Morgunblaðið - 21.05.2007, Page 24
24 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar TryggviBergsteinsson
fæddist á Húsavík
29.11. 1956. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
í Fossvogi 12. maí
sl.
Foreldrar hans
eru Bergsteinn L.
Gunnarsson, f.
28.12. 1918, d. 21.1.
1999, og Aðalbjörg
Jónasdóttir, f. 30.9.
1928, bændur í
Kasthvammi í Lax-
árdal í Suður Þingeyjarsýslu.
Systkini Gunnars eru: Halla, f.
1960, Jónas, f. 1964, og Bjarni f.
1970. Eiginkona
Gunnars er Val-
gerður E. Að-
alsteinsdóttir, f. 3.8.
1960. Foreldrar
hennar eru Að-
alsteinn P. Karls-
son f. 27.10. 1943,
og Margrét Sig-
mundsdóttir, f.
10.9. 1941. Synir
Gunnars og Val-
gerðar eru: Berg-
steinn, f. 3.7. 1980,
og Aðalsteinn Mar,
f. 24.4. 1985.
Útför Gunnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.
Á ýmsu átti ég von þennan
sunnudagsmorgun, en að fá sím-
hringingu með andlátsfregn, hvað
þá að sá sem hefði látist væri
Gunnar Tryggvi frændi – þvílíka
fjarstæðu hafði ég ekki vitað um.
En eins ótrúlegt og mér þótti það
og þykir enn, þá var það því miður
satt. Sannleikur sem ég er að
reyna að takast á við og mun eins
og svo margir aðrir þurfa að tak-
ast á við alla ævi. Það er alveg
ljóst að ég mun um alla eilífð
sakna návista við frænda minn.
Það háttar svo til að milli okkar
frændsystkinanna eru sterkari
bönd en algengt er á milli systk-
inabarna. Fyrir mér er þetta því
meira en að missa frænda. Það er
skrítið þegar maður er orðinn 40
ára hvað stóru frændur og frænk-
ur fara að færast nær manni í
aldri. Þetta var að gerast hjá okk-
ur frændum þó við höfum svo sem
verið í góðum tengslum alla tíð.
Tengsl okkar og samvera síðustu
ár og misseri hefur verið meira
sem vinir eða bræður. Ef ég hefði
trú á að einhver stjórnaði þessu
sem væri okkur öllum æðri og að
allt hafi einhvern tilgang þá verð-
ur það að viðurkennast að sú trú
fer mjög dvínandi. Það má vel vera
að ég sé eitthvað skrítinn en að
kippa burt duglegum, heiðarlegum
og traustum manni, rétt 50 ára, er
brjálæði sem nær engri átt.
Gunni hafði gaman af því að
skoða bíla, ef það var sýning í ein-
hverju umboðinu þá var ekki óal-
gengt að hitta Gunna þar ef maður
leit inn. Þó var hann ekki beint
þekktur fyrir það að vera alltaf að
skipta um bíla.
Nánast frá því ég bara man eftir
þá hefur nafn Gunnars Tryggva
varla verið nefnt eitt og sér heldur
oftast „Gunni og Valla“. Þau voru í
góðu og traustu hjónabandi sem
alltaf virtist vera svo ferskt og
innilegt. Ég finn svo til með Völlu
sem hefur misst traustan lífsföru-
naut, ég finn líka til með elsku Að-
albjörgu sem hefur misst elsta son
sinn, Bergsteini og Aðalsteini sem
hafa misst pabba og öllum öðrum
sem hafa misst mikið því hér hefur
missirinn ekki verðið léttvægur
fyrir neinn, hvort heldur það er
bróðir, vinur, vinnufélagi eða
frændi. Ef eitthvað ætti að vera
bannað í lífinu væri það að það sé
mögulegt að maður eins og Gunni
látist í blóma lífsins. Ef einhver
getur sett það í lög þá skal ég
kjósa þann aðila strax.
Líf slökknar þegar síst skyldi
óréttlætið sýnir enga mildi.
Minningin mun lifa innra með mér
Gunni, ég mun ei gleyma þér.
Takk, elsku frændi, fyrir okkar
góðu samverustundir, takk fyrir að
hafa verið fyrirmynd mín í svo
mörgu. Takk fyrir að þiggja vin-
áttu mína og endurgjalda hana
með traustri vináttu. Takk fyrir
allt hitt sem ég man ekki eftir að
nefna. Gunni, takk fyrir að hafa
verið hluti af lífi mínu. Mér þótti
svo sérlega vænt um þig sem ég
reyndi að sýna í verki. Gunnar
Tryggvi var maður sem öllum lík-
aði vel við og fannst gott að vera
nálægt. Minning um góðan dreng,
frænda og vin mun lifa með mér
og öllum sem hann þekktu. Bless-
uð sé minning þessa góða manns.
