Morgunblaðið - 21.05.2007, Page 26
✝ Sigurbjörg Guð-mundsdóttir
fæddist 1. september
1918 í Sigluvík í
Vestur-Landeyjum.
Hún lést á elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 15. maí síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Er-
lendsdóttir og Guð-
mundur Hildi-
brandsson.
Sigurbjörg ólst upp
frá tveggja ára aldri
hjá fósturforeldrum sínum, Önnu
Tyrfingsdóttur og Einari Ein-
arssyni í Vestri-Tungu í Vestri-
Landeyjum. Hún var yngst 13
systkina en þau eru öll látin.
Sigurbjörg giftist Felix Þor-
steinssyni húsasmíðameistara 19.
júlí 1941. Hann var fæddur 30. nóv-
ember 1912 í Tjarnarkoti í Þykkva-
bæ, og var sonur hjónanna Jó-
hönnu Felixdóttur og Þorsteins
Þorsteinssonar. Sigurbjörg og Fel-
ix hófu búskap í Reykjavík en
byggðu sér fljótlega hús á Seltjarn-
arnesi, Ytri-Grund. Þangað fluttu
þau árið 1945 og bjuggu þar, allt
úar 1947, gift Jóni Geir Guðnasyni.
Þau eiga þrjú börn, Helenu, Guðna
Þór og Hrafnhildi. 5) Sigmundur, f.
15. mars 1950, kvæntur Sigrúnu
Steinbergsdóttur. Sigmundur á tvo
syni, Guðmund Kristján og Leif
Guðjón, og fóstursoninn Grétar. 6)
Einar, f. 25. september 1951, kvænt-
ur Guðbjörgu Helgadóttur, en hún á
eina dóttur, Örnu Björk. 7) Felix, f.
23. ágúst 1954, kvæntur Rebekku
Hannibalsdóttur. Þau eiga tvö börn,
Stellu og Flosa, en fyrir á Felix fjög-
ur börn, Ásgerði, Írisi Björk, Sig-
urbjörgu og Felix. 8) Örn, f. 13. des-
ember 1956, kona hans er Helga
Ingibjörg Pálmadóttir. Þau eiga
tvær dætur, Hildi Rún og Sig-
urbjörgu, en fyrir á Helga dótturina
Evu Ósk. Örn á fyrir þrjá syni, þá
Steinberg, Birki Örn og Örn. 9)
Kjartan, f. 9. október 1961, kvæntur
Þóru Björgu Álfþórsdóttur. Þau
eignuðust fimm dætur, stúlku and-
vana fædda, Karenu, Berglindi,
Silju Björgu og Kolbrúnu Söru. Fyr-
ir á Þóra dótturina Þórhildi. Lang-
ömmubörnin eru orðin 24 og eitt
langalangömmubarn.
Útför Sigurbjargar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, mánu-
dag, og hefst athöfnin klukkan 15.
þar til Felix lést árið
2000, en þá flutti Sig-
urbjörg á heimili
yngsta sonar síns,
Kjartans. Þegar þau
Sigurbjörg og Felix
fluttust á Seltjarn-
arnes var þar sveit og
höfðu þau hjónin kind-
ur í túni og hænur.
Felix rak lítið tré-
smíðaverkstæði á lóð-
inni og var jafnan
margt um manninn í
eldhúsinu hjá Sig-
urbjörgu. Heimilið
varð fljótt stórt og byggði Felix við
húsið eftir því sem börnunum fjölg-
aði.
Sigurbjörg og Felix eignuðust níu
börn. Þau eru: 1) Steinunn Hanna, f.
5. mars 1942. Hún giftist Herbert
Jónssyni sem nú er látinn. Sambýlis-
maður Steinunnar er Benedikt Sig-
urðsson. Steinunn og Herbert eign-
uðust tvö börn, Elísabetu og
Sigurbjörn (látinn). 2) Drengur, and-
vana fæddur 2. febrúar 1943. 3) Jó-
hanna, f. 2. september 1945. Hún
giftist Ragnari Leifssyni sem nú er
látinn. Þau eignuðust tvö börn,
Bryndísi og Felix. 4) Anna, f. 24. jan-
Elskuleg móðir og tengdamóðir.
Hjartans þakkir fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæði mitt.
