Morgunblaðið - 21.05.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 29
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Myndlist
Hafnarborg | Bandaríska listakonan Ruth Boerefijn
sýnir innsetningar í Bogaskála og móttöku 11. maí til
24. júní. Ruth nefnir sýninguna „Innra landslag
–Interior Landscapes“ en hún samanstendur af inn-
setningunum Gerrit og Nellie sem listakonan til-
einkar foreldrum sínum. Opið kl. 11-17.
Fyrirlestrar og fundir
Háskóli Íslands, Oddi v/Sturlugötu, stofa 101 |
Snjólfur Ólafsson prófessor heldur fyrirlesturinn
„Tilgátur um helstu ástæður góðs árangurs útrás-
arfyrirtækjanna“ í málstofu viðskipta- og hag-
fræðideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 22. maí
kl. 12.15.
Hugleiðslu og friðarmiðstöðin | Þriðjudaginn 22.
maí kl. 20 heldur Oddi Erlingsson sálfræðingur
fyrirlestur að Grensásvegi 8, 4. hæð, suðurhlið.
Fyrirlesturinn nefnist Hugleiðsla og sálfræði og er
ókeypis og öllum opinn. Tekið er á móti frjálsum
framlögum. Opin hugleiðsla er alla miðvikudaga kl.
20 á sama stað.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Hjúkr-
unarfræðingur með viðtalstíma kl. 9-11. Botsía kl.
10. Félagsvist kl. 14.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-12.
Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Söngstund kl. 10.30.
Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morgun-
kaffi/dagblöð, bútasaumur, fótaaðgerð, samveru-
stund, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. Uppl. í
síma 535 2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin á mánudögum og miðvikudögum kl.
10-11.30. S. 554 1226, en í Gjábakka á miðviku-
dögum kl. 13-14, s. 554 3438. Félagsvist í Gull-
smára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á
miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffi-
tár kl. 13.30. Danskennsla Sigvalda, línudans kl. 18.
Samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og framhald kl.
20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið-
beinandi verður til hádegis. Gler- og postulínsmálun
kl. 9.30 og kl. 13. Lomber kl. 13. Canasta kl. 13.15. Fé-
lagsheimilið Gjábakki er opið kl. 9-17, heitt á könn-
unni.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9.05 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13
handavinna, kl. 20.30 félagsvist FEBK. Púttvöllur
við hlið félagsmiðstöðvarinnar í sumar.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar. Kl. 9.50 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.20 kóræf-
ing. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg.
Uppl. á staðnum og s. 575 7720.
Félagstarfið Lönguhlíð 3 | Iðjustofa, málun, leir-
mótun, postulínsmálun o.fl. kl. 9-12. Handverks- og
bókastofa kl. 9-16. Kaffiveitingar kl. 14.30. Söng- og
samverustund, nánar auglýst á töflu í anddyri. Uppl.
í s. 552 4161.
Hraunsel | Handavinnusýning kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Hand-
verkssýning kl. 13-17, sýning á munum unnum í fé-
lagsstarfinu í vetur. Kaffi og meðlæti. Allir velkomn-
ir.
Hæðargarður 31 | Félagsmiðstöðin Hæðargarður
31 á 15 ára afmæli í ár. Hátíðarhöld verða dagana
25.-31. maí, þó ekki hvítasunnudagana. Það verður
mikið fjör og sköpunargleði þessa daga. Fylgist með
auglýsingum eða fáið dagskrána senda með net-
bréfi. S. 568 3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun þriðjudag kl. 9.30
er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði. Kl. 10 botsía. Kl.13-16
postulín. Opin fótaaðgerðastofa.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu |
Hátúni 12. Brids í kvöld kl. 19.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegis-
verður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 botsía. Kl. 11-12
leikfimi. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-
15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband kl.
9. Handavinnustofan opin frá kl. 9, allir velkomnir
með handavinnuna sína í góðan félagsskap,
morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, glerbræðsla kl.
13, frjáls spilamennska kl. 13. Allir eru velkomnir, á
hvaða aldri sem er. Uppl. í síma 411 9450.
Kirkjustarf
Áskirkja | Þorgils Hlynur Þorbergsson, cand. theol,
verður með morgunsöng á Dalbraut 27, kl. 9.30 í
dag.
80ára. Í dag, 21. maí, eráttræð frú Pernille
Alette Hoddevik, fyrrverandi
sjúkraliði, til heimilis í Suður-
byggð 7, Akureyri. Hún fagn-
ar deginum í faðmi fjölskyld-
unnar.
dagbók
Í dag er mánudagur 21. maí, 141. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Og þótt þér gjörið þeim gott, sem yður gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar gjöra og hið sama. (Lk. 6, 33.)
ÞEIR virðast voða rólegir storkarnir tveir
sem voru að ditta að hreiðrinu sínu á þaki
húss í þorpinu Ptich í Hvíta-Rússlandi í gær
meðan sólin gekk til náðar. Kannski voru
þeir að undirbúa fjölgun í fjölskyldunni eða
að ræða sín á milli hvert ætti að afhenta
börn daginn eftir en eins og kunnugt eru
það storkarnir sem koma með börnin.
Storkar standa á öðrum fæti
Reuters
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur um stofnun rann-
sóknastofu í menntunarfræðum
ungra barna við Kennaraháskóla
Íslands. Samstarfs- og stuðn-
ingsaðilar rannsóknastofunnar
eru Kennarasamband Íslands,
Reykjavíkurborg og Umboðs-
maður barna. Forstöðumaður
rannsóknastofunnar er Jóhanna
Einarsdóttir, prófessor við
Kennaraháskóla Íslands.
Menntunarfræði ungra barna
er það fræðasvið sem fjallar um
börn, aðstæður þeirra og nám frá
fæðingu til átta ára. Aðalmark-
mið rannsóknastofunnar er að
auka og efla rannsóknir á mennt-
un og uppeldi ungra barna og
vera vettvangur fræðaþróunar á
því sviði.
Rannsóknarstofunni er ætlað
það hlutverk að eiga frumkvæði
að og sinna rannsóknum, miðla
þekkingu og kynna niðurstöður
rannsókna á sviðinu, m.a. með út-
gáfu fræðigreina og fræðirita og
með fyrirlestrahaldi.
Með stofnun rannsóknastof-
unnar er komið til móts við
breyttar aðstæður í málefnum
ungra barna. Flest börn á aldr-
inum 3-5 ára sækja nú leikskóla
og aukin þekking á því hvernig
börn læra og þroskast hefur opn-
að augu fólks fyrir mikilvægi
fyrstu æviáranna og menntun
ungra barna. Á vegum rann-
sóknastofunnar taka vísinda-
menn og fagfólk höndum saman
um að vinna rannsóknir og sinna
brýnum og aðkallandi málefnum.
Rannsóknastofa í
menntunarfræðum
Rannsóknir Frá undirritun samnings um stofnun Rannsóknastofu
í menntunarfræðum ungra barna. Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður
barna, Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Ís-
lands, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands og Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs Reykjavíkurborgar.
SIGRÚN Sigurðardóttir hjúkrunar-
fræðingur flytur opinn fyrirlestur á
morgun, þriðjudaginn 22. maí kl.
14. í stofu L-201 á Sólborg á Akur-
eyri. Fyrirlesturinn tengist meist-
araritgerð hennar við Heilbrigðis-
deild Háskólans á Akureyri:
Kynferðisleg misnotkun og önnur
sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á
heilsufar og líðan kvenna.
Leiðbeinandi hennar var dr. Sig-
ríður Halldórsdóttir, prófessor við
Háskólann á Akureyri, en ráðgjafi
var dr. Guðrún Agnarsdóttir, lækn-
ir.
Áhrif kynferðis-
legs ofbeldis
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
Tryggingastofnun ríkisinsstendur fyrir alþjóðlegriráðstefnu um bóta- ogtryggingasvik á morgun,
þriðjudag undir yfirskriftinni Ógnar
misnotkun velferðarkerfinu?
Gunnar Þ. Andersen er forstöðu-
maður eftirlits hjá Tryggingastofnun:
„Svikamál í sjúkratrygginga- og líf-
eyristryggingakerfinu eru mikið
áhyggjuefni á Norðurlöndunum, Bret-
landi og víðar. Í Noregi og Svíþjóð
hafa menn m.a. séð ástæðu til að stór-
efla eftirlitsdeildir til að bregðast við
vaxandi tryggingasvikum,“ segir
Gunnar en ráðstefna þriðjudagsins er
haldin í tengslum við árlegan fund
yfirmanna eftirlitsdeilda almanna-
trygginga á Norðurlöndum. „Sem
dæmi má nefna að í Svíþjóð og Noregi
hefur kærumálum vegna almanna-
tryggingasvika fjölgað um 50-60%
milli ára. Um er að ræða lítinn minni-
hlutahóp óheiðarlegra aðila sem reyna
að misnota kerfið, en þó hópurinn sé
smár getur verið um stórar fjárhæðir
að ræða og er hætta talin á að um-
fangsmikil almannatryggingasvik
grafi undan trausti almennings á
hvernig stjórnvöld ráðstafa fé skatt-
greiðenda.“
Gunnar segir ekki liggja fyrir ítar-
legar athuganir um útbreiðslu al-
mannatryggingasvika á Íslandi og
leggur á það áherslu að aðeins lítill
hópur reyni að misnota kerfið: „Við
notum þetta tækifæri til að læra af
nágrönnum okkar og viljum hvetja til
umræðu um þessi mál. Stöðug þróun
er á þessu sviði og virðist enginn
skortur á hugmyndaflugi þeirra sem
reyna að svíkja fé út úr almanna-
tryggingum í nágrannalöndum okkar.
Reynsla annarra getur hjálpað okkur
að fyrirbyggja vandann heima fyrir
en öflugar forvarnir og öflugt upplýs-
ingakerfi getur skipt sköpum til að
fæla fólk frá tryggingasvikum,“ segir
Gunnar að lokum.
Ráðstefna þriðjudagsins er haldin á
Hótel Nordica og hefst kl. 13. Finna
má nánari upplýsingar á heimasíðu
Tryggingastofnunar ríkisins á slóð-
inni www.tr.is.
Tryggingar | Ráðstefna um almannatryggingasvik og forvarnir
Bóta- og tryggingasvik
Gunnar Þ. And-
ersen fæddist í
Reykjavík 1948.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá Oslo
Katedralskole
1968, Cand. Oecon.
frá Háskóla Ís-
lands 1974 og MBA
frá University of
Minnesota 1976. Gunnar var sérfræð-
ingur á fjármálasviði SÞ í New York
og síðar forstöðumaður þróunarsviðs
Pepsi Cola. Hann starfaði hjá Lands-
bankanum 1991 til 2003 og var fram-
kvæmdastjóri alþjóða- og fjármála-
sviðs bankans 1998 til 2003, sjálfstæð-
ur ráðgjafi 2003 til 2006 þegar hann
tók við starfi forstöðumanns eftirlits
hjá TR. Sambýliskona Gunnars er
Margrét Kristín Gunnarsdóttir og
eiga þau einn son en Gunnar á þrjú
börn af fyrra hjónabandi.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
mun njóta víðtæks stuðnings N1
í störfum sínum næstu árin.
Samningur þessa efnis var und-
irritaður við upphaf landsþings
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar sem haldið var í Reykja-
nesbæ um helgina.
Stuðningur N1 felst bæði í ár-
legu fjárframlagi til starfseminn-
ar á landsvísu og í veglegum af-
slætti af öllum þeim bílavara-
hlutum, aukahlutum, eldsneyti
og bílaþjónustu sem deildirnar
þurfa um land allt.
Sigurgeir Guðmundsson, for-
maður SL, segir samninginn sér-
staklega hagstæðan, því í honum
sameinist fjárhagsstuðningur og
lækkað verð á bílavörum og elds-
neyti sem er veigamikill út-
gjaldaliður fyrir björgunarsveit-
ir um land allt. „Þetta samstarf
hentar mjög vel fyrir okkur. Við
erum til dæmis með rúmlega
hundrað sveitir og N1 er með
rúmlega hundrað útsölustaði,
þannig að báðir aðilar teygja sig
hringinn i kringum landið.“
Slysavarnafélagið Landsbjörg
eru landssamtök björgunar-
sveita og slysavarnadeilda á Ís-
landi. Starf samtakanna byggist
á sjálfboðaliðum og er allt
rekstrarfé fengið með fjáröflun-
um eða með styrkjum. Björgun-
arsveitir Slysavarnafélagsins
Landsbjargar eru um 100 tals-
ins, víðs vegar um landið með
það að markmiði að vera til taks
hvar og hvenær sem þess er þörf.
Í félaginu eru um 18.000 félagar
en á sjöunda þúsund eru á út-
kallsskrá og þar af eru rúmlega
3.000 virkir í starfi sveitanna.
N1 er eitt stærsta verslunar-
og þjónustufyrirtæki landsins.
N1 er með um 100 eldsneytisaf-
greiðslustöðvar um land allt, um
20 verslanir auk veitingasölu og
fjölda hjólbarða- og smurverk-
stæða.
N1 verður einn helsti
styrktaraðili Landsbjargar