Við stöndum ekki ein, við erum ein
stór fjölskylda þar sem hver styrk-
ir annan. Megi vináttu- og fjöl-
skyldubönd sem Gunna voru hug-
leikin styrkja okkur öll.
Gunnar Jón Yngvason.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert einn af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(G. Jóhannsdóttir.)
Góður vinur minn er fallinn frá
alltof fljótt. Ég kynntist Gunnari
árið 1999, þegar við hófum störf
um svipað leyti hjá heildverslun
Ásbjörns Ólafssonar. Þar var
Gunni aðstoðarlagerstjóri, alltaf ró-
legur og yfirvegaður, sama á
hverju gekk. Það haggaði honum
ekkert þó að óþolinmóðir og oft á
tíðum ósanngjarnir sölumenn hlypu
hverjir um aðra þvera á lagernum.
Alltaf gaf hann sér tíma til að
spyrja hvernig maður hefði það og
hvað væri að gerast hjá fjölskyld-
unni. Hann var einn af þessum
mönnum sem lét sig aðra varða.
Það er dýrmætur eiginleiki í okkar
hraða samfélagi. Hann spurði ekki
bara út í loftið og var svo rokinn,
maður fann að hugur fylgdi máli.
Hlýjan og faðmlögin sem maður
fékk ef eitthvað bjátaði á hjá manni
voru ekta. Þannig maður var
Gunni, hann var ekta. Ég hætti að
vinna með honum á síðasta ári en
þegar ég kom í heimsókn á gamla
vinnustaðinn var alltaf eins og við
hefðum hist í gær. Þannig er það
reyndar um nokkra samstarfsmenn
okkar, við vorum ekki bara vinnu-
félagar heldur einnig vinir. Við
hjónin getum ekki fylgt honum síð-
asta spölinn en verðum með ástvin-
um hans í huganum. Með þessum
fáu orðum langar mig að kveðja vin
minn Gunnar og óska honum Guðs
blessunar. Elsku Valla og synir, við
Óttar sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur og vitum að Gunn-
ar vakir yfir ykkur.
Kær kveðja,
Sigrún Sigurðardóttir
Að jafnaði er vorið tími bjartsýni
og gleði enda gróandinn hafinn og
menn og málleysingjar leika við
hvern sinn fingur, fullir vonar um
að sumarið verði gott og gæfuríkt.
Mitt í þessari árvissu gleði vorsins
hefur sorgin knúið dyra fyrirvara-
laust og án nokkurrar miskunnar.
Gunnar Tryggvi
Bergsteinsson
✝ Anna Bjarna-dóttir fæddist á
Suðureyri 27. apríl
1936.
Hún lést á
kvennadeild Land-
spítalans við
Hringbraut 12. maí
síðastliðinn. Hún
var dóttir
hjónanna Bjarna
G. Friðrikssonar, f.
1896, d. 1975, og
Sigurborgar S.
Jónsdóttur, f. 1903,
d. 1991.
Anna var níunda í röðinni af
sextán systkinum. Látin eru
óskírður drengur, Elísabet,
Bergþóra, Friðrik, Þórhallur,
Andrés, Karl, Sigríður og Eyj-
ólfur.
Eftirlifandi eru Ása, Páll,
Karl, Arnbjörg, Borghildur og
Hermann.
Anna kvæntist 30. desember
1960 Ásmundi Magnúsi Haga-
línssyni vélfræðingi, f. 14. febr-
úar 1931. Foreldrar hans eru
fjóra vetur og gekk í Austurbæj-
arskólann og fermdist í Hall-
grímskirkju. Hún kom svo heim
á sumrin og var á Galtarvita þar
til fjölskyldan flutti inn á Suður-
eyri 1950. Anna starfaði á Suð-
ureyri við fiskvinnslu fram eftir
aldri, fór í kaupavinnu norður í
Skagafjörð og seinna á gróð-
urhúsabú í Árnes og Rang-
árvallasýslu. Veturinn 1954–
1955 nam hún í Húsmæðraskól-
anum á Laugarvatni. Þegar
Anna var um tvítugt fór hún til
Danmerkur og vann þar á
sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn í
um tvö ár.