Er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt, nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna,
og bráðum kemur elíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Blessuð sé minning þín.
Einar og Guðbjörg.
Bagga amma flutti til okkar í
Bollagarðana árið 2000 þegar Felix
afi dó. Hún amma var grönn kona,
lágvaxin og kvik í hreyfingum. Hún
hafði skoðanir á hlutunum og fylgd-
ist vel með þjóðmálunum. Amma sat
aldrei iðjulaus. Hún var lagin við
prjónana, en þegar sjónin var farin
að gefa sig fann hún það út að betra
var að fást við heklunálina og heklaði
hún fram á síðasta dag.
Hún var mikill húmoristi og átti
það til að stríða pínulítið en þá kom
þessi sérstaki glampi í augun á
henni. Hún svaraði skemmtilega fyr-
ir sig, t.d. þegar mamma hafði
nokkrar áhyggjur af því hvort hún
gæti búið hjá okkur við þann hávaða
sem fylgir svona stórum barnaskara.
Þá svaraði hún með stríðnisglampa í
augum að hún myndi þá bara taka úr
sér heyrnartækin. Stundum laumað-
ist hún að arninum til að „kynda upp
húsið“ eins og hún kallaði það þegar
hún fékk sér einn smók.
Hún kenndi okkur vísur og gátur
sem heyrast ekki lengur og sagði
okkur sögur frá því í gamla daga
þegar hún var að alast upp. Gleðin og
húmorinn hennar ömmu kom okkur
oftar en ekki í gott skap. Stundum
þegar við vorum úti í garði að hoppa
á trampólíninu sat amma og hló að
okkur. Hún kallaði þetta fyrirbæri
hoppudýnu. Svo fór að við náðum
ömmu upp á dýnuna að hoppa með
okkur, þá var hún að verða 88 ára.
Geri aðrar ömmur betur.
Á Skólabrautinni var félagsstarf
fyrir eldri borgara og mikið mátti
vera að til að amma léti sig vanta í fé-
lagsvistina því að hún hafði verulega
gaman af að spila á spil. Stundum
kom hún heim með verðlaun. Hún
hafði á orði hversu mikla þolinmæði
spilafélagarnir sýndu henni því að
hún sá mjög illa á spilin. Við systur
spiluðum líka við hana, oft heima í
eldhúsi en oftar í sveitinni, og var þá
gjarnan einhver okkar „augun henn-
ar“.
Sælureitur ömmu og afa var í
Grímsnesinu þar sem þau fengu land
undir sumarhús. Afi var smiður og
byggði fallegan bústað í Kiðjabergi
og hvergi leið þeim betur en þar.
Amma hafði unun af því að hugsa um
fallega gróðurinn þar, hlusta á
fuglana og bara vera til í sveitinni.
Alltaf hlakkaði hún jafnmikið til að
koma þangað og ef einhver fór aust-
ur í bústað spurði hún alltaf um
fuglana: Heyrðirðu fuglasöng? Sástu
rjúpuna? Er komið hreiður undir
pallinn?
Við viljum þakka öllu því góða
fólki sem annaðist hana ömmu okk-
ar, bæði í dagvist aldraðra og á þeim
hjúkrunarstofnunum sem hún var á
síðustu mánuðina, fyrir að hugsa
svona vel um hana fyrir okkur.
Það voru forréttindi okkar að fá að
kynnast þessari miklu konu. Fyrir
það erum við þakklátar. Það er sjón-
arsviptir að henni.
Elsku amma, hvíl í friði, Guð laun
fyrir allt.
Þórhildur, Karen, Berglind,
Silja Björg og Kolbrún Sara.
Ég man best eftir langaömmu
minni í eldhúsinu sínu á Ytri-Grund.
Þar voru alltaf gestir og eitthvað sem
okkur krökkunum fannst gott að
borða. Langaamma Bagga og langafi
Felix voru þekkt fyrir gestrisni og
höfðu mjög gaman af að fá fólk í heim-
sókn, sérstaklega okkur krakkana.
Við heyrðum alltaf einhverjar sögur
úr gamla tímanum og líka vísur og
gátur sem langaamma lumaði á.
Það var líka mjög gaman að fara
með langaömmu í sumarbústaðinn
sem þau áttu. Það var mikið brallað
og á kvöldin voru spilin tekin upp.
