Morgunblaðið - 21.05.2007, Page 31

Morgunblaðið - 21.05.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 31 Krossgáta Lárétt | 1 púsluspil, 4 ástæður, 7 líkindi, 8 spyr, 9 hagnað, 11 ögn, 13 at, 14 garpa, 15 merki, 17 ljómi, 20 mann, 22 hnífar, 23 tignarmanns, 24 rán- fugls, 25 fleina. Lóðrétt | 1 hnötturinn, 2 þrífur, 3 peninga, 4 síða, 5 lokka, 6 skerðir, 10 ræna, 12 ávinning, 13 duft, 15 milda, 16 undirstaðan, 18 trjáviður, 19 rýja, 20 ósoðinn, 21 ófögur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 alvarlegt, 8 orðum, 9 níðir, 10 ugg, 11 tærar, 13 asnar, 15 starf, 18 ólgar, 21 lof, 22 meiða, 23 álúta, 24 tungutaks. Lóðrétt: 2 liður, 3 aumur, 4 langa, 5 góðan, 6 gort, 7 frúr, 12 aur, 14 sál, 15 sómi, 16 atinu, 17 flagg, 18 ófátt, 19 grúsk, 20 róar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Suma daga gefur ekki besta raun að vera með puttana í öllu. Það á við dag- inn í dag. Sjáðu verkefnin fyrir þér og taktu svo eitt fyrir í einu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú verður sífellt betri í því fagi sem þú fæst við. Þú hefur auk þess næmi á mörgum öðrum sviðum, en gleymir því stundum og veldur þannig vonbrigðum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Allt snýst um þig, endalaust. Annar tvíburinn vill bara hugsa um sjálf- an sig, hinn tvíburinn skammast sín fyrir eigingirnina. Settu sokk í munninn á þeim síðarnefnda. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Tímabil er að hefjast þar sem þú blómstrar í listinni. Þú þarft því aðeins að breyta út af vananum. Hristu upp í hon- um, sjáðu söng og heyrðu málverk. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Skamm! Svona get- urðu ekki haldið áfram. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Tilgangur þinn er ekki augljós, svo þú skalt komast að því hver hann er – jafnvel búa hann til. Lærðu svo að skipu- leggja næsta skref og síðan allt lífið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Kannski á þér aldrei eftir að finnast þú nógu öruggur með þig til að gera það sem hjartað býður þér. Gleymdu því óör- ygginu og kýldu á það núna. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Allir vilja fá viðurkenningu. Ef þú tekur eitthvað of persónulega er það bara mannlegt. Líka að bregðast of hart við. Já, maður hefur ekki alltaf hemil á sér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Tvær manneskjur í lífi þínu eiga hug þinn allan. Þú þarft að minna þær á að þetta er ekki keppni. Segðu þeim líka að það er nóg af þér fyrir tvo. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú mátt búast við truflunum. Leiddu þær hjá þér, þær eru bara hluti af lífsins gangi. Reyndu að verða ekki of stressaður til að hafa stjórn á hlutunum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vonin birtist þér sem litríkur regnbogi. Fylgdu einum lit og finndu í honum lausn á löngu sambandsvanda- máli. Hvílíkur fjársjóður! (19. feb. - 20. mars) Fiskar Alveg eins og líkami þinn þarfnast líkamlegrar næringar, gerir andi þinn það líka. Líttu inn á við. Það hefur áhrif á drauma þína og er gott vopn í átökum framtíðarinnar. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 Bd7 7. Dd2 Hc8 8. O- O-O Rxd4 9. Dxd4 Da5 10. Bh4 g5 11. Bg3 Bg7 12. Rd5 Rh5 13. Db4 Dxb4 14. Rxb4 O-O 15. Rd5 Hfe8 16. Be2 Rxg3 17. hxg3 Hc5 18. Kb1 a5 19. c3 b5 20. b4 Hxc3 21. Rxc3 Bxc3 22. Hd5 f6 23. Bxb5 Bxb5 24. Hxb5 axb4 25. f4 Hc8 26. Hb7 He8 27. f5 Ha8 Staðan kom upp í opnum flokki Evr- ópumeistaramóts einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í Dresden í Þýska- landi. Þýski stórmeistarinn David Bar- amidze (2543) hafði hvítt gegn landa sínum Wolfgang Pajeken (2346). 28. Hxe7! b3 29. Hexh7! bxa2+ 30. Kc2 a1=R+ svartur hefði orðið mát eftir 30... a1=D 31. Hh8+ Kf7 32. H1h7#. 