Anna kynntist Magnúsi eig-
inmanni sínum á íþróttamóti á
Núpi í Dýrafirði árið 1952 og
byrjuðu þau búskap á Rauð-
arárstíg árið 1959. Frá árinu
1970 fór Anna út á vinnumark-
aðinn og vann verslunar- og
þjónustustörf en lengst vann
hún í versluninni Dún- og fið-
urhreinsunin við Vatnsstíg, eða í
ein 20 ár, við saumaskap og af-
greiðslu. Anna hætti að vinna
vegna veikinda 66 ára.
Útför Önnu Bjarnadóttur fer
fram frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði í dag kl. 15.
Hagalín Ásbjörns-
son, f. 1896, d. 1964,
og Guðmunda Lár-
usdóttir, f. 1895, d.
1985. Börn Önnu og
Magnúsar eru:
1) Lára Borg, f.
12. júní 1960, maki
Pétur Ásbjörnsson,
f. 13. nóvember
1956, börn þeirra
eru Magnús, f. 1982,
Ásbjörn Hagalín, f.
1989, og Hanna
Margrét, f. 1994, 2)
Kolbrún, f. 30. nóv-
ember 1962, börn hennar eru
Anna Katrín, f. 1986, Arna
Borg, f. 1990, og Snorri Páll, f.
1994, 3) Aðalheiður Elísabet, f.
4. mars 1964, börn hennar eru
Kári, f. 1988, og Birta, f. 1990.
Anna var fyrstu ár ævi sinnar
á Suðureyri. Hún flutti út á
Galtarvita ásamt foreldrum og
systkinum vorið 1943, þá sjö ára
gömul, og bjuggu þau þar í sjö
ár. Frá tíu ára aldri bjó Anna
hjá frænku sinni í Reykjavík í
Til Önnu
Yfir haf og hauður fer
minn hugur til þín mæra.
Þar sem lásum af lyngi ber
við lundinn okkar kæra.
Sólin þá í heiði hló
við hjörtum þar sem ástin bjó
hún var sem lindin tæra.
Í þeim lundi ljúfust mær
lagði hönd að brjósti guma.
Aldrei fyr og foldu nær
fundið blíðar náttúruna.
Húmið lagðist létt um dal
ljúfa geymdi sprund og hal
á leið til heima túna.
Okkar fundi einum frá
aldrei munum gleyma.
þar sem öldur unnum á
með ástar stjörnu dreyma.
Ungur svanni í örmum þér
allt sem þráði gafstu mér
dóttir dalsins heima.
Má ég ekki enn um sinn
una við þau minni.
Þegar barminn blíða þinn
bauðst mér fyrsta sinni.
Enn mér ilm þinn blærinn ber
þitt bros í geislum sólar er
sem blik á heiðum himni.
Ást við fyrstu sýn
Í muna dagur hjá meyju skín
er mætir hjartans innstu þrá.
Sem glæðir eldinn honum hjá
og hennar ást við fyrstu sýn.
Þau leiddi saman huldarhönd
þinn hugardraum við augum ber.
Og flétta bandið þel sem fer
í fingurgull og tryggðabönd.
Um æskudaga ómar gára
í augasteinum vonin skein
og ungu hjarta meyjarelda.
Anna mín var átján ára
á varablóma ástin hrein
og anganfrjóu brjósti hvelfda.
(Ásm. Magnús Hagalínsson.)
Magnús Hagalínsson
Ég vil í örfáum orðum kveðja
móðursystur mína Önnu Bjarna-
dóttur sem nú er látin.
Það er erfitt til þess að hugsa að
fyrir stuttu síðan héldum við af-
komendur Bjarna afa og Línu
ömmu ættarkaffi og ekki átti ég
von á að það væri jafn stutt í
kveðjustund og raun bar vitni.
Anna hefur með einstökum hætti
barist við krabbamein í nokkur ár
og óhætt að segja að þar hafi farið
mikil baráttukona sem lét aldrei
hugfallast í öllu þessu andstreymi.
Á stundum sem þessum vakna
margar minningar, frá því þegar
við fjölskyldan að vestan fengum
inni hjá Önnu og Magga í Gnoð-
arvoginum á ferðum okkar til
Reykjavíkur en þar kynntist maður
fljótt mikilli gestrisni, hlýju og
væntumþykju þeirra hjóna. Heim-
sóknir þeirra vestur á sumrin
treystu þau bönd en það var ríkt í
okkur systkinunum að koma ávallt
við á Vatnsstígnum þar sem Anna
vann um árabil og kasta kveðju á
hana frænku okkar ef leiðin lá um
miðbæ Reykjavíkur. Því alltaf var
hún jafn broshýr og hlý og gaman
að hitta hana.
