar, þar á meðal
Morgunblaðið, sem
margeflt hóf upp and-
róður gegn flokknum,
m.a. með hræðslu-
áróðri.
Í öðru lagi segir
Morgunblaðið að VG hafi útilokað
Framsókn frá hugsanlegu stjórn-
arsamstarfi. Þetta gerðum við aldr-
ei. Tal leiðarahöfundar í þá veru að
með því að vekja athygli á ósvífnum
auglýsingum Framsóknar hafi verið
svo að þeim flokki vegið að þar með
hafi stjórnarsamstarf verið útilokað!
Er þetta svaravert?
Það sem hins vegar
hefði gert stjórn-
armyndunarviðræður
flokkanna erfiða er
gerólík stefna þessara
flokka í atvinnu- og
umhverfismálum.
Þá á það að hafa gert
illmögulegt að mynda
stjórn með aðild VG og
Framsóknar að VG
skyldi hafa dirfst að
bjóða Framsókn upp á
að styðja minni-
hlutastjórn. Þetta er fráleitt í ljósi
þess að forsvarsfólk Framsókn-
arflokksins hafði sjálft lýst því yfir
að flokkurinn myndi standa utan
ríkisstjórnar ef hann byði afhroð í
kosningunum. Sú varð raunin.
Í fjórða lagi er það sérstakur
málsliður hjá leiðarhöfundi Morg-
unblaðsins að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hafi metið það svo að hún
hafi ekki talið möguleika á vinstri-
stjórn vegna afstöðu Steingríms J.
Sigfússonar til Framsóknarflokks-
ins. Þetta var rangt mat hjá ISG.
Í fimmta lagi segir leiðarahöf-
undur að sér sýnist að Steingrímur
J. Sigfússon hafi ekki áttað sig á að
umtalsverður stuðningur var innan
Sjálfstæðisflokksins við samstjórn
með Vinstri grænum. Hann hafi
gert litla sem enga tilraun til að nýta
þá möguleika. Hvað á leiðarahöf-
undur við? Það kom margoft fram af
hálfu Steingríms J. Sigfússonar að
samstjórn VG með Sjálfstæðisflokki
væri ekki útilokuð nema síður væri.
Er Morgunblaðið að segja að SJS
hefði átt að krefjast fundar með Geir
H. Haarde á meðan sá síðarnefndi
sagði að svo liti út að framhald yrði á
núverandi stjórnarsamstarfi? Var
það ekki Geirs H. Haarde að sýna
slíkt frumkvæði? Hefði ekki verið
heiðarlegast af honum að skila
stjórnarmyndunarumboði sínu inn
til forseta Íslands þegar hann hafði
gert upp við sig að ekki yrði fram-
hald á stjórnarsamstarfi Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks?
Undir lok leiðarans sýnir höf-
undur hans hvað raunverulega fyrir
honum vakir, nefnilega að grafa
undan formanni VG. Hann spyr því í
fimmta lagi hvort ekki sé kominn
tími á formanninn og nýtt fólk verði
sett í brúna. Auðvitað kemur ein-
hvern tímann að þessu en er ástæða
til að refsa sérstaklega þeim for-
ystumanni sem leitt hefur flokk sinn
til meiri kosningasigurs en nokkur
annar í þessum kosningum? Fram-
sókn beið afhroð, Samfylking tapaði
Furðuskrif Morgunblaðsins
Ögmundur Jónasson svarar
leiðara Morgunblaðsins
»Morgunblaðið verð-ur eins og aðrir að
gæta sanngirni og láta
menn njóta sannmælis.
Það er ekki gert í um-
ræddum leiðara.
Ögmundur Jónasson
AÐ undanförnu hafa birst all-
margar fréttir um stafræna höfund-
arréttarvörn eða DRM (e. Digital
Rights Management). Þrátt fyrir
þessa miklu umfjöllun hefur lítið
verið gert af því að útskýra ná-
kvæmlega hvað þetta fyrirbæri er.
Skilningur á hugtakinu er að sjálf-
sögðu einkar mikilvægur til þess að
geta metið og gagnrýnt DRM og
fréttaflutning af því.
Höfundaréttur er skilgreindur í
lögum til þess að verja höfundarverk
gegn stuldi og annarri óeðlilegri
notkun. Slíkar reglur eru almennt
taldar siðferðislega réttar og eru
virtar í samfélaginu. Að jafnaði gild-
ir þó að sérstök höfundaréttarvörn
er ónauðsynleg og ekki hagnýt.
Enginn býst til að mynda við slíkri
vörn á bók eða málverki, vörn sem
myndi til dæmis krefja notanda um
fingrafar áður en hann gæti opnað
bókina eða skoðað málverkið. Þessi
vörn er óþörf vegna þess að mjög
erfitt er að afrita bók eða málverk og
því tiltölulega öruggt að um frumrit
er að ræða.
Stafræn verk eru af öðrum toga
þar sem auðvelt er að afrita stafræn
gögn. Ef til vill af þeim sökum virð-
ist fólk síður virða höfundarrétt þeg-
ar kemur að stafrænum verkum. Á
móti kemur að auðvelt er að útfæra
forrit sem stjórnar að-
gangi og notkun á
stafrænum gögnum.
Þrátt fyrir þennan
mun gilda nokkurn
veginn sömu reglur
um notkun stafrænna
verka og veraldlegri
verka.
DRM er hugtak
sem lýsir forritum
sem verja stafræn
verk fyrir þjófnaði eða
annars konar mis-
notkun á frumriti sem
lög kveða á um. Þessi forrit beita
ýmsum aðferðum, yfirleitt dulritun,
til þess að koma í veg fyrir ólöglega
afritun. Dulritun er hins vegar ekki
fullkomin vörn þar sem hægt er að
brjóta hana og komast að frumrit-
inu, en það er ólöglegt.
Tilgangur DRM er að koma í veg
fyrir ólöglega notkun
efnis. Ýmis tæknileg at-
riði koma hins vegar í
veg fyrir að það mark-
mið náist fullkomlega.
Það er nóg að einn aðili
brjóti dulritunarvörnina
til þess að það verði eins
og að hún hafi aldrei
verið til; sá hinn sami
getur dreift gögnunum
án dulritunarinnar, eða
upplýsingum um hvern-
ig á að sniðganga hana,
til allra sem vilja. Frægt
er þegar Jon Lech Johansen, þá 15
ára, gaf frá sér forrit sem sniðgekk
gagnavörnina á mynddiskum eða
DVD. Forritið gerði það að verkum
að hægt var að taka fullkomið afrit
af diskunum.
Lítið mál er þó að afrita DVD-disk
löglega með því einfaldlega að afrita
gagnastrauminn eftir að búið er að
afkóða myndina. Slíkt afrit er hins
vegar ekki í sömu gæðum og frum-
ritið. Þess háttar afritun er lögleg
upp að vissu marki eins og tilgreint
er í íslenskum lögum; hún má ein-
ungis vera til einkanota og greiða
skal gjald til handhafa höfund-
arréttar fyrir hverja slíka afritun.
Það gjald er þó búið að greiða þegar
keyptur er búnaður til afrit-
Hvað er DRM?
Björn Leví Gunnarsson lýsir
DRM sem hann segir hugtak
sem lýsi forritum
» Skilningur á DRM,kostum og göllum er
mjög mikilvægur til
þess að geta gagnrýnt
þá þróun sem er á
meðhöndlun stafrænna
verka.
Björn Leví Gunnarsson