Langaömmu þótti sérstaklega gaman
að spila þótt sjónin væri farin að gefa
sig. Hún var líka mjög sleipur spilari.
Elsku langamma, við kveðjum þig í
dag og ég vona að þú fáir þína lang-
þráðu hvíld. Ég mun sakna þín. Hvíl í
friði.
Alexander Áki Felixson.
Kæra amma. Við þökkum þau ár
sem við áttum með þér og vildum að
þau væru fleiri. Það er gaman að búa
í húsinu þínu og við ætlum að hugsa
mjög vel um það fyrir þig og afa.
Þú varst alltaf svo hress og kát og
gaman að tala við þig. Við viljum
endilega að þér líði eins vel og þú
hugsanlega getur uppi hjá Guði og
biðjum að heilsa afa. Við eigum eftir
að sakna allra góðu tímana með þér
og hittum þig vonandi eitthvern dag-
inn uppi hjá Guði.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Kveðja,
Eva Ósk, Hildur Rún og
Sigurbjörg.
Kæra vinkona!
Nú skiljast leiðir um tíma. Þakka
þér fyrir alla þína góðsemi, mér og
mínum til handa.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Guð geymi þig.
Unnur.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
26 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku amma og langamma.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Guð geymi þig.
Bryndís, Hlynur Þór
og Ragnar Smári.
HINSTA KVEÐJA
Föstudagurinn 20.
apríl var rosalega
skrítinn dagur. Ég vaknaði of seint til
vinnu, engan veginn tilbúin að takast á
við venjulegan vinnudag og hafði ekki
hugmynd um að þetta yrði dagur sem
ég myndi seint gleyma. Á leiðinni í
vinnuna varð mér hugsað til þín, elsku
amma mín, og fékk smásting í mag-
ann, fann það á mér að eitthvað myndi
gerast á þessum degi.
Í hádeginu ákvað ég að taka mér frí
í vinnunni það sem eftir var af deg-
inum og kíkja í heimsókn til þín. Þetta
var fallegur dagur, afi var þarna hjá
þér eins og klettur og horfði mikið út
um gluggann, á fuglalífið og selinn
sem var í sjónum, sem reyndist síðan
vera hundur sem var þarna á vappi.
Við hlógum öll að þessu, ég, afi og
pabbi og reyndum að vera svolítið á
léttu nótunum. Nokkrum mínútum
síðar sitjum við í setustofunni. Lækn-
irinn kemur til okkar og segir að þú
eigir aðeins nokkrar mínútur eftir.
Kiddi frændi kom akkúrat og við fór-
um inn til þín. Ég, pabbi, afi og Kiddi
✝ Emilía GuðrúnBaldursdóttir
fæddist í Reykjavík
18. apríl 1930. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi föstudag-
inn 20. apríl síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Digraneskirkju 30.
apríl.
vorum þarna hjá þér og
horfðum á þig draga
andann í síðasta sinn í
þessu lífi, þetta var mjög
erfitt en ég vissi samt að
þessi lífsreynsla myndi
gera mig sterkari. Ég
fann fyrir ofboðslegri
sorg en á sama tíma fyr-
ir gleði. Sorg vegna þess
að þú varst að fara úr
þessum heimi og gleði
vegna þess að fá tæki-
færi til að vera hjá þér.
Á tíma sem þessum
verður allt svo tilfinningaþrungið og
minningarnar fara í einn graut, það er
það sem gerðist hjá mér. Ég er alltaf
að hugsa um það hvað þú sért að gera
og hugsa og hvort þú hefðir viljað gera
eitthvað öðruvísi. Ég er með alveg
fullt að spurningum sem fljóta um í
höfðinu á mér. En þú hefur eflaust
tekið eftir því.
Elsku amma mín, þú varst alltaf að
gera einhverja fallega hluti og gefa
manni og varst með margar hug-
myndir í kollinum. Mamma sagði allt-
af við mig að löngunin til að skapa og
hugmyndaflugið sem ég hef hefði ég
frá þér, þannig að á einhvern hátt er-
um við líkar sem mér finnst voða gott.
En af öllum þessum hlutum sem þú
prjónaðir eða saumaðir eru bleiku
inniskórnir í uppáhaldi hjá mér og hef
ég notað þá mikið.
Eins og með hugmyndaflugið þá
vantaði heldur ekki umhyggjusemina,
ég fékk oft hringingu frá þér, og þú
varst að láta mig vita hvað ég gæti
gert til að láta mér líða betur í mag-
anum, gafst mér þaratöflur, blandaðir
fyrir mig ferskan ávaxtasafa og lést
mig vita hvað ég mætti ekki borða út
af nikkelofnæminu. En það er eitt sem
ég gleymi aldrei. Það var í sumar, sím-
inn heima hringdi óvart heim til þín og
afa einn sunnudaginn. Enginn var í
símanum og þú hélst að eitthvað hefði
komið fyrir. Sara frænka var einmitt í
heimsókn og þið brunuðuð í Árbæinn
til að athuga hvort það væri ekki allt í
lagi með mig. Fóruð í gegnum garðinn
og inn um þvottahúsið. Ég fékk alveg
sjokk þegar ég heyrði í ykkur og
skammaðist mín alveg svakalega og
vonaði að þú hefðir ekki fattað neitt.
Þessari minningu gleymi ég aldrei og
þetta sýnir hvað þú varst góð kona og
góð amma.
En svona í lokin þá er ég að flytja til
Englands í haust eins og þú vissir. Og
ég á eftir að vera þar næstu 2 árin,
fjarri fjölskyldu minni. Ég vona bara
að þú getir verið hjá mér og passað
kannski smá upp á mig og kannski
gefið mér smávegis innblástur þegar
ég er inni í stúdíói að taka myndir í
bleiku inniskónum.
Elsku amma mín, við eigum örugg-
lega eftir að hittast aftur einhvern
tímann og sá dagur verður æðislegur.
Kiss, kiss og knúsar og ef þú sérð afa
Jörund þar sem þú ert þá bið ég endi-
lega að heilsa honum og þú smellir
kannski einum á kinnina frá mér.
Takk fyrir stundirnar sem við átt-
um saman.
Þitt barnabarn
Hrund
Emilía Guðrún Baldursdóttir
Frænka mín, Sigur-
björg Böðvarsdóttir á
Happastöðum, er látin.
Hún var frænka með stóru F-i, gest-
risin og gjöful.
Það var alltaf tekið vel á móti
drengstaulanum, þegar ég kom í
heimsókn að Happó. Alltaf til góður
moli í lítinn munn eða eitthvað sætt að
maula. Hún kenndi mér gátur, m.a.
um „mjaltakonuna“ (tíu toga fjóra …)
og seinna, okkur báðum til ómældrar
Sigurbjörg
Böðvarsdóttir
✝ Sigurbjörg SóleyBöðvarsdóttir
fæddist í Bólstað í
Mýrdal 21. október
1913. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 11.
apríl síðastliðinn.
Sigurbjörg var
jarðsungin frá
Landakirkju 19.
apríl sl.
ánægju, að spila marías.
Eitthvert sumarið,
þegar ég var kominn vel
yfir fermingu, vann ég í
Hraðfrystistöðinni þar
sem hún vann. Í kaffi-
hléi einn daginn kom
hún að mér þar sem ég
var að pukrast við að
reykja, ásamt fleiri
krökkum. Þegar hún
birtist mátti engu muna
að ég æti fjárans sígar-
ettuna og mér datt ekki
annað í hug en hún
myndi kjafta í pabba og
mömmu. Auðvitað gerði hún það ekki
– og næst þegar ég kom að Happó
reyktum við „friðarpípu“ í Raleigh –
túttulausum.
Þessar og þessu líkar eru minning-
arnar mínar um hana Frænku á
Happó, góðar og skemmtilegar.
Veri hún Guði falin.
Sigurjón Guðmundsson.
Kæri vinur.
Ég þakka þér góða
vináttu síðustu ára
og kveð þig með 23. Davíðssálminum
sem þér þótti svo fallegur.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
Einar Ólafsson
✝ Einar Ólafssonviðskiptafræð-
ingur fæddist í
Reykjavík 16. nóv-
ember 1952. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 17. apríl síð-
astliðinn og var
útför hans gerð
frá Hallgríms-
kirkju 25. apríl.
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
Ég bið góðan guð að styrkja ást-
vini þína í sorg sinni.
Ragnheiður Björk.