Af stórum systkinahópi móður
minnar er óhætt að segja að Anna
hafi verið ein þeirra sem maður
kynntist hvað mest og á margan
hátt hélt hún flestum samskipta-
þráðum stórfjölskyldunnar saman.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Maggi, Lára, Kolbrún, Að-
alheiður og fjölskyldur, ég votta
ykkur innilegustu samúð mína og
fjölskyldu minnar.
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir.
Þegar sú fregn barst mér að
Anna Bjarna, móðursystir mín,
væri látin eftir löng og ströng veik-
indi, sem hún hafði barist hetjulega
við um árabil, þá flæða ósjálfrátt
fram ómæld minningabrot um sam-
veruna með Önnu og fjölskyldu
hennar í gegnum tíðina, svo og með
stórfjölskyldunni frá Súgandafirði.
Sá sem þetta ritar dvaldi lang-
dvölum hjá Bjarna afa og Sum-
arlínu ömmu á Súgandafirði og
jafnframt heimsóttu og gistu fjöl-
skyldumeðlimir hjá Ásu, móður
minni, í Mjóstrætinu í Reykjavík.
Átti ég þannig kost á að kynnast vel
allri fjölskyldunni. Mér var í raun-
inni tekið sem einu af „systkinun-
um“ og hef verið þeim heiðri og
ánægju aðnjótandi alla tíð. Í æsku
upplifði ég sérstaklega vel þessi
tengsl og kallaði Önnu „systur“
mína af litlu tilefni.
Eins og aðrir í fjölskyldunni á
Súgandafirði hafði Anna mikinn
áhuga á íþróttum og var mikil
keppnismaður. Anna þótti afar góð í
handbolta og spretthlaupum og
keppti í þeim greinum undir merkj-
um íþróttafélagsins Stefnis á hér-
aðsmótum á Núpi í Dýrafirði og
vann þar til verðlauna. Á einu hér-
aðsmótinu hitti hún Magnús Haga-
línsson sem hún síðar giftist.
Anna fluttist hún suður til
Reykjavíkur og bjó m.a. um tíð hjá
mömmu í Mjóstrætinu. Þegar suður
var komið fékkst hún við ýmis störf
m.a.; við körfugerð, fatasaum og um
margra ára skeið starfaði hún við
Dún- og fiðurhreinsunina við Vatns-
stíg.
Anna unni fjölskyldu sinni afar
heitt og fylgdist með og studdi af
heilum hug börn sín og barnabörn
til náms, starfa og góðra verka.
Gestrisni, hlýhugur og glaðværð
sem við manni tók í heimsóknum til
Önnu og Magnúsar og fjölskyldu,
fyrst í Ljósheimunum, síðar í Gnoð-
arvogi í Reykjavík og loks í Kirkju-
lundi í Garðabæ er ógleymanlegur.
Húsmóðurhlutverkið var Önnu í
blóð borið, en þegar gesti bar að
garði leið aldrei langur tími þar
kaffi og gómsætt heimtilbúið með-
læti var á borð borið og málin rædd
af einlægni.
Það var sérstaklega gott að leita
til Önnu með hvað eina, þar sem
hún var ætíð til staðar og vildi leysa
hvers manns vanda og eigum við
Hrefna henni sérstaka þökk að
gjalda fyrir vinargreiða í upphafi
okkar búskapar.
Við kveðjum Önnu með söknuði
en jafnframt þakklæti fyrir að hafa
í gegnum lífshlaupið notið þeirrar
manngæsku og alúðar sem hún
hafði til að bera.
Magnús minn, við Hrefna og Ása
færum ykkur fjölskyldunni okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Önnu
Bjarnadóttur.
Bjarni Stefánsson.
Anna Bjarnadóttir móðursystir
mín er látin. Eftir erfið veikindi lést
hún á Landspítalanum, háskóla-
sjúkrahúsi, laugardaginn 12. maí.
Ég á margar góðar minningar
um Önnu frænku mína. Flestar eru
þær tengdar heimili hjónanna Önnu
og Magnúsar Hagalínssonar í
Gnoðavoginum. En þegar foreldrar
mínir og systkini komu til Reykja-
víkur frá Súgandafirði gistum við
oft hjá Önnu og Magnúsi. Alltaf var
gott að koma inn á heimili þeirra
hjóna, myndarbragur á öllu og gest-
risni mikil. Það var þægilegt að um-
gangast Önnu og hún gaf sér tíma
til að ræða við alla, líka þá yngstu.
Síðar, þegar ég fór í fjölbrauta-
skóla og háskólann, leigði ég her-
bergi í Reykjavík. Þá gerði ég mér
reglulega ferð til Önnu og Magn-
Anna Bjarnadóttir
Samúðar og
útfaraskreytingar
Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300
Hafnarfirði