31. Kd3 og svartur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Sumarbrids. Norður ♠105 ♥K64 ♦1087543 ♣Á3 Vestur Austur ♠9863 ♠ÁKD2 ♥D875 ♥832 ♦DG ♦96 ♣1098 ♣D765 Suður ♠G74 ♥ÁG10 ♦ÁK2 ♣KG42 Suður spilar 3G. Spilið er frá fyrsta kvöldi sumar- spilamennsku BSÍ síðastliðinn mið- vikudag og á fimm borðum af átta varð suður sagnhafi í þremur grönd- um. Með spaða út má sagnhafi þakka fyrir að fá níu slagi (spaðinn 4-4 og tígullinn 2-2), en það útspil fannst að- eins á einu borði. Fjórir sagnhafar voru svo lánsamir að fá út hjarta og það skilaði þeim óvænt öllum slög- unum þrettán! Útspilið gefur ellefta slaginn, síðan liggur laufdrottning fyrir svíningu og það er tólfti slagurinn. Sá þrettándi rennur svo sjálfkrafa upp með þving- un á austur í svörtu litunum, því hann á þrjá efstu í spaða og lengdina í laufi. Þegar sagnhafi spilar síðasta fríslagn- um úr borði þarf austur annað hvort að henda hæsta spaða eða fækka við sig laufum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hver tefldi við 70 börn í Bolungarvík? 2 Hvað störfuðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-flokkur lengi saman samfleytt í ríkisstjórn? 3 Ragnar Axelsson er með ljósmyndasýningu í ljós-myndagalleríi á Skólavörðustíg 4a sem gamall fréttamaður sjónvarps rekur. Hver er það? 4 Hvað varði Þóra Helgadóttir margar vítaspyrnur í vin-áttuleik við enska kvennaknattspyrnulandsliðið? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Guðmundur Magn- ússon blaðamaður og ritstjóri hefur verið ráðinn í nýtt starf. Hvaða? Svar: Vef- stjóri DV. 2. Alþýðu- samband Íslands hefur samþykkt nýja atvinnustefnu. Hver er framkvæmdastjóri ASÍ? Svar: Gylfi Arn- björnsson. 3. Lands- bankinn hefur keypt erlent fjármálafyrirtæki. Í hvaða landi? Svar: Bretlandi. 4. Eftir hvern eru dansverkin sem San Francisco-ballettinn flytur hér á land? Svar: Helga Tómasson. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR BYR er virkur þátttakandi í ís- lensku samfélagi og leggur áherslu á að styrkja góð og upp- byggileg verkefni sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl allra aldurs- hópa, segir í fréttatilkynningu: „Því eru Haukarnir meðal styrktaraðila Byrs, svo dæmi sé tekið. „Samstarf okkar hefur stað- ið lengi og með nýlega endurnýj- uðum samningi við félagið eflum við samstarf okkar enn frekar,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, ann- ar tveggja sparisjóðsstjóra hjá Byr. Haukarnir munu kynna Byr sem sinn aðalsamstarfs- og styrkt- araðila þar sem því verður við komið á næstu árum og viðskipta- vinir Byrs fá 50% afslátt á heima- leiki Hauka. Ætlunin er að ungir viðskiptavinir Byrs fái tækifæri til að hitta leikmenn meistaraflokka félagsins nokkrum sinnum á ári, vera við æfingar eða eiga aðra samveru með félagsmönnum eftir því sem tækifæri gefast til. Einnig munu Haukarnir halda kynningarnámskeið fyrir við- skiptavini Byrs án endurgjalds. Í því sambandi nefnir Ragnar kynningu á Króna og Krónu fyrir yngstu kynslóðina auk kynningar á námsmannaþjónustu fyrir grunnskólanema og fram- haldsskólanema svo dæmi sé tek- ið. Mikilvægt fyrir báða aðila „Við teljum mikilvægt að styðja við bakið á uppbyggilegri starfsemi á þeim svæðum, þar sem Byr rekur starfsemi þannig að fólk sjái sér hag í því að eiga viðskipti við okkur,“ segir Ragnar og segir mikla ánægju með sam- starfið. Ánægja með samstarfið Í sama streng tekur Þorgeir Haraldsson, formaður handknatt- leiksdeildarinnar. „Bæði nýtur fé- lagið fjárhagslegs styrks frá góðu fyrirtæki í bæjarfélaginu auk þess sem við fáum mikilvæg tækifæri til að kynna starfsemi okkar, sem er afar mikilvægt til að laða til liðs við okkur nýtt og upprennandi íþróttafólk. Það er m.a. okkar hlutverk,“ segir Þorgeir. Byr og Haukarnir þróa samstarf sitt Samvinna Frá undirritun samningsins. Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðs- stjóri Byrs, og Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, að lokinni endurnýjun